Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
LÁRUS Jóhannesson, annar eiganda 12 tóna,
segist frá upphafi hafa átt í vandræða-
sambandi við Tónlist.is. „Upprunalega er
settur saman gagnagrunnur sem á að nýtast
öllum rétthöfum tónlistarinnar,“ útskýrir
hann. „Samtónn (heildarsamtök tónlistariðn-
aðarins á Íslandi) stóð m.a. að þessu. Þegar
fram í sótti fór Sena að leysa þetta til sín á
bak við tjöldin sem viðskiptatæki og nú hef
ég engan aðgang að þessum gagnagrunni.
Samtónn samdi af sér á sínum tíma og kom
sér í þessi vandræði. Það var verið að leika
tveimur skjöldum frá fyrsta degi. Allt upp-
lýsingaflæði var í steik af því að þetta var
svo „flókið“.“
Útgáfufyrirtækis ekki getið
Á Tónlist.is fer fram sala á lögum (sem er
þá halað niður af síðunni) auk þess sem hægt
er að spila þau beint af síðunni án þess að
hala þeim niður (slíkt er gert með áskrift).
„Tónlist.is tekur 33% af seldum lögum, þann-
ig að ef plata er keypt fullu verði í gegnum
Tónlist.is þá fær listamaðurinn ekkert mikið
minna en fyrir selt eintak. Sá samningur er í
sjálfu sér ágætur. En annað er með spil-
unina. Það er tiltölulega lítið selt af lögum en
því meira af áskrift. Sá samningur er mjög
slæmur fyrir útgáfurnar og reglurnar í
kringum spilunina eru flóknar. Við sjáum
mjög lítinn pening af henni.“ Lárus segist
sem útgefandi eðlilega vilja hafa sína tónlist
alls staðar þar sem tónlist er seld.
„Ég er ekkert á móti þessu þannig, en hef
ýmislegt að athuga við útfærsluna á þessu
öllu saman. Ég furða mig á ýmsum hlutum.“
Lárus segist þá afar ósáttur við að á Tónlist-
.is komi ekki fram hver gefur út hvaða plötu.
„Það er sjálfsagt að slíkt komi fram og
óskiljanlegt að þessi þáttur sé ekki til staðar.
Þetta orkar þannig á mig að ég hef ekki lyst
á að vera þarna inni lengur. Af hverju er
verið að líma yfir vörumerkið okkar? En
þetta er gert af ásettu ráði, svo að það líti út
fyrir að það sé bara eitt útgáfufyrirtæki
þarna inni.“
Saga Benna Hemm Hemm
„Fjárhagslegt mengi tónlistarmanna er
stórt og flókið,“ segir Benedikt Hermann
Hermannsson, betur þekktur sem Benni
Hemm Hemm. Benni gefur sjálfur út sína
tónlist og lét fjarlægja plötur sínar af Tón-
list.is. „Mér finnst skringilegt hvernig staðið
var að Tónlist.is upprunalega. Gerður var
samningur um að gera menningarlegan
gagnagrunn og hagsmunasamtök tónlistar-
manna veittu styrki í það. Svo eru gerðir
samningar við útgáfur um sölu á efninu og
maður er alltaf að heyra að peningarnir fari
ekki til útgáfunnar og þaðan til tónlistar-
mannanna. Áðurnefnd hagsmunasamtök
hafa síðan vísvitandi verið að breiða út þann
misskilning að Tónlist.is megi gera allt sem
því sýnist nema því sé mótmælt. Ég fékk
þetta svar á FTT-fundi og fannst það fremur
ömurlegt. Það má ekki setja tónlist þeirra,
sem ekki hafa gert samning við Tónlist.is um
útgáfu, inn á vefinn og selja hana svo.“
Benni segist hafa sent Tónlist.is tölvupóst
þegar hann sá plötuna sína í búðinni, en þá
hafði ekki verið gerður samningur við hann
um að Tónlist.is fengi að selja hana. „Ég
spurði hvað þeir væru að rukka fyrir þetta,
hvað ég fengi mikið og hvenær þeir hefðu
hugsað sér að spyrja mig hvort þeir mættu
þetta. Ég fékk þá svar þar sem mér var boðið
að gera samkomulag. En svona á ekki að
gera þetta, að setja inn plötu og spyrja svo
eftir á. Og það að fyrirtækið sé nú í eigu 365
hf. (sem á Senu) er auðvitað afar vafasamt.“
Vandræðasamband
Ýmislegt athugavert
við Tónlist.is að
mati útgefenda
Morgunblaðið/Kristinn
Benedikt Hermann Hermannsson.
Morgunblaðið/Jim Smart
Lárus Jóhannesson, hjá 12 Tónum.
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá
Eiði Arnarssyni, forstöðu-
manni tónlistardeildar Senu:
„Af gefnu tilefni vegna um-
ræðna í fjölmiðlum um
meintar vanefndir tónlist-
arveitunnar Tónlist.is gagn-
vart flytjendum, útgefendum
og höfundum vill Sena taka
eftirfarandi fram: Tónlist.is hefur að fullu staðið
við allar skuldbindingar gagnvart Senu sam-
kvæmt samningum þar að lútandi. Frá opnun
Tónlist.is hefur Sena þegið, fyrir sína hönd og
listamanna á útgáfusamningum hjá Senu,
greiðslur frá Tónlist.is vegna sölu á stökum lög-
um, sölu áskriftar og vegna sölu hringitóna fyrir
farsíma. Vegna gríðarlegs umfangs uppgjörs til
listamanna vegna sölu á Tónlist.is hefur Sena
ekki enn gert þessar tekjur upp gagnvart sínum
listamönnum. Hefðbundið uppgjör Senu til
listamanna byggist á seldum eintökum geisla-
platna og er þar um að ræða um það bil 650 mis-
munandi titla á ári hverju. Slíku uppgjöri vegna
seinni hluta ársins 2006 er nú nýlokið og greiddi
Sena íslenskum flytjendum og höfundum um
það bil 50 milljónir króna vegna sölu geisla-
platna á árinu 2006. Uppgjör vegna sölu tónlist-
ar á Tónlist.is byggist hins vegar á stökum lög-
um og því er umfang þess uppgjörs margfalt
meira en hins hefðbundna eða í námunda við
15.000 stök lög. Vegna þessa og þeirrar stað-
reyndar að um er að ræða afskaplega lágar fjár-
hæðir fyrir meginþorra laganna hefur Sena
kosið að bíða með þessi uppgjör og láta þau
fremur safnast upp í hærri upphæðir til hvers
og eins, enda er Senu það heimilt samkvæmt
samningum við listamenn að fresta uppgjöri
milli tímabila ef tiltekin lágmarkssala næst ekki.
Þessar greiðslur skila sér þó að sjálfsögðu til
flytjenda og vinna við slík uppgjör mun hefjast
á næstu vikum. Þau verða í framtíðinni gerð
samhliða hefðbundnum uppgjörum en Sena hef-
ur nýverið fjárfest í þóknanahugbúnaði sem
gerir öll uppgjör til flytjenda nánast sjálfvirk en
þau hafa hingað til verið unnin upp á gamla
mátann; „í höndunum“.
F.h. Senu,
Eiður Arnarsson
Forstöðumaður tónlistardeildar.
Yfirlýsing
Eiður Arnarsson
DAGUR VONAR
Í kvöld kl. 20
Lau 2/6 kl. 20
Fös 8/6 kl. 20
Ekki er hleypt inní salinn eftir að sýning er hafin
SÖNGLEIKURINN GRETTIR
Fös 25/5 kl. 20
Fim 31/5 kl. 20
Sýningar hefjast að nýju í september
LÍK Í ÓSKILUM
Þri 5/6 kl. 20 FORS.
Fim 7/6 kl. 20 FORS.
Fös 8/6 kl. 20 FORS.
Lau 9/6 kl. 20 FORS.
Miðaverð 1.500
DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN
25 TÍMAR
Fim 7/6 FORS. Miðaverð 1.500
Fös 8/6 kl. 20
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
VILTU FINNA MILLJÓN?
Lau 26/5 AUKASÝNING
Síðasta sýning
LADDI 6-TUGUR
Þri 29/5 kl. 20 UPPS. Mið 30/5 kl. 20 UPPS.
Fös 1/6 kl. 20 UPPS. Lau 2/6 kl. 20 UPPS.
Lau 2/6 kl. 22:30 UPPS. Sun 3/6 kl. 14 UPPS.
Sun 3/6 kl. 20 UPPS. Mán 4/6 kl. 20 UPPS.
Mið 20/6 kl. 20 Fim 21/6 kl. 20
SÖNGLEIKURINN ÁST
Í samstarfi við Vesturport
Fös 25/5 kl. 20 UPPS. Lau 26/5 kl. 20 UPPS.
Fim 31/5 kl. 20 UPPS. Fös 1/6 kl. 20 UPPS.
Sun 3/6 kl. 20 Fim 7/6 kl. 20
Lau 9/6 kl. 20 Fös 15/6 kl. 20
BELGÍSKA KONGÓ
Mið 30/5 kl. 20 UPPS.
Mið 6/6 kl. 20
Sun 10/6 kl. 20
Fim 14/6 kl. 20
Aðeins þessar 4 sýningar
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is
1/6 Örfá sæti laus,
2/6 Nokkur sæti laus, 7/6 Nokkur sæti laus.
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
Sýningar hefjast kl. 20.00
Ósóttar pantanir seldar daglega.
Pabbinn – drepfyndinn einleikur Bjarna Hauks
Fim. 24/05 kl. 19 UPPSELT
Fös. 25/05 kl. 19 örfá sæti laus
Lau. 26/05 kl. 19 UPPSELT
Síðustu sýningar leikársins!
Sala áskriftarkorta fyrir nýtt og spennandi
leikár hefst í ágúst. Vertu með!
www.leikfelag.is
4 600 200
ATVINNULEIKHÚS
Í BORGARNESI
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
fö 25/5 kl. 20 örfá sæti, fö. 1/6 uppselt,
lau. 2/6 uppselt, lau 9/6. kl. 15 uppselt,
lau 9/6 kl. 20 örfá sæti, fö 15/6 kl. 20,
mi 20/6 kl 20, fö 29/6 kl. 20
MÝRAMAÐURINN
- höf. og leikari Gísli Einarsson
mán. 28/5, fi. 7/6, fö 8/6 örfá sæti,
fi 14/6 - síðasta sýning
SVONA ERU MENN
- höf. og flytjendur KK og Einar Kárason
lau 26/5 síðasta sýning
Leikhústilboð í mat:
Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600
Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200
Miða- og borðapantanir í síma 437 1600
Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is
aðalfundur vinafélags
sinfóníuhljómsveitar íslands
Fimmtudaginn 31. maí 2007 kl. 17.30 verður aðalfundur
Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands haldinn í
Sunnusal Hótel Sögu.
dagskrá aðalfundarins
1. Skýrsla og reikningar stjórnar fyrir liðið starfsár.
2. Umræður um skýrslu og reikninga.
3. Kosning stjórnar fyrir komandi starfsár.
4. Kosning tveggja skoðunarmanna.
5. Ákvörðun árgjalds.
6. Önnur mál.
Á eftir venjulegum aðalfundarstörfum mun Karólína
Eiríksdóttir sjá um kynningu á tónleikum kvöldsins.
stjórn vinafélags sinfóníuhljómsveitar íslands