Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 53 OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK FANTASTIC 4: RISE OF THE SILVER SURFER kl. 8 - 10 B.i. 12 ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára eee S.V. - MBLA.F.B - Blaðið FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS WWW.SAMBIO.IS NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar „Besta Pirates myndin í röðinni!“ tv - kvikmyndir.is „SANNUR SUMAR- SMELLUR... FINASTA AFÞREYINGARMYND“ Trausti S. - BLAÐIÐ MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI eee LIB, Topp5.is 48.000 GESTIR Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is „ÞAÐ sem er kannski skemmtileg- ast við þetta hjá okkur, og eitt að- alsmerki þessa bands, er að við semjum allir tónlistina,“ segir Andr- és Þór Andrésson djassgítarleikari, en hann mun í kvöld halda útgáfu- tónleika ásamt þeim Eyjólfi Þor- leifssyni saxófónleikara, Þorgrími Jónssyni saxófónleikara og Scott McLemore trommara. Hljómsveitin kallast BonSom og blandar að sögn saman rokki, pönki og þjóðlaga- tónlist. Allir eru aðal „Það er yfirleitt þannig með djass- tónlistarmenn að einhver einn situr við stjórnvölinn í hverju verkefni, semur tónlist og skipuleggur, og hó- ar loks í aðstoð. Hjá okkur var tekin meðvituð ákvörðun um að fara þessa leið tónlistarlega. Við erum hljóm- sveit, allir leggja í púkkið, allir eru aðal,“ segir Andrés. „Tónlistina út- setjum við svo fyrir hefðbundna djassuppstillingu.“ Inntur eftir áhrifavöldum segir hann að þeir fé- lagar hafi í raun aldrei rætt þau mál sérstaklega, en þegar hann hallar sér frá símanum og spyr hina með- limina heyrast ýmis nöfn: Led Zep- pelin, Hendrix, Doors, Sex Pistols, Anthrax, Billy Idol. „Við erum í raun að prófa hvað við komumst langt innan djassmengisins,“ segir Andr- és. „Við köllum fram ýmsar leifar af því sem við höfum hlustað á í gegn- um tíðina, jafnt poppi sem rokki.“ Útkoman er því forvitnileg blanda af rokkskotnum djassbræðingi sem sækir áhrifin víða að. Samræmdur og sérstæður hljómur BonSom hefur áður haldið fun- heita tónleika á Café Rósenberg, og þóttu þeir afar vel heppnaðir, enda hefur hljómsveitin náð að skapa samræmdan og sérstæðan hljóm. Í kjölfar tónleikanna var farið að huga að upptökum; fyrsta hljómplata sveitarinnar var hljóðrituð í Heita pottinum í Reykjavík í mars síðast- liðnum. Þess má geta að einkar glæsilegt umslag plötunnar hannaði trommuleikari sveitarinnar, Scott McLemore. Það er Dimma sem gef- ur diskinn út. Útgáfutónleikarnir hefjast klukk- an 21 í kvöld og eru haldnir á Domo- bar að Þingholtsstræti 5. Morgunblaðið/G.Rúnar Bonsom Hljómsveitin heldur útgáfutónleika á Domo í kvöld. Úr öllum áttum Í BonSom fær enginn að skara fram úr www.myspace.com/bonsom BANDARÍSKA leikkonan Jennifer Aniston mun framleiða og hugsanlega leika í söngvamyndinni Goree Girls, sem byggð er á sönnum atburðum. Í kvikmyndinni segir af kvenföngum í Goree-fangelsinu í Texas á 5. áratug seinustu aldar, sem stofnuðu eina fyrstu kvenna-kántríhljómsveitina í Bandaríkjunum og urðu afar vinsælar. Þær voru á endanum náðaðar. Verið er að leita að leikstjóra að myndinni. Hugmyndina að kvikmyndinni fengu Aniston og meðframleiðandi hennar, Kristin Hahn, þegar þær lásu grein í tímaritinu Texas Monthly árið 2003, sem fjallaði um fyrr- nefnda fangelsiskvennahljómsveit. Aniston hefur nóg á prjónunum þessa dagana, nokkur kvikmyndaverkefni eru í vinnslu. Hún stofnaði kvikmyndafyrirtækið Plan B með leikaranum Brad Pitt, í þá tíð er þau voru gift. Kvikmynd um kvenna- fangelsishljómsveit Reuters Framleiðandi Jennifer An- iston er með mörg kvik- verkefni á sinni könnu. UMBOÐSSKRIFSTOFA hótelerf- ingjans Paris Hilton, Endeavor, hefur hætt öllum viðskiptum við hana. Hilton afplánar nú fangels- isdóm í Los Angeles sem hún hlaut fyrir að rjúfa skilorð vegna ölv- unaraksturs. Talsmaður Endeavor, Michael Donkis, greindi frá þessu í fyrradag. Hilton er nú sögð „milli umboðsmanna“. Losar sig við Hilton Reuters Umboðsskrifstofulaus Paris Hil- ton situr í fangelsi þessa dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.