Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 29 gi ekki að ramtíðar. ssarar mar þenn- ngibjörg sagði að um að st fyrir samstarf fstaða æri sammála sem nú Geir var spurður hvort hægt væri að túlka stefnuyfirlýsinguna á þann hátt að verið væri að nálgast það markmið að óska eftir við- ræðum um aðild að Evrópusam- bandinu. „Ég tel af og frá að túlka það þannig. Við höfum reynt að nálgast sjónarmið hvort annars um þetta með því að setja á laggirnar nefnd sem yrði eins konar vaktstöð fyrir þá þróun og breytingar sem verða á Evrópusambandinu. Eins og ég hef ítrekað sagt; afstaða okkar til ESB hlýtur að byggjast á hags- munamati. Ég hef alveg skýra af- stöðu í því hvernig þeir hagsmunir liggja núna. Ég vil auðvitað að það sé fylgst sé með því og hvort þeir hagsmunir breytist.“ Ingibjörg Sólrún sagðist vera al- veg sammála þessu mati forsætis- ráðherra. Hún sagði þó að Sam- fylkingin hefði viljað ganga lengra í þessu efni en aðrir stjórn- málaflokkar, „en það er gríðarlega mikilvægt að það sé góð sátt um öll skref sem stigin eru í þessu efni og þess vegna finnst okkur það fagn- aðarefni að það sé sett á nefnd sem sé vaktstöð og standi fyrir umræðu um þessi mál. Svo sjáum við hvern- ig mál þróast á komandi árum.“ Landsvirkjun ekki seld Geir sagði um einkavæðingu á kjörtímabilinu að búið væri að ljúka stærstu einkavæðingarverk- efnunum. Aðspurður sagði hann ekki áformað að selja Lands- virkjun. „Það er í stefnuyfirlýsingunni ein setning um orkumálin þar sem við leggjum áherslu á að leysa úr læðingi einkaframtakið í orku- málum, en það þýðir ekki að verið sé að tala um einkavæðingu Landsvirkjunar,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Geir sagði ekki fyrirhugað að gera róttækar breytingar á skipu- lagi í sjávarútvegi. Hann sagði að- spurður að ekki hefði verið tekin afstaða til vandamálanna á Flat- eyri, en þau mál yrðu skoðuð þeg- ar ríkisstjórnin hefði tekið við völdum. Samningar við bændur ekki endurskoðaðir Geir sagði að áformað væri að endurskoða landbúnaðarkerfið. Það yrði að gerast í sátt við bænd- ur og hagsmunaaðila. Stjórnvöld myndu fylgjast vel með breyt- ingum á alþjóðavettvangi varðandi tollvernd og kvótasetningu varð- andi innflutning á landbún- aðarvörum. Það væru að verða miklar breytingar á landbúnaði hér á landi. „Við getum alveg séð fyrir okkur að þróa breytingar í frjáls- ræðisátt meira en orðið er. Ég held að bændur og forystumenn þeirra séu síst á móti slíku.“ Geir var spurður hvort teknir yrðu fjármunir sem ríkið ver til landbúnaðarmála og þeir settir í önnur verkefni. „Það er búið að semja nokkur ár fram í tímann um fjárframlög til stuðnings bæði mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Þeir samningar verða ekki teknir upp. Að öðru leyti munum við fara yfir þessi mál eins og þörf krefur.“ Ingibjörg Sólrún sagðist telja að bæði bændur og neytendur ættu að geta haft af því talsvert mikinn ávinning að fara í breytingar í landbúnaðarmálum, en það þyrfti að gera þær í sem mestri sátt. Ánægð með stefnuyfirlýsinguna Bæði Geir og Ingibjörg Sólrún sögðust vera ánægð með stefnu- yfirlýsinguna. Ingibjörg sagði að Samfylkingin hefði í kosningabar- áttunni sett fram 12 mál sem flokkurinn legði mesta áherslu á. Hún sagðist telja að þeirra mætti allra finna stað í stefnuyfirlýsing- unni. Hún hefði líka verið sam- þykkt mótatkvæðalaust í þing- flokknum og á flokksstjórnarfundi. Geir sagði að vinna við svona stefnuyfirlýsingu fæli í sér próf- stein á samstarfsvilja þeirra flokka sem að henni stæðu. Hann sagðist telja að stefnumið Sjálfstæðis- flokksins, sem flokkurinn setti fram í kosningabaráttunni, kæmu vel fram í yfirlýsingunni. tuðu stjórnarsáttmálann á Þingvöllum stefnumálum áttmálanum Morgunblaðið/RAX ún Gísladóttir, verðandi utanríkisráðherra, tók- nn í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í gær. ráðherra on, for- ega sam- ar sem ein fyrir að fund- um grein rnarsátt- og fund- ðsfundi í ildandi rnar- ði að Geir hefði gert sér grein fyrir við- ræðum Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar. „Þær eru í samræmi við það sem ég lýsti í síðustu viku um að viðræðum lyki á viku til tíu dögum. Eins og ég lýsti hef ég ætíð verið þeirrar skoðunar að æskilegt væri að flokkarnir gætu á skjótvirkan og árangursríkan hátt komið sér saman um nýja rík- isstjórn sem styddist við meiri- hluta á Alþingi án þess að forset- inn þyrfti að blandast inn í það mál með ítarlegum viðræðum við alla flokka eða að atburðarásin yrði mjög flókin,“ sagði forsetinn. Morgunblaðið/Sverrir Haarde gekk á fund Ólafs Ragnars Grímssonar ir myndun nýrrar ríkisstjórnar. vildi ekki bland- iðræður flokkanna Þetta er miklu minni breyt-ing frá fráfarandi rík-isstjórn en mann óraðifyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem tekur við völdum í dag. Minni breytingar verði á stjórnarstefnunni en hann hafi átt von á, t.d. í sjávarútvegsmálum. Steingrímur segir það vekja at- hygli í stefnuyfirlýsingu stjórn- arinnar hversu almennt hún sé orð- uð. Fátt sé þar tíma- og tölusett um bein pólitísk atriði. Þá sé mikil yf- irvigt á Sjálfstæðisflokknum þegar komi að verkaskiptingu. „Hann er með mun þyngri ráðuneytapakka í þessu samstarfi heldur en hann var í samstarfinu við Framsókn,“ segir Steingrímur. Sjálfstæðisflokkur fái bæði heilbrigðis- og landbún- aðarmál en skili samgöngu- ráðuneytinu, sem ekki hafi verið tal- ið til þyngstu ráðuneyta. Flokkurinn hafi sterka stöðu í stjórninni í gegnum forsætis- og fjármálaráðuneyti og stór útgjald- aráðuneyti á borð við mennta- málaráðuneytið og atvinnuveg- aráðuneytið. Þá sé það almennt viðurkennt að utanríkisráðuneytið, sem Samfylkingin mun stýra „vigt- ar ekki sérstaklega þungt pólitískt inn á við“. Rýr hlutur Samfylkingar „Það hefði mátt telja að þetta jafn- aðist eitthvað með ákvæðum í stjórnarsáttmálanum „en þar verð ég að segja að mér finnst hlutur Samfylkingarinnar með endemum rýr. Ég var lengi að leita til að finna eitt kosningaloforð Samfylking- arinnar sem gengi eftir í stjórn- arsáttmálanum og ég er ekki búinn að finna það enn,“ segir Stein- grímur. Nefna megi umhverf- ismálin, en þar hafi Samfylkingin gefist upp með sínar áherslur um hlé á stóriðjuframkvæmdum í ein- hver ár. Í þessum málum sé nú boð- uð óbreytt stefna. Hið sama gildi um Íraksstríðið. „Það átti að vera eitt af fyrstu verk- efnum ríkisstjórnar með aðild Sam- fylkingar að taka okkur af listanum yfir stuðningsþjóðir Íraksstríðsins,“ segir Steingrímur. Í stefnuyfirlýs- ingunni sé stríðsreksturinn harm- aður „en hver harmar ekki þennan stríðsrekstur eins og hann stendur í dag?“ spyr hann. Ýmis kosningaloforð Samfylking- arinnar virðist ekki hafa náð inn í stjórnarsáttmálann. Þar megi nefna að flokkurinn hafi lofað að 30% námslána breyttust í styrk að námi loknu. Í stefnuyfirlýsingunni sé hins ekki fjallað um þetta heldur sagt að endurskoða eigi lög um Lánasjóð- inn og að bæta stöðu námsmanna. Sjálfstæðismönnum hafi hins vegar greinilega tekist að koma stefnumiðum sínum inn í yfirlýs- inguna. Þar sé til að mynda kveðið á um að opna eigi á fjölbreyttari rekstrarform, t.a.m. í orkumálum. „Mín niðurstaða er sú að þetta sé ríkisstjórn, hverrar prógramm liggi talsvert langt til hægri. Þetta sé ný- frjálshyggju-hægrikratísk blanda,“ segir Steingrímur. VG verði í virkri stjórnarand- stöðu og muni hafa sjónir á tveimur málaflokkum umfram aðra. „Það eru umhverfismálin og það er spurningin um velferðarþjónustuna og einkavæðingu hennar. Það verð- ur ekkert slegið af í andstöðu við áframhaldandi glórulausa stóriðju og velferðarspjöll eða áform um að einkavæða velferðarþjónustuna. En við leyfum fólki að sjálfsögðu að njóta vafans og ég efast ekkert um að nýir ráðherrar eru fullir metn- aðar að gera vel. Það er sjálfsagt að ný ríkisstjórn fái sína hveitibrauðs- daga en við munum vera til staðar með okkar aðhald.“ Sjálfstæðisflokkur neytir afls Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, óskar nýrri ríkisstjórn og ráðherrum til ham- ingju, en segir margt óljóst í stefnu- yfirlýsingu stjórnarinnar. „Það sem vekur athygli mína er þessi langi, óljósi kafli um stefnu- yfirlýsingu. Mér finnst svo margt vera í bakherbergjunum sem maður áttar sig ekki á. Og hvort flokkarnir hafa náð um það samstöðu veit ég ekki,“ segir Guðni. Ætlunarverk hinnar nýju rík- isstjórnar sé mjög hægrisinnað og flokkarnir leggist báðir á sína hægri hlið. Sjálfstæðisflokkurinn hafi neytt afls og hyggist framkvæma hluti sem honum hefði aldrei dottið í hug í samstarfi við Framsóknarflokk- inn. „Þar voru landamerki nokkuð skýr og flokkarnir virtu hvor annan. Þannig að mér sýnist í þessu að Samfylkingin sé að láta mjög eftir Sjálfstæðisflokknum, hún fái mjög rýrt út úr verkefnaskiptingunni.“ Samfylkingin láti frá sér heilbrigð- isráðuneyti og eftir því sem sér skiljist Íbúðalánasjóð, sem fari und- ir fjármálaráðuneytið. „Það þýðir að hann [Íbúðalánasjóður] er að fara á líknardeild,“ segir Guðni. Sjálfstæð- isflokkurinn ætli nú að standa við það sem hann hafi viljað í samstarf- inu við framsóknarmenn, að Íbúða- lánasjóður fari til bankakerfisins, en þjóðin sé þessu andsnúin. „Síðan sér maður náttúrulega í þessum sáttmála að Sjálfstæð- isflokkurinn er að snúa sér. Hann er í lokauppgjöri við tíma Davíðs Oddssonar. Davíð Oddsson reis gegn skapara sínum, frelsinu, á sín- um lokaárum. Honum ógnaði þau vindaský, að hér yrðu allt of stór eignarveldi sem réðu öllu á Íslandi,“ segir Guðni. Nú sé aðeins einn mað- ur eftir í ríkisstjórninni sem staðið hafi fast með Davíð í þessum mál- um, en það sé Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Sjálfstæð- ismenn muni láta Björn sitja stutt í nýju stjórninni „og svo tekur auð- vitað Bjarni Benediktsson frændi hans við,“ segir Guðni. Ljóst sé að nýr tími sé hafinn í Sjálfstæð- isflokknum. Það sjáist einna gleggst á því að flokkurinn, sem hafi á sín- um tíma lagst gegn EES-samn- ingnum, vilji nú opinskáa umræðu um Evrópumál. „Þau voru ekki á dagskrá í gær,“ bendir Guðni á. Um landbúnaðarmálin segir Guðni að sjálfstæðismenn virðist stefna á það að hluta í sundur land- búnaðarráðuneytið. Skógrækt og landgræðsla eigi að fara undir um- hverfisráðuneytið, en þessir mála- flokkar séu um allan heim taldir til landbúnaðar. Þá eigi að taka land- búnaðarháskólana, sem byggðir hafi verið upp sem atvinnuvega- skólar og færa undir mennta- málaráðuneytið og af þessu hafi hann áhyggjur. Guðni kveðst telja miklar póli- tískar breytingar framundan og þær muni breyta verulega íslensku samfélagi á næstu árum. „Ég hygg að við munum sjá hérna glaðbeitta hægri stjórn með mikinn þing- styrk,“ segir Guðni. Í styrkleika stjórnarinnar kunni þó veikleikar hennar að liggja. „Stórir þingmeiri- hlutar falla oftast fyrst,“ segir hann. Skýr velferðarmál „Það er ekki hægt að lesa út úr stjórnarsáttmálanum hvert ná- kvæmlega menn ætla að stefna. Þó finnst mér að í velferðarmálunum sé talsvert sagt hvað menn vilji gera. Fyrir okkur í Frjálslynda flokknum sem höfum haft mikinn áhuga á því að laga stöðu öryrkja og eldri borgara þá getum við vafa- laust tekið undir margt af því sem þar er sagt,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins um væntanlegt stjórn- arsamstarf. Hann kveðst þó setja fyrirvara við útfærsluna á því hvernig tryggja eigi greiðslur út úr lífeyrissjóði, en í stefnuyfirlýsingunni segir að stefnt skuli að því að ríkissjóður tryggi ellilífeyrisþegum lífeyri að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá líf- eyrissjóði. „Ég þekki svona loforð úr fortíð- inni sem hét 60 ára regla sjómanna um að þeir mættu fara á lífeyri 60 ára. Það kom aldrei neinn peningur út úr því frá ríkinu,“ segir Guðjón Arnar. Hann segir Frjálslynda flokkinn alls ekki geta tekið undir það sem fram komi í stefnuyfirlýsingunni þar sem sagt sé að tryggja eigi stöð- ugleika í sjávarútvegi. „Sá stöð- ugleiki er bara fyrir þá sem eru stærstir og hafa aflaheimildirnar á sinni hendi. Hann er enginn fyrir fólkið í byggðunum,“ segir Guðjón Arnar. Um það að láta gera sér- staka athugun á reynslunni af afla- markskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða, segir Guðjón að margir hafi skoðað þetta undanfarin ár, bæði nefndir og Byggðastofnun. „Það er öllum ljóst hvaða óöryggi er í byggðunum þeg- ar einn maður ræður því hvort at- vinna er til staðar eða ekki,“ segir Guðjón Arnar. Frjálslyndir taki undir það sem segi í stefnuyfirlýsingunni að halda eigi áfram uppbyggingu í sam- göngumálum. Flokkurinn hafi haft það á stefnuskrá sinni fyrir kosn- ingarnar að gera átak í vegamálum á landinu. Eigi að gera átak í sam- göngumálum þurfi hins vegar að hægja á einhverju öðru í staðinn til þess að draga úr þenslu og ná niður verðbólgu. Ekki komi fram í stefnu- yfirlýsingunni hvar eigi að hægja á. „Á að hægja á stóriðjufram- kvæmdum einhvers staðar eða ætlar ríkisstjórnin að hægja á öðr- um framkvæmdum?“ spyr Guðjón Arnar. Stefnuyfirlýsing stjórnarinnar óljós Sjálfstæðisflokkurinn hefur sterka stöðu í nýrri ríkisstjórn að mati stjórnarand- stöðuleiðtoganna. Elva Björk Sverrisdóttir ræddi við þá um stefnu stjórnarinnar. Guðjón Arnar Kristjánsson Steingrímur J. Sigfússon Guðni Ágústsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.