Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 49
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
„ÉG ER nú dálítið hissa á því að
Birgir hafi ekki talað við okkur,“ seg-
ir Eiríkur og vísar í ummæli Birgis
Arnar Steinarssonar í blaði gærdags-
ins. Þar fullyrðir Birgir að enginn
tónlistarmaður
hafi fengið greitt
fyrir sölu á tónlist
í gegnum vefinn
Tónlist.is frá því
að hann opnaði
fyrir fjórum árum
síðan.
„Við skoðum öll
mál strax sem
menn koma með
til okkar. Við er-
um þegar farin að skoða þetta mál og
það kemur í ljós að samnorrænu höf-
undaréttarsamtökin Nordisk Copy-
right Bureau, sem eru staðsett í
Kaupmannahöfn, sjá um að úthluta
þessum greiðslum. Það sem við inn-
heimtum fer til þeirra. Þar sem þetta
hafa verið lágar greiðslur í upphafi,
þá hafa NCB líklega beðið með að
greiða þetta út, a.m.k. að stórum
hluta. En það eru væntanlegar
greiðslur til höfunda í næsta mánuði
og okkur sýnist að það séu verulegar
greiðslur, a.m.k. miðað við það sem
áður hefur verið greitt, sem hefur
verið sáralítið.“
Eiríkur tiltekur að þetta séu ekki
háar greiðslur sem menn séu að inna
af hendi til STEF vegna þessara nota
á tónlist. „Þetta eru miklu minni
tekjur en þeir fá fyrir plötusölu. Á
Tónlist.is er oft bara um eitt lag að
ræða þannig að þó að menn séu að
taka niður heilmikið af lögum þá eru
fjárhæðirnar því miður ekki háar. En
við skilum öllu, ég fullyrði það og
ábyrgist það. Við skilum öllu því sem
við innheimtum til höfunda.“
Tveggja ára tilraunastarfsemi
Aðspurður um hvort það sé ekki
einkennilegt að ekkert sé greitt af
sölu í fjögur ár segir Eiríkur að fyrsti
formlegi samningurinn við Tónlist.is
hafi verið gerður árið 2005.
„Fram að þeim tíma var litið á
Tónlist.is sem tilraunastarfsemi. Vef-
urinn var rekinn án endurgjalds og
með fullu samþykki frá okkur. Við
höfum haft þá venju þegar menn eru
að byrja á einhverju nýju, í þessu til-
felli að bjóða tónlist til sölu á netinu á
löglegan hátt, að gefa mönnum
reynslutímabil. Þetta höfum við líka
gert fyrir útvarpsstöðvar og annað
slíkt. Frá árinu 2005 hefur Tónlist.is
greitt samkvæmt samningi sem er
sambærilegur við aðra samninga í
öðrum löndum, þó að gjöldin hér séu í
hærri kantinum miðað við það sem
gengur og gerist annars staðar. Það
þýðir ekkert fyrir okkur að hækka
þessi gjöld þar sem við erum í beinni
samkeppni við systursamtök okkar
erlendis. Það væri þannig auðvelt
fyrir tónlistarmenn að semja við önn-
ur samtök og koma tónlistinni þaðan
inn á netið.“
Von á verulegum greiðslum
Stjórnarfundur var haldinn hjá
FTT í fyrradag og þar veltu menn því
fyrir sér hvort ástæðan fyrir því að
greiðslurnar bærust ekki til lista-
mannanna væri sú að þær væru
skráðar sem sala á hringitónum en
ekki sem sala á tónlist.
„Það kann að hafa gerst í ein-
hverjum tilvikum vegna mistaka.
Mér sýndist það í fyrstu þegar við
fórum að rýna í þetta. Frá NCB
koma gríðarmiklar skilagreinar, upp
á tugi milljóna, og þessar greiðslur
frá Tónlist.is eru mjög lítið brot af því
og við höfum bara hreinlega ekki
fylgst með þessu. Ég tek það fram að
skilagreinarnar frá Tónlist.is eru
réttar og við töldum því að þetta væri
að skila sér í gegnum NCB. Svo þeg-
ar við fórum að skoða þetta betur, í
kjölfar þessa máls alls, kom í ljós að
þetta skilaði sér sáralítið. Við sendum
fyrirspurn til NCB og vitum að það
er von á verulegum greiðslum núna.
Við ætlum síðan að fara mjög ná-
kvæmlega yfir þessar greiðslur af
þessu gefna tilefni og sjá til þess að
allt skili sér. Við unum ekki öðru.“
Gagnagrunnurinn
í eigu Samtóns
Eiríkur segir að inn í þetta mál
blandist önnur mál. „Við í STEF
skiptum okkur t.d. ekki af flytjendum
eða útgefendum. Ég hef heyrt af því
að það sé verið að bjóða efni á vefnum
án heimildar, en það er ekki mitt mál
að kanna slíkt.“ STEF hefur verið
gagnrýnt fyrir það að klúðra sínum
málum með því að setja gagnagrunn
íslenskrar tónlistar í hendurnar á
einkaaðilum sem fari svo með grunn-
inn að vild. Eiríkur hafnar þessu.
„Þarna er um Samtón að ræða,
sem er samstarfsvettvangur STEF
og SFH (Sambands flytjenda og
hljómplötuframleiðenda). Samtónn
fékk styrk á sínum tíma til að gera
átak í því að koma öllu íslensku tón-
listarefni á stafrænt form. Við kost-
uðum heilmiklu til þessa. Þessi
gagnagrunnur er í eigu Samtóns og
hver sem er getur fengið aðgang að
þessum grunni. Það er tryggt. Tón-
list.is er hins vegar eini aðilinn sem
hefur notfært sér grunninn hingað
til. Ef einhver hefur hins vegar áhuga
á að koma upp öðrum vef í samkeppni
við Tónlist.is þá stendur þessi gagna-
grunnur opinn.“
Frumskógur laga og réttinda
Fram hafa komið kvartanir frá
tónlistarmönnum um að verk þeirra
séu seld á Tónlist.is að þeim óspurð-
um. Eiríkur segir að það eigi ekki að
vera hægt.
„Það á ekki að vera hægt án samn-
inga við rétthafa. Þeir eru búnir að
ganga frá samningum við okkur
vegna höfunda. En við veitum enga
heimild fyrir flytjendur eða útgef-
endur. Ég get bara svarað fyrir höf-
unda.“ Eiríkur segir að lokum að
STEF sé oft ranglega notað sem
samheiti yfir hagsmunasamtök tón-
listarmanna þegar mál af þessu tagi
komi upp. „Það er verið að blanda
saman mörgum málum sem er alveg
skiljanlegt því að tónlistarmenn
þekkja náttúrlega ekki þennan frum-
skóg laga og réttinda sem þessu
fylgir.“
„Við komum öllu til skila“
Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri
STEF, heitir því að koma greiðslum til tón-
listarmanna vegna sölu í gegnum Tónlist.is
Tónlist.is Nokkur styr stendur um vefinn um þessar mundir en margir tón-
listarmenn gagnrýna vinnuaðferðir stjórnenda hans og skort á greiðslum
sem ættu að berast frá honum.
Eiríkur Tómasson
Örfáar
prósentur af
örfáum
prósentum
TÓNLISTARMAÐURINN Magnús
Ómarsson, sem kallar sig Móra, seg-
ir að hann hafi hafnað því að tónlist
sín yrði seld á Tónlist.is, enda hafi
honum ekki líkað það sem boðið var
upp á. „Ég hló nú bara þegar ég sá
þessa samninga þeirra þegar þeir
voru að byrja, enda buðu þeir örfáar
prósentur af örfáum prósentum,
sem var nánast ekki neitt.“
Hann segir að hann hafi neitað að
skrifa undir en plata hans hafi samt
farið inn á vefinn og hann hafi staðið
í stappi við að koma henni þaðan út.
„Ég þurfti að hóta þeim lögfræðingi
til að fá plötuna út af vefnum. Ég
fékk svo þær upplýsingar að ekkert
hefði selst af mínum lögum þrátt
fyrir að vinur minn hefði sótt nokk-
ur lög til þeirra, en þeir könnuðust
ekkert við það. Ég ráðlagði öllum
sem voru á mínum snærum að gera
slíkt hið sama, enda fannst mér
þetta ekki trúverðugt og ég hvet ís-
lenska tónlistarmenn, hvort sem
þeir eru rapparar eða rokkarar, til
að kippa lögunum sínum út af þess-
um arðránsvef í mótmælaskyni. Það
er kominn tími á samstöðu hjá tón-
listarmönnum til að sporna gegn sí-
endurteknu arðráni á íslenskri tón-
list.“
Þökkum samfylgdina
á frábæru leikári
www.leikfelag.is / 4 600 200
„Allt eins og það á að vera...
200.000 naglbítum hefur
gengið vel að finna rokkið í
lögunum... Samleikur
er lipur, fumlaus og
oft fyndinn.“ – ÞT, Mbl
„gamanleikur af guðs náð...
hitti í mark hjá krökkunum“
– SLG, RÚV
„glæsilega unnið sviðsverk með
skínandi beittan brodd...
Frábær skemmtun – alvöru
hrollur. Flott verk, flottur leikur,
flott sýning.“ – PBB, Fbl
„LA hefur hitt í mark og eignast
fyndna og hæfilega ögrandi
sýningu ... Drepfyndið“ – ÞT, Mbl
„gríðarlega áhrifamikil sýning“
– SLG, RÚV
„enn ein skrautfjöðurin
í hatt LA“ – HMB, akureyri.is
„fjögurra grímna hressandi
helvíti... frábæra leiksýningu
í heimsklassa...“ – JJ, dagur.net
„mjög slípuð sýning... frammistaða
leikendanna fjögurra örugg
og jöfn“ – JVJ, Ísafold
„Þráinn Karlsson lék með
þvílíkum tilþrifum að ég
minnist þess varla að hafa séð
hann gera betur. Þráinn var
ískrandi viðbjóðslegur frá
upphafi til enda“
– JVJ, Ísafold
„leikurinn var allur
stórkostlegur...
leiksigur Þráins“
– SLG, RÚV
„Lýsingin afar áhrifarík ...
sýningin nánast fullkomin“
– HMB, akureyri.is
“skemmtilega teiknaðar klisjur
úr nútímamenningu...
mæli með Svörtum ketti“
– MK, Mbl
„Óvenjuleg og áhrifamikil
sýning... sem hefur mikið að
segja“ – ÞT, Mbl
„Forvitnileg og manneskjuleg
sýning sem skilur mikið eftir
sig... með frábærri músík“
– KHH, Fréttablaðið
„Mjög ánægjuleg upplifun... ég
mæli eindregið með þessari
heillandi sýningu“ – HÁ, RÚV
„Tekst vel að skapa hlýlega og
innilega stemningu... tónlistin
einfaldlega æðisleg“ – ÞES, RÚV
„Ástúðlegt og lokkandi, hættulegt
og spennandi“ – IS, Kistan
„loksins, loksins! ...tímamóta-
leikhús“ – HH, Dagur.net
„gullfalleg tónlist Megasar...
fer Kjartan um hann höndum
hins þjálfaða leikhúsmanns;
ég get ekki ímyndað mér
að nokkur maður hefði getað
gert betri sýningu“
– JVJ, Ísafold
Sala áskriftakorta fyrir nýjan og spennandi
leikhúsvetur hefst í ágúst. Vertu með!
Fullkomið brúðkaup
Litla hryllingsbúðin
Skoppa og Skrítla
Ævintýri á gönguför
Píkusögur
Ausa
Best í heimi
Les Kunz
Pabbinn
Auk þess buðum við
upp á fjölbreytt úrval
gestasýninga, sýninga
frá fyrra ári, námskeiða
og leiklestra:Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050