Morgunblaðið - 24.05.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.05.2007, Qupperneq 27
vítt og breitt MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 27 Á ferð um Ísland Ferðahandbókin „Á ferð um Ís- land“ er nú komin út sautjánda árið í röð og hefur aldrei verið stærri. Bókin er gefin út af útgáfufélag- inu Heimi á þrem- ur tungumálum, ís- lensku, ensku og þýsku. Ritunum er dreift í níutíu þús- und eintökum á alla helstu ferða- mannastaði lands- ins sem eru um fimm hundruð talsins. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta auk þjónustulista og korta með gisti- stöðum, tjaldsvæðum og sundlaug- um. Kort eru einnig frá helstu þétt- býlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálend- iskorti og þjónustulistum. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, af- þreyingu og margt fleira. Handbókinni er dreift ókeypis, en fjöldi ljósmynda skreytir bækurnar og er hægt að kaupa myndirnar á www.heimur.is. Ritstjóri bókanna er Ottó Schopka. Ganga og jóga á Mallorka Göngu-Hrólfur Úrvals-Útsýnar efnir til gönguferðar um fjallastíga Mallorka 4.–11. september í bland við jógaiðkun úti í náttúrunni með Ástu Arnardóttur kvölds og morgna. Gengið verður á pílagríma- stígum, í fótspor smyglara og eftir einstaklega fagurlega lögðum stíg sem erkihertoginn af Austurríki lét leggja efst á fjallsbrúnunum svo hann gæti riðið þar á hesti sínum og notið útsýnisins. Gist verður í píla- grímaklaustrinu Lluc og strandbæn- um Puerto Soller sem er á norðvest- urströnd eyjarinnar undir hæsta fjalli hennar, Puig Major, sem er í 1.450 metra hæð yfir sjávarmáli. Lluc er helgasti staður Mallorkabúa og lætur and- rúmsloftið í klaustrinu fáa ósnortna. www.gonguhrolfur.is Fréttir á SMS FERÐAFÉLAG Íslands hefur nú gefið út göngu- ritið Gönguleiðir í Hvalfjarðarbotni. Ritið er hið 14. í röð smárita sem FÍ hefur gefið út um göngu- leiðir og fróðleik þeim tengdan. Leifur Þor- steinsson ritar um gönguleiðirnar og sem dæmi um leiðir má nefna Síldarmannagötur, Leggj- arbrjót, gönguleiðir að Glym og á Hvalfell sem og gönguleiðir í Brynjudal. Allt eru þetta dagsgöngur og bæði er um að ræða gönguleiðir með litlum hæðarbreytingum og meira krefjandi fjallgöngur. Áhersla er lögð á leiðarlýsingar og að hjálpa til við að rata og meta erfiðleikastig. Til að krydda tilveruna eru nokkr- ir skemmtilegir fróðleiksmolar, bæði sögur og ágrip af jarðsögu svæðisins. Til að auka á öryggið eru GPS-punktar og kort af svæðinu í bækl- ingnum. Gönguleiðir í Hvalfjarðarbotni fást á skrifstofu FÍ. Gönguleiðir í Hvalfjarðarbotni Morgunblaðið/ÞÖK Hvalfjörður Fjölda gönguleiða er þar að finna. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Vegna flutninga og stækkunar á verslun okkar þá höfum við ákveðið að selja sýningareintök frá Alessi, Stelton, Lsa og fleira með 20% afslætti. Seljum sýningarsófa, borð, stóla og margt fleira með allt að 50% afslætti. Opið man.–föstud. 11-18 laugardag 11-16 www.mirale.is Sýningareintök með 20% afslætti Sýningareintök með allt að 50% afslætti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.