Morgunblaðið - 24.05.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.05.2007, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Róbert Kárasonfæddist á Sigríð- arstöðum í Ljósa- vatnsskarði í Suður- Þingeyjarsýslu 11. ágúst 1939. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Arnfríður Ró- bertsdóttir, f. 17.10.1921, og Kári Angantýr Larsen, f. 15.4. 1913, d. 2.6. 1994. Systkini Róberts eru: 1) Helgi, f. 22.7. 1940, d. 24.2. 2005; 2) Herborg, f. 14.4. 1942, gift Geir Erni Ingimarssyni og eiga þau fimm börn; 3) Pálmi, f. 29.5. 1944, var kvæntur Droplaugu Eiðs- dóttur og eiga þau tvö börn; 4) Stefán, f. 18.2. 1948, kvæntur Margréti Haddsdóttur og eiga þau þrjú börn; 5) Unnur, f. 28.9.1951, d. 18.5. 2002, átti einn son; 6) Steindór Ólafur, f. 3.1. 1955, kvæntur Jónu Þórðardóttur og eiga þau tvö börn. Róbert kvæntist Ragnhildi Pálsdóttur frá Gilsárstekk í Breiðdal hinn 11.3. 1962. Róbert og Ragnhildur eignuðust fjögur börn: 1) Hlíf Harpa, f. 2.12. 1962, börn hennar eru Sandra Ýr, f. 21.7. 1989, Róbert Freyr, f. 19.7. 1991, Alex Freyr, f. 21.5. 1997. 2) Arna Vala, f. 16.2. 1966, maki Elí- as Már Hallgrímsson, f. 10.8. 1965, börn þeirra eru: Thelma Rut, f. 1.10. 1990, Tinna Heiðdís, f. 5.12. 1996, Kári Krist- ófer, f. 28.3. 1999. 3) Páll, f. 26.5. 1967, maki Auður Sól- mundsdóttir, f. 27.6. 1970, börn þeirra eru: Karen, f. 2.11. 1993, Kristjana, f. 10.2. 1997, d. 17.3. 1997, Kristján Daði, f. 17.6. 1998, Auður Ósk f. 28.1. 2007. Dóttir Páls frá fyrra sambandi er Ragnhildur f. 28.6. 1987. 4) Heið- dís Ellen, f. 30.4. 1972, sonur hennar er Gabriel Arnar, f. 16.10. 1999. Róbert og Ragnhildur slitu samvistum. Róbert ólst upp á Sigríð- arstöðum en fluttist til Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni árið 1959, þar starfaði hann fyrst við kjöt- vinnslu. Árið 1962 fluttust þau Ragnhildur til Breiðdalsvíkur og settust þar að. Á Breiðdalsvík starfaði Róbert við sjómennsku en lengst af hjá Vegagerð ríkisins á Austurlandi. Þegar Róbert flutti aftur til Akureyrar árið 1995 hóf hann störf hjá Norðlenska. Ró- bert lét af störfum sumarið 2006 og bjó síðasta árið í Reykjavík. Útför Róberts fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, fimmtu- daginn 24. maí, og hefst athöfnin kl. 13:00. Það er með djúpum söknuði og sorg sem við kveðjum þig elsku pabbi minn. Þú varst svo hlýr og góður og minningarnar eru margar. Það rifjast margt upp frá því að ég var lítil sem mér þykir svo vænt um, til dæmis þegar við lögðum okkur saman eftir hádegismatinn á sunnudögum, þegar þú last fyrir mig á kvöldin Stínu og sápukúlurnar aftur og aftur af því að það var uppáhaldsbókin mín. Ég man hvað það var gaman að fara í ferða- lögin hringinn í kringum landið og við systkinin sungum staðarheitin sem keyrt var framhjá alla leiðina til Ak- ureyrar en þangað fórum við oftast fyrst og vorum hjá ömmu og afa. All- ar okkar minningar saman og það sem við áttum pabbi minn ætla ég að geyma hjá mér, ég mun segja Gabriel frá þér og þannig hafa þig hjá okkur alltaf. Ég þakka þér fyrir öll samtölin okkar í seinni tíð þar sem þú sýndir mér svo mikla hlýju og umhyggju, takk elsku pabbi minn fyrir að hjálpa mér og vera hjá Gabriel alltaf þegar ég þurfti. Gabriel vill þakka þér fyrir að koma og passa sig, fyrir að hjálpa sér með heimalesturinn. Hann var farinn að hlakka til að fara að veiða silung með þér í sumar eins og þið töluðuð um en ég mun passa að fara með hon- um og við munum hafa þig með okkur í huga og hjarta þá og alltaf. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festing færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Heiðdís og Gabriel. Elsku pabbi minn, það er mér næstum því um megn að skrifa minn- ingarorð um þig. Söknuðurinn er mikill og hjarta mitt er fullt af sorg. Hugurinn leitar til baka og til æsku- áranna heima á Breiðdalsvík þar sem þið mamma bjugguð okkur systkin- unum yndislegt heimili, öryggi og ást. Já minningarnar eru margar og mér dýrmætar að eiga og varðveita. Elsku pabbi, takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig í gegnum tíðina, takk fyrir allt og allt. Minningin um þig mun lifa með okkur um ókomna tíð. Guð blessi þig að eilífu. Guð sem skapar líf og ljós lætur vakna hverja rós. Hann er Guð sem gefur þér góðan dag og einnig mér. Myrkrið hrekur hann á braut, hjálpar vel í sorg og þraut. Hvert sem liggur leiðin þín lýsir hann þér heim til sín. Láttu, Drottinn, lýsa enn ljósið þitt, svo allir menn hér á jörðu, hvar sem er, heiðri þig og fylgi þér. (Kristján Valur Ingólfsson) Þín dóttir, Harpa. Lífið kemur sífellt á óvart. Hann faðir minn veikist skyndilega og á að- eins örfáum dögum er hann allur. Sumarið framundan og svo margt sem við ætluðum að gera. Pabbi flutti hingað til Reykjavíkur í fyrrasumar og var því síðasta árið sitt nálægt okkur systkinunum og börnum okkar. Þegar hann bjó í Ás- garði var hann duglegur að koma í heimsókn í sumarfríum og hann var hjá okkur um öll jól og páska. Honum leið vel í Ásgarði, það átti vel við hann að búa í rólegheitunum í sveitinni en sækja vinnu til Akureyrar. Hann var ánægður með þá ákvörðun að flytja en Norðurlandið togaði samt alltaf sterkt í hann. Pabbi hafði mikinn áhuga á lax- og silungsveiði og hann naut þess mjög að vera úti við á eða vatn með veiðistöngina sína. Hann var nú í vor farinn að undirbúa veiði- ferðir sumarsins, hugurinn leitaði austur til Breiðdalsvíkur og norður í land. Ferðir til ókunnra landa heill- uðu hann ekki. Ísland var landið hans. Pabbi var mjög rólegur og nægjusamur, að sitja og fylgjast með litlum fugli úti í náttúrunni veitti hon- um jafnmikla ánægju eins og fyrir einhvern annan að skoða framandi slóðir. Mikið á ég eftir að sakna litlu hversdagslegu stundanna með pabba. Við sátum oft saman og rædd- um um daginn og veginn. Pabbi fylgdist vel með atburðum líðandi stundar og var vel að sér um marg- vísleg málefni. Hann las mikið og á heimili hans var ógrynni bóka. Ekki hafði pabbi langt að sækja bóka- áhugann en Kári faðir hans hafði mikinn áhuga á bókum og fróðleik af ýmsu tagi. Pabbi átti yndislega for- eldra, þau Öddu og Kára. Þegar við systkinin vorum að alast upp á Breið- dalsvík var það mikill viðburður að fara í ferðalag til ömmu og afa á Ak- ureyri. Tilhlökkunin var mikil og pabba var það ákaflega mikils virði að við kæmumst á hverju ári í heimsókn til þeirra. Í haust greindist ég með krabba- mein og ég veit að hann pabbi minn var þá ákaflega feginn að búa í næsta nágrenni við mig. Hann átti líka sinn þátt í að gera þá lífsreynslu mína að jákvæðri reynslu. Það gerði hann með því að fylgjast af áhuga með hvernig meðferðin gengi, sýna stuðn- ing og umhyggju. Hann kom oft í heimsókn, hann spurði og hann hlust- aði, gaf sér góðan tíma til að tala við mig um það sem ég var að upplifa. Fyrir það er ég honum svo innilega þakklát. Pabbi vissi að 23. maí yrði stór dagur í lífi mínu þegar meðferð- inni lyki og til stóð að gleðjast saman yfir því. En margt fer öðruvísi en ætl- að er. Elsku pabbi minn. Þú varst trúað- ur maður þótt þú færir ekki hátt með það. Síðustu árin varstu alltaf með Biblíuna og Passíusálmana á nátt- borðinu þínu. Ég veit að afi Kári og systkini þín hafa tekið vel á móti þér og þið eruð nú öll saman í ríki Guðs, umvafin elsku hans og kærleika. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku amma. Það hefur mikið verið lagt á þig, síðustu ár hefur þú misst marga af þínu fólki. Góður Guð styðji þig og styrki um ókomna tíð. Arna Vala Róbertsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. Blessuð sé minning þín. Ragnhildur. Það er margt sem kemur upp í hugann á kveðjustund sem þessari. Pabbi var góður maður og skilur eftir ánægjulegar minningar. Pabbi unni náttúrunni og hafði gaman af fuglaskoðun. Stangveiði var þó hans helsta áhugamál og eru þær ófáar árnar og vötnin sem hann hafði heimsótt. Sagði hann mér eitt sinn að hann hefði byrjað sem smápolli að veiða með tunnustaf og snærisspotta í bæjarlæknum á Sigríðarstöðum. Fljótlega eftir áramót ár hvert var hann farinn að gera allt klárt fyrir veiðitúra sem fara átti í það sumarið. Margar skemmtilegar ferðir vorum við búnir að fara í Breiðdalsá og víð- ar. Oft var vinur hans og veiðifélagi Jón Einarsson með í för. Einn veiði- túr er mér sérstaklega minnisstæður. Þá vorum við þrír á ferð í Hamars- firði. Ég og Jón höfðum verið að veiða í hyl í töluverðan tíma án þess að verða varir. Við höfðum gefist upp þegar pabbi kom og sagði okkur að sig langaði að prófa spún sem hann hafði breytt kvöldinu áður. Þegar pabbi hafði síðan fengið þrjá laxa í þremur köstum á nýja spúninn varð Jóni að orði að nú væri líklega ráð að leggja stangveiðina á hilluna. Pabbi hafði einstaklega góða nær- veru. Rólegt og yfirvegað fas hans fékk mann til að slaka á og gleyma kapphlaupinu við klukkuna. Mikið vorum við búnir að spjalla um daginn og veginn, skiptast á skoðunum og sötra kaffi með. Pabbi var góður afi og börnin mín voru hænd að honum. Alltaf var hann tilbúinn með opinn faðminn þegar þau komu hlaupandi. Ég sé hann fyr- ir mér brosa við þeim og klappa þeim góðlátlega á kollinn. Við eigum öll eft- ir að sakna hans. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt pabbi. Þinn Páll. Elsku afi. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund (Sigurður Hansen) Afi minn, afi, aldrei þér gleymi ást þína og umhyggju í hjarta mér geymi. Hlýjan og kímnin í augunum þínum aldrei mun hverfa úr huganum mínum. Burt ertu farinn ég veit þó hér ertu og lætur mig finna við hlið mína sértu. (JLJ) Hvíl í friði, við elskum þig. Sandra Ýr, Róbert Freyr og Alex Freyr. Elsku afi. Við trúum því ekki enn að þú sért farinn. Það var gott að þú fluttir til Reykjavíkur því þá gastu komið svo oft í heimsókn til okkar. Það var líka gaman að heimsækja þig í Ásgarð og við eigum margar góðar minningar þaðan. Við viljum þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar og kveðjum þig með þessari fallegu bæn: Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Elsku langamma. Við sendum þér kæra kveðju. Guð blessi þig og veri með þér alla daga. Thelma Rut, Tinna Heiðdís og Kári Kristófer. Róbert afi var besti afi sem hægt er að hugsa sér. Hann var alltaf svo góður og brosmildur. Þegar við hugs- um til afa eru það ánægjulegar minn- ingar því okkur leið vel með honum. Við munum eftir skemmtilegum heimsóknum til hans fyrir norðan og hvað við vorum spennt og glöð þegar hann heimsótti okkur í Hafnarfjörð- inn. Við erum heppin að hafa fengið að kynnast Róbert afa en það mun Auður Ósk litla systir okkar ekki gera. En við verðum dugleg að segja henni frá hversu yndislegan afa hún átti. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við eigum aldrei eftir að gleyma elsku Róbert afa. Hann mun lifa áfram í hjörtum okkar. Karen, Kristján Daði og Ragnhildur. Róbert Kárason Mig langar að minn- ast Þorgerðar ömmu minnar í nokkrum orð- um. Amma var sunnu- dagur. Þegar við vorum yngri þá fór- um við í heimsókn til ömmu á sunnu- dögum. Við fengum mjólk og heimabakaðar kökur og á sumrin bakaði amma líka smákökur. Þegar við vorum búin að drekka var gengið frá. Síðan fórum við krakkarnir inn í herbergið hennar ömmu og lituðum eða lékum okkur, fullorðna fólkið fór inn í stofu. Amma átti ekki mikið dót en við máttum leggja okkur í rúmið hennar, það var mjúkt og hlýtt með mörgum koddum og dýnum. Sæng- urfötin voru heimasaumuð með hekluðu millistykki og bróderuðum Þorgerður Diðriksdóttir ✝ Þorgerður Dið-riksdóttir fædd- ist á Langholti í Flóa í Árnessýslu 5. júlí 1917. Hún lést sunnudaginn 13. maí síðastliðinn. Útför Þorgerðar var gerð frá Ás- kirkju í gær. upphafsstöfum ömmu. Í rúminu hennar ömmu gat maður leik- ið prinsessuna á baun- inni. Amma var Reykja- vík. Amma átti heima í Hátúni í miðri höfuð- borginni. Hún tók strætó þangað sem hún þurfti að fara, hann stoppaði rétt fyr- ir utan dyrnar hjá henni. Amma var sjálf- stæð og ekki upp á aðra komin með að- föng eða annað sem hana vanhagaði um. Amma var ströng, hún gerði kröf- ur til sjálfrar sín og annarra. Ömmu var illa við að sóa tímanum til einsk- is. Hún vildi ekki læti eða hávaða í kringum sig. Hún sagði oft frá því að börnin hennar hefðu alltaf verið góð og hjálpsöm hvort við annað. Amma var skipulögð. Hún gerði lista yfir það sem hún ætlaði að gera þann daginn og kláraði hann. Allt var hreint og strokið hjá ömmu en þrátt fyrir það sást hún aldrei með tusku á lofti. Þetta virtist allt gerast af sjálfu sér. Það var bara á þvotta- degi sem sjáanlegt var að mikið stóð til. Þá var þvegið, hengt til þerris, straujað og gengið frá inn í skápa. Þann dag var amma búin að elda daginn áður til þess að vinna sér í haginn. Amma sat ekki aðgerðarlaus eitt andartak. Hún var eins og klippt út úr bók eftir Helgu Sigurðardótt- ur. Amma var falleg. Hún var alltaf vel til höfð. Með uppsett hár og svaf gjarnan með rúllur til að vera fín daginn eftir. Allir sem hafa reynt að sofa með rúllur hljóta að vera mér sammála um að það er hrein mar- tröð. En amma gerði allt fyrir feg- urðina eins og hún sagði mér eitt sinn þegar ég var lítil og bað um að fá rúllur eins og hún. Mamma lét það eftir mér og setti nokkrar í mig, síð- an var ég send í rúmið. Nokkrum mínútum seinna kom ég aftur fram og bað mömmu að taka þær úr, ég gæti ekki sofið með þær í hárinu. En fyrst og fremst var amma „mín“. Hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla. Hún var stolt af mér. Hún var glöð þegar ég var hjá henni. Hún lagði sig fram um að fylgjast með því sem á daga mína dreif. Hún leið- beindi mér og studdi mig. Ég fann fyrir væntumþykju hennar. Takk, amma, fyrir allt sem þú gafst mér og gerðir fyrir mig með því að vera til staðar. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.