Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 53 Bryn Terfel er vinalegur karlog hann syngur mjög vel.Hann er líka velskur og sjálfsagt gaman að fara með honum á pöbbinn og syngja með honum nokkra vel valda slagara, t.d. Danny Boy. Þannig mun ég reyndar alltaf sjá hann fyrir mér í huganum, að syngja velsk þjóðlög með ölkrús í hendi á velskri krá, í gallabuxum, köflóttri skyrtu og með axlabönd. Ef áflog brjótast út á kránni talar Bryn menn til, sefar þá jafnvel með góðri vögguvísu úr þorpinu heima. Í versta falli tekur hann menn í bóndabeygju. Silkimjúk barítónröddin Bryns minnti mig á hálfpott af ljúffengum maltbjór. Hún rann vel í menn og konur í salnum, hvort sem hún fór hátt eða lágt, hratt eða hægt, í hefð- arfólk og almúgamenn.    Bryn var nærri því að svæfa mignokkrum sinnum á tónleik- unum sem hann hélt í Háskólabíói mánudagskvöldið var með sínum fagra söng. Bryn er ljúfmenni, hann segir skemmtilega frá með silki- mjúkri röddu og enskum hástétt- arframburði. Bryn er vinalegur risi, góði risinn í ævintýrinu, enginn baunagrasrisi. Bryn gæti séð um barnaþátt, sagt börnunum sögur og sungið þau í svefn. Hápunktur kvöldsins var fyrir mér (að undanskilinni túlkun Bryns á Danny Boy) þegar Bryn gleymdi textanum í einu laginu. Lagið var í gamansömum dúr og sjálfsagt var ég ekki einn um að halda að þetta væri með ráðum gert hjá Bryn og píanóleikaranum, Malcolm Mart- ineau. Bryn hætti að syngja og horfði í augun á lífsreyndum undir- leikaranum. Nokkrar rafmagnaðar sekúndur liðu hljóðlaust, hendur pí- anóleikarans héngu í biðstöðu yfir nótnaborðinu, líkt og köttur sem bíður þess að stökkva á feitan þröst. Þá sneri Bryn sér að áhorfendum og sagði undurblítt og afsakandi: „Shall we start again?“ og allir fínu gestirnir hlógu. Og plebbinn ég líka.    En einn var þó heldur slapplegurað sjá, einmana og hló lítið. Það var flettarinn. Sá sem flettir nótnabókinni og nótnablöðunum fyrir píanóleikarann. Flettarinn var ungur maður, drengur að sjá, grannvaxinn, svartklæddur, snyrti- lega greiddur og örlítið hokinn. Ég spáði mikið í flettarann á tón- leikunum. Hver var þessi ungi, föli flettari? Hversu lengi hafði hann flett? Hvernig undirbýr flettari sig? Hann vaknar, nær í Moggann, flett- ir honum nokkrum sinnum hratt, nokkrum sinnum hægt, nokkrum sinnum hljóðlaust. Hann nær í bók og flettir henni hratt en örugglega, æfir sig að standa varlega upp, halla sér fram og halda í hálsbindið. Flettarinn er maðurinn á kant- inum. Söngvarinn og píanóleik- arinn fara fyrstir inn á svið, flett- arinn bíður upp við vegg. Þegar píanóleikarinn hefur komið nót- unum fyrir má flettarinn koma úr skugganum og setjast auðmjúkur við hlið meistara síns. Þeir Bryn og Malcolm brugðu sér oft af sviði, samkvæmt formúlu slíkra tónleika. Fyrst datt mér í hug að flettarinn hefði klikkað á einhverju, flett á ranga blaðsíðu, flett of seint eða of fljótt. Píanóleikarinn lamdi hann í hausinn baksviðs með nótnabókinni og þess vegna sneri flettarinn aftur svo beygður að sjá, hugsaði ég með mér. Enginn veit af fórnum flett- arans, hversu mikil þjálfun býr að baki flettinu. Flettarinn hlýtur að vera feiknafær að lesa nótur, það liggur í augum uppi.    Hvert liggur leiðin eftir flett?hugsaði ég með mér á meðan maltbjórsrödd Bryns lék við hamar, steðja, ístað. Flettarar lifa í skugg- anum af stjörnunum. Þeirra er aldrei minnst í tónleikaskrám. Ég legg til að í stað þess að reisa ný hús í Austurstræti í stað þeirra sem brunnu um daginn verði reist- ur minnisvarði til heiðurs fletturum allra landa. „Óþekkti flettarinn“. Í fyrra kom út frönsk kvikmynd sem heitir Flettarinn, La Tour- neuse De Pages. Þar segir af fá- tækri slátraradóttur sem er efnileg- ur píanóleikari og á möguleika á því að komast í virðulegan tónlist- arskóla í píanónám. Þekktur píanó- leikari, Ariane Fouchécourt, eyði- leggur hins vegar allt fyrir henni með því að trufla hana í inntöku- prófinu. Slátraradótturinni tekst síðar að komast inn á heimili píanó- leikarans sem kennslukona sonar hennar, verður í framhaldi flettari píanistans og þá tekur spennan heldur betur að magnast. Mun flett- arinn hefna sín? Mun slátraradótt- irin hætta að fletta á ögurstundu? Frami píanóleikarans er í höndum flettarans. Skyldi myndin vera til á íslenskri myndbandaleigu...? Hefnd óþekkta flettarans » Slátraradótturinnitekst síðar að komast inn á heimili píanóleik- arans sem kennslukona sonar hennar, verður í framhaldi flettari pían- istans og þá tekur spennan heldur betur að magnast. Morgunblaðið/Þorkell Hefnigjörn Svipmynd úr La Tourneuse De Pages, eða Flettaranum. helgisnaer@mbl.is AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson Góður Bryn Terfel er vinalegur risi. Því miður fannst engin mynd af flettaranum. WWW.SAMBIO.IS eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10-POWER B.i. 10 ára GOAL 2 kl. 6 B.i. 7 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is eee S.V. - MBLA.F.B - BlaðiðHraðskreiðir bílar, súpermódel og partý... Þarf ekki eitthvað meira til að sanna að þú sért frábær leikmaður? HILARY SWANK SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA MEÐ VÍSINDUMHÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM FRÁ D.FINCHER LEIKSTJÓRA SE7EN & FIGHT CLUB. “BESTA KVIKMYND FINCHER TIL ÞESSA.” David Ansen, Newsweek “MÖGNUÐ KVIKMYND!” Leonard Maltin, E.T. “ÁN EFA BESTA MYND ÁRSINS TIL ÞESSA” Ó.F. eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.