Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 22
|fimmtudagur|24. 5. 2007| mbl.is daglegtlíf Hrefnukjöt, fjallalamb, grísa- steik, hamborgarar og kjúklinga- bringur eru meðal þess sem verslanir bjóða á tilboði. » 24 helgartilboð Um áttatíu kylfingar héldu til Belek á suðurströnd Tyrklands og tilgangurinn var að leika golf í tíu daga. » 26 ferðalög Sumarfríið stendur fyrir dyrum en hvað er hægt að gera þegar loforð ferðaskrifstofunnar standast ekki? » 24 neytendur Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég hef alltaf verið ævin-týramaður og lifað fyrirdrauminn og augnablikið.Ég er bæði villimaður og guðsmaður. Ef einhverjum finnst það bilun hvernig ég lifi, þá er það allt í lagi, af því að sá lífsháttur sem ég hef kosið mér gerir mig ham- ingjusaman,“ segir Guðmundur Sig- urvaldason sem gefur ekki mikið fyrir veraldleg gæði. Hann býr við frekar fábrotnar aðstæður ef borið er saman við höllum lík einbýlishús með öllum mögulegum þægindum. Það fer vel um hann þar sem hann býr í litlu húsi í Lækjarbotnalandi rétt utan við borgina. Þar sjá vind- mylla og sólarsella honum fyrir raf- magni og eina upphitunin er eldur sem logar í veglegri kamínu. „Þetta er draumurinn minn og hér líður mér vel. Ég hef allt það raf- magn sem ég þarf, þó svo að Lands- virkjun skaffi mér það ekki. Ég keypti þetta hús fyrir sex árum ásamt föður mínum og þá var hvorki rennandi vatn né klósett hér, en ég hef bætt úr því og ég er búinn að endurbyggja húsið að mestu leyti. Ég þekki hvern einasta nagla hér. Húsið heitir Selhólar enda eru rústir af sauðakofum hér í nágrenninu.“ Á förum til Afríku En vatnaskil eru í lífi Guðmundar um þessar mundir, því hann hefur sett litla húsið sitt á sölu og ætlar að flytja til Kenýa. „Ég hef lengi verið heillaður af Afríku og ég dvaldi í Kenýa um tíma fyrir ári. Þar kynntist ég konu og við giftum okkur samkvæmt hennar ættbálkahefð og ég byggði hús handa okkur og fjölskyldu hennar í heimabænum hennar. Ég byggði þetta hús á fimm vikum með góðri hjálp fjögurra heimamanna. Ég mál- aði bros á hlið hússins sem snýr út að aðalgötunni og fólk sem gengur hjá fer ósjálfrátt að brosa. Draumurinn minn er að koma í veg fyrir að fólkið þarna missi sig inn í kapítalíska hugsun,“ segir Guðmundur sem hef- ur iðkað búddisma í tuttugu ár. „Mér leið eins og ég væri kominn heim þegar ég kynntist búddisma. Þar er áherslan lögð á hið mannlega og ei- lífa hringrás. Búddismi gengur út á það að vera sjálfstæð mannvera sem er óháð og getur flætt innra með sjálfri sér. Allt annað er bónus, ver- aldleg gæði og annað slíkt. Þetta snýst um að vera heildrænn, vera hluti af öllum heiminum og ekki háð- ur neinu. Ef maður er háður, þá get- ur maður ekki notið. Enginn er sama manneskja að kvöldi og hann var að morgni. En flestir vilja vera bundnir við gærdaginn og þora ekki að stíga út fyrir rammann.“ Guðmundur hefur komið víða við um dagana, hann hefur verið sjó- maður, tók fullan þátt í hippamenn- ingunni og bjó um tíma í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Uppáhalds- starfið hans var vinna í steinsmiðjum í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Það þótti honum skapandi enda er hand- verk honum í blóð borið. Guðmundur segist vera baráttu- maður og hann heillast af fólki sem svíkur ekki sannfæringu sína fyrir kótilettuklippingu og skjalatösku. Að þora að láta draumana rætast Morgunblaðið/ÞÖK Andstæður Húsbúnaður er einfaldur og hveitigrasið fer vel við tölvuna sem vindmyllan framleiðir rafmagn fyrir. Sælureitur Guðmundi líður vel í Selhólum, umvafinn náttúrunni. Altari Búdda Guð- mundur smíðaði það úr gömlum gólffjölum. GARÐPLÖNTUFRAMLEIÐENDUR eru nú að merkja íslenskar garðplöntur og sumarblóm með íslensku fánaröndinni. Þetta er gert til að neytendur átti sig betur á því hvaða plöntur eru íslensk ræktun og hverjar ekki. „Við höfum orðið vör við að neytendur vilja gjarnan kaupa íslenska vöru,“ segir Helga Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. „Þegar plönturnar eru ekki merktar halda margir að þær séu íslenskar og oft er raunin sú en með þessu á ekki að fara á milli mála hvað er íslenskt og hvað ekki.“ Hún segir nokkurn mun á íslenskum garð- plöntum og þeim sem eru ræktaðar erlendis. „Í fyrsta lagi eru íslenskir framleiðendur búnir að velja ákveðið garðplöntuúrval sem er harð- gert og hentar fyrir íslenskar aðstæður. Í öðru lagi er búið að herða íslensku sumarblómin í gróðrarstöðvunum, svo að þær eru tilbúnar út í íslenska sumarið. Ágætur garðplöntuframleið- andi orðaði það þannig að íslensku plönturnar hefðu hlotið strangt uppeldi!“ Í fréttatilkynningu frá Sambandi garð- yrkjubænda segir að kuldatíðin undanfarið hafi seinkað útplöntun sumarblóma og ann- arra garðplantna. Þó ætti að vera óhætt að gróðursetja á næstu dögum en garðeigendur eru hvattir til að leita upplýsinga hjá starfs- fólki gróðrarstöðva og annarra sölustaða um eiginleika íslenskra garðplantna. Fánalitir Samband garðyrkjubænda merkir íslenskar plöntur nú með fánaröndinni. Fánalitirnir við íslenskar garðplöntur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.