Morgunblaðið - 13.06.2007, Síða 49

Morgunblaðið - 13.06.2007, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 49 ÍSLANDSVININUM Eli Roth hef- ur tekist að koma sér rækilega á kortið í Hollywood-hrollvekjugeir- anum með Hostel-myndunum sínum en framleiðandi þeirra er enginn annar en Quentin Tarantino. Í myndunum er seilst jafnvel enn lengra í sadisma og líkamshryllingi en gert hefur verið hingað til í áþekkum myndum, en þær fjalla um glæpastarfsemi í fyrrum Austur- Evrópu sem gengur út á það að bjóða ríkum kúnnum upp á að pynta og myrða fólk gegn gjaldi. Fórn- arlömbin í þeim leik eru flest ungir bakpokaferðalangar í ævintýraleit sem gista á farfuglaheimili nokkru, sem reynist vera ein stór gildra fyrir tilvonandi sláturlömb. Í söguhugmynd Hostel-myndanna örlar á áhugaverðum pælingum um vald og spillingu í hnattrænu sam- hengi en þær pælingar skila sér ekki nema að takmörkuðu leyti í útfærslu myndanna. Það hversu afspyrnulé- legur leikstjóri Eli Roth er háir Hos- tel II jafnvel enn meir en fyrri myndinni. Þrátt fyrir allar dýfliss- urnar, blóðið og tilraunir til fram- andgervingar á Slóvakíu sem villtu svæði nær Hostel II hvorki að vera hryllileg né óhugnanleg – aðeins klaufaleg og þunglamaleg, já og auð- vitað subbuleg. Hryllileg Gagnrýnandi segir Eli Roth afspyrnulélegan leikst́jóra. Subbuleg farfuglaslátrun KVIKMYNDIR Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó. Leikstjórn: Eli Roth. Aðalhlutverk: Laur- en German, Roger Bart, Heather Mat- arazzo og Bijou Phillips. Bandaríkin, 93 mín. Farfuglaheimilið: Annar hluti (Hostel: Part II)  Heiða Jóhannsdóttir OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK FANTASTIC 4: RISE OF THE SILVER SURFER kl. 8 - 10 B.i. 12 ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára eee S.V. - MBLA.F.B - Blaðið FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS WWW.SAMBIO.IS NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar „Besta Pirates myndin í röðinni!“ tv - kvikmyndir.is „SANNUR SUMAR- SMELLUR... FINASTA AFÞREYINGARMYND“ Trausti S. - BLAÐIÐ MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI eee LIB, Topp5.is 48.000 GESTIR Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is „HÚN er í uppáhaldi hjá öllum í hljómsveitinni og okkur langaði bara að slá til,“ segir María Magn- úsdóttir, en hún heldur Joni Mitch- ell-heiðurstónleika í kvöld með þeim Eðvarði Lárussyni gítarleikara, Ing- ólfi Magnússyni bassaleikara og Jóni Óskari Jónssyni trommara. Heilmikil áskorun „Við veljum einkum lög frá tíma- bilinu ’68 - ’79, þ.e. frá sjöunda og áttunda áratugnum,“ segir María. „Við útsetjum lögin svolítið eftir okkar eigin höfði, en reynum þó að vera trú upprunalegum anda þeirra.“ María viðurkennir að hljómsveitin hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. „Það er nefnilega alls ekkert auðvelt að spila þessi lög,“ segir hún. „Og heilmikil áskor- un fyrir söngvara,“ bætir hún við og kímir. Svo er þó að heyra að æfingar hafi gengið vel og tilhlökkun fylgi því að fá að flytja efnið á hljómleik- unum. Joni Mitchell er áreiðanlega með- al virtustu tónlistarmanna heims, og hugsanlega einhver mikilvægasti hljóðritandi tónlistarfulltrúi kvenna á tuttugustu öldinni. Fjöllistakonan Joni Mitchell Hún fæddist árið 1943 í Kanada. Tónlist hennar spannar vítt svið hinna ólíkustu stefna og stílbrigða; færðist frá nokkuð hefðbundinni þjóðlagatónlist í ýmsar ólíkar áttir, en rokk, djass, heimstónlist og til- raunakennd avant garde-tónlist eru á meðal þeirra stefna sem bendla mætti við söngkonuna. Á þeim árum sem einkum verða til viðfangs á heiðurstónleikunum í kvöld gaf hún meðal annars út meistaraverk á borð við Blue, For the Roses, Court and Spark og The Hissing of Sum- mer Lawns. En söngkonan hefur ekki einungis getið sér gott orð fyrir tónlist sína, hún hefur einnig haldið fjölmargar málverkasýningar. Er því vel við hæfi að titill nýútkom- innar heimildar- og hljóm- leikamyndar um Joni sameini allar listgreinar hennar; ljóðlist, tón- smíðar og málaralist. Myndin heitir Painting with Words and Music eða Málað með orðum og tónlist. Joni Mitchell-tónleikarnir hefjast klukkan 22. Þeir eru haldnir á Domo-bar, Þingholtsstræti 5 og að- gangseyrir er 1.000 krónur. Hippi Joni Mitchell hefur ævinlega farið sínar eigin leiðir í listsköpun sinni. Málað með orðum og tónlist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.