Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDGRÆÐSLA og jöklar eru myndefni á frímerkjaröð sem Ís- landspóstur gefur út í dag, 24. maí. Sama dag koma út Evrópufrímerk- in sem að þessu sinni eru tileinkuð aldarafmæli alþjóðlegu skátahreyf- ingarinnar. Loks kemur út frímerki í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að landgræðsla hófst á Ís- landi. Myndefnin í frímerkjaröð um jökla eru sótt til fimm hveljökla á Íslandi. Fjórir þeirra eru á miðhá- lendinu: Vatnajökull, Breiðamerk- urjökull, Langjökull og Hofsjökull. Fimmti jökullinn er Snæfellsjökull. Jöklar, skátar og landgræðsla Í TILEFNI af 25 ára samstarfi Há- skóla Íslands og Háskólans í Minnesota mun Robert H. Bruin- inks, rektor Há- skólans í Minne- sota, lýsa kjöri Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem heiðursdoktors við skólann. Kjörið fer fram við sérstaka athöfn í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Geir Haarde lauk meistaraprófi í hagfræði frá Háskólanum í Minne- sota árið 1977 og vill skólinn með nafnbótinni veita þessum fyrrver- andi nemanda sínum viðurkenningu fyrir framlag hans til íslensks sam- félags, sem þar með eykur hróður Háskólans í Minnesota. Í tilefni samstarfsafmælisins eru staddir hér á landi stjórnendur Há- skólans í Minnesota og munu þeir eiga fundi með stjórnendum Háskóla Íslands, Landspítalans og öðrum samstarfsaðilum næstu daga. Heiðursdoktor í Minnesota Geir H. Haarde FRAMLEIÐSLA á alifuglakjöti jókst um 16,4% í síðasta mánuði frá apríl í fyrra og framleiðsla á svína- kjöti jókst sömuleiðis um 15,5%. Hlutdeild alifuglakjöts í heildar- kjötsölu miðað við tólf mánaða tímabil er nú 28,5%. Hlutdeild svínakjöts í heildarkjötsölu nemur 25,1%. Sem fyrr selst mest af kinda- kjöti og er 29,4% af heildarkjötsölu. Undanfarna mánuði hefur fram- leiðsla nautakjöts vaxið og selst allt jafnharðan. Hlutdeild nautgripa- kjöts í sölu er nú 14%. Aukin kjötsala Á AÐALFUNDI Upplýsingar – fé- lags bókasafns- og upplýs- ingafræða var dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, fyrrverandi landsbókavörður, kosin formaður félagsins. Tekur hún við af Þórdísi T. Þórarinsdóttur sem gegnt hefur formennsku frá stofnun félagsins ár- ið 1999. Aðrir í stjórn eru Óskar Guð- jónsson, Anna Elín Bjarkadóttir, Unnur R. Stefánsdóttir og Þóra Jónsdóttir. Úr stjórn gekk auk Þór- dísar Hulda Björk Þorkelsdóttir. Á fundinum var í 15. sinn veitt viður- kenning fyrir bestu fræðibók ársins. Viðurkenninguna hlaut ritið Upp á sigurhæðir – saga Matthíasar Joch- umssonar. Höfundur er Þórunn Erla Valdimarsdóttir, og JPV útgáfa gef- ur ritið út. Nánari upplýsingar um félagið má finna á vef þess, www.upplysing.is. Nýr formaður Upplýsingar Sigrún Klara Hannesdóttir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÁSTÆÐAN sem Jón Sigurðsson til- greindi fyrir afsögn sinni er sú að við núverandi aðstæður, þ.e. að Fram- sóknarflokkurinn er í stjórnarand- stöðu, væri algerlega nauðsynlegt að formaður flokksins hefði aðgang að ræðustól Alþingis. Hann hefði ekki náð kjöri á þing og því tekið þessa ákvörðun. „Nú er framundan að efla Framsóknarflokkinn í stjórnarand- stöðu gegn hægrisinnaðri nýfrjáls- hyggjustjórn sem er að taka við völdum,“ sagði hann. Gert er ráð fyrir að miðstjórn flokksins verði kölluð saman innan nokkurra vikna og kjósi í embætti varaformanns en ekki er útilokað, þótt það teljist ólíklegt miðað við tóninn í Jóni og Guðna, að miðstjórn ákveði að kalla saman flokksfund þar sem kosinn yrði nýr formaður. Skömmu áður en blaðamanna- fundur með forystumönnum Fram- sóknarflokksins, þeim Jóni Sigurðs- syni, Guðna Ágústssyni og Sæunni Stefánsdóttur, hófst í höfuðstöðvum flokksins klukkan 9 í gærmorgun birtist kveðja frá Jóni á vef flokksins þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni. Þar segir að hann hefði undan- farna daga kynnt þessa ákvörðun fyrir öðrum forystumönnum flokks- ins og trúnaðarmönnum í kjördæmi mínu. Beint lægi fyrir að samkvæmt lögum Framsóknarflokksins myndi varaformaður taka við stöðu for- manns. Jón lagði áherslu á að full sam- staða væri um þessa ákvörðun sína meðal þeirra sem hann ræddi við. Aðspurður hvort hann hefði tekið við erfiðara búa en hann hefði talið í fyrstu sagði Jón að allir hefðu gert sér grein fyrir því að ýmsir erfið- leikar væru að baki og ýmsir erfið- leikar framundan. Ríkisstjórnin hefði þrátt fyrir allt haldið velli. Hann sagðist ekki hafa séð eftir því að bjóða sig fram sem formaður. Þetta hefði verið merkileg og skemmtileg reynsla og hann kvaðst þakklátur fyrir stuðning og vináttu framsóknarmanna. Ber ábyrgð ásamt öðrum Jón var spurður að því hvort, með því að leggja svo mikla áherslu á að hann viki vegna þess að hann náði ekki kjöri á Alþingi, væri hann þar með að segja að hann bæri ekki ábyrgð á hruni flokksins í kosning- um. Hann sagðist ekki vilja tala um hrun heldur hefði flokkurinn haldið sjó. „Ég vil auðvitað ekki gera lítið úr ábyrgð minni, ég ber auðvitað ábyrgð ásamt öðrum,“ sagði hann. Hluti af skýringunni á fylgistapinu væri sjálfsagt að fólk vildi fá breyt- ingar á stjórnarmynstrinu. Guðni Ágústsson þakkaði Jóni Sigurðssyni fyrir góð störf og sagði að framsóknarmenn myndu sakna hans af þessum vettvangi. „En við skiljum ástæðuna,“ bætti hann við. Guðni sagði að ágreiningur og átök væru að baki og nú væri það skylda flokksmanna að róa á bæði borð og þeir myndu gera það í einingu. „Það sýndum við í gær þegar við kusum Siv Friðleifsdóttur formann þingflokksins, einróma,“ sagði hann. Aðspurður hvort stefna flokksins myndi breytast þegar hann tæki við formennsku sagði Guðni að flokk- urinn og flokksþingið mótuðu stefn- una. Með nýjum mönnum kæmu alltaf nýir vindar og ný sjónarmið. „Mín viðhorf eru þekkt.“ Um hina nýju ríkisstjórn sagði Guðni að þegar þessir flokkar ynnu saman legðust þeir ávallt á hægri hliðina og hann kvaðst aðspurður vera sammála formanninum um að ríkisstjórnin væri hægrisinnuð ný- frjálshyggjustjórn. Vildi tala við flokksmenn fyrst Í Morgunblaðinu á laugardag var sagt frá því að þar sem slitnað hefði upp úr stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk væri gengið út frá því sem gefnu að Jón myndi segja af sér á miðstjórnarfundi sem áætlað væri að yrði haldinn ekki síðar en um miðjan júní. Á mánudagskvöld var síðan sagt frá því í Íslandi í dag á Stöð 2 að Jón hefði sagt nánustu samstarfsmönnum sínum frá því að hann hefði ákveðið að segja af sér. Jón vísaði þessum fregnum á bug. Enn stæðu yfir stjórnarmyndunar- viðræður og framsóknarmenn fengju fyrstir að vita af ákvörð- uninni. Jón sagði í gær að ákvörðunin hefði ekki verið fullmótuð fyrr en síðdegis í gær. Hann hefði viljað greina þingmönnum og trún- aðarmönnum flokksins frá ákvörðun sinni og af þeim sökum hefði hann ekki getað svarað fjölmiðlamönnum. „Það hefði verið ókurteisi gagn- vart flokksfólkinu að það frétti það í blöðunum, ég gat ekki látið það ger- ast, ég vona að þið skiljið það,“ sagði Jón Sigurðsson. Nauðsynlegt fyrir formann í stjórnarandstöðu að vera á þingi Guðni Ágústsson tók í gærmorgun við sem formaður Framsóknar- flokksins þegar Jón Sigurðsson sagði af sér eftir níu mánaða setu í embætti. Morgunblaðið/G. Rúnar Hættur Jón Sigurðsson greinir frá afsögn sinni á fréttamannafundi. Guðni Ágústsson er nýr formaður. Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins, t.v. Í HNOTSKURN » Halldór Ásgrímsson til-kynnti hinn 5. júní 2006 að hann hygðist láta af for- mennsku í flokknum á flokks- þingi um haustið. » Eftir að áform um endur-komu Finns Ingólfssonar inn í íslensk stjórnmál sem arftaki Halldórs runnu út í sandinn hafði Halldór sam- band við Jón Sigurðsson og óskaði eftir því að hann tæki við sæti iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. » Jón tók við embættinu íjúní. » Í kosningum til formannshlaut Jón 54% atkvæða en Siv Friðleifsdóttir hlaut 44%. » Í kosningum um embættivaraformanns hlaut Guðni Ágústsson 61% atkvæða en Jónína Bjartmarz fékk 36%. » Jón sat í formannsstólnumí rúmlega níu mánuði, frá 19. ágúst 2006 til 23. maí 2007. Stafræn myndavél á frábæru verði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.