Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EIGENDUR útgerðarfyrirtæk- isins Kambs á Flateyri telja að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir fyr- irtækinu lengur. Orsaka er leitað, úr- lausna er krafist. Kvótakerfinu er kennt um. Við fyrstu sýn er það rétt. Skip- stjóri vill og kann til verka en má ekki kvótalaus. Hágengi og of- urvöxtum er kennt um. Við fyrstu sýn er það rétt. Rekstrargrund- völlur fyrirtækisins hefði verið betri hefðu vextir verið lægri og gengi krónunnar lægra. En samt eru út- gerðarfyrirtæki annars staðar í full- um rekstri og tilbúin til að kaupa kvóta Kambs. Úrlausnir sem á er bent felast ým- ist í að breyta veiðistjórnun eða pen- ingamálastjórnun. Frjáls, eða lítt heft sókn í sjávarauðlindir gæti ugg- laust bætt samkeppnisstöðu Flat- eyrar gagnvart öðrum útgerð- arstöðum. Slíkar breytingar yrðu öðrum útgerðarstöðum þó afar dýr- ar. Breytt peningamálastjórnun myndi ekki bæta stöðu útgerðar á Flateyri samanborið við önnur út- gerðarfyrirtæki. Staðreynd málsins er að kvóta- kerfið knýr fram hagræðingu í sjáv- arútvegi af miklu afli. Hagnaður út- gerðarinnar í heild eykst. En hagræðing á sér líka neikvæðar hliðar. Óhagkvæm fyrirtæki hætta rekstri, fólk missir vinnu og botn dettur úr húsnæð- ismarkaði í heilu byggðarlögunum. Þetta eru neikvæð bygg- ðaáhrif kvótakerfisins. Góð lausn á vanda Flat- eyrar og annarra byggðarlaga sem svip- að eru stödd fæst ekki nema menn séu tilbúnir til að vinna út frá þess- ari staðreynd. Mikil hagræðingartækifæri skapa miklar tekjur. Brostnar vonir Flat- eyringa verða að krónum og aurum og húsum og tækjum á Rifi og í Reykjavík, á Akureyri og í Grinda- vík. Þannig borgar almenningur á Flateyri fyrir bættan hag útgerðar annars staðar á landinu. Flateyr- ingum þykir það væntanlega ekki réttlátt. En þetta þarf ekki að vera svona. Þessu má breyta. Til dæmis með því að margfalda hið alltof lága veiðigjald, leggja góðan hluta þess í sjóð sem hefði m.a. það hlutverk að kaupa upp eignir á stöðum þar sem hagræðing í sjávarútvegi hefur vald- ið auðn. Sjóðurinn gæti síðan falið þróunarfélagi að annast rekstur og umbreytingu eignanna. Fyrirmyndin gæti verið fyrirtækið Keilir sem nú er að takast á hendur sambærilegt verkefni á Keflavíkurflugvelli. Þessi lausn myndi losa húseigendur á Flat- eyri úr átthagafjötrum og jafnframt stuðla að því að laða nýja starfsemi, hugsanlega ótengda sjávarútvegi, til Flateyrar. Slík lausn gæti jafnframt nýst á öðrum stöðum þar sem hag- ræðing í sjávarútvegi hefur skilið eft- ir brostnar vonir og verðlaus hús. Bætt böl Flateyrar? Þórólfur Matthíasson skrifar um vandann á Flateyri »Brostnar vonir Flat-eyringa verða að krónum og aurum á Rifi og í Reykjavík. Almenn- ingur á Flateyri borgar bættan hag útgerðar annars staðar á landinu. Þórólfur Matthíasson Höfundur er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ hefur ítrekað tekið afstöðu með kvóta- kerfinu og gegn hinum dreifðu byggðum landsins. Einn liður í því er að afflytja fréttir af færeyskum sjávarútvegi og er Morgunblaðið vægast sagt vafasöm heimild. Ef menn vilja fá raunsanna mynd af færeyskum sjávarútvegi er rétt að benda á Fishing News International en þar er kálfur um gríðarlegan uppgang í færeyskum sjávarútvegi. Áróðursmaður Morgunblaðsins fyrir íslenska kvótakerfinu, Hjört- ur Gíslason, sá ástæðu til þess að fjalla um Kompásþátt Stöðvar 2 sem fjallaði um svindlið í íslenska kvótakerfinu en fiskistofustjóri játaði í þættinum að milljarða svindl ætti sér stað á hverju ári. Í stað þess að fjalla um svindlið snerist greinin um að spinna upp óhróður um færeyska sókn- ardagakerfið. Færeyingar eru mjög ánægðir með kerfið sitt og segja að það sé besta kerfi í heimi – fyrir Fær- eyinga. Sigurjón Þórðarson Sérkennilegur vink- ill Morgunblaðsins Höfundur er líffræðingur og fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins. TAP Samfylkingarinnar í nýaf- stöðnum alþingiskosningum undir- strikaði hversu langt flokkurinn átti í land með að ná þeim markmiðum sem höfð voru að leið- arljósi við stofnun flokksins 1999. Í stað þess að vera samein- ingarafl vinstrimanna, stóra mótvægið við Sjálfstæðisflokkinn og fyrsti stjórnmálaflokk- urinn til að ná því að gera konu að forsætis- ráðherra er verið að handsala ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum undir for- ystu Geirs H. Haarde. Þetta gerist þrátt fyrir möguleikann á rík- isstjórn með konu á forsætisráðherrastól og Sjálfstæðisflokkinn utan stjórnar – fé- lagshyggjustjórn R- listaaflanna. En áhuginn hefur ekki leitað í þær áttir. Nú liggur fyrir stað- fest að strax frá kosn- ingahelginni biðlaði Samfylkingin ákaft til Sjálfstæð- ismanna og sendi skilaboð um að hún yrði sveigjanleg í samningum. Hve mikil undirbúningsvinna fór fram fyrir kosningar er ekki eins ljóst en flest bendir til að hugur Samfylkingarfólks hafi staðið til samstarfs við Sjálfstæðismenn lengi. Enda kemur í ljós að í samn- ingaviðræðum milli Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingarinnar hefur enginn málefnaágreiningur risið að sagt er, aðeins lítill áherslumunur hér og þar. En hvað er það sem opnar Sam- fylkingunni þessar dyr? Það er kosningasigur Vinstri grænna. Án hans sæti ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknar án nokkurs vafa áfram. Það er sigur Vinstri grænna sem þrátt fyrir fylgistap Samfylkingarinnar og óbreytta stöðu Frjálslyndra dugði til að veikja svo ríkisstjórnina að Sjálf- stæðismenn ákváðu að velja sér nýj- an samstarfsflokk. Sá var svo sann- arlega til staðar og ekki með óþarfa kröfuhörku. Í ljósi alls þessa verður að segja að málflutningur Samfylk- ingarinnar sem gengur út á að kenna Vinstri grænum og alveg sér- staklega formanninum Steingrími J. Sigfús- syni um að ekki sé ver- ið að mynda allt aðra ríkisstjórn en þá sem Samfylkingin valdi að fara í er ódrengilegur. Vinstri græn höfðu ekkert með þá ákvörð- un Samfylkingarinnar að gera að snúa sér til Sjálfstæðisflokksins í stað þess að láta reyna á aðra möguleika. Vel að merkja, hvers vegna þarf að kenna einhverjum um eitt- hvað? Er Samfylkingin að gera eitthvað sem hún skammast sín fyr- ir? Er Samfylking- arfólk ekki í þessum viðræðum af fúsum og frjálsum vilja? Ef þetta er stjórnarsamstarfið sem þau í einlægni vilja, eins og flest bendir til, af hverju segja þau það þá ekki hreint út? Er ekki stórmannlegra að taka sjálf ábyrgð á sinni ákvörðun í stað þess að reyna að kenna öðrum um eða gera aðra að ósekju ábyrga fyrir því að eitthvað annað var ekki gert? Eða er Samfylkingunni ekki sjálf- rátt? Veruleikinn er auðvitað sá að það eina sem forysta Samfylkingarinnar hugsaði um var að komast í rík- isstjórn. Og þau völdu það sem þau töldu öruggasta og fyrirhafnar- minnsta kostinn – að skríða upp í hjá Sjálfstæðisflokknum. Óánægju- raddir innan eigin raða með hægri stjórn, metnaðarleysið og uppgjöf- ina gagnvart íhaldinu á að sefa á kostnað Vinstri grænna, flokksins sem með sigri sínum gerði stjórn- arskiptin möguleg. Er Samfylkingunni ekki sjálfrátt? Sigfús Ólafsson skrifar um aðdragandann að myndun nýrrar ríkisstjórnar » Vinstri grænhöfðu ekkert með þá ákvörð- un Samfylking- arinnar að gera að snúa sér til Sjálfstæð- isflokksins. Sigfús Ólafsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÞEGAR þessar línur eru skrif- aðar er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í burðarliðnum. Ólíklegt er að stóriðju- og virkj- anastefna íhaldsins sé breytt frá und- anförnum árum. Nú reynir hins vegar á stóru orðin í þessum efnum hjá Samfylk- ingunni. Mun hún feta í fótspor Framsóknar í fyrri ríkisstjórn og knékrjúpa álhringj- unum, eða vill hún og þorir að standa í lapp- irnar í umhverf- ismálum? Það verður t.d. fróð- legt að sjá hvort Sam- fylkingin samþykkir að byggt verði álver á Bakka við Húsavík. Ef Ingi- björg Sólrún og hennar sundurleiti krataflokkur fallast á að álverið verði reist, mun hún með því við- urkenna opinberlega að stefnan „Fagra Ísland“ hafi aldrei verið ann- að en aum kosningabrella. Upphaflega var talað um að álver á Bakka myndi framleiða 250.000 tonn á ári og þyrfti til þess virkjanir með 450 MW afli. Í skýrslu frá stað- arvalsnefnd um álver á Norðurlandi kemur fram, að jarðhitasvæðin í Þingeyjarsýslum myndu „að lík- indum“ geta framleitt nægilega orku fyrir álverið. Tekið skal fram að í sömu skýrslu er talið að afl jarð- hitavirkjana á þessu svæði gæti orð- ið um 460 MW . Þau 60 MW sem nú eru framleidd í Kröflu eru inni í þeirri tölu. Forstjóri Alcoa hefur hins vegar sagt að stefnt sé að því að ál- verið verði í upphafi 300.000 tonn. Þá þarf afl virkjana til þess að vera um 550 MW, um 100 MW meira en ráð- gert er að ná með gufu- aflsvirkjunum þar eystra. Hvar skyldi nú eiga að virkja til að upp- fylla þá þörf, ásamt því að afla þeirra 60 MW sem nú eru framleidd í Kröflu og nýtt í annað en álframleiðslu á Bakka? Þar dugar Hrafnabjarga- virkjun í Skjálfandafljóti ekki til og röðin væri komin að Jökulsánum í Skagafirði. Reynslan hefur sýnt að eigendur álvera hér á landi krefjast þess að fá að stækka þau. Verði af byggingu ál- vers á Bakka ætti engum að koma á óvart þótt krafa um að fá stækka það í a.m.k. 500.000 tonn komi fram fljót- lega eftir að framleiðsla þar er hafin. Annars verði því bara lokað! Það myndi hljóma kunnuglega. Í plagginu sem Samfylkingin kall- ar „Fagra Ísland“ segir að flokk- urinn vilji m.a. tryggja friðun Skjálf- andafljóts og Jökulsánna í Skagafirði. Bregðist þingmenn flokksins í þessu máli með því að heimila byggingu álvers á Bakka og fórna þar með fyrrnefndum ám er umhverfisstefna flokksins dauð og allar yfirlýsingar þar um hjóm eitt. Það verður tekið eftir því hvaða gjald verður greitt fyrir ráðherra- stólana. Að lokum vil ég hvetja alla þá sem unna náttúru Íslands til að fara inn á heimasíðu „Áhugahóps um verndun Jökulsánna í Skagafirði“ og lýsa yfir stuðningi við verndun ánna. Slóðin er www.jokulsar.org. Verður Jökulsánum í Skagafirði fórnað fyrir ráðherrastóla? Gísli Rúnar Konráðsson spyr hver verði stóriðju- og virkj- anastefna nýrrar ríkisstjórnar Gísli Rúnar Konráðsson » Bregðist þingmennSamfylkingar með því að heimila álver á Bakka og fórna þar með Skjálfandafljóti og Jök- ulsánum er umhverf- isstefna flokksins dauð. Höfundur er grunnskólakennari á Sauðárkróki. UM þessar mundir er Kleppsspítali 100 ára og er haldið upp á það nú um helgina. Spít- alinn er því samtíða öld- inni sem leið. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan spítalinn var opnaður. Í upphafi var hann kall- aður geðveikrahæli. Nú er hann starfseining innan þjóðarsjúkra- hússins okkar; Land- spítala – háskólasjúkra- húss. Fjórar deildir eru starfandi á Kleppsspítala fyrir utan göngudeild og aðeins ein móttöku- deild en hinar eru endurhæfing- ardeildir sem er í samræmi við það markmið að spítalinn sé endurhæf- ingarspítali. Lengi hefur það þótt skammarlegt að vera inniliggjandi á Kleppi en fullyrða má að við- horf landans til þess hafi batnað mjög á síð- ustu áratugum. Allir landsmenn sem læsir eru kannast við hug- takið „Kleppari“, sem er samheiti yfir geð- sjúkling og af því hafa verið leidd orðin kleppt- ækur og kleppsmatur og hafa ekki þótt pen notkunar og enginn vilj- að láta kalla sig slíkt. Það geta flestir verið sammála því að heppilegt er að grafa þessi hugtök í gleymskunnar dá enda tilheyra þau gömlum og úreltum hugsunarhætti liðinnar aldar. Kleppur er víða og nú er svo komið að veikasta fólkið er ekki lengur inni á Kleppi heldur gangandi um göturnar, inni á sam- býlum eða inni á móttökudeildum geðsviðs Landspítalans inn við Hringbraut. Margoft hefur borið á góma að breyta nafni spítalans en alltaf einhverjir bent á að fordómum verður ekki eytt þannig. Líklegt er að ný orð verði dregin fram til að tala niðrandi um geðsjúklinga. Sem Kleppsspítali, endurhæfingarspítali er hann ekki lengur endastöð fyrir þá veikustu heldur sem endurhæfing- arúrræði til að hæfa fólk eða end- urhæfa til sjálfstæðis á ný úti í sam- félaginu eða í hjálparúrræði við hæfi. Á Kleppsspítala fara flestir í iðju- þjálfun eða iðju eins og það er kallað. Gönguferð er farin á hverjum morgni umhverfis spítalann en misvel gengur að ræsa fólk í hana eins og gengur þótt ávallt fari dágóður hópur. Starf- andi eru á spítalanum þónokkrir iðju- þjálfar, félagsráðgjafar, sálfræð- ingar, listmeðferðarfræðingar og stórkostlegur sjúkraþjálfari í hluta- starfi. Mikil þörf er á að ráða sjúkra- þjálfara í fullt starf á spítalann enda flestir sammála um gildi hreyfingar til heilsubótar og til að viðhalda og efla geðið. Óvíst er með framtíð spít- alans á tímum hraðra breytinga. Margir eiga erfitt með að fóta sig þegar tæknibreytingar eru örar og kröfur á vinnumarkaði miklar og sést þetta á auknum fjölda öryrkja. Því er mikil þörf fyrir öflug endurhæfing- arúrræði eins og Kleppsspítala. Ég óska að lokum notendum geðheil- brigðiskerfisins og þjóðinni allri til hamingju með tímamótin. Aldarafmæli Kleppsspítala Elís V. Árnason skrifar í tilefni af aldarafmæli Kleppsspítala » Því er mikil þörf fyr-ir öflug endurhæf- ingarúrræði eins og Kleppsspítala. Elís V. Árnason Höfundur er notandi geðheilbrigðiskerfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.