Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 43
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30.
Boccia kl. 10. Myndlist kl. 13. Skoðunarferð í Höfða
kl. 13.30. Verð kr. 400.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 8-16.30 handavinna,
kl. 9-16.30 smíði/útskurður, kl. 9.30 boccia, kl.
10.30 helgistund, kl. 11 leikfimi, kl. 13.30 myndlist.
Bústaðakirkja | Kl. 10. Foreldramorgnar eru sam-
verustundir fyrir foreldra og börn þeirra. Mark-
miðið með foreldramorgnum er að efla félagsleg
tengsl foreldra og barna þeirra í Bústaðarsókn.
Boðið er upp á hressingu á mjög vægu verði í vina-
legu og eflandi umhverfi kirkjunnar.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað í dag
kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl.
9.55. Rammavefnaður kl. 9.15. Bingó kl. 13.30.
Stólajóga kl. 17.15. Jóga á dýnum kl. 18.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 handavinna,
kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 handa-
vinna, kl. 18.15 jóga. Aðstaða til að taka í spil, spila
bobb og fara á göngubretti.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi
í Mýri kl. 13. Karlaleikfimi í Ásgarði kl. 13 og boccia
kl. 14. Handavinnuhorn í Garðabergi kl. 13, opið til
kl. 16.30. Vorfagnaður Félags eldri borgara í Garða-
bæ í Kirkjuhvoli kl. 20.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund, um-
sj. sr. Svavar Stefánsson. Frá hádegi eru vinnustof-
ur opnar, m.a. myndlist. Veitingar í hádegi og kaffi-
tíma í Kaffi Berg. Kvennahlaupið verður föstud. 15.
júní kl. 13. Skráning hafin á staðnum og í s.
575 7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9-12.30 postulín. Kl. 10-11
boccia. Kl. 11-12 leikfimi. Kl. 12-13 hádegismatur. Kl.
14-16 félagsvist. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl.
11.20. Glerbræðsla kl. 13. Bingó kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl. 9-
16. Boccia kl. 10-11. Félagsvist kl. 13.30, góðir vinn-
ingar, kaffi og meðlæti í hléi. Allir velkomnir. Hár-
snyrting, blöðin liggja frammi.
Klúbburinn Geysir | Klúbburinn Geysir, sem er fé-
lagsskapur fólks sem á eða hefur átt við geðræn
vandamál að stríða, heldur aðstandenda- og kynn-
ingadag í klúbbnum í Skipholti 29, Reykjavík, kl. 13.
Kaffihlaðborð verður til styrktar klúbbnum. Allir
velkomnir.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er
sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Lista-
smiðja á Korpúlfsstöðum kl. 13.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Boccia, karlaklúbbur
kl. 10.30. Handverks- og bókastofa kl. 13. Boccia,
kvennaklúbbur kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30.
Bingó kl. 15.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir.
Kl. 9-10 boccia. Kl. 9.15-14 aðstoð við böðun. Kl.
9.15-15.30 handavinna. Kl. 10.15-11.45 spænska. Kl.
11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13-14 leikfimi. Kl.
12.30-14.30 kóræfing. Kl. 13-16 glerbræðsla. Kl.
14.30-15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, bókband kl.
9, handavinnustofan opin allan daginn, hárgreiðslu-
stofa og fótaaðgerðastofa opnar alla daga, boccia
kl. 10, glerskurður kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13.
Komið og kynnið ykkur félagsstarfið og ath. hvort
ekki sé eitthvað sem þið finnið ykkur í. Sími
411 9450.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera.
Kl. 13 opin salurinn. Kl. 13.15-14 leikfimi. Kl. 14.15
bingó/félagsvist. (Annan hvern fimmtudag er
bingó, annan hvern fimmtudag félagsvist.)
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl.
12. Léttur hádegisverður á eftir. Kvenfélagskonur.
Munið gluggaskoðunina kl. 17.
Áskirkja | Kl. 10 foreldramorgunn (opið hús), kl. 14
söngstund með Þorvaldi Halldórssyni. Kl. 17 loka-
fundur Klúbbs 8 og 9 ára barna og kl. 18 lokafundur
TTT-starfsins.
Grafarvogskirkja | Við ljúkum vetrarstarfinu og
hittumst í Húsdýragarðinum kl. 10.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund fimmtudag kl. 12.
Síðasta kyrrðarstund vorsins. Orgelleikur, íhugun.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina.
Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í Kristniboðs-
salnum á Háaleitisbraut 58-60 kl. 17. Frjálsir vitn-
isburðir. Halldóra Lára Ásgeirsdóttir hefur hugleið-
ingu. Bænastund á undan fundi kl. 16.30. Allar
konur velkomnar.
Laugarneskirkja | Kl. 12 kyrrðarstund. Gunnar
Gunnarsson leikur ljúfa tóna á orgelið og Sig-
urbjörn Þorkelsson íhugar texta úr Biblíunni og
leiðir fyrirbænir við altarið. Boðið verður upp á
létta máltíð að stundinni lokinni fyrir þá sem vilja.
Allir velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 21: AA-fundur í safn-
aðarheimilinu.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 21. Gott er að ljúka deginum og
undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar. Tekið er við
bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á
kaffi í lok stundarinnar.
90ára. Sigurpáll Árna-son, Gullsmára 7,
verður níræður á morgun, 25.
maí. Að því tilefni tekur hann
á móti gestum á afmælisdag-
inn í salnum Gullsmára 13,
Kópavogi á milli kl. 16 og 19.
80ára. Hinn 22. maí varðÁsgeir Sæmundsson,
bóndi og listamaður, átt-
ræður. Hann tekur á móti
gestum laugardaginn 26. maí
klukkan 14 í vélaskemmunni,
Selparti, Gaulverjabæjar-
hreppi. Þar verða einnig nokk-
ur málverk til sýnis. Sveit-
ungar, vinir og venslafólk eru
velkomin. Boðið er upp á grill-
mat.
Brúðkaupsafmæli | 60 ára brúðkaups-
afmæli eiga í dag hjónin Elín Jónsdóttir
og Ragnar Jóhann Lárusson, Borg-
arholtsbraut 45, 200 Kópavogi. Þau
munu eyða kvöldinu með börnum sín-
um, tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum.
Uppboð | Daníel Freyr Sævarsson,
sem fermdist í vor, málaði mynd sem
boðin var upp á fermingardaginn. Hart
var tekist á í uppboði á myndinni í ferm-
ingarveislu Daníels en á endanum var
það Sævar Vígsteinsson, faðir ferming-
arbarnsins, sem átti hæsta boðið. Vildu
þeir feðgar láta gott af sér leiða og gáfu
uppboðsféð, 15.000 krónur, til Styrkt-
arfélags krabbameinssjúkra barna.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 24. maí, 144. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Hver, sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir. (Mk. 3, 35.)
Guðni Th. Jóhannesson flyturfyrirlesturinn Bliknar Njála?Stjórnarskiptin 2007 í sögu-legu ljósi í dag kl. 12.15 í stofu
201 í Odda í boði Félags stjórnmála-
fræðinga.
„Ég set nýafstaðin stjórnarskipti í
sögulegt samhengi og skoða meðal ann-
ars spurningar um hvort svik og und-
irferli hafi verið jafnmikil og Guðni
Ágústsson hélt fram; að sjálf Njála
blikni í samanburði,“ segir Guðni. „Ég
fjalla einnig um þau ummæli Steingríms
J. Sigfússonar að aðrir flokkar hefðu
ekki virt þær leikreglur sem hann hafði í
heiðri, og skoða jafnframt hver aðkoma
forsetans var að stjórnarmyndun að
þessu sinni.“
Guðni segir eftirmála kosninganna nú
að sumu leyti óvenjulega: „Það eru þó
ekki ný tíðindi að í þessum leik er eng-
inn annars bróðir og raunar svipar
stjórnarþreifingum nú til atburða ársins
1995 þegar Alþýðuflokkurinn, forveri
Samfylkingarinnar, hóf samstarf með
Sjálfstæðisflokknum og hafði þá sæta-
skipti við Framsóknarflokk,“ útskýrir
Guðni. „Þegar sagan er skoðuð má sjá
þá breytingu að stjórnarmyndun geng-
ur mun hraðar fyrir sig núna og minna
ber á hlutverki forseta við stjórn-
armyndun. Segja má að kosningarnar
1991 hafi markað breytingu á hraða
stjórnarmyndunar, þegar Davíð Odds-
son og Jón Baldvin Hannibalsson biðu
ekki eftir umboði forseta til að hefja við-
ræður til myndunar Viðeyjarstjórn-
arinnar sem mynduð var á skömmum
tíma. Þetta var mikil breyting frá því
sem áður var þegar stjórnarkreppur
voru taldar í vikum og mánuðum og
fulltrúar flokkanna höfðust að jafnaði
ekki mikið að án þess að hafa formlegt
umboð forseta til stjórnarmyndunar.“
Guðna grunar að nú til dags gangi
kannski meira á bak við tjöldin en áður
tíðkaðist: „Nú saka framsóknarmenn
Sjálfstæðisflokkinn um að hafa leikið
tveimur skjöldum á meðan Vinstri
grænir beina spjótum sínum að Ingi-
björgu Sólrúnu. Erfitt er að komast til
botns í hvað er hæft í þessum ásök-
unum. Orð er á móti orði og túlkunar-
atriði hvað telst samningaviðræður og
hvað óformlegar þreifingar.“
Guðni segir jafnframt sérstakt að for-
setinn hefur með öllu haldið sig til hlés:
„Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst
þeirri skoðun sinni að hann telji forseta
eiga að halda sig til hlés í stjórnarmynd-
unarviðræðum og aðeins taka í taumana
þegar nauðsynlegt er. Þó má spyrja
hvort ekki hefði verið eðlilegt forsetinn
hefði, eins og hann hefur gert áður, kall-
að leiðtoga allra flokka á sinn fund og
farið yfir stöðu mála, jafnvel þó að lægi í
augum uppi að hann veitti Geir H.
Haarde umboð til stjórnarmyndunar.“
Fyrirlesturinn í dag er öllum opinn og
aðgangur ókeypis.
Stjórnmál | Fyrirlestur um nýafstaðin stjórnarskipti í dag kl. 12.15
Bliknar Njála í samanburði?
Guðni Th. Jó-
hannesson fæddist
í Reykjavík 1968.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR
1987, BA-prófi í
sagn- og stjórn-
málafræði frá Há-
skólanum í War-
wick 1991, MA í
sagnfræði frá HÍ
1997 og doktorsgráðu frá Lundúnahá-
skóla 2003. Guðni hefur fengist við
rannsóknir, skrif og fræðastörf, hefur
frá 2004 verið sagnfræðingur við
Hugvísindastofnun HÍ en hefur nú
verið ráðinn lektor við Háskólann í
Reykjavík. Guðni á eina dóttur og er
kvæntur Elizu Reid blaðamanni.
Tónlist
DOMO Bar | Dr. Zhivago leikur lög ameríska
gítarleikarans Kurt Rosenwinkel á Múlanum,
kl. 21. Hljómsveitin er skipuð þeim Ásgeiri J.
Ásgeirssyni gítarleikara, Ólafi Jónssyni saxó-
fónleikara, Agnari Má Magnússyni á píanó,
Þorgrími Jónssyni á bassa og trommuleik-
aranum Scott McLemore. Múlinn er á Domo
Bar, 1.000 kr. kostar inn.
Gaukur á Stöng | Hljómsveitin Dúndurfréttir
ætlar að mæta á fæðingarstað sinn, Gauk á
Stöng 23. og 24. maí, kl. 21. Dúndurfréttir hef-
ur undanfarin 11 ár spilað tónlist hljómsveit-
anna Led Zeppelin, Pink Floyd, Deep Purple
og Uriah Heep við miklar vinsældir. Nánari
upplýsingar á www.prime.is.
Laugarborg í Eyjafirði | Sveinn Hjörleifsson
tenór og Þórarinn Stefánsson píanóleikari
verða með tónleika fimmtudaginn 24. maí kl.
20. Sveinn hefur undanfarið stundað söng-
nám undir handleiðslu Gunnars Guðbjörns-
sonar. Flutt verða íslensk sönglög, ljóð eftir
Franz Schubert og aríur. Aðgangur er ókeypis.
Skemmtanir
Deco | Deco kaffihús, Austurstræti. Fimmtu-
dag: Sýslumaðurinn og Forstjórinn (Einar
Ágúst og Júlli) trúbbast kl. 23-1. Föstudag:
Sýslumaðurinn og Forstjórinn (Einar Ágúst og
Júlli) trúbbast kl. 12-3. Café Amour, Akureyri.
Laugardag. Sýslumaðurinn og Forstjórinn
(Einar Ágúst og Júlli) kl. 12-3.
Kvikmyndir
Flugfélagið Geirfugl | Kl. 21-23. Flugfélagið
Geirfugl sýnir myndina One Six Right sem er
heimildarmynd um líf og störf á Van Nuys
flugvellinum í Kaliforníu. Kynning á félaginu
fyrir sýningu. Eftir sýningu munu flugkenn-
arar sitja fyrir svörum og sýna aðstöðu. Að-
gangur ókeypis. Upplýsingar: www.geirfugl.is
og www.onesixright.com.
Fyrirlestrar og fundir
Askja, Náttúrufræðihús HÍ, stofu 132 |
Föstudaginn 25. maí kl. 13. Kieran Kelleher,
helsti sérfræðingur Alþjóðabankans í fiski-
málum flytur erindi um stöðu fiskveiðistjórn-
unar í þróunarríkjum.
Blátt áfram | Ráðstefna um forvarnir gegn
kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi verð-
ur haldin í KHÍ dagana 24.-25. maí. Vonast er
til þess að sem flestir nýti sér þessa ráð-
stefnu. Verð: 9.500 kr. og 5.500 kr. fyrir
nema. Nánar á www.blattafram.is.
Radisson SAS Hótel Saga | „Fjárfest-
ingatækifæri í þróunarlöndum“ er yfirskrift
ráðstefnu sem Þróunarsamvinnustofnun Ís-
lands efnir til fimmtudaginn 24. maí í sam-
starfi við utanríkisráðuneytið, Útflutningsráð
og Fiskifélag Íslands. Ráðstefnan hefst kl. 9.
Frístundir og námskeið
www.ljosmyndari.is | Ljósmyndanámskeið.
Reyðarfjörður 6.-7. júní kl. 18-22, Fjarð-
arhótel. Farið í helstu stillingaratriðin á staf-
rænni myndavél, ýmis góð ráð gefin til að ná
betri myndum. Tölvumálin eru tekin fyrir ofl.
Námskeiðið kostar 12.900 kr. Skráning á
www.ljosmyndari.is. Leiðbeinandi Pálmi Guð-
mundsson.
LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í kvöld, fimmtudag, í Sel-
tjarnarneskirkju kl. 20 í tilefni 85 ára afmælis sveitarinnar.
Sérstakur gestur á þessum afmælistónleikum er Sigurður Flosason
saxófónleikari, einnig mun Kristján Rúnarsson klarínettuleikari leika
einleik með hljómsveitinni. Meðal verka á efnisskrá er „Galaxy“, eftir
Manfred Schneider. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus
Halldór Grímsson. Aðgangur á tónleikana er ókeypis.
Lúðrasveitartónleikar í Seltjarnarneskirkju kl. 20
Afmælistónleikar Lúðra-
sveitar Reykjavíkur
FRÉTTIR
FÖSTUDAGINN 25. maí stendur
foreldra- og kennarafélag Hvassa-
leitisskóla fyrir vor- og afmæl-
ishátíð skólans. Hátíðarhöldin
munu standa yfir kl. 17-19 í Hvassa-
leitisskóla við Stóragerði. Á hátíð-
inni verða sýndar svipmyndir af
sögu skólans, leiktæki verða fyrir
börnin auk þess sem landsþekktir
skemmtikraftar skemmta gestum.
Hátíð á 40 ára
afmæli Hvassa-
leitisskóla
ÁRLEG sjókajakhátíð í Stykk-
ishólmi kennd við Eirík rauða verð-
ur haldin um hvítasunnuhelgina á
vegum Þorsteins Siglaugssonar,
eins fremsta kajakræðara landsins.
Hátíðin stendur yfir í þrjá daga og
meðal dagskrárliða er þyrlu-
björgun á vegum Landhelgisgæsl-
unnar og fyrirlestra- og námskeiðs-
hald á vegum breska
kajakræðarans Simons Osbornes.
Kennt verður í sundlaug, farið í da-
gróðra, keppt í sprettróðri, veltu og
haldin sérstök róðrarsýning í höfn-
inni.
Markmið með sjókajakhátíð Ei-
ríks rauða er að auka kynni meðal
kajakræðara, byrjenda sem lengra
kominna, ásamt því fá fremstu kaj-
akræðara heims til að flytja inn
nýja þekkingu í greininni. Nýliðar
eða þeir sem vilja prófa kajak í
fyrsta skipti eru sérstaklega vel-
komnir á hátíðina og verður haldin
sérstök nýliðakynning föstudags-
kvöldið 25. maí. Heildardagskrá má
nálgast á vefsíðunni www.seaka-
yakiceland.com.
Morgunblaðið/Golli
Hátíð kajak-
manna í
Stykkishólmi