Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 21 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMKVÆMDASVIÐ Reykja- víkurborgar kynnti í gær úthlut- unarreglur og aðferðafræði vegna nýs hverfis í Úlfarsárdal. Í fyrsta sinn er farin sú leið að kynna hverfið á Netinu og þeir sem áhuga hafa geta kynnt sér úrval lóðanna á vef Reykjavíkurborgar undir hlekknum veldu þinn stað. Stefnt er að því að Úlfarsárdalur verði fullbyggður í lok kjörtíma- bilsins. „Við erum að kynna í fyrsta lagi þessar úthlutunarreglur, þ.e. hvaða skilyrði fólk þarf að uppfylla til að geta sótt um og hvaða að- ferðir við munum nota til að velja umsækjendur,“ segir Óskar Bergsson, formaður framkvæmda- ráðs Reykjavíkurborgar. Sá sem fyrstur er dreginn fær fyrsta valrétt Að sögn Óskars eru þeir sem standast greiðslumat gildir um- sækjendur. „Þegar allar umsóknir eru saman komnar verður dregið um umsækjendur. Sá sem fyrstur er dreginn út fær fyrsta valrétt og síðan koll af kolli,“ segir Óskar. Opnuð hefur verið slóð á vef borgarinnar, veldu þinn stað, og þar er hægt að skoða lóðir hvort sem er í nýbyggingarhverfum eða á þéttingarsvæðum. „Þetta er fyrst og fremst gert til að benda fólki á það að nægt framboð verð- ur á byggingarlóðum í Reykjavík á næstu fjórum árum,“ segir Óskar. „Það missir enginn af lestinni þannig að við bendum fólki á að ekki liggur endilega á að sækja um núna. Kannski hentar svæðið sem verður úthlutað 2008-2009 betur þeim sem áhuga hafa. Þess vegna kynnum við þessa áætlun kjör- tímabilsins með þessu heiti; veldu þinn stað,“ upplýsir Óskar og bæt- ir við að þeir sem ekki fá lóð í þess- ari úthlutun eiga góða möguleika á því að fá lóð í næstu úthlutun. Allur Úlfarsárdalur hefur verið afmarkaður og „við munum leggja mun meiri áherslu á sérbýli en fjölbýli“, segir Óskar. „Fólk getur séð á vefnum hvar lóðirnar verða á næstu árum og við stefnum að því að Úlfarsárdalur verði fullbyggður í lok kjörtímabilsins.“ Fram kem- ur þó í máli Óskars að sá fyrirvari sé settur að ef eftirspurn eftir lóð- um minnkar muni verða dregið úr framboði til mótvægis. Verð lóðanna er mun lægra en verið hefur; 11 milljónir fyrir ein- býlishúsalóð, 7,5 milljónir fyrir raðhúsa- og parhúsalóðir og 4,5 milljónir fyrir fjölbýlishúsalóðir. „Við munum leggja áherslu á að hverfin byggist hratt upp, og vísa þá til almennra byggingaskilmála í Reykjavík. Það er skuldbindandi fyrir fólk að fá lóð í Reykjavík sem þýðir að hefjast verður handa strax við hönnun og framkvæmd- ir,“ segir Óskar og að ef ekki verði farið eftir því verði lóðin innkölluð til baka. „Við ætlum að byggja alla þjónustu upp samhliða uppbygg- ingu hverfisins og þá skiptir máli fyrir borgina að íbúarnir komi jafnharðan inn, því við ætlum að vera búnir að byggja leikskóla, grunnskóla og íþróttamannvirki um það leyti sem fyrstu íbúar flytja inn.“ Ný aðferð við úthlutun lóða sem hefst í nýju hverfi í Reykjavík í dag Úlfarsárdalur fullbyggður í lok þessa kjörtímabils Morgunblaðið/G.Rúnar Kynning Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar kynnti uppbyggingar- áform og tilhögun við lóðaúthlutun í Úlfarsárdal í gær. Óskar Bergs- son, formaður framkvæmdasviðs, heldur á kynningarbæklingnum. Í HNOTSKURN »Lóðir við Freyjubrunn,Friggjarbrunn, Iðunnar- brunn, Gefjunarbrunn, Úlfars- braut og Lofnarbrunn 10–12 eru tilbúnar. Hið sama á við um Skyggnisbraut 8–12 og Friggj- arbrunn 53–55. »Lóðir sem verður úthlutað íjúní á þessu ári verða bygg- ingarhæfar í október/nóvem- ber. »Þeir sem ekki fá úthlutað ífyrstu umferð þurfa að endurnýja umsóknir sínar fyrir næstu úthlutun. EKIÐ verður á öllum leiðum Strætó bs. á 30 mínútna fresti frá 3. júní og fram til 18. ágúst í sumar. Núna aka allar leiðir, utan leiðar 23 á Álftanesi, á 20 mínútna fresti. Í tilkynningu frá byggðasamlaginu segir að ástæður þessa séu 40–50% fækk- un farþega á sumrin vegna skólaleyfa og sumarorlofa og ákveðnar sparnaðar- kröfur frá eigendum Strætós bs. Breyt- ingarnar byggist á umfangsmiklum taln- ingum frá haustinu 2006 og vorinu 2007. Strætó bs. segir einnig að erfitt sé að fá sumarafleysingafólk til starfa eins og nánast alls staðar annars staðar á land- inu. Frá og með 19. ágúst í sumar munu valdar leiðir aka á 15 mínútna fresti. Seg- ir í tilkynningu Strætós bs. að nokkrar af þessum völdu leiðum muni aka á 15 mín- útna fresti allan daginn en aðrar á ann- atímum. Komið verði til móts við óskir um betri tengingar innan hverfa í Grafarvogi, Grafarholti/Árbæ, Kópavogi og Hafnar- firði. Morgunblaðið/ÞÖK Á hálftíma fresti Strætisvagnar aka á 30 mínútna fresti frá 3. júní. Ferðum fækkað hjá Strætó bs. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Já eða nei? Arinbjörn Þórarinsson, eigandi hússins númer 4 við Sómatún, stendur hér á lóð hússins númer 6 fyrr í vetur. Hús Arinbjörns er í baksýn. „VIÐ erum afar leiðir yfir þessu máli og finnst þetta vera okkar annars góða bæjarfélagi til skammar; að al- menningur í bænum geti ekki treyst því að Akureyrarbær fari eftir úr- skurðum þeirra hlutlausu stofnana sem eiga að leysa ágreining á milli íbúa og stjórnenda síns sveitarfé- lags,“ segir Arinbjörn Þórarinsson, eigandi hússins við Sómatún 4, í kjöl- far þess að bæjarstjórn samþykkti í fyrradag tillögu skipulagsnefndar um breytingu deiliskipulags við Sómatún, sem er í Naustahverfi, nýj- asta hverfi bæjarins. Fordæmi? Arinbjörn er annar tveggja hús- eigenda sem kærðu Akureyrarbæ fyrir að heimila byggingu tveggja hæða einbýlishúss á milli húsa þeirra sem bæði eru á einni hæð, því skv. deiliskipulagi hafi aðeins verið heim- ilt að veita leyfi fyrir einnar hæðar húsi á umræddri lóð. Þeir Arinbjörn mátu niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála (USB) sér í hag en bæjaryfirvöld ekki. Í bókun skipulagsnefndar, vegna þessa máls, á síðasta fundi segir að hönnuðir deiliskipulagsins hafi skýrt út með breytingartillögunni, sem nú var samþykkt, grunnhugsun og hug- myndafræði deiliskipulagsins varð- andi byggingu einbýlishúsa þar sem landhalli er fyrir hendi. „Skipulags- nefnd telur að með breytingu þessari sé verið að skýra og leiðrétta mis- ræmi, annars vegar á uppdráttum og í sérskilmálum til þess að fyrir- byggja mismunandi túlkun deili- skipulagsskilmála við afgreiðslu mála í hverfinu til framtíðar.“ Arinbjörn er því algjörlega ósam- mála að um misræmi hafi verið að ræða. „Mér finnst rétt að bæjastjóri okkar svari fyrir það hvort þetta séu þau vinnubrögð sem tekin verða upp hér með og ástunduð í framtíðinni. Hér er í raun búið að setja fordæmi og íbúar geta engu treyst um að þótt þeir hafi réttinn sín megin verði eftir því farið,“ segir Arinbjörn. Kærum aftur „Við munum kæra þetta aftur til USB og erum þegar farnir að vinna í þeirri kæru og förum fram á að framkvæmdir við hið umdeilda hús hefjist ekki fyrr en búið er að úr- skurða í málinu á ný. Við erum nú þegar búin að eyða hundruðum þús- unda króna til að verjast þessum gjörningi Akureyrarbæjar en við munum halda áfram að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að þetta verði.“ Arinbjörn er ákveðinn í því hvers hann krefst ef svo illa fer, eins og hann orðar það, að ákvörðun bæj- aryfirvalda stendur: „Þá mun ég fara fram á Akureyrarbær beri kostnað- inn af teikningu og byggingu nýs hús á tveimur hæðum – auk kostnaðar við niðurrif á því húsi sem við hugð- umst flytja inn í núna um mánaða- mótin – á þeim forsendum að deili- skipulagsgögnin hafi verið gölluð eins og Akureyrarbær er nú að við- urkenna með gjörningi þessum. Í raun tel ég að allir hinir 16 sem völdu sér lóðir samkvæmt þessum gögnum hafi þá rétt á hinu sama.“ Bærinn rífi húsið og reisi nýtt standi úrskurðurinn Í HNOTSKURN »Sómatún er efst og syðst ínýjasta hverfi bæjarins, Naustahverfi. »Efst og vestast við götunaverða fimm einbýlishús; fjögur voru merkt einnar hæð- ar á deiliskipulagskorti frá 2005 en eitt tveggja hæða. Þau verða líklega a.m.k. tvö. TILLÖGUR bæjaryfirvalda um uppbyggingu á svæði íþróttafélags- ins Þórs voru kynntar félagsmönn- um í gærkvöldi. Þær gera ráð fyrir frjálsíþróttavelli á austurhluta svæðisins en keppnisvelli fyrir knattspyrnu, gervigrasi, með stúku á vesturhlutanum. Akureyrarvöllur verður lagður af, sem kunnugt er, og aðstaða byggð upp í staðinn á svæðum Þórs og KA. Uppbyggingin á Þórssvæð- inu er liður í því að skapa frjáls- íþróttaaðstöðu fyrir Landsmót ung- mennafélaganna 2009. Í tillögunum er gert ráð fyrir að á milli vallanna á Þórssvæðinu verði upphækkun, mön, og áhorf- endapallar. Stúka verði hins vegar reist vestan við gervigrasið árin 2011 til 2013. Gert er ráð fyrir því að Þór fái til æfinga svæðið á milli verslunarmiðstöðvarinnar í Sunnu- hlíð og félagsheimilisins Hamars. Þórsurum kynntar tillögur bæjarins        2 3- ! " 456  17 89 :3 3; 7 AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.