Morgunblaðið - 13.06.2007, Page 30

Morgunblaðið - 13.06.2007, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingvar Ólafssonfæddist á Syðra-Velli í Flóa 23. júní 1919. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Steinsdóttir hús- freyja, f. 1890, d. 1970, og Ólafur Sveinn Sveinsson bóndi á Syðra-Velli, f. 1889, d. 1976. Systkini Ingvars eru: Sigursteinn, Guðrún, Svein- björn, Ólafur, látinn, Gísli, lést fárra vikna, Ólöf, látin, Guðfinna, Kristján, Soffía, Margrét, Sig- urður, Gísli, látinn, Aðalheiður, Jón og Ágúst Helgi. Þau eru á aldrinum 73-93 ára. Hinn 28. janúar 1950 kvæntist Ingvar Guðmundu H. Bjarnadótt- ur frá Dalsmynni á Kjalarnesi, f. 2. nóvember 1923. Foreldrar Þau eiga þrjú barnabörn. 4) Ólaf- ur, f. 1959, kvæntur Huldu Stef- ánsdóttur. Þau búa í Svíþjóð. Dætur þeirra eru Hafdís, Rósa, Kristel Hrefna, Jessika og Isabell. Þau eiga tvö barnabörn. 5) Atli, f. 1963, kvæntur Lilju Hallbjörns- dóttur. Þau búa í Reykjavík. Son- ur þeirra er Ingvar. Áður átti Lilja dótturina Fanneyju. Ingvar ólst upp á Syðra-Velli og vann að búi foreldra sinna, ásamt ígripavinnu utan heimilis fram undir þrítugt, að hann flutt- ist til Reykjavíkur. Þar hóf hann störf hjá Stefáni Thorarensen lyf- sala og starfaði hjá honum alla sína starfsævi. Fyrst við bústörf í Saltvík á Kjalarnesi, síðan var hann við útkeyrslu fram undir sjötugt og síðast á lager, er hann hætti störfum 74 ára. Ingvar hafði alla tíð gaman af söng, hann var til margra ára félagi í Árnesingakórnum. Þau hjónin bjuggu lengst af á Ljósvallagötu 16, síðustu árin hafa þau verið búsett á Brávallagötu 42. Útför Ingvars verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. hennar voru Álfdís Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 1894, d. 1947, og Bjarni Jóns- son bóndi í Dals- mynni á Kjalarnesi, f. 1892, d. 1985. Börn Ingvars og Guðmundu eru: 1) Álfdís, f. 1949, gift Sigurbergi Hauks- syni, þau búa í Nes- kaupstað. Synir þeirra eru Haukur Ingvar og Þórarinn. Álfdís átti fyrir tvö börn, Helgu og Viggó. Þau eiga fimm barnabörn. 2) Þorsteinn, f. 1951, sambýliskona Sombat Pres- arn. Þau búa á Hellu. Sonur þeirra er Ólafur Bjarni. Með fyrri konu sinni á Þorsteinn dæturnar Ragnheiði Önnu og Írisi. 3) Gréta, f. 1955, gift Jóni Björnssyni. Þau búa í Deildartungu í Borgarfirði. Synir þeirra eru Björn, Ingi- mundur, Stefán, Narfi og Fjölnir. Ingvar föðurbróðir minn er allur eftir skammvinn veikindi. Ingvar kveður af hógværð og lætur ekki hafa mikið fyrir sér. Annað skarð var höggvið í systkinahópinn þegar Ólöf systir hans féll frá aðeins 3 dög- um áður. Hógværð og æðruleysi er sameiginlegt einkenni systkinanna frá Syðra-Velli. Við afkomendur systkinanna frá Syðra-Velli erum stolt af okkar uppruna. Leiðir Ingvars og Mundu og for- eldra minna lágu saman um langt árabil þó að áratugur væri á milli bræðranna. Ingvar og faðir minn áttu mörg sameiginleg áhugamál, – þeir unnu landinu og höfðu yndi af ferðalögum. Mig langar til að rifja upp örfá ljúf minningarbrot frá þess- um árum. Ég minnist sérstaklega sumar- ferðar með þeim bræðrum og fjöl- skyldum um Sprengisand upp úr 1970. Sól skein í heiði og norðanþeyr lék um jökulskalla og eyðisanda. Ferðinni var heitið að Sandbúðum þar sem Steini frændi annaðist veð- urathuganir vegna virkjanafram- kvæmda á Holtamannaafrétti. Far- skjótinn var Land Rover og hossuðumst við frændur í rykmekki á aftasta bekk, en bræðurnir sátu al- sælir við stýrið. Síðan hafa allar há- lendisferðir verið bornar saman við þessa ferð. Sprengisandur hefur lítið breyst, en bílarnir eru orðnir þýðari og þéttari. Árum saman fóru þeir bræður ásamt okkur krökkunum í eggjaleit á vorin. Ýmist var farið á Akrafjall, Eyrarfjall í Kjós eða í Blikdal á Kjal- arnesi. Allar þessar ferðir voru vel heppnaðar, en eftirtekjan var sjald- an mikil. Svartbakseggin þóttu síst verri þó þau væru orðin vel stropuð. Þegar undirritaður var á sokka- bandsárum voru kynnin við hjónin á Ljósvallagötunni endurnýjuð í góð- templarahúsinu við Eiríksgötu. Ein- hvern veginn atvikuðust mál þannig að við Gústa fórum að sækja reglu- lega félagsvist og gömlu dansana með Ingvari og Mundu og foreldrum mínum í Gúttó. Þessi hópur átti það sameiginlegt að hafa gaman af spila- mennsku og dansi og nam unga kyn- slóðin af þeim eldri. Á þessum árum var lagður grunnur að danslist og kynnum af eðaldrykknum Egils malti og appelsíni. Síðar lágu leiðir fjölskyldna okkar saman þegar Ingvar og Munda festu sér sælureit í Eilífsdal í Kjós í ná- grenni við bústað foreldra minna og systkina á Eyrinni. Mikill samgang- ur var á milli bæja og skipst var á ráðum um verklegar framkvæmdir og ræktunarstarf. Þetta var fyrir tíma farsímans og kom kíkirinn oft að góðum notum við að fylgjast með búverkum nágranna handan dalsins. Á þessum árum var alltaf sól í Kjós- inni. Eftir að faðir minn féll frá héldust kynni móður minnar við Ljósvalla- götuhjónin sem þá voru flutt á Litlu- Grund. Þau héldu m.a. gangandi frægum bridsklúbbi um árabil sem aðrir geta tekið sér til fyrirmyndar. Ingvar var ennfremur sérlegur bíl- stjóri klúbbsins og lifði svo sannar- lega lífinu, – þar til hann dó. Að lokum vil þakka tryggð og vin- áttu Ingvars og Mundu við mína fjöl- skyldu alla tíð. Ég sendi góðar kveðj- ur til Mundu, barna, systkina og annarra ástvina. Minning um góðan dreng lifir. Gísli Gíslason. Ingvar Ólafsson Við fórum eiginlega hverja helgi til afa Skafta og þegar við komum varð hann allt- af rosalega glaður að sjá okkur. Þá gaf hann okkur oft saltpillur eða eitt- hvað annað gotterí. Ef hann var sof- andi gaf amma okkur eitthvað gott. Í Hörgshlíðinni hafði afi gaman af að Skafti Friðfinnsson ✝ Skafti Friðfinns-son fæddist á Blönduósi 9. sept- ember 1916. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Víf- ilsstöðum 29. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 5. júní. sýna okkur steinasafn- ið sitt og stundum gáf- um við honum steina sem við höfðum fund- ið. Hann var alltaf mjög ánægður með þá. Afi fór oft með vís- una fagur fiskur í sjó fyrir okkur. Hann hafði mikinn áhuga á því sem við vorum að gera og var duglegur að yrkja vísur, þar á meðal um okkur í fjöl- skyldunni. Við eigum góðar minningar um afa, sem við munum alltaf muna eft- ir. Við vitum að honum líður vel hjá Guði. Við söknum afa. Karítas, Benjamín og Salóme. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast tengdamóður minnar í nokkrum fátæklegum orðum. Hún skilur eftir stórt skarð í hug og hjarta okkar sem eftir sitja. Björg tók okkur mæðgum vel frá fyrsta degi. Björg tók öllum vel, hjá henni voru allir jafnir og fundu sig velkomna. Silja fór strax að kalla hana ömmu. Mér þótti vænt um þeg- ar Björg sagði einu sinni að frekju- skarðið hefði Silja úr móðurættinni sinni – hún var strax orðin ömmu- stelpa af hennar eigin holdi og blóði. Það var alltaf gott að koma til Bjargar, hún var hlý og umhyggju- söm. Tók alltaf brosandi á móti mér og sagði að nú skyldi hún laga handa okkur gott kaffi. Náði í inniskó og hlýja peysu ef kalt var úti og stóð úr sæti ef ekki var pláss. Hún var ein af þeim sem leggur alúð sína í að öðr- um líði vel. Hún hafði einstaklega þægilega nærvist, það var svo af- stressandi að vera nálægt henni. Þegar heim var farið að lokinni heimsókn stóð hún alltaf í dyrunum og vinkaði þar til við vorum horfin sjónum hennar. Björg var saumakona af Guðs náð. Það var alltaf líf í tuskunum hjá henni, hún gat tekið gamlar flíkur og gefið þeim nýtt líf. Hún var ein- staklega skapandi og nýtin, hún henti engu nema að taka af því tölur, rennilása og merki sem mátti nota aftur. Þegar við Gnýr giftum okkur saumaði hún föt á okkur öll, hringa- púða og mittislinda og slaufur á svaramenn að auki. Börnin mín hafa alltaf átt falleg klæðskerasaumuð föt, það var skrýtið að fá keypt föt í afmælis- og jólagjafir, eftir að hún veiktist. Ég man sjaldan eftir að Björg saumaði sjálfri sér flík, hún var alltaf að hugsa um aðra. Björg var góð við bæði menn og dýr og var mikið náttúrubarn. Garð- rækt var hennar líf og yndi og hún gat blásið lífi í öll blóm, fræ og stikl- inga. Hvar sem hún kom þurfti hún að skoða garðinn og veita góð ráð. Björg var einstaklega barngóð, Björg Hraunfjörð Pétursdóttir ✝ Björg Hraun-fjörð Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 5. febr- úar 1946. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi 29. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 5. júní. hún ljómaði ef börn voru nálæg. Hún var þolinmóð og natin amma sem sóttist eftir návist barnabarnanna sinna. Hún skammað- ist aldrei. Silja tók sig einu sinni til, sex ára gömul og lokaði sig inn í saumaherbergi og fór að sauma á saumavélina hennar – án þess að biðja leyfis. Ég hundskammaði stelpuna, en Björg var bara nokkuð stolt af þessu frumkvæði hennar. Hún talaði við barnabörnin eins og jafningja og var ákaflega stolt af hópnum sínum. Hún hafði yndi af að vera með þeim úti í náttúrunni og kenna þeim nöfn á ýmsum náttúrufyrirbærum. Hún var svona amma sem að í gönguferð- um gengur hægt fram hjá fallegum blómum, ánamöðkum og gömlum húsum og segir aldrei flýttu þér eða haltu áfram. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman. Úr djúpum geimsins er dagurinn risinn og slær dýrlegum roða á óttuhimininn bláan, – og lof sé þér, blessaða líf, og þér, himneska sól, og lof sé þér, elskaða jörð, að ég fékk að sjá hann. (Guðmundur Böðvarsson.) Þín tengdadóttir Anna Lára. Er Björg fæddist bjuggu foreldr- ar hennar á Langholtsvegi 155 og höfðu á leigu eitt herbergi og að- gang að eldhúsi hjá Lauga frænku frá Hallbjarnareyri í Eyrarsveit. Björg var önnur í röðinni af 10 börnum. Á þessum árum var erfitt um húsnæði. Litla stúlkan var spræk og hress en hún gekk ekki fyrr en 17 mánaða, því það var ekk- ert göngupláss í þessu litla herbergi. Foreldrarnir byggðu sér lítið hús á Sogavegi 148 og þangað flutti fjöl- skyldan 1947, Ólöf var um sumarið að passa Kristján og Björgu og þvo bleiur af þeim nýfædda. 1950 flutti fjölskyldan í Neskaupstað, hún passaði bræður sína sem sóttu í fjör- una. Þau fluttu suður aftur og byggðu sér hús, Selhaga í Blesugróf, og bjuggu í tjaldi á meðan. Þar var frjálst fyrir börnin að hlaupa um mela og móa. Björg var kát og hafði gaman af alls konar ærslum. Hún var líka góðlátlega stríðin og var ekki eftirbátur bræðra sinna í prakkarastrikum. Þegar Björg var 12 ára fór hún sem snúningastelpa á bæ austur í Vopnafjörð. Þar höfðu komið upp berklar og Björg fékk blett í lungað. Það var nú ekkert verið að hlaupa með krakka til læknis um hásláttinn á síðustu öld. Hún fékk því enga meðferð fyrr en um haustið er hún kom heim. Þegar Björg fermdist lá móðir hennar á sjúkrahúsi, Guðlaug hélt þá fermingarveislu hennar ásamt þrítugsafmæli sínu. Það bar fljótt á hagleik Bjargar. 13 ára gömul saumaði hún úlpur á bræður sína upp úr gömlu. Hún lauk námi í kjólasaum hjá virtri saumastofu, „París“ í Hafnarstræti. Hún hafði hug á að læra fatahönnun í Englandi en peningaleysi hamlaði því. Björg hafði sterkar taugar til Neskaupstaðar, þar bjó líka Silla móðursystir hennar og Björg vann sín unglingsár á Sjúkrahúsinu og í Frystihúsinu þar. Þegar Björg og Guðmundur giftust fluttust þau austur í Neskaupstað ásamt syni, þar eignuðust þau tvo drengi. Á sjómannadaginn 1972 tók Björg þátt í kappróðri, hennar lið tapaði og þá varð henni á orði „einhver verður að tapa“. Þegar snjóflóðið féll í Neskaupstað fluttu þau til Akraness. Þar fæddist dóttirin lang- þráða. Björg var einstaklega barngóð og hlý kona. Systkini hennar leituðu ráða hjá henni og hún var foringi þeirra. Álfheiður og Ásta, dætur Guðlaugar og Sigfúsar, dvöldu eitt sinn á Akranesi hjá Björgu sem saumaði sumarkjóla og buxnadress á þær. Hún saumaði líka fatnað fyrir frændfólk sitt og margt annað. Svo breyttust tímarnir og farið var að flytja mikið af ódýrum fötum frá út- löndum svo saumastofur lögðust af að miklu leyti. Fjölskylda Bjargar flutti svo í Mosfellsbæ og síðasti vinnustaður Bjargar var í Húsgagnahöllinni, þar vann hún á saumastofu og að lokum fluttu þau á Hellu. Það fannst fannst æxli í brjósti Bjargar, vöðvabólga og verkir í lið- um fóru að ágerast. Hún fór í aðgerð og hresstist nokkuð. Fór í göngu á Esjuna með Beru systur sinni og var alsæl. En Björg greindist með Hodgins-krabba og hver kúrinn tók við af öðrum og heilsan fór hratt nið- ur. Helga, móðir Bjargar, sér nú á eftir þriðja barni sínu. Það eru erfið örlög. Við vottum eiginmanni og börnum samúð. Ólöf P. og Guðlaug P. Hraunfjörð. Elsku amma mín. Núna ertu farin frá okkur, en þú ert komin á betri stað, þar sem þú þarft ekki að þjást af þessum hræðilega sjúkdómi sem er búinn að taka þig frá okkur. Þegar ég fer að hugsa aftur í tímann, þegar ég var að koma til þín og afa í Keflavík þá eru þetta með betri minninum sem ég á frá því að ég var lítill. Sérstaklega þegar ég var heilu helgarnar hjá ykkur afa og bara að vesenast með ykkur, fara með afa í vinnuna og hjálpa honum og vera svo bara með ykkur og hjálpa þér í eldhús- inu ef þú varst að baka kleinur. Verst að þú náðir ekki að kenna mér nokkuð sem bara þú gast gert, t.d. að gera brauðtertu, kleinur og sykraðar kartöflur "a la amma". Ég þarf víst að æfa mig að gera það til að ná því eins og þú. Ísak Jón Sigurðsson ✝ Ísak Jón Sig-urðsson fæddist á Ísafirði 11. janúar 1928. Hann lést á heimili sínu aðfara- nótt 22. maí síðast- liðins og var útför hans gerð frá Ás- kirkju 5. júní. Ég vona að þú sért búin að hitta bræður þína og ömmu Huldu. Þú ert komin á betri stað þar sem þér líð- ur vonandi betur, en við munum öll sakna þín. Þinn Ísak. Elsku tengda- pabbi. Þú varst mað- ur sem gott var að kynnast, hlýr og hæglátur, tókst vel á móti mér og öllu mínu fólki og fyr- ir það verð ég þér ávallt þakk- látur. Þú varst mjög stoltur af þín- um börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum, það leyndi sér ekki enda rík ástæða til. Heima leið þér þó best og þurfti nú stund- um að toga þig í fjölskylduveisl- urnar með töngum, en þegar þú varst kominn á staðinn þá naustu þín vel. Það er aldrei gott þegar tvenna sem smellpassar saman er aðskilin, hvor helmingur fyrir sig virkar ekki vel en saman eru þeir heilir og sterkir. Það er gott að vita að nú eruð þið Gréta aftur saman, sterk og glöð, og fylgist með okkur öllum sem hugsum til ykkar og elskum ykkur. Tryggvi Þór Ágústsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.