Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 24
neytendur 24 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ferðamenn geta átt endur-kröfurétt á ferðskrifstofurkomi í ljós að fyrirheit umt.a.m. ferðatilhögun eða gististaði standist ekki þannig að viðkomandi verði fyrir fjárhagslegu tjóni eða ferð hans missi tilgang sinn. Mikilvægt er að hafa skriflegar upplýsingar um ætlaða ferða- tilhögun og að passa upp á kvittanir sem geta sýnt fram á tap vegna breytinganna. Kristín Einarsdóttir, fulltrúi hjá Neytendasamtökunum, segir ým- islegt geta komið upp í viðskiptum ferðamanna og ferðaskrifstofa. „Stundum kemur fyrir að ferðinni er flýtt eða seinkað og jafnvel breytast skoðunarferðir frá því sem um var talað. Þegar ferðatilhögun breytist mikið á viðskiptavinurinn rétt á að hætta við ferðina eða jafnvel fá af- slátt af henni en um það er samið í hverju tilfelli fyrir sig. Það kemur líka fyrir af og til að íbúðin eða gisti- staðurinn er ómögulegur og stenst ekki væntingar þannig að viðkom- andi þarf að fá sig fluttan til.“ Hún segir rétt neytandans í til- fellum sem þessum í raun sterkan. „Þegar búið er að semja um eitthvað ákveðið á það að standa en það er alltaf betra að hafa tilhögun ferð- arinnar skriflega frá ferðaskrifstofu. Ef um er að ræða að viðkomandi fær ekki þann gististað sem hann pant- aði og þarf að fara eitthvað annað getur hann sótt um einhvern afslátt af ferðinni þegar hann kemur heim enda ekki annað sanngjarnt þegar fyrirheit um gististað standast ekki.“ Að hennar sögn er þó ekki mikið um slíkar yfirbókanir. „Ég hef enn ekki fengið slík tilfelli inn á borð til mín í ár en auðvitað hefur það komið upp í gegnum tíðina.“ Engar bætur fyrir ónýtt sumarfrí Sömuleiðis getur ferðamaður átt endurkröfurétt á ferðaskrifstofu ef fyrirhuguð ferð missir tilgang sinn, t.a.m. vegna þess að henni seinkar. „Ef viðkomandi missir af námskeiði, fundi eða ætlaði að hitta fólk sem verður farið af staðnum þegar hann kemur út getur hann átt rétt á að rifta kaupunum. Þannig er hreinlega hægt að hætta við ferðina ef viðkom- andi ætlaði að gera eitthvað ákveðið og ferðin breytist það mikið að hann sjái ekki fram á að hann geti það. Hins vegar riftir fólk ekki alltaf kaupum því yfirleitt er hægt að komast að samkomulagi um afslátt eða inneign upp í aðra ferð eða eitt- hvað slíkt. Þá nýtir viðkomandi ferð- ina þótt hún verði ekki eins og til stóð í upphafi.“ Aðspurð segir Kristín ekki um það að ræða að ferðamaður geti átt rétt á bótum umfram fjárhagslegt tjón, t.a.m. vegna þess að ekkert verður úr ferð þannig að hann missi af skipulögðu sumarfríi. „Menn fá engar bætur fyrir slíkt. Það er ein- göngu ef þeir geta sýnt fram á að þeir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og oft getur m.a.s. verið ansi erfitt að sýna fram á það. Stundum hefur fólk lent í því að ferð sé flýtt án þess að það sé upplýst um það svo vélin er farin þegar það kemur út á völl. Þurfi viðkomandi að útvega sér far aftur til Reykjavíkur frá flugvell- inum eða jafnvel kaupa sér gistingu á meðan beðið er eftir næstu vél þarf alltaf að framvísa kvittunum til að fá þann kostnað endurgreiddan.“ ben@mbl.is Fyrirheit ferðaskrif- stofa eiga að standast Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í sólinni Þegar fyrirheit ferðaskrifstofunnar standast ekki getur ferðalangurinn átt rétt á bótum. Það tilheyrir oft mikil til- hlökkun sumarfríinu og ferðir eru oft pantaðar með margra mánaða fyr- irvara. En hvað á að gera þegar loforð ferðaskrif- stofunnar standast ekki? Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir kynnti sér rétt neytandans. Þegar ferðatilhögun breytist mikið á viðskipta- vinurinn rétt á að hætta við ferðina eða jafnvel fá afslátt af henni. Grillkjöt fyrir helgi í bústaðnum Krónan Gildir 24. maí - 28. maí verð nú verð áður mælie. verð Lambaframhryggjarsneiðar ........................ 1.349 1.688 1.349 kr. kg Lambainnralæri ........................................ 2.449 3.189 2.449 kr. kg Hrefnukjöt kryddlegið ................................ 1.118 1.398 1.118 kr. kg Kjúklingab. m/rjómaosti & papdew........... 2.399 2.698 2.399 kr. kg Grísakótilettur 10 stk................................. 914 1.406 914 kr. kg Goða dönsk lifrarkæfa............................... 199 260 524 kr. kg Goða folaldakjöt reykt m. beini.................. 459 656 459 kr. kg Móa læri/leggir......................................... 399 609 399 kr. kg Krónu pylsur ............................................. 299 374 583 kr. kg Best Bite snakk 4 tegundir ........................ 179 234 978 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 24. maí - 26. maí verð nú verð áður mælie. verð Lambafille m. fitu úr kjötborði .................... 2.398 2.898 2.398 kr. kg Svínakótilettur úr kjötborði......................... 898 1.127 898 kr. kg Svínalundir úr kjötborði ............................. 1.598 1.878 1.598 kr. kg Fjallalambs grillofnsteik............................. 1.145 1.615 1.145 kr. kg Fjallalambs grilllambalæri ......................... 1.298 1.750 1.298 kr. kg Ferskur kjúklingur 1/1............................... 398 699 398 kr. kg Nautapiparsteik ........................................ 2.198 2.998 2.198 kr. kg 4 hamborgarar m. brauði 80g ................... 398 498 398 kr. pk. Fk ís súkkulaði eða vanillu, 1ltr .................. 115 199 115 kr. ltr Maísstönglar 2 í pk. .................................. 149 268 149 kr. pk. Hagkaup Gildir 24. maí - 28. maí verð nú verð áður mælie. verð Lambainnralæri kryddl. úr kjötborði ........... 2.798 3.093 2.798 kr. kg Svínahnakki úrb., kryddl. úr kjötborði ......... 1.298 1.548 1.298 kr. kg Holta ferskar kjúklingalundir, magnpk. ....... 1.613 2.304 1.613 kr. kg Holta kjúklingalæri m. legg í magnpk. ........ 424 605 424 kr. kg Ítalía ólívuolía 500 ml ............................... 391 559 782 kr. ltr Ítalía ferskt heilhv.tortellini ......................... 249 356 249 kr. pk. Ítalía Ravioli ricotta & spinaci .................... 249 356 249 kr. pk. Nóatún Gildir 24. maí - 28. maí verð nú verð áður mælie. verð Nóatúns lamblsn. í hvítl. & rósmarín.......... 1.898 2.298 1.898 kr. kg Nóatúns lambafsn. mexicana.................... 1.398 1.698 1.398 kr. kg Nóatúns lambal. ferskar kryddj. ................. 1.498 1.898 1.498 kr. kg Grísalundir sumarfylling............................. 2.498 2.698 2.498 kr. kg Grísakótilettur úrb. oriental ........................ 1.798 1.998 1.798 kr. kg Lúxus hamborgarar 2 stk........................... 498 559 498 kr. pk. Eðalf. graflax, bitar .................................... 1.759 2.627 1.759 kr. kg Eðalf. reyktur lax, bitar............................... 1.739 2.532 1.739 kr. kg Móa kjúklingabringur................................. 1.698 2.515 1.698 kr. kg Kappi kakómjólk ....................................... 55 65 146 kr. ltr Samkaup/Úrval Gildir 24. maí - 27. maí verð nú verð áður mælie. verð Kjötborð: lambafillet m. fitu ....................... 2.658 3.549 2.658 kr. kg Goði gourmet-ofnsteik, villikrydduð............ 1.239 1.777 1.239 kr. kg Borgarnes þurrkryddaðar lærissneiðar ....... 1.439 2.063 1.439 kr. kg Matfugl kjúklingabringur, magnkaup .......... 1.759 2.515 1.759 kr. kg Ísfugl 1/1 kjúklingur ferskur....................... 393 655 393 kr. kg SS koníakslegnar grísalundir ..................... 1.680 2.401 1.680 kr. kg Freschetta XXL speciale 760 g .................. 429 656 429 kr. stk. Powerade mountain blast.......................... 99 157 99 kr. stk. Myllan rúlluterta brún ................................ 389 478 389 kr. stk. Melónur gular ........................................... 129 187 129 kr. kg irsóknarvert hjá leik- fimisfólkinu í Heilsuakademíunni að liðka sig í gervi rík- isstarfsmanna? Ætlar þetta fólk að mótmæla þeirri staðhæfingu Víkverja að herþjálfun hafi það höfuðmarkmið að þjálfa fólk í vopna- burði, eyðileggingu og manndrápum? Að sjálfsögðu fer fram strembin líkamsþjálfun í herbúðum og líklega vilja íslensku leikfimis- hermennirnir herma eitthvað eftir því. Ef þetta leikfimisfólk vissi hvað margt fólk erlendis myndi vilja gera mikið til þess að sleppa við herskyldu og -þjálfun. Og ef þetta fólk vissi hvað þátttaka í hernaði hefur valdið mörgum hermönnum mikilli angist og streitu. Og ef þetta fólk vissi hvað það er margt fólk bú- sett á Íslandi sem hefur þurft að flýja heimaland sitt vegna hernaðar og meiri skelfingar en orð fá lýst. Hvað segir þetta fólk við börnin sín fyrir æfingu? „Jæja elskan, ég er að fara í herþjálfun, kem eftir klukkutíma.“ Víkverji spyr: Hvers vegna þarf að klæða leikfimi í hernaðarbúning? Getur einhver þjálfarinn svarað því öðruvísi en með því að segja að þetta sé nú allt til gamans gert? Hjá Heilsu-akademíunni er nú verið að auglýsa námskeið í „her- þjálfun“. Fyrir full- orðna. Herþjálfun! Ekkert annað. Á vefn- um herthjalfun.is er kynning á þessu leik- fimisfyrirbæri með myndum af fólki í afl- raunum í her- mannabuxum og græn- um treyjum. Á vefnum segir að þjálfunin reyni á „þrek og styrk bæði líkamlegan og and- legan auk þess sem brennslan er í há- marki. Heragi ríkir á æfingum og þjálfarar sjá til þess að hver og einn þjálfi að ystu mörkum. Þú öðlast meira sjálfstraust, meiri sjálfsaga og aukinn viljastyrk“. Víkverji spyr hvað það sé í íslenskri þjóðarsál sem fær fullorðið fólk alltaf til að daðra svona mikið við hernað. Er ekki eitt meginverkefni hermanna hlýðni og aftur hlýðni? Eiga þeir ekki að læra að taka umyrðalaust við skipunum? Varla öðlast maður aukið sjálfstraust við það að láta einhvern „herþjálfara“ garga sífellt á sig þegar maður er að gera arm- beygjur. Í herþjálfun er fólk þjálfað til að beita ofbeldi á vegum ríkisins og ná þannig fram markmiðum yf- irboðara sinna. Er það svona eft-      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is helgartilboðin NÆST þegar þig hungrar í handfylli af snakki skaltu bera þig eftir möndlum eða val- hnetum frekar en einhverri óhollustu. Möndlur má nota á fjölbreyttan hátt því þær eru góðar bæði afhýddar einar sér eða ristaðar og jafnvel pínu sykraðar. Þær er líka hægt að mala og nota í súpur, eftirrétti og jafnvel hafragrauta sem auka prótein. Gott er að bleyta möndlurnar í sjóðandi vatni áð- ur en þær eru afhýddar til að auðvelda það. Möndlur eru einkar ríkar af kalsíum sem gera þær gagn- legar grænmetisætum og fólki með mjólkuróþol. Þær innihalda líka fitusýrur og B-vítamín, járn, kalíum og magnesíum. Grasalæknar hafa notast við möndlumjólk, sem búin er til úr möluðum möndlum og vatni, til að lækna m.a. brjóstsýkingar og meltingartruflanir. Valhnetur eru líka heilsu- samlegar því þær innihalda líka omega-3 fitusýrur, sem eru starfsemi heilans nauðsynlegar. Valhnetur hafa líka í sér pró- tein og þó nokkuð af kalíum, magnesíum, kopar og sinki auk vítamínanna B6 og E. Valhnetur þykja einkar góðar fyrir blóð- rásarkerfið og er upplagt að nota t.d. valhnetuolíu yfir sal- atið eða á brauðið, að því er segir nýlega á vefútgáfu Gu- ardian. Möndlur og valhnetur kæta heilsuna Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Fjölbreytni Margar tegundir af hnetum eru til sem hver hefur sitt bragð og sérkenni. Sumar eru sæt- ar en aðrar bitrar. Með ristun verð- ur bragð hnetanna sterkara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.