Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 159. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LAUS VIÐ BEISKJU HÚMORISTINN GALLEGO SEGIR HÖRMUNGASÖGU SÍNA AF KÍMNI OG DAUÐANS ALVÖRU >> 48 RATA HEIM EFTIR SEGULSVIÐI JARÐAR BRÉFDÚFUR LANDSHORNA Á MILLI >> 20 KOMIN Í KILJU Metsölubók ársins 2006 „Konungsbók er viðburðarík og spennandi saga, en Arnaldur er ekki bara að skrifa spennusögu - hann er líka að glotta út í annað að spennusagnahefðinni.“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SAMKEPPNI Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna um viðskipti höf- uðborgarbúa á íbúðalánamarkaði gerir það að verkum að þeir síð- arnefndu taka ekki tillit til stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Þar sem Seðla- bankinn veitir öðrum ekki lán er „samvinna“ bankanna nauðsynleg eigi áhrif stýrivaxtanna að skila sér út í það vaxtaróf sem kemur fyrir augu almennings. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn sagt það geta verið að tilvist ÍLS hamli hagvexti til lengri tíma litið. Samkeppnin við ÍLS veldur því að bankarnir miða vexti á íbúðalánum sínum við vexti sjóðsins, sem fjármagnar sig alfarið með út- gáfu íbúðabréfa en vextir á þeim taka ekki mið af stýrivöxtum. Fyrir vikið virka stýrivextir ekki eins og þeim er ætlað, sérstaklega þar sem almenn- ingi býðst að endurfjármagna skammtímaskuldir sínar með íbúða- lánum bankanna. Þótt íbúðalán bankanna séu vissu- lega langtímalán og stýrivextir skammtímavextir á samkvæmt fræð- unum að vera samband þarna á milli þar sem framboð og eftirspurn eiga að stilla bilið á milli sjálfkrafa. Smærri fyrirtæki mikilvæg Stýrivextir hafa ýmsar aukaverk- anir, svo sem hátt gengi, sem bitna á útflutningsgreinum og veikja stöðu þeirra. Þá eiga fæst smærri fyrirtæki kost á hagstæðri endurfjármögnun lána, annarra en húsnæðislána, og fjármagna þau því rekstur sinn að stórum hluta með skammtímalánum. Þess vegna bitna stýrivaxtahækkanir á þessum fyrirtækjum og geta gert þeim verulega erfitt fyrir. Hagkerfið hvílir á mörgum stoðum og til lengri tíma litið þarf hagvöxtur að eiga sér stað í öllum kimum þess. Smærri fyr- irtæki sem lenda í vandræðum vegna vaxtahækkana starfa oft í atvinnu- greinum sem ekki eru áberandi en engu að síður nauðsynlegar til þess að drífa hagvöxtinn. Þess vegna get- ur samkeppni ÍLS og bankanna hamlað hagvexti til lengri tíma. Samkeppni banka og ÍLS heftir stýrivexti Aðgerðir Seðlabank- ans skila sér því ekki Morgunblaðið/Ásdís HANN langaði líklega í kaffi, hund- inn sem spekingslegur sat í stól og beið þess að eigandinn lyki símtal- inu við kaffihús nokkurt í Reykja- vík í gær. Mannlífið var fjölskrúð- ugt og bóklestur var stundaður úti við á ólíklegustu stöðum, enda rétt að næra andann hvort sem er á mjúku grasinu á Austurvelli eða í ylvolgu vatninu í Nauthólsvík. | 23 Andinn og geðið nært Og síðan skein sól Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/RAXMorgunblaðið/Sverrir HÁSKÓLI Íslands varð efstur í níu atriðum af ellefu í úttekt Ríkisend- urskoðunar á kostnaði, skilvirkni og gæðum háskólakennslu á Íslandi. Ríkisendurskoðun gerði samanburð á kennslu í viðskiptafræði, lögfræði og tölvunarfræði í tveimur ríkisrekn- um háskólum og tveimur einkarekn- um. Háskóli Íslands var ódýrastur en um leið með sterkasta akademíska stöðu í öllum námsgreinunum þrem- ur, auk þess sem hann var skilvirk- astur í tveimur námsgreinum af þremur. Háskólinn í Reykjavík lenti í öðru sæti í sjö tilvikum en Háskól- inn á Akureyri og Háskólinn á Bif- röst ráku lestina í flestum tilvikum. Háskólinn á Bifröst er með hæst- an kostnað á nemanda og einnig er meðalkostnaður skólans á hvert aka- demískt stöðugildi hæstur meðal skólanna en könnun sem var gerð meðal viðskiptafræðinema á afdrif- um þeirra eftir nám leiðir í ljós að af- drif brautskráðra viðskiptafræðinga frá Háskólanum á Bifröst ná aðeins 3. sæti, en hlutfall starfsmanna með doktorspróf í föstum akademískum stöðum er næstlægst hjá skólanum í faginu. Ágúst Einarsson, rektor Háskól- ans á Bifröst segir ástæðuna fyrir miklum kostnaði vera að það séu fáir nemendur á hvern kennara sam- kvæmt stefnu skólans. Annað er vekur athygli er að hlut- fall starfsmanna með doktorspróf í föstum akademískum stöðum í laga- deild Háskóla Íslands er lægst meðal skólanna, en Kristín Ingólfsdóttir rektor segir það nú í stefnu skólans að ráða einungis kennara með dokt- orspróf við deildina. Brottfall nem- enda var 19–57% 2003 til 2005. Lang- mest var það hjá HÍ. Ríkisendurskoðun setur tvenns konar fyrirvara við gildi samanburð- arins, annars vegar sé margvíslegur munur á skólunum sem ekki komi fram og hins vegar séu mælikvarðar úttektarinnar ófullkomnir en þó nægilega traustir til að unnt sé að greina mun á milli skóla. Háskóli Íslands dúxaði í úttekt Ríkisendurskoðun gerði úttekt á starfsemi stærstu háskóla landsins og var HÍ ódýrastur en um leið akademískt bestur Í HNOTSKURN »Kostn-aður rík- isins vegna háskóla jókst um 39% að raungildi milli áranna 2000 og 2005. »Á því tímabili fjölgaði nem-endum í heild um 59% og hlutfallslega mest hjá einka- reknu skólunum. »Hlutfall nemenda í einka-skólum á Íslandi er hærra en í nágrannalöndunum en hlut- fallslega mun fleiri nemendur stunduðu nám í viðskiptafræði og lögfræði hér á landi en í hin- um Norðurlöndunum og þá sér- staklega viðskiptafræði. »Að mati Ríkisendurskoð-unar þurfa stjórnvöld að taka skýrari afstöðu til þess hvernig verja á fjárveitingum til háskóla.  HÍ efstur | Miðopna Í sól og sumaryl VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.