Morgunblaðið - 13.06.2007, Side 33

Morgunblaðið - 13.06.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 33 Diddinn þinn sem þú varst svo ást- fangin af og hamingjusöm með, og yndislegu foreldrar þínir og systkini syrgja þig sárt því stórt skarð hefur myndast sem ekki er hægt að fylla, en minningarnar um yndislegasta demantinn þeirra lifa. Elskan mín, ég trúi ekki að þetta sé raunveruleikinn, að þú sért farin snúllan mín, að ég eigi ekki eftir að sjá þig né heyra í þér aftur. En það er engin spurning um að þú ert hetj- an mín sanna. Æi elskan, það eru svo margar spurningar sem ég fæ engin svör við. En minningarnar um þig eru svo margar og munu lifa og ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Við höfum brallað ýmislegt saman í gegnum árin frá því að við vorum litlar stelpur. Við vorum ekki ein- ungis frænkur því við vorum líka of- boðslega góðar vinkonur. Þú sagðir svo oft við mig í gegnum árin að þú mætir það svo mikils að vera í sam- bandi við mig og við héldum okkar yndislegu tengslum. Alls staðar sem þú kynntir mig fyrir fólki sagðirðu „hey, þetta er Guðný frænka, finnst þér við ekki líkar? Og svo erum við líka með nákvæmlega eins tær.“ Þetta lýsir þér elskan mín því þú varst alltaf svo einlæg, elsku snúllan mín, og varst alltaf bara þú, ég vissi alltaf hvar ég hafði þig. Við gátum talað endalaust saman um allt og ekkert og hlegið að öllu, ég á svo margar yndislegar minningar um þig. Ein stundin sem lýsir þér svo vel þegar þú lást inni – mamma talar um að það sé hennar yndislega minning um mig og þig – var þegar við vorum í einni heimsókninni hjá þér og konan við hliðina smjattaði á matnum sínum og við fengum al- gjört hláturskast, reyndar eitt af fjölmörgum, en þannig vorum við alltaf, við þurftum bara að líta hvor á aðra og það var nóg. En þetta segir svo margt um þig, þarna lástu veik en alltaf var stutt í húmorinn þinn. En elskan mín, nú er kökkurinn orðinn óbærilegur og tárin streyma niður, ég sakna þín svo sárt. Ég kveð þig með trega elsku hnoðrinn minn og geymi þig ávallt í hjarta mér. Elsku litlu krílunum, fjölskyld- unni og Didda sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur með von um að allar góðar vættir gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Þín frænka og vinkona að eilífu. Guðný Hrönn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Elsku fjölskylda, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur vegna fráfalls elsku Ástu Lovísu, og guð gefi ykk- ur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Hugur okkar er hjá ykkur. Kára og Smári. Elsku Ásta mín, það er svo erfitt að átta sig á því að þú sért dáin. Þetta er allt svo óraunverulegt og ósanngjarnt. Það er svo skrýtið að ég geti ekki hringt í þig og spjallað við þig um alla heima og geima eins og við vorum vanar að gera. Við kynntumst þegar við vorum báðar við nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og við höfum haldið sam- bandi síðan. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum. Þú misstir mömmu þína ung, og síðar systur þína. Þú varst samt alltaf svo dugleg, jákvæð og alltaf var stutt í húmorinn hjá þér. Þú varst opin, áttir auðvelt með að kynnast fólki og áttir marga góða vini. Þú varst traustur vinur og það var gott að leita til þín. Ég man hvað þú varst stolt af bróður þínum og hvað þér fannst alltaf gott að leita til hans. Ég man þegar sólargeislarnir þín- ir komu í heiminn, fyrst hann Krist- ófer þinn, svo hún Embla þín og síð- ast hún Írena þín. Börnin þín voru þér allt og þú varst svo stolt af þeim. Ég man þegar þú varst að halda afmælisveislur fyrir krakkana þína, hvað þú gerðir það alltaf með stæl. Þú varst algjör listamaður í að búa til flottar afmæliskökur og fram- reiddir glæsileg hlaðborð. Ég man eftir öllum kvöldunum okkar þar sem við birgðum okkur upp af nammi, horfðum á vídeó og spjölluðum fram á nótt. Ég á eftir að sakna þeirra. Ég man eftir skemmtilegu sum- arbústaðarferðunum okkar með krökkunum þínum þar sem við spil- uðum og höfðum það gaman. Ég man líka þegar þú, ég og Hall- dóra fórum til Portúgals. Í þeirri ferð sleiktum við sólina, ég man hvað þú varst fljót að taka lit og varðst fallega brún á meðan við hin- ar þurftum aðeins lengri tíma til að fá einhvern lit. Ekki má heldur gleyma ferðum okkar í „mollið“ – við vorum sko duglegar að versla. Ég man þegar þú kynntist honum Didda þínum og hvað þú varst ánægð og hamingjusöm með honum. Í ágúst í fyrra greindist þú með krabbamein og háðir erfiða baráttu. Þú varst góður penni og það hjálpaði þér að blogga um veikindin þín. Það hjálpaði þér líka að finna þann stuðning og hlýhug sem fólk tjáði þér í gegnum bloggið. Þeir voru ófá- ir sem lásu bloggið þitt reglulega og þú hreifst marga með bjartsýni þinni og baráttuþreki. Ég man hvað ég var stolt af þér þegar þú varst kosin Íslendingur ársins hjá Ísafold. Þú varst algjör hetja og ert ein sú sterkasta manneskja sem ég hef kynnst og uppgjöf var nokkuð sem ekki var til í þínum orðaforða. Ég man eftir síðustu heimsókn minni til þín, þegar ég og Anna Kristín kíktum heim til þín og við áttum góða og dýrmæta stund með þér. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig svona langt um aldur fram. Ég trúi því að þú sért komin á betri stað þar sem mamma þín, systir og fleiri ættingjar taka vel á móti þér. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og ég mun varðveita minn- ingarnar um þig í hjarta mínu allt mitt líf. Elsku Kristófer, Embla og Írena, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig sendi ég fjölskyldu og öðrum aðstandendum Ástu minnar mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þín vinkona, Anna Þóra. Elsku Ásta. Ég man þegar ég hitti þig fyrst í Ármúlanum. Þú varst svo opin og heillandi og við urðum strax svo góð- ar vinkonur. Ég man hvað við vorum spenntar og ánægðar þegar við báð- ar komumst inn í nuddskólann. Árið sem við vorum í nuddskólanum er mér svo eftirminnilegt. Það ár var ekki hægt að slíta okkur í sundur. Þú varst svo góð og trygg vinkona og gafst mér svo mikið. Ég á svo margar góðar og yndislegar minn- ingar um þig engillinn minn. Það var líka svo aðdáunarvert að fylgjast mér þér í móðurhlutverkinu. Þú skilur eftir þig þrjú yndisleg börn, og öll eiga þau aðdáun mína, virð- ingu og væntumþykju. Mér hefur þótt svo erfitt að vera langt í burtu í veikindum þínum. En það hefur hjálpað mér að vita hvað þú átt marga góða að sem hafa stutt þig í gegnum þau. Elsku Kristófer, Embla og Írena. Guð vaki yfir ykkur og gefi ykkur styrk til að komast í gegnum sorgina og söknuðinn. Elsku Ásta mín, ég mun aldrei gleyma vináttu okkar. Þú átt alltaf eftir að eiga stóran hluta í hjarta mínu og ég á alltaf eft- ir að sakna þín. Þín vinkona, Gréta. Elsku Ástan mín. Strax og ég kynntist þér heillaðist ég af því hversu hrein og bein þú varst og yndislega einlæg. Ég var svo heppin að fá að fylgjast með þér vinna svo marga sigra í lífi þínu og allan tímann varstu óhrædd og æðrulaus og svo ákveðin í því að gera alltaf enn betur. Þú skrifaðir að þú tryðir því að með viljanum einum saman og bæninni kæmist maður langt og mér fannst í raun að ekkert væri óyfirstíganlegt fyrir þig. Þú ákvaðst að láta erfiðleika eða ótta ekki buga þig heldur styrkja þig og horfðir alltaf á hvað þú gætir lært af sérhverri reynslu. Ég mun aldrei gleyma stundunum sem við áttum saman þar sem við töluðum svo mik- ið að við gleymdum hvað klukkan var. Þær geymi ég í hjartanu mínu að eilífu. Þegar þú veiktist var eins og þú styrktist enn frekar, þú vissir að þetta var stórt fjall að klífa en þú ætlaðir að standa uppi sem sigur- vegari. Þú skrifaðir: „Ég veit að ég verð að halda minni bjartsýni áfram og trúa því að ég komist yfir þetta. Trúa því að ég muni læknast þrátt fyrir allt mótlætið sem ég er búin að finna fyrir upp á síðkastið. Ég bara verð og ég má ekki gefast upp.“ Ásta mín, þú gafst sko aldrei upp, sjúk- dómurinn þinn sigraði í lokin, en ég veit að fram á síðasta dag lifðir þú samkvæmt þessum orðum. Það kom mér ekkert á óvart að í gegnum þessa baráttu snertir þú líf allrar þjóðarinnar með endalausu baráttuþreki, jákvæði og einlægni. Á blogginu þínu opnaðir þú um- ræðuna um þennan illvíga sjúkdóm og tjáðir þig um tilfinningar þínar á þinn einlæga hátt. Þín ósk var að þessi skrif kæmu til góða fyrir aðra sem voru að glíma við það sama. Ég veit að með þessu bjargaðir þú mannslífum og hjálpaðir þeim sem fylgdust með þér að sjá björtu hlið- arnar í öllum aðstæðum og minntir okkur á að taka ekki neinu sem sjálf- sögðum hlut. Þú skrifaðir að þegar þér liði illa þá færir þú í Pollýönnu- leikinn og hugsaðir að það væri allt- af til fólk sem hefði það verra en maður sjálfur og að veikindin hefðu kennt þér að vera þakklát fyrir það sem þú hefðir og hvern dag sem þú lifðir. Aðeins hetjur hugsa svona. Þú skrifaðir: „Minn draumur er samt að verða hrein aftur. Hrein og með fullar hendur af reynslu og visku sem krabbinn gaf mér … sem ég fæ svo vonandi að miðla áfram. Skrítið að segja að krabbinn hafi gefið manni eitthvað jákvætt en þannig er það samt.“ Það er ósann- gjarnt að þú, sem hjálpaðir svona mörgum, hafir þurft að fara en ég veit að á stuttum tíma náðir þú að miðla áfram óendanlegri visku, kjarki og bjartsýni. Þú hefur svo sannarlega sett fótspor þitt í líf svo margra. Í þinni minningu mun ég reyna að gera eins og þú sagðir: „… prufið að byrja daginn á því að brosa, þakka fyrir daginn í dag og opna fyrir hjartað … Er það díll?“ Það er díll sæta mín. Elsku Kristófer, Embla, Írena, Diddi og fjölskylda Ástu, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Ásta lifir áfram í hjörtum okkar og hennar verður alls staðar minnst sem sannrar hetju. Ég veit að hún er núna hjá móður sinni og systur og er örugglega fallegasti engillinn á himnum. Pálína Mjöll (Pálí). Látin er langt um aldur fram góð vinkona mín hún Ásta Lovísa. Ég kynntist Ástu fyrst þegar við vorum við nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og héldum við vinskap alla tíð eftir það. Ég man þegar Ásta sýndi mér fyrstu sónarmyndirnar af frumburði sínum, Kristófer Daða, þegar við sátum saman fyrir utan skólabygg- inguna á góðum vordegi eftir ein- kunnaafhendingu. Hún var svo ham- ingjusöm verðandi móðir. Hún blómstraði öll af tilhlökkun og lífið brosti við henni. Það fór henni svo vel að vera móð- ir og það var eins og hún hefði aldrei gert neitt annað, síðar fæddist Embla Eir og svo Írena Rut. Það var alltaf gaman að koma til hennar í afmæli barnanna, sannkall- aðar stórveislur, kökurnar og brauð- réttirnir algjört lostæti. Ég leitaði oft til hennar eftir uppskriftum fyrir mín veisluhöld. Ásta Lovísa var minn bjargvættur á margan hátt, það er erfitt að taka fyrstu skrefin í lífinu þegar maður er að fóta sig í gegnum íbúðarkaup, eignast börn og reyna að halda heimili án þess að þurfa að festa sig í leiðindaskuldum. Hún sá til þess að frumburður minn fékk að láni ungbarnastólinn, bað- borðið og nóg af fatnaði af hennar börnum. Ég verð henni fyrir það ævinlega þakklát. Þær voru sorglegar fréttirnar þegar hún Ásta hringdi í mig um síð- ustu verslunarmannahelgi og til- kynnti mér að krabbamein hefði fundist í ristlinum hennar. Ég gleymi seint þessu símtali, þetta voru erfiðir tímar sem tóku við og ekki gekk það áfallalaust fyrir sig. Ásta og allir í kringum hana bundu vonir við jákvæðan árangur en allt kom fyrir ekki. Við trúðum því alltaf að allt færi vel á endanum, það gat ekki verið að svona ung og falleg kona fengi ekki að njóta frekari framtíðar með börnum sínum, en því miður er lífið ekki sjálfgefið. Við Anna Þóra og Ásta Lovísa átt- um yndislegar síðustu stundir heima hjá Ástu. Henni leið vel þessa kvöld- stund, hún hringdi í börnin sín og bauð þeim góða nótt, hún kom þeim í rúmið á andlegan máta, hún sá um uppeldið á svo faglegan hátt að ég dáðist að henni. Hún var svo einlæg, opinská og óhrædd við að tala um líðan sína. Ásta var búin að taka saman í þrjá litla kassa handa börn- unum sínum minningar um hana til þeirra, svo falleg hugmynd. Hún tal- aði um það sjálf að það eina góða við þetta krabbamein væri sá undirbún- ingur sem hún hefði, vitandi af svefninum langa framundan. Það er svo sárt að þurfa að kveðja svona yndislega manneskju. Ég trúi því að Ástu líði vel þar sem hún er í dag, í faðmi móður og systur og fleiri látinna ástavina, hún horfir til barna sinna og fylgist með þeim þroskast. Hún sendir þeim andlegan styrk og heldur áfram að vaka yfir þeim í draumum og dag- legu lífi. Hún verður hjá þeim í anda þegar þau fermast, finna sér maka og kvænast, hún verður hjá þeim þegar þeim fæðast börn, barnabörn- in hennar. Ásta verður alltaf til stað- ar í andlegum veruleika. Ég mun alltaf minnast Ástu Lovísu með bros á vör og er æv- inlega þakklát fyrir dýrmætar minn- ingar. Hvíldu í friði elsku vinkona. Þín Anna Kristín. Elsku Ásta mín, nú ertu komin á betri stað og líður vonandi betur. Þetta er búin að vera erfið barátta hjá þér en ekki léstu neinn sjá það. Þú varst alltaf með jákvæða hug- arfarið og hugrekkið og brosið og húmorinn var aldrei langt undan. Ég rifja það ennþá upp þegar þú komst í afmælið hans Alexanders og ég hafði pantað pizzu handa öllum sem kom svo klukkutíma of seint og þú skammaðir pizzusendilinn og last yfir honum. Við hlógum mikið að því. Ekki þorði ég að skammast í honum en þá kemur þú svo mál- efnaleg og flott á því og tekur við. Svo áttum við margar góðar stundir saman á Grund þegar við vorum að vinna þar á karladeild eins og hún hét þá. Ég man líka eftir því þegar við urðum óléttar á sama tíma og fórum oft í Kringluna með kúluna út í loftið svo flottar á því. Við fórum svo annaðhvort heim til mín eða þín og átum annaðhvort nammi eða sát- um bara og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Við gátum líka tal- að mikið í símann saman um allt og ekkert. Þetta voru góðir tímar. En það gleður mig að þú hafir alla vega fengið eina ósk uppfyllta áður en þú fórst og það var að trúlofast honum Didda þínum. En ég á erfitt með að sætta mig við það að þú sért farin og að ég fái aldrei aftur að hitta þig. Ég sé eftir því að ég hafi ekki látið sjá mig síð- astliðin 5 ár. En ég fékk að minnsta kosti að sjá þig smá uppi á spítala þó svo að ég hefði ekki getað stoppað lengi þar sem að þú varst að reyna að fá að sofa. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og ég hef alltaf horft upp til þín. Þú varst mér sem kennari í sjálfstrausti. Ég get alltaf velt því fyrir mér „en hvað ef“ en ég er orðin of sein og ég verð að horfa fram á við og reyna að fara eftir eigin ráðleggingum og vera bjartsýn og jákvæð. Þú varst alltaf svo dugleg og sterk og góð mamma. Þú dýrkaðir börnin þín, Kristófer Daða, Emblu Eir og Írenu Rut og vildir þeim allt það besta. Ég man það líka ennþá þegar þú varst að tala um það við mig að þig langaði svo að verða mamma og þá varstu bara 18 ára. Já, við áttum okkur margar góðar stundir saman, elsku vinkona, ég vildi að þær hefðu getað verið fleiri. En eitt er víst og það er að þú hefur kennt mér margt og ég ætla að reyna að lifa eftir því hér eftir. Elsku Diddi, Kristófer, Embla Eir, Írena, Villi, Gauja, Daði, Hödd og Villi Þór, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma, vaka yf- ir ykkur og vernda. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Hulda Sigurðardóttir, Baldur Birgisson og börn. Elsku Ásta mín. Ég bjóst ekki við að þurfa að skrifa minningargrein um þig nærri strax og er mér orða vant. Þú varst stórbrotin persóna; opin, hress, einlæg og umfram allt traust og góð vinkona. Við áttum margar og góðar minningar í gegn- um tíðina þar sem við nutum þess að bralla margt saman. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki komið við hjá þér í heimsókn og átt ynd- islegar samverustundir sem ég mun aldrei gleyma. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar, jafnframt þagað og hlustað á tónlist. Gátum legið uppi í sófa og horft á mynd og dottað sín í hvoru horninu milli þess sem við úðuðum í okkur hvítu súkkulaði, okkar mesta uppáhaldi. Þetta lýsir vináttu okkar svo vel, hvernig sem okkur leið – vorum glaðar eða daprar – gátum við alltaf dregið fram það besta hvor í annarri og átt góðar stundir. Eitt af því marga sem við áttum sameiginlegt var að við vorum miklir matgæð- ingar eins og þú sagðir sjálf: ,,þú ert sú eina sem ég get borðað með“. Við elskuðum að elda saman og fara út að borða og það voru ófá skipti sem við gerðum það og nutum þess til hins ýtrasta. Mér er ein minning mjög minnisstæð þegar við fórum og sóttum okkur mat á uppáhalds stað- inn okkar sem við höfðum mikla un- un af. Við settum miðstöðina í gang og matinn á gólfið til að halda hon- um heitum. Síðan keyrðum við fram hjá ísbúðinni og horfðum hvor á aðra, brostum og sögðum: eigum við að fá okkur ís? Og það var ekki spurning, við löbbuðum út með stór- an bragðaref og hlógum alla leiðina heim að því enginn myndi gera þetta nema við. Það voru ófá snyrtikvöldin okkar þar sem við gátum tvær dúll- að okkur langt fram eftir kvöldi. Þú ert eina manneskjan sem ég veit um sem malaði af þægindum þegar ég var að plokka á þér augabrúnirnar. Ég á eftir að sakna þess mikið að mála fallegu bláu augun þín sem ljómuðu alltaf eins og tvær bjartar stjörnur. Elskan mín, þú ert mesta hetja sem ég hef kynnst, einstök manneskja sem hafði svo mikið til að lifa fyrir og kveður þessa jörð allt of snemma. Þér er ætlað eitthvað stór- brotið og mikið sem okkur er ekki ætlað að skilja. Það gaf þér svo mik- ið að geta miðlað visku þinni og til- finningum áfram. Þú hefur snert með því hjörtu allra, með hugrekki þínu, baráttuvilja og styrk sem bjó innra með þér. Hver og einn á að taka þig til fyrirmyndar og lifa hvern dag til fulls, meta allt það dýr- mæta og góða sem við höfum að lifa fyrir. Ég er lánsöm að hafa kynnst þér og yndislegu börnunum þínum sem þú elskaðir og dáðir meira en allt. Þín minning er ljós sem lifir. SJÁ SÍÐU 34

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.