Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ég kem bara af fjöllum eins og þið sjáið, eitt veit ég þó í minn grautarhaus, að þetta er hvorki kvótakerfinu né hagstjórninni að kenna, það hefur okkur sveinkunum verið inn- prentað frá barnsaldri. VEÐUR Viðbrögð manna á meðal í gær viðvali ráðherra í hina nýju rík- isstjórn voru á ýmsan veg.     Víða heyrðist sú skoðun að lítillferskleiki væri í vali ráðherra Sjálfstæðisflokks enda allir hinir sömu og áður að einum undan- teknum.     Einnig gætirgagnrýni á það að einungis ein kona skuli vera í þeim hópi svo og að ráð- herrarnir skyldu ekki að minnsta kosti skipta um ráðuneyti.     Fólki fannst meiri ferskleiki yfirráðherravali Samfylkingar og alveg sérstaklega voru góðar und- irtektir manna á meðal við val á Jó- hönnu Sigurðardóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.     Viðskiptalífið setur augljóslegaspurningarmerki við Björgvin Sigurðsson sem viðskiptaráðherra og veltir því fyrir sér hvaða faglegu rök liggi til þess að Björgvin taki við þessu embætti.     En þeir sem spyrja hvort faglegrök ráði ekki ferðinni við ráð- herraval verða að gera sér ljóst að svo er ekki.     Hér er um pólitískar ákvarðanirflokksforingja að ræða.     Það er augljóst mál að IngibjörgSólrún hefur haft frjálsari hendur um ráðherraval en Geir H. Haarde enda er þetta í fyrsta sinn sem Samfylkingin velur ráðherra í ríkisstjórn.     Þegar frá líður kemur svo í ljóshvernig til hefur tekizt. STAKSTEINAR Björgvin G. Sigurðsson Viðbrögð við ráðherravali SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -                  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (            !!"      !!"       !!  :  *$;<                 !"  # $  $ %%  &   *! $$ ; *! # $  %  $  &  ' (' =2 =! =2 =! =2 #&% ! ) !" *+ '!,  <>         *  -% ! %  ,.     $   /!   ( '  ('   ' !    !"!'0-  , !'     /   '!! ! !" 0 /    1 ' !  ,  $  '!! !2  $ ! !" /!  1 '2 3' ' !"0- ,.     0 =7  1 !2* /!  "' %   "  04  #2 !" / ."" 12 32 !"  (' 52 !" 0 -     /   . 0 6.  '77  ! ' 5 ' ') !" 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 0 / 0     0         / / / / / / / / / / / / / / /            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sigurður G. Tómasson | 23. maí 2007 Mikið af hveiti og sykri Kona spurði mig hvað mér þætti um orðalag- ið „mikið af fólki“. Því er fljótsvarað. Fólk er margt en sums staðar er mikið af sandi. Það er líka mikið af hveiti í kleinum. Og sykri. En mörgu fólki þykja þær góðar. Hið sama má segja um fé. Menn eiga margt fé, í merk- ingunni sauðfé en mikið fé ef átt er við peninga. Meira: einherji.blog.is Viðar Eggertsson | 23. maí 2007 Ég játa: Ég hef lifað! Ég viðurkenni: Ég elska að eldast. Ég elska að bera þess merki að ég hafi sjóast í lífsins ólgusjó. Ég elska að hafa veðrast. Ég elska að ég hafi öðl- ast lífsreynslu. Ég var ungur. En ég hef aldrei verið gamall. Ég hlakka til hvers dags sem ég bæti við líf mitt og það sjái á mér. Ég hlakka til að reyna eitthvað nýtt – eitthvað sem ég hef ekki reynt áður. Ég elska að hafa þroskast – á alla kanta. Meira: eggmann.blog.is Ellý Ármannsdóttir | 23. maí 2007 Hefðbundin kynjahlutverk „Áttu lausa stund? Er nefnilega í smá vand- ræðum,“ sagði vinkona mín sem reyndi af öll- um mætti að viðhalda hjónabandinu með því að fylgja hefðbundnu kynjahlutverki en að lokum varð hún þó eirðarlaus og bældi tilfinningar sínar. Síðan skildi hún. Prófaði ein- lífi um stund en komst að þeirri nið- urstöðu að hana langar alls ekki að vera ein. Meira: ellyarmanns.blog.is Andrés Magnússon | 22. maí 2007 Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins Ráðherrarnir eru sex og valinn maður í hverju rúmi. Eigi að síður má gera at- hugasemdir við sam- setninguna á listanum, þó ekki sé unnt að finna að hverjum ráðherra fyrir sig. Ég hygg að sneggsti bletturinn á listan- um felist í kynjasamsetningunni. Líkt og í þingflokki Samfylkingarinnar er um þriðjungur þingmanna konur, en samt er ekki nema einn ráðherra flokksins kvenkyns. Einn sjötti. Það þykir mér nokkuð á skjön við þær jafnréttisáherslur, sem gætt hef- ur í auknum mæli í málflutningi flokksins að undanförnu. Sérstaklega sker það í augu í samanburði við Samfylkinguna með sína jöfnu kynja- skiptingu í ráðherrastólum. En það má líka finna að því hversu misjöfn dreifing er á ráðherrum eftir kjördæmum. Í raun er Einar K. Guð- finnsson eini landsbyggðaráðherr- ann, þó Árni M. Mathiesen sitji á þingi fyrir Suðurkjördæmi; það er eiginlega ekki hægt að verða hafn- firskari en Mathiesenar. En á móti má auðvitað nefna að Guðlaugur Þór Þórðarson er Borgnesingur að upp- runa og var eitt sinn varaþingmaður fyrir Vesturland. Það þarf ekki að fjölyrða um hæfi- leika Geirs H. Haarde sem forsætis- ráðherra, en ég skal játa að ég varð eilítið hissa að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, skyldi kjósa að vera um kyrrt í menntamálaráðuneytinu. Hún hefur vaxið mjög sem stjórn- málamaður upp á síðkastið og vann glæsilegan sigur í kjördæmi sínu. Því hefði ég haldið að hún kysi eitthvað annað en kyrrstöðu í ráðherrastóli. Nú er hætta á að menntamálin eign- ist hana í stað þess að hún tileinki sér fleiri málaflokka. En menntamálaráðuneytið er auð- vitað valdamikið og hún telur sig lík- ast til eiga mikilvægum verkefnum þar ólokið. Markaðurinn fagnar því vafalaust að Árni M. Mathiesen skuli áfram vera fjármálaráðherra; hann kann fáu betur en stöðugleika og Árni hef- ur til að bera þá nauðsynlegu gætni og kostgæfni, sem embættið krefst. Eins er ég sérstaklega ánægður með Einar K. Meira: andres.blog.is BLOG.IS Flogið verður til höfuðborgar Þýskalands, Berlínar og ekið áfram til Dresden þar sem gist er í 3 nætur. Í Dresden er mikið af sögufrægum byggingum og þar verður einnig hægt að kynnast þjóðarbroti, Sorbum, sem búa á þessu svæði, en sérstætt tungumál þeirra og menning á í vök að verjast. Eftir áhugaverðar skoðunarferðir í Dresden er haldið aftur til Berlínar, þar sem gist er í 4 nætur, en leiðin þangað liggur í gegnum Speewald, þar sem upplagt er að fara í skemmtilega bátsferð frá Lubbenau. Skoðunarferð um Berlín og til Potsdam. Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Verð: 99.800 kr. Mikið innifalið! SUMAR 12 23. - 30. ágúst Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir Dresden - Berlín s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.