Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 33 MINNINGAR ✝ Þórmundur Sig-urbjörn Guðvin Hjálmtýsson fædd- ist á Hellissandi 13. apríl 1935. Hann lést á líknardeild- inni í Kópavogi 19. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þórðardóttir frá Baldurshaga á Hell- issandi, Snæfells- nesi, og Hjálmtýr Guðvarðarson frá Reykjavík. Uppeld- issystir Þórmundar er Guðrún Júlía Cebrian Lopez og hálfsystir samfeðra Ágústa Hjálmtýsdóttir. Þórmundur kvæntist Hólmfríði Jónu Arndal Jónsdóttur 21. mars 1953. Hún er fædd í Múla í Þing- eyrarhreppi, N-Ís., 3. desember 1931 og er dóttir hjónanna Jóns Guðmundssonar frá Seljalandi, N- Ís., og Sigríðar Guðrúnar Guð- mundsdóttur frá Arnardal, N-Ís. Þórmundur og Fríða bjuggu fyrstu árin í Reykjavík, en fluttu í janúar 1957 á Nýbýlaveg 44a, í Kópavogi. Í Kópavogi bjuggu þau níunda áratuginn settu þau hjón- in á laggirnar þvottahúsið og efnalaugina Hreint og klárt í Laufbrekku í Kópavogi. Þórmundur og Fríða eignuðust 8 börn: 1) Óskar Herbert, f. 1950. Hann er kvæntur Helgu Ragn- arsdóttur og eiga þau sex börn og sjö barnabörn. 2) Sigurjón, f. 25. júlí 1953. Hann er kvæntur Ragn- heiði Lilju Georgsdóttur og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. 3) Þórður Rúnar Málfinnur, f. 11. ágúst 1954. Hann er kvæntur Ingibjörgu Harðardóttur og eiga þau sex börn og sex barnabörn. 4) Jón Gunnar, f. 21. september 1956, dáinn 17. desember 2002. Hann kvæntist Jóhönnu Hann- esdóttur og eiga þau þrjá syni og tvö barnabörn. 5) Sóley Arndal, f. 24. desember 1958. Hún er gift Gunnari Þór Magnússyni og eiga þau fjögur börn og tvö barna- börn. 6) Fanney, f. 12. maí 1961. Hún er gift Hilmari Jóhannessyni og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. 7) Sigurbjörn Jakob, f. 17. apríl 1965. Hann er í sam- búð með Önnu Guðnýju Friðleifs- dóttur og eiga þau þrjú börn. 8) Bjarni Gaukur, f. 29. desember 1968. Hann er kvæntur Sóleyju Ægisdóttur og eiga þau þrjú börn. Útför Þórmundar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, fimmtudag, 24. maí kl. 11. næstu 20 árin, en þá lá leiðin í sveit. Það var draumur þeirra að flytja í sveitina og draumurinn rættist er þau keyptu jörð- ina Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Þar bjuggu þau í áratug, eða þar til heilsu Þórmundar fór að hraka og þau urðu að bregða búi og flytja aftur í Kópa- voginn. Fyrst í Lauf- brekku og síðan í Gullsmára þar sem þau hafa búið síðan. Þórmundur sýslaði margt um ævina. Hann var frímúrari. Hann rak og átti loftpressufyrirtæki á sjötta áratugnum. Á sjöunda ára- tugnum rak hann og átti fiskbúð- irnar á Grensásvegi og á Frakka- stíg í Reykjavík. Í byrjun áttunda áratugarins rak hann sendi- ferðabílinn nr. 36 hjá Nýju sendi- bílastöðinni í Reykjavík. Um miðj- an áttunda áratuginn gerðist hann bóndi á Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi og um miðjan Elsku pabbi, nú hafa leiðir skilið. Þú ert farinn þangað sem við eigum eftir að koma, til ykkar Nonna. Þú kvaddir þennan heim síðastlið- inn laugardag, sem er til lukku fyrir þig í næsta tilverustigi, eftir lang- varandi baráttu við krabba og fleiri sjúkdóma eða eins og ég sagði stundum, þú ert kominn langt á þriðja köttinn, slík var barátta þín. Á mörgum árum er margs að minnast, eins og til dæmis 17. júní 1975. Þá var ég 10 ára og nýbúinn að hlaupa árlegt víðavangshlaup í Kópavoginum, þegar við fórum í bíl- túr upp í Öskjuhlíð og þú spyrð allt í einu: „Langar þig að keyra bíl?“ Það var æði og þar keyrði ég fyrst gula fólksvagninn. Þegar við fluttum á Sóleyjarbakka fórum við eðlilega að vera meira saman því þá var vinnan heima á bæ en ekki einhvers staðar þar sem þú varst að heiman allan daginn og langt fram á kvöld. Sá tími sem við áttum heima fyrir aust- an held ég að hafi markað okkur báða mikið því ekkert ræddum við eins oft og tímann á Sóleyjarbakka. Þar keyptir þú Möllu og Frekju sem voru fyrstu hrossin í okkar eigu, sem síðar átti eftir að fjölga, og er enn að fjölga út af þeim hryssum. Atorka þín og áræði verður mér allt- af í minni, eins og t.d. þegar þú á gamalsaldri og flestir þínir jafnaldr- ar farnir að taka því með ró nei þá datt þér í hug að byggja hús í Gljúf- urholti sem varð fyrsta húsið þar, og þá var fínt að bæta tveimur lóðum við til viðbótar en heilsan brast áður en þér tókst að klára það dæmi. Mér er líka minnisstætt hvað þú og Gústi í Birtingaholti urðuð fljótt góðir vin- ir. Frá Sóleyjarbakka er margs að minnast eins og þegar þú fékkst raf- suðutransarann, besta verkfæri í heimi; ef það var eitthvað fast þá brenndir þú það í sundur, ef það var laust þá sauðstu það fast, málið leyst og hægt að halda áfram. Kæri vinur og pabbi, megir þú njóta þeirrar vistar sem þú ert kom- inn í, við sjáumst síðar. Mig langar að þakka starfsfólki líknardeilar LSH í Kópavogi fyrir fullkomna umhyggju, hlýju og virð- ingu fyrir pabba, þið eruð yndisleg- ar. Elsku mamma, megi englar al- heimsins umvefja þig ást og hlýju. Sigurbjörn. Elsku pabbi minn. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur, þó að við vissum að hverju stefndi er það samt ótrúlega sárt að kveðja þig. Ég vil trúa því að Nonni bróðir og amma hafi tekið á móti þér og að þér líði núna vel eftir erfiða þrautagöngu en aldrei kvartaðir þú. Ég man hve ég var smeyk að flytja austur með ykkur mömmu en það reyndist óþarfa kvíði því að þið mamma urðuð mínir bestu vinir, þó svo að við værum ekki ávallt sam- mála. Þú varst alltaf svo viljugur að keyra mig út og suður og sækja mig jafnvel um miðjar nætur eftir böll, en svona varst þú. Þegar þið mamma fluttuð aftur í bæinn var ég flutt í Langholt til Hilmars þar sem við vorum búin að byggja okkur hús og börnin byrjuð að fæðast. En þið tölduð það ekki eftir ykkur að skreppa austur til okkar og hjálpa til þegar á þurfti að halda eins og t.d. á haustin í sláturgerð, þú að brytja mörinn og mamma að sníða vambir og annað sem gera þurfti, þá var nú oft glatt á hjalla. Það er svo margs að minnast elsku pabbi minn sem ég geymi í hjarta mínu og ylja mér síðar við. Ég bið góðan guð að geyma þig og gefa mömmu styrk á þessum erfiðu stundum. Þín dóttir, Fanney. Mig langar í fáeinum orðum að kveðja þig Þórmundur minn. Þegar ég kom í Laufbrekkuna fyrst tókst þú mér opnum örmum, þannig varst þú. Síðan eru liðin næstum 15 ár. Mig langar sérstaklega að minnast vorsins 2006 þegar þið Fríða heim- sóttuð okkur til Belgíu, þú orðinn veikur en lést þig samt hafa það að koma. Það voru 14 yndislegir dagar og þótti mér vænst um sögustund- irnar í stofunni. Fríða sat og saum- aði út og þú sast og hlustaðir á mig lesa upphátt úr hinum ýmsu bókum, ein þeirra var Óli í Olís. Ég hef ekki áður kynnst neinum með níu líf, eins og við sögðum stundum í léttum dúr. Fyrir þessar stundir og aðrar vil ég þakka þér. Megi guð vera með okk- ur öllum þangað til við sjáumst næst. Þín tengdadóttir, Helga Ragnarsdóttir. Elsku tengdapabbi. Nú ert þú kominn í Paradís þar sem eilífðarlífið er og Nonni minn mun taka á móti þér og þið munuð svo taka móti okkur sem eigum eftir að koma síðar. Elsku tengdapabbi þú varst mér alltaf svo góður og þá sérstaklega eftir að Nonni dó. Ég mun aldrei gleyma því þegar við fór- um saman í jarðarför örfáum mán- uðum eftir að Nonni dó, þú vissir að það yrði erfitt fyrir mig en allan tím- ann hélst þú í hönd mína með þinni styrku hendi. Lengi vel eftir að Nonni dó hringdir þú í mig og bauðst mér góða nótt, já þú og tengdamamma hafið svo sannarlega verið góð við mig undanfarin ár. Þessi tvö atriði sýna svo vel hvað þú varst góður maður og hugsaðir um að þitt fólk hefði það sem best. Ég gæti talið upp fjölmörg önnur atriði sem ég geymi með mér og mínum hugsun- um en ég verð samt að nefna eitt í viðbót, það var fyrsta konudaginn eftir að Nonni dó þá kom ekkert annað til greina hjá þér en að ég kæmi með þegar þú bauðst tengda- mömmu út að borða og við fórum þrjú saman og áttum notalega stund. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjöl- skyldu elsku tengdapabbi, ég kveð þig nú með eftirfarandi orðum: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Jóhanna. Tengdafaðir minn Þórmundur Hjálmtýsson er horfinn til hins eilífa austurs. Ég var aðeins 15 ára er ég kynntist honum. Er kynnin urðu nánari þótti mér gaman að vita af því, að hann hafði dvalið ungur að árum með móður sinni á sama bæ og ég er fædd og uppalin á. Fannst mér þetta tengja okkur sérstökum bönd- um. Þórmundur giftist ungur Fríðu tengdamóður minni. Þeirra sam- band var afar sérstakt og náið. Um miðjan aldur festu þau hjón kaup á jörðinni Sóleyjarbakka í Hruna- mannahreppi. Sagt var að konum í hreppnum hafi þótt fengur að flutn- ingnum því eiginmenn þeirra gátu lært margt af Þórmundi og tekið sér hann til fyrirmyndar, sérstaklega í því hvernig koma átti fram við döm- ur. Best held ég að átt hafi við Þór- mund að vera bóndi. Gott var að koma í sveitina til þeirra hjóna og barnabörnin voru ávallt velkomin í þeirra hlýju arma. Þar skottuðust þau í kringum afa og ömmu og voru eins og skuggar þeirra við sveita- störfin. Á kvöldin var setið fram eft- ir, spilað, spjallað eða tengdapabbi sagði sögur, oft frá sínum yngri ár- um, eða þau hjónin rifjuðu upp sög- ur og bernskubrek barna sinna. Tengdafaðir minn var spaugsam- ur og stríðinn með afbrigðum og gerði stundum að leik sínum að æsa upp þá er þetta ritar og hafði gaman af, en síðar var ég farin að læra að hann var aðeins að reyna mig og sagði hann þá ef ekki til tókst, að hann væri búinn að skóla mig vel í huga og orði. Það er erfitt að skrifa minningargrein eingöngu um Þór- mund því líf þeirra Fríðu var svo samofið. Ef erfiðleikar steðjuðu að hjá einhverjum voru þau alltaf tilbú- in að hjálpa. Það var alveg sjálfsagt að taka inn á sig fjölskyldu ef svo bar undir. Þess urðum við fjölskyld- an aðnjótandi um tíma og held ég bara, að sambúðin hafi gengið nokk- uð vel. Sagt er að ef hjartað er stórt þá sé alltaf pláss fyrir alla og á þetta orðatiltæki vel við þegar rætt er um tengdaforeldra mína. Þórmundur var mikill dansmaður og var gaman að svífa um á dans- gólfinu með honum, en unun að horfa á þau hjón svífa tignarlega um í dansi. Reglulega voru fjölskyldu- mót, um hver jól borðaði stórfjöl- skyldan öll saman og um 18 ára skeið hafa foreldrar, systkini og makar haldið árlega þorrablót sam- an. Síðan er á hverju sumri sá siður að allir fara saman í útilegu eina helgi. Þetta eru stórmót því afkom- endur Þórmundar og Fríðu telja nú 65 manns, síðan bætast við makar og er þá hægt að ímynda sér hversu stór hópur þetta er, eða hátt í hundrað manna þorp ef allir mæta. Ýmislegt er gert sér til dundurs, á kvöldin er gítarinn dreginn fram og þá sungið og trallað. Þórmundur hafði djúpa söngrödd og föst á söng- skránni voru lögin Til eru fræ og Við tjörnina og tók hann alltaf vel undir. Ekki verður fyllt í það raddbil í söngnum sem nú er orðið, en afkom- endur hans munu örugglega reyna sitt eftir bestu getu. Ég sé að minn- ingapotturinn er botnlaus og enda- laust hægt að ausa upp úr honum. Ég vil þakka Þórmundi góða sam- fylgd og fyrir að hafa verið sá afi, sem hann var börnum mínum og barnabörnum. Nú eru verk hans önnur á öðru sviði og er trú mín sú að hann og sonur hans undirbúi garðinn fyrir okkur hin er á eftir komum. Ég bið algóðan Guð að blessa og styrkja Fríðu mína, börnin hennar öll og fjölskyldur þeirra um framtíð alla. Ragnheiður L. Georgsdóttir. Elsku afi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt, Þótt svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir, og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Guð geymi þig. Þín afabörn, Hugrún Jóna og Þór- mundur Smári. Þá er kallið komið og þú hefur fengið þína hvíld elsku afi, og ég veit að langamma og Nonni frændi hafa tekið á móti þér. Ég skrifa þetta með mikla sorg í hjarta og minning- arnar hellast yfir mig um leið, allt frá því ég var um fjögurra ára aldur í sveitinni hjá ykkur ömmu á Sól- eyjarbakka, amma að elda matinn og þú að koma úr fjósinu eða úr kartöflugeymslunni, það er sterk minning. Eða þegar þið voruð komin í Kópavoginn aftur, það var nú ekki sjaldan sem ég fór úr skólanum og niður í efnalaug til ykkar ömmu, það var eitthvað spennandi við það að fá aðeins að hjálpa til þar. Það er nú ekki lítið sem hefur dunið á þér, þína dvöl hér í þessum heimi elsku afi, í mínum augum ertu hetja sem barð- ist fram á síðustu stundu og með reisn. Það sem huggar mig mest núna er að ég veit að þú ert kominn á stað þar sem þér líður vel og allur sársauki er farinn. Ég gæti skrifað endalaust til þín en ég vil frekar hafa það á milli okk- ar með því að hugsa til þín, því hef ég þetta ekki lengra en kveð þig með þessu ljóði er ég samdi til þín: Elsku afi minn, ég tendra þér ljós, til að lýsa þína leið. Þín leið er glitrandi og greið í gegnum skæra ljósið. Ég felli tár, og trúi því að mín tár hjálpi þér hina réttu leið. Elsku amma, Guð gefi þér styrk á þessum erfiðu stundum og styðji þig um ókomna framtíð. Hvíldu í friði elsku afi. Þín sonardóttir, Dagbjört Hlín. Elsku langafi, við kveðjum þig með þessu ljóði, og erum þakklát fyrir þennan stutta tíma sem við fengum með þér. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir) Elsku langamma. Guð veri hjá þér um ókomna tíð og á þessum erf- iðu stundum. Hvíldu í friði elsku langafi okkar. Þín langafabörn, Kristófer Darri, Bergsteinn Máni og Guðríður María. Til eru fræ sem fengu þennan dóm að falla í jörð og verða aldrei blóm. Hann tengdafaðir minn fékk krabbamein sem sinn dóm, ekki í fyrsta skiptið á lífsleiðinni en hann náði ekki að sigra í þetta skiptið. Eftir langa og erfiða baráttu fékk hann hvíld á laugardaginn síðasta, en ég er viss um að hann blómstrar núna, líður betur og að vel hefur verið tekið á móti honum hinum megin. Á þessum tæpum 13 árum sem ég hef verið í fjölskyldunni hef ég kynnst honum nokkuð vel og marg- ar minningar komnar í bankann. Of- arlega er tíminn sem ég var með honum í Kolaportinu að selja, en hann var alltaf að bralla eitthvað, kaupa dót ódýrt og selja það dýrar. Þetta var fyrsta reynslan mín af ein- hvers konar sölu og hann kenndi mér öll trixin, sölumaður af guðs náð og ég lærði margt þar. Gleymi því aldrei þegar viðskiptavinur sýndi leðurjakkanum hans athygli og hann seldi jakkann á staðnum, klæddi sig bara úr og afhenti jakkann. Hann kenndi mér líka að keyra en hann var með mig í æfingaakstri, það var skondið þegar æfingaakst- ursskiltin fuku af bílnum á Kringlu- mýrarbraut og hann skipaði mér að stoppa bílinn og ég þurfti að hlaupa frá Bústaðabrekkunni í átt að Kópa- vogi að ná í þau og hann sat allan tímann inni í bíl og skellihló að þessu öllu saman. Margar minningar á mörgum ár- um, ég gæti haldið áfram en þá held ég að þetta endi á því að Morgun- blaðið þurfi að gefa út aukablað. Ég læt því staðar numið og geymi allt hitt í minningabankanum. Elsku tengdamamma, Bjössi minn og systkini, megi guð umvefja ykkur, styrkja og geyma um ókomna tíð. Anna. Þórmundur Hjálmtýsson Góður drengur, Þór- mundur Hjálmtýsson, er genginn til austursins eilífa, til birtunnar, fegurðarinnar og kærleikans. Samferðafólk hans í Gullsmáranum þakkar honum góð kynni og margar ánægjulegar samverustund- ir og biður honum fararheilla og góðrar heimkomu. Megi hann vera blessaður og sæll. Stefán Friðbjarnarson. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.