Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 27
vítt og breitt MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 27 Á ferð um Ísland Ferðahandbókin „Á ferð um Ís- land“ er nú komin út sautjánda árið í röð og hefur aldrei verið stærri. Bókin er gefin út af útgáfufélag- inu Heimi á þrem- ur tungumálum, ís- lensku, ensku og þýsku. Ritunum er dreift í níutíu þús- und eintökum á alla helstu ferða- mannastaði lands- ins sem eru um fimm hundruð talsins. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta auk þjónustulista og korta með gisti- stöðum, tjaldsvæðum og sundlaug- um. Kort eru einnig frá helstu þétt- býlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálend- iskorti og þjónustulistum. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, af- þreyingu og margt fleira. Handbókinni er dreift ókeypis, en fjöldi ljósmynda skreytir bækurnar og er hægt að kaupa myndirnar á www.heimur.is. Ritstjóri bókanna er Ottó Schopka. Ganga og jóga á Mallorka Göngu-Hrólfur Úrvals-Útsýnar efnir til gönguferðar um fjallastíga Mallorka 4.–11. september í bland við jógaiðkun úti í náttúrunni með Ástu Arnardóttur kvölds og morgna. Gengið verður á pílagríma- stígum, í fótspor smyglara og eftir einstaklega fagurlega lögðum stíg sem erkihertoginn af Austurríki lét leggja efst á fjallsbrúnunum svo hann gæti riðið þar á hesti sínum og notið útsýnisins. Gist verður í píla- grímaklaustrinu Lluc og strandbæn- um Puerto Soller sem er á norðvest- urströnd eyjarinnar undir hæsta fjalli hennar, Puig Major, sem er í 1.450 metra hæð yfir sjávarmáli. Lluc er helgasti staður Mallorkabúa og lætur and- rúmsloftið í klaustrinu fáa ósnortna. www.gonguhrolfur.is Fréttir á SMS FERÐAFÉLAG Íslands hefur nú gefið út göngu- ritið Gönguleiðir í Hvalfjarðarbotni. Ritið er hið 14. í röð smárita sem FÍ hefur gefið út um göngu- leiðir og fróðleik þeim tengdan. Leifur Þor- steinsson ritar um gönguleiðirnar og sem dæmi um leiðir má nefna Síldarmannagötur, Leggj- arbrjót, gönguleiðir að Glym og á Hvalfell sem og gönguleiðir í Brynjudal. Allt eru þetta dagsgöngur og bæði er um að ræða gönguleiðir með litlum hæðarbreytingum og meira krefjandi fjallgöngur. Áhersla er lögð á leiðarlýsingar og að hjálpa til við að rata og meta erfiðleikastig. Til að krydda tilveruna eru nokkr- ir skemmtilegir fróðleiksmolar, bæði sögur og ágrip af jarðsögu svæðisins. Til að auka á öryggið eru GPS-punktar og kort af svæðinu í bækl- ingnum. Gönguleiðir í Hvalfjarðarbotni fást á skrifstofu FÍ. Gönguleiðir í Hvalfjarðarbotni Morgunblaðið/ÞÖK Hvalfjörður Fjölda gönguleiða er þar að finna. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Vegna flutninga og stækkunar á verslun okkar þá höfum við ákveðið að selja sýningareintök frá Alessi, Stelton, Lsa og fleira með 20% afslætti. Seljum sýningarsófa, borð, stóla og margt fleira með allt að 50% afslætti. Opið man.–föstud. 11-18 laugardag 11-16 www.mirale.is Sýningareintök með 20% afslætti Sýningareintök með allt að 50% afslætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.