Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 37 ✝ Guðbjörg Hall-varðsdóttir fæddist að Skiphyl í Hraunhreppi í Mýrasýslu 18. júní 1912. Hún lést á hjúkrunardeild Seljahlíðar þann 18. maí. Foreldrar hennar voru Hall- varður Einvarðs- son, bóndi í Skut- ulsey, f. 1871, d. 1912, og Sigríður Jónsdóttir hús- freyja, f. 1877, d. 1944. Systkini Guðbjargar eru Jón, f. 1899, d. 1968, Einvarður, f. 1901, d. 1988, Jónatan, f. 1903, d. 1969, Sigurjón, f. 1905, d. 1987, dvaldi síðan um tíma í Grimsby í Bretlandi og starfaði sem þjón- ustustúlka hjá íslenskum skip- stjóra þar í borg. Lengst af starf- aði hún sem launagjaldkeri, fyrst hjá Sælgætisgerðinni Víkingi og síðar hjá Ölgerðinni Agli Skalla- grímssyni. Frá unga aldri ól hún önn fyrir systur sinni Ásdísi, sem átti við vanheilsu að stríða. Þann 8. janúar 1946 eignaðist hún son- inn Arngeir Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóra, með Lúðvík Krist- jánssyni sagnfræðingi. Arngeir er kvæntur Halldóru F. Arnórs- dóttur, f. 1944. Börn Arngeirs og Halldóru eru Guðbjörg læknarit- ari, f. 1970, Ásdís fótaðgerð- arfræðingur, f. 1972, og Arngeir flugvirki, f. 1976, giftur Önnu Steinunni Gunnlaugsdóttur. Börn Arngeirs og Önnu eru Karen Mist, f. 9. febrúar 2000, og Rebekka Marín, f. 2. september 2005. Guðbjörg verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 24. maí, kl. 13.00. Ásdís, f. 1908, d. 1965, Kristján, f. 1909, d. 1915, Hulda Guðmundsdóttir, f. 1916, d. 1996, og Kristján Guðmunds- son, f. 1918. Guð- björg ólst upp hjá móður sinni á Fá- skrúðarbakka í Mikl- holtshreppi, en Hall- varður lést á fæðingarári hennar. Guðbjörg flutti með móður sinni og yngri systkinum til Reykja- víkur 1935 og bjó fjölskyldan fyrst á Haðarstíg og síðar á Framvegs- vegi 22b. Guðbjörg nam við Kvennaskólann í Reykjavík og Ástkær móðir mín var hetjan í mínu lífi. Hún var glæsileg, grand- vör og dugleg og vann hörðum höndum við sitt ævistarf við erfiðar aðstæður. Mamma var einstök móðir sem sinnti sínu uppeldis- starfi af mikilli kostgæfni og kenndi mér samviskusemi og atorku. Jafnframt vinnu sinni utan heim- ilis og innan sá hún um sjúka syst- ur sína sem var mikið álag sem hún kvartaði aldrei undan. Alltaf var hún boðin og búin að aðstoða ætt- ingja og vinafólk. Mamma var heimsborgari á sína vísu, en eftir dvöl í Bretlandi á yngri árum talaði hún ágæta ensku sem var ekki algengt meðal fólks af hennar kynslóð. Ég minnist þess að við heimsókn fjarskyldra ættingja frá Vesturheimi var hún í essinu sínu og eins og hún væri á heima- velli í samræðum. Hún naut virð- ingar ættingja og vina fyrir glæsi- lega framkomu og takmarkalausa óeigingirni í störfum sínum og alúð gagnvart öðrum. Ávallt var hún hógvær og gerði ekki miklar kröfur til lífsins fyrir sjálfa sig. Ég á móð- ur minni allt að þakka. Arngeir Lúðvíksson. Elskuleg amma okkar er látin, tæplega 95 ára að aldri. Á stundu sem þessari streymir upp í hugann fjöldinn allur af góðum og dýr- mætum minningum um ömmu Bubbu en það var hún alltaf kölluð. Amma Bubba var yndisleg amma sem bar hag okkar, barnabarna sinna og síðar langömmubarna, fyr- ir brjósti. Hún fylgdist alla tíð mjög vel með okkur og hafði mik- inn áhuga á að vita hvernig okkur gengi í námi og starfi. Alltaf var amma boðin og búin að koma og gæta okkar augasteinanna sinna ef foreldrar okkar leituðu til hennar um slíkt og var það alltaf mikið tilhlökkunarefni þegar von var á ömmu því ávallt lumaði hún á einhverju góðgæti í töskunni sinni. Það var líka alltaf yndislegt að koma heim til ömmu, þá dekraði hún við okkur. Í bernsku okkar bjuggum við í göngufæri við ömmu og þau voru ófá skrefin sem tekin voru heim til ömmu og þar eyddum við mörgum stundum og má segja að heimili ömmu hafi verið eins og okkar annað heimili. Vorið 1979 fluttumst við fjöl- skyldan til Bandaríkjanna og ákvað amma þá að koma með okkur til að dvelja um óákveðinn tíma. Það var virkilega skemmtilegur tími einnig sem við áttum með henni þar. Hún var afskaplega dugleg kona og mjög sjálfstæð. Henni var umhugað um aðra og mátti ekkert aumt sjá, þá var hún mætt til að annast og hlúa að þeim veiku, fara í sendi- ferðir og lesa fyrir þá. Það er ein minning sem stendur upp úr, af öllum dýrmætu minning- unum, í ljósi þess hve amma bar aldurinn vel og var ávallt heilsu- hraust þó svo hún væri orðin mjög fullorðin. Hún var þá komin á ní- ræðisaldur og hjálpaði við að skipta um dekk á bílnum eftir að það hafði sprungið á honum á ferðalagi í Borgarfirði. Það fannst henni nú ekki mikið mál, tók varadekkið úr skottinu og hjálpaði svo til við að tylla því á og svo var það hún en ekki ökumaðurinn sem sneri tjakknum eins og hún hefði ekki gert neitt annað um ævina. Svona var amma, lét ekki árafjöldann hafa áhrif á sig. Amma var ekki bara amma okk- ar heldur var hún líka félagi. Ósjaldan var tekið upp tólið, hringt í ömmu til að spyrja hvort hún vildi koma í göngutúr, bíltúr, bíó, leik- hús o.fl. og var amma alltaf til þó svo hún væri komin á níræðis- og tíræðisaldurinn. Árið 2001 seldi amma íbúðina sína í Hraunbænum og fluttist í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Dal- braut 27. Þar undi hún hag sínum vel og á starfsfólkið þar bestu þakkir skildar fyrir góða umönnun ömmu. Það var svo fyrir u.þ.b. 2½ ári sem ellikerling byrjaði að banka upp á hjá ömmu. Síðan þá hefur heilsu hennar farið hægt hrakandi og hefur hún dvalið á hjúkrunar- deild Seljahlíðar í tæpt ár og viljum við þakka hjúkrunar- og starfsfólki Seljahlíðar fyrir einstaka umönnun ömmu. Að leiðarlokum er okkur þakk- læti efst í huga til ömmu fyrir allt sem hún gaf okkur og gerði fyrir okkur. Elsku amma, nú er þján- ingum þínum lokið og þú komin á þann stað sem þú varst búin að bíða eftir að komast á um nokkurt skeið, og nú vitum við að þér líður vel. Minning þín er ljós í lífi okkar. Guðbjörg, Ásdís og Arngeir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku amma Bubba, það er sárt að kveðja en minning þín lifir. Hvíl í friði. Þínar langömmustelpur, Karen Mist og Rebekka Marín. Guðbjörg föðursystir mín, eða Bubba frænka, átti sér ættarstoðir að föður í Skutulsey og móður að Skiphyl á Mýrum, og þótt hún væri nánast fullsköpuð á fyrri staðnum, kom hún í heiminn á hinum síðari. Þrengdi þá að fjölskyldunni í eynni, sem ætt Hallvarðar hafði setið kyn- slóðum saman, og fluttu þau þá með tveimur stórskipum upp á Snæfellsnes og svo landveg að Fá- skrúðarbakka í Miklaholtshreppi. Þeirra biðu þar svo óvægin örlög, að innan árs var Hallvarður allur. Á Fáskrúðarbakka hlaut ekkjan með sjö börn að taka á málum af eigin manndómi og ákvað að reka búið áfram og halda hópnum saman með það að markmiði að koma þeim til manndóms og mennta. Um það segir í eftirmælum: „bókakaup- in á Fáskrúðarbakka … voru eins- dæmi þar um slóðir á þeim árum. … Hún setti börn sín til mennta hvert af öðru.“ Bræðurnir fóru fyr- ir og brutust til mennta af eigin harðfylgi, en Bubba litla rak lest- ina. Þegar svo tvö systkini bættust við, fjórum og sex árum yngri, óx hún upp í það kærleiksstarf að ann- ast þau og kenna að lesa af stakri fórnfýsi. Minnist Kristján yngsti bróðirinn hennar fyrir það eins og góðrar fóstru eða móður, enda var ætíð mjög kært með þeim. Þrosk- aðist hún síðan upp í alhliða hlut- deild í störfum búsins úti sem inni, allt til þess er móðir hennar brá búi 1931 og fluttist suður með fjög- ur yngstu systkinin. Sigríður amma hélt heimili í Reykjavík fyrir yngri börnin í svo- kölluðum bankahúsum við Fram- nesveg, þar til þau hurfu hvert til síns hjónabands. Bubba giftist ekki, þótt væri með myndarlegri og fríð- ari stúlkum, og var næstum sem hún gleymdi sjálfri sér í umhyggju og fórnfýsi. Eftir lát ömmu stóð Bubba áfram fyrir heimilinu með Ásdísi, sem svo gætti bús og barns frá því að sonurinn Arngeir kom sem ljósgeisli inn í líf móður sinnar, sem annars hefði orðið dauflegt, og veitti þeim báðum nýtt gildi að lifa fyrir. Þótti okkur barnabörnunum notalegt að koma á þetta hlýlega heimili til ömmu og systranna til góðgjörða og hljóðskrafs, og sama gilti síðar í Hraunbænum. Að Kvennaskólanum loknum gekk Guðbjörg ekki í opinbera þjónustu eins og hin systkinin, heldur einkaframtaksins og starfaði sem gjaldkeri Sælgætisgerðarinnar Víkings og naut þar óskoraðs trausts og álits. Hún var okkur ungviðinu þó engin sérstök nam- mifrænka, enda ekki umhugað um að spilla okkur, en gott gat verið að eiga hana að á tímum torsóttra að- fanga. Hitt var meira um vert að eiga hana að trúnaðarvini, einlæga, hreinskilna og háttvísa. Langt fram á sinn háa aldur var hún skýr og minnug á fólk og viðburði og gott að leita til hennar um myndir og minningar. Frá hennar ungu árum minnnist ég sérstaklega upplífg- andi heimsóknar hennar til okkar í Stykkishólmi á sólskinsdögum fyrir stríð. Loks varð það okkur til mik- illar ánægju, að alnafni minn valdi sér afmælisdag hennar að fæðing- ardegi. Blessuð sé minning elskulegrar frænku. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar. Bjarni Bragi Jónsson. Guðbjörg Hallvarðsdóttir Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA SIGFÚSDÓTTIR, Lækjasmára 6, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 29. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Dóru er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Trausti Thorberg Óskarsson, Elsa Th. Traustadóttir, Stefán Gunnarsson, Edith Th. Traustadóttir, Óskar Th. Traustason, Berglind Steindórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, fóstur- föður, tengdaföður og afa, GUNNLEIFS KJARTANSSONAR fv. lögreglufulltrúa, Glitbergi 7, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við séra Einari Eyjólfssyni fyrir mikinn stuðning við fjölskylduna, einnig Lögreglunni í Reykjavík og Lögreglukórnum fyrir þeirra þátt í útförinni. Þórunn Christiansen, Sævar Geir Gunnleifsson, Lárentsínus Gunnleifsson, Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, Kristín Thoroddsen, Atli Thoroddsen, Hrafn Thoroddsen, Halla Thoroddsen, Helga Thoroddsen, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist mánudaginn 21. maí. Útförin verður auglýst síðar. Örlygur Kristmundsson, Sigríður S. Jakobsdóttir, Guðný Kristmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Guðlaug Kristmundsdóttir, Örn Ragnarsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma AGNES GUÐNÝ HARALDSDÓTTIR Engihjalla 17, Kópavogi. lést þriðjudaginn 22. maí á Landakoti. Jarðsungið verður frá Hjallakirkju föstudaginn 1. júní kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Gigtarfélagið eða Astma- og ofnæmisfélagið Ólafur Bjarki Ragnarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Pétur Már Pétursson, Ragnar Ólafsson, Hólmfríður Jóna Guðmundsdóttir, Kristinn Ólafur Ólafsson, Helga Þórisdóttir, Haraldur Ólafsson, Helgi Ólafsson, Wan Pen Shrima Ólafsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR SIGURJÓNSSON, Hvammsdal 9, Vogum, lést þriðjudaginn 22. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Ingileif Ingólfsdóttir, Guðmundur F. Jónasson, Iðunn Ingólfsdóttir, Lúðvík Rúnarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.