Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Mikið úrval af
bolum og toppum
Sumarlegar peysur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Gallabuxur í ferðalagið
Opið mán.-fös. kl. 10-18,
laugard. í Bæjarlind kl. 10-16, í Eddufelli kl. 10-14.
str. 36-56
Skólavörðustíg 10
Sími 561 1300
Komdu og kíktu á úrvalið.
Tækifæri sem ekki
má missa af.
Einstakt úrval af skartgripum,
silkislæðum og ýmsum smáhlutum.
Tilvalið í útskriftar- og skírnargjafir
og einnig eitthvað fallegt handa þér.
Sumarsmellur
Góð tilboð og afsláttur af öllum vörum
dagana 15.-24. júní
Mjódd, sími 557 5900
Við erum fluttar!
Í nýtt og glæsilegt húsnæði að Álfabakka 14.
20% afsláttur af öllum vörum
í versluninni í tilefni dagsins.
Hlökkum til að sjá ykkur
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardaga og sunnudaga 12-16Opið
Gríptu tækifærið!
sumarútsala á hágæða postulíngólfvösum
Fjölbreytt úrval
Feng-Shui vörum
30-70%
afsláttur
• Vasar
• Diskar
• Lampar
• Pottar
• Myndir
• Gosbrunnar
o.m.fl.
Kringlunni - sími 568 1822
www.polarnopyret.se
Tilboðsdagar
20% afsl. af öllum fatnaði
Í YFIRLÝSINGU sem borist hefur
frá fimm stéttarfélögum innan
Starfsgreinasambandsins kemur
fram að fráleitt sé að setja stærstan
hluta veikindaréttar félagsmanna
sambandsins í einn sjóð með stjórn-
araðild samtaka atvinnurekenda.
„Með tilliti til þróunar í ná-
grannalöndum okkar, þar sem sí-
fellt harðar er sótt að verkalýðs-
félögum með þeim afleiðingum að
félagsaðild fer minnkandi, teljum
við sjúkrasjóði stéttarfélaganna eitt
mikilvægasta tæki okkar til að
tryggja framtíð verkalýðshreyfing-
arinnar“ segir í yfirlýsingunni og
bætt er við að sambandið sjái veru-
legar líkur á því að innan fárra ára
verði unnt að kaupa sér réttindi í
sjúkrasjóðum án félagsaðildar í
verkalýðsfélagi.
Á vefsíðu Starfsgreinasambands-
ins segir ennfremur um þessi mál:
„Draga þarf úr heildarkostnaði líf-
eyriskerfisins vegna vaxandi ör-
orkubyrðar og tryggja að eftir-
launaréttindi félagsmanna skerðist
ekki. Samtímis verður einnig að
tryggja lífsgæði þess fólks sem
missir starfsorkuna vegna veikinda
eða slysa. Þess vegna þarf að end-
urskipuleggja almannatrygg-
ingakerfið þannig að fólk eigi trú-
verðuga möguleika á endurkomu á
vinnumarkaðinn.“
Skert vinnufærni
ekki örorkustig
Skúli Thoroddsen, framkvæmda-
stjóri Starfsgreinasambandsins,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
það væri hlutverk Starfsgreina-
sambandsins að standa vörð um
áunnin réttindi og berjast fyrir
bættum kjörum og þá yrði að þróa
samfélagið áfram með nýjum val-
myndum og það þyrfti að ræða og
ígrunda af öllum aðilum þ.á m.
verkalýðshreyfingunni, sjúkrasjóð-
unum og almannatryggingakerfinu.
„Það þarf að snúa hugsuninni við
og segja að fólk sé með skerta
vinnufærni en ekki með ákveðið ör-
orkustig,“ segir Skúli að lokum.
Á FUNDI norrænna dóms-
málaráðherra, sem haldinn var í
Koli í Finnlandi í vikunni, voru mál-
efni tengd vernd barna og efni refs-
ireglna í því skyni helsta umræðu-
efnið. Sérstaklega var rætt um leiðir
til að hindra að Netið væri notað til
að lokka börn til kynferðislegs sam-
bands og hvernig unnt væri að
bregðast við hættum af þessum toga
með refsireglum.
Fram kemur í fréttatilkynningu
að ákveðið hefði verið að ríkislög-
reglustjórar landanna skyldu ræða
sameiginlegar aðgerðir Norður-
landa gegn misnotkun á Netinu
gegn börnum á næsta fundi sínum
og leggja til grundvallar skýrslu frá
norska dómsmálaráðuneytinu um
varnarráðstafanir í þágu barna.
Ráðherrarnir stefna að aukafundi
um málið í desember í Ósló.
„Meðal annarra umræðuefna á
fundinum voru ákvarðanir dóms-
mála- og innanríkisráðherra Evr-
ópusambandsins í Lúxemborg 12.
júní sl. um aukið lögreglusamstarf á
grundvelli Prüm-samningsins.
Ákváðu norrænu ráðherrarnir að
nánara lögreglusamstarf ríkja
þeirra skyldi rætt í ljósi þessarar
þróunar,“ segir í fréttatilkynningu.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkju-
málaráðherra, og Ragna Árnadóttir,
skrifstofustjóri lagaskrifstofu dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins, sátu
fundinn fyrir Íslands hönd.
Ráðherrar
ræddu vernd
barna
Aukið hlutverk
sjúkrasjóða