Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 15 ÚR VERINU NORSK-ÍSLENZKA síldin hefur að undanförnu gengið ákveðið og hratt suðvestur og vestur eftir. Hún er nú í verulegum mæli innan íslenzku landhelginnar austur og suðaustur af Hvalbakshallanum og í norður þaðan, að minnsta kosti til móts við Glettinganes. Hún var einnig nánast alls staðar í færeysku lögsögunni að 50 sjómílum norður af eyjunum fyrir miðjan maí. Á sama tíma var norsk- íslenzk síld komin allar götur vestur í Hvalbakshallann og fékkst til dæm- is sýni þar í fyrri hluta leiðangurs, sem rannsóknaskipið Árni Friðriks- son tekur nú þátt í. Mjög vestarlega Sveinn Sveinbjörnsson, leiðang- ursstjóri fyrri hluta leiðangursins, segir að síldin hafi verið komin mjög vestarlega. Hann muni ekki eftir því að hún hafi verið gengin svona alveg upp í kantinn um árabil. „Ég man ekki eftir að hún hafi komið svona vestarlega á þessum tíma. Nú verð- ur bara þróunin að sýna hvað hún gerir. Við erum alltaf að vonast eftir því að hún fari að taka upp gamla munstrið og fari að halda sig hérna inni hjá okkur stóran hluta af árinu. Ef hún kemur inn á Norðurlands- miðin og tekur upp veturdvöl við landið aftur eru þetta átta til níu mánuðir sem hún er hérna hjá okk- ur. Það munar miklu í sambandi við stofninn og veiðar úr honum. Þetta er nýtt á þessum nýju síldarárum. Hún er komin vestar en við höfum séð hana áður,“ segir Sveinn Svein- björnsson. Síldin er stór en frekar horuð, víða mjög dreifð í ætisleit og því yfirleitt ekki í veiðanlegu ástandi ennþá. Það kom verulega á óvart að stórar torf- ur af síld fundust í kalda Austur- Íslandsstraumnum á um 300 m dýpi, í sjó sem var rétt um 0°C. Þéttar smátorfur austur af Glettinganesi Árni Friðriksson var á þriðjudag- inn staddur um 65 sjómílur austur af Glettinganesi og var nýbúið að taka síldarsýni úr mjög þéttum smátorf- um á um 20–40 m dýpi. Útbreiðsla og göngur síldarinnar að þessu sinni eru augljóslega mjög áhugaverðar frá íslenzkum sjónarhóli. Flest und- anfarin ár hefur norsk-íslenzka síld- in ekki gengið svona langt suður og vestur á bóginn, hún hefur lítið farið vestur fyrir köldu tunguna, Austur- Íslandsstrauminn, og staldrað stutt við. Framvindan í ár ræðst væntan- lega fyrst og fremst af því hvernig til tekst með uppvöxt og þar með fram- boð rauðátunnar sem er aðalfæða þessarar síldar. Leiðangurinn er hluti af sameig- inlegri leit og bergmálsmælingum Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga, Rússa og Evrópusambandsins á út- breiðslusvæði þessara stofna, sem er gríðarstórt að vor- og sumarlagi. Leiðangurinn á Árna byrjaði á Dohrnbanka í leit að kolmunna en hans varð ekki vart fyrr en komið var undir suðurströndina. Mest reyndist af veiðanlegum kolmunna á svæðinu norðvestur af Færeyjum þar sem íslenzki flotinn hefur haldið sig. Í fyrri hluta leiðangursins voru einnig teknar neðansjávarmyndir af flotvörpum skipsins, bæði hegðun þeirra við ýmiss konar aðstæður og viðbrögðum kolmunna og síldar við þeim. Um myndatökurnar sáu Einar Hreinsson og Haraldur Einarsson. Sveinn Sveinbjörnsson stjórnaði fyrri hluta leiðangursins en Guð- mundur J. Óskarsson seinni hlutan- um. Skipstjóri er Guðmundur Bjarnason. Áætlað er að leiðangrin- um ljúki 31. þessa mánaðar. Síld í miklum mæli innan lögsögunnar Norsk-íslenzka síldin komin mun vestar en áður hefur sézt svo snemma vors á þessum nýju síldarárum hér við land ./%. $.  . %. 0.* .               4           " " Í HNOTSKURN »Síldin er stór en frekar hor-uð, víða mjög dreifð í ætisleit og því yfirleitt ekki í veiðanlegu ástandi ennþá. »Það kom verulega á óvart aðstórar torfur af síld fundust í kalda Austur-Íslandsstraumnum á um 300 m dýpi, í sjó sem var rétt um 0°C. »Flest undanfarin ár hefurnorsk-íslenzka síldin ekki gengið svona langt suður og vest- ur á bóginn, hún hefur lítið farið vestur fyrir köldu tunguna. AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa nam 15,2 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2007 en var 11,3 milljarðar á sama tímabili 2006. Aflaverðmæti hefur aukist um 3,9 milljarða eða 34,7% milli ára, sam- kvæmt útreikningum Hagstofu Ís- lands. Hækkandi aflaverðmæti má rekja til hækkana á verði fisks og fisk- afurða erlendis. Það leiðir til hærra verið á innlendum fiskmörkuðum, sem skilar sér svo í auknum afla- verðmætum til útgerðar og sjó- manna. Aflaverðmæti febrúarmánaðar nam 9,5 milljörðum en í febrúar í fyrra var verðmæti afla 7,7 milljarð- ar. Aflaverðmæti botnfisks var í lok febrúar orðið 10,5 milljarðar miðað við 8,1 milljarð á sama tíma árið 2006 og er því um 29,4% aukningu að ræða. Verðmæti þorskafla var 6,2 milljarðar og jókst um 22%. Afla- verðmæti ýsu nam 2,2 milljörðum, sem er 54,9% aukning, og ufsaaflinn jókst að verðmæti um 23,3%, var 465 milljónir. Verðmæti flatfiskafla dróst saman um 15,2%, nam 678 milljónum. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 74,1% og nam 4 milljörðum. Munar þar mest um verðmæti loðnu sem nam 3,4 milljörðum samanborið við 2 milljarða í fyrra. Verðmæti afla, sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands, var 7,2 milljarð- ar króna, sem er aukning um 2,4 milljarða eða 48,6%. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 46,9%, var 2,8 milljarðar. Aflaverðmæti sjófryst- ingar var 3,5 milljarðar og jókst um 2,5% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 1,4 milljörðum sem er 66,2% aukning. Mest verðmæti fyrstu tvo mánuði ársins bárust á land á Suðurnesjum, eða sem nemur 3,3 milljörðum króna. Það er hvorki meira né minna en 57% aukning frá sama tíma í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu var landað afla að verðmæti 2,2 milljarð- ar.              !""#  !""$ %  !""# &   ' % ())   * +   , -   .//$01 2#103 !"3$0/ ."0. /0!  !""$              4    /".5"03 #$$0# 2"//05 "0" "0$  %  !""$ .1520/ 25!0/ 5/!"0# "0" "05   !""# 3/5301 $130# !5"503 .!0. !0!         Aflaverðmætið eykst um þriðjung KAMBUR á Flateyri hefur gengið frá sölu á bátnum Friðfinni ÍS með öllum aflaheimildum. Kaupandi er fé- lagið Gústi Bjarna á Dalvík, sem er að hluta til í eigu Ottós Jakobssonar, útgerðarmanns og fiskverkanda. Hinrik Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kambs, vill ekki gefa upp verðið, en segir að bátur og heimildir hafi farið á markaðsverði. Friðfinnur er smábátur í króka- kerfinu, tveggja ára gamall. Honum fylgja aflaheimildir sem nema meðal annars 101 tonni af þorski, 29 tonn- um af ýsu og 37 tonnum af steinbít. Áætla má að söluverðið sé um 350 milljónir króna. Unnið að sölu annarra báta Enn er verið að vinna að sölu tveggja annarra báta Kambs með aflaheimildum. Þeir eru Siggi Þor- steins og Steinunn. Þeir eru með heimildir sem svara til 850 tonna af þorski. Þá standa eftir bátarnir Halli Egg- erts og Kristján, sem saman eru með heimildir sem nema 1.200 þorskígild- um. Einn bátur, Egill Halldórsson, hefur þegar verið seldur til Grinda- víkur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var söluverð hans með 277 þorskígildistonnum um 700 milljónir króna. Kaupandi var Stakkavík. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur verið ákveðið að hætta starfsemi Fiskvinnslunnar Kambs og selja báta og heimildir. Hinrik Krist- jánsson segir að nú sé verið að vinna að því að hjálpa starfsfólki félagsins á sjó og í landi að finna nýja atvinnu. Friðfinnur seldur til Dalvíkur Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! SparCreme ræstikrem Frábært til a› fjarlægja erfi›a bletti, uppsöfnu› óhreinindi, fitu, gúmmíför, kísil og sápuskánir. Notist á postulín, keramik, ry›frítt stál o.fl. Au›velt a› skola og skilur ekki eftir himnu. NABC Hlutlaus, sótthreinsandi ba›herbergishreinsir. Hentar vel til daglegra flrifa á ba›herbergjum. Hreinsar, sótthreinsar og ey›ir lykt. ATTRACTIVE RYKKÚSTUR Afflurrkunarkústur sem afrafmagnar. Langir flræ›ir sem ná í afskekktustu kima og skilja ekkert eftir! Ótrúlega sni›ugt! EXPRESS MOPPUSKAFT fiú flarft enga fötu, fyllir bara handfangi› me› vatni og hreinsiefni! Ótrúlega einfalt! BESTA VÖRURNAR ÚR Innlit/útlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.