Morgunblaðið - 24.05.2007, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.05.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 9 FRÉTTIR Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna: „Samband ungra sjálfstæðis- manna lýsir yfir ánægju sinni með stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórn- ar Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar. Sérstaklega ber að fagna áherslum ríkisstjórnarinnar í heil- brigðismálum þar sem skapa á svig- rúm fyrir einkarekstur, taka upp blandaða fjármögnun og láta fjár- magn fylgja sjúklingi. Þá er fagnað- arefni að landbúnaðarkerfið verði endurskoðað með það fyrir augum að auka frelsi til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Ungir sjálf- stæðismenn taka heilshugar undir þau áform ríkisstjórnarinnar að halda áfram að lækka skatta á ein- staklinga og fyrirtæki. Mikilvæg er einnig sú yfirlýsing í stjórnarsátt- málanum að ýtrasta aðhalds verði áfram gætt í rekstri hins opinbera og að hlutur opinberrar starfsemi af þjóðarframleiðslunni vaxi ekki um- fram það sem nú er. Samband ungra sjálfstæðismanna óskar nýjum ráð- herra flokksins, Guðlaugi Þór Þórð- arsyni, velfarnaðar í starfi heilbrigð- isráðherra. Guðlaugur Þór var formaður SUS frá 1993 til 1997 og binda ungir sjálfstæðismenn miklar vonir við aðkomu hans að þessum málaflokki. Mjög aðkallandi er að ráðast í grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu, ekki síst í þeim tilgangi að þeir miklu fjármunir sem varið er til heilbrigðismála nýtist sem best. Glæsilegur sigur Sjálf- stæðisflokksins í nýafstöðnum al- þingiskosningum, þar sem flokkur- inn jók fylgi sitt verulega og bætti við sig þremur þingmönnum, er nú innsiglaður með áframhaldandi for- ystu flokksins í ríkisstjórn undir for- sæti Geirs H. Haarde. Samband ungra sjálfstæðismanna horfir björt- um augum til stjórnarsamstarfs við Samfylkinguna. Ekki var grundvöll- ur fyrir áframhaldandi samstarfi við Framsóknarflokk, þótt það samstarf undanfarin tólf ár hafi reynst þjóð- inni afar farsælt. Ástæða er til að ætla að sú frjálslynda umbótastjórn sem nú tekur við sé vel í stakk búin til að takast á við nýjar áskoranir á þeim trausta grunni sem lagður hef- ur verið á undanförnum árum.“ SUS fagnar stefnuyfirlýsingu TUTTUGU og tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri í gær, að sögn lögregl- unnar. Er þetta óvenjumikill fjöldi á einum degi, en allir voru öku- mennirnir gómaðir á Hörgárbraut á allt að 85 km hraða, en hámarks- hraði þar er 50 km. Allir voru öku- mennirnir mældir með hraða- myndavél sem staðsett er í ómerktri lögreglubifreið. Segir lögreglan að ekki sé óalgengt að þetta margir séu teknir fyrir hrað- akstur er vélinni er beitt. Óku beint í flasið á lögreglunni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 afmælistilboð af öllum vörum verslunarinnar fimmtudag, föstudag og laugardag 30% Str. 36-56 Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Tilboð fatnaður 25% afsláttur Allar peysur 20% afsláttur Sólkjólar og sundbolir Glæsilegt úrval Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is 20% afsláttur af öllum yfirhöfnum fimmtudag - laugardag iðunn tískuverslun Laugavegi, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 vor Laugavegi 63 • S: 551 4422 Sumarlínan í yfirhöfnum Skoðið sýnishornin á laxdal.is Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.