Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 24
|laugardagur|23. 6. 2007| mbl.is
É
g gat eiginlega ekki
orðið neitt annað en
ÍR-ingur,“ segir
Magnús sem er að
verða 42 ára og flutti í
Bakkahverfið í Breiðholti 5 ára
gamall. „Ég stend með ÍR í gegnum
þykkt og þunnt. Ég byrjaði í fótbolt-
anum en var alltaf í handboltanum
með og er í stjórn handboltadeild-
arinnar. Af því að maður er víst fatl-
aður þá fékk maður nú ekki alltaf
tækifæri í íþróttunum en ég hef
samt tekið nánast allt að mér í hand-
boltanum nema að vera þjálfari,“
segir hann og brosir æðruleysislega.
,,Ég er búinn að vera í öryggisgæsl-
unni, hef verið vatnsberi, liðsstjóri
og nú er ég kynnir á öllum ÍR-
leikjum í meistaraflokki í handbolta.
Það er ekki öllum gefið að vera
kynnir á handboltaleikjum,“ og út-
skýrir það nánar. „Það eru
ákveðnar reglur sem þarf að fylgja.
Það er ekkert hægt að haga sér eins
og ansi. Ég legg áherslu á að báðum
liðunum sem eru að keppa sé sýnd
virðing en að sjálfsögðu lætur að-
eins hærra í manni þegar ÍR skorar.
Það er bara eðlilegt.“
Íþróttafélag Reykjavíkur á 100
ára afmæli í ár. „Ég var sæmdur
gullmerki félagsins á afmælishátíð-
inni. fyrir góð störf í þágu félagsins.
Mér leist bara vel á það. Ég er stolt-
ur ÍR-ingur og því að tilheyra félagi
sem ekki kaupir leikmenn dýrum
dómum og titla heldur notar leik-
menn sem það elur upp og sér
hverju þeir skila,“ segir Magnús sem
hefur ekki aðeins sterkar skoðanir á
stöðu mála í íþróttunum heldur fjöl-
mörgum þjóðmálum.
Barmáttumaður
þroskahamlaðra
– Þú talar um að þú sért fatlaður,
hvaða fötlun glímir þú við?
„Kerfið segir að ég sé þroska-
hamlaður og bla, bla. Málið er ég
missti úr tvö ár í skóla þegar ég var
barn, annað árið vegna skarlatsótt-
ar og hitt vegna hettusóttar. Móðir
mín heitin, sem lést úr krabbameini
2001, vildi að ég færi í Öskjuhlíð-
arskóla til þess að vinna það upp en
ég lauk grunnskóla og er í Fjöl-
mennt, fullorðinsfræðslu fatlaðra.
Ég hef aldrei látið í ljós nokkra and-
úð á fötluðu fólki enda hef ég hana
ekki. Fyrir mér er fólk bara skapað
eins og það er skapað. Sumir eru
kannski betur gefnari en aðrir en al-
mennt finnst mér of mikið verið að
draga fólk í dilka eins og kindurnar
í réttunum. Flestir mínir vinir eru
fatlaðir og við erum nokkur sem
höfum gengið í gegnum súrt og sætt
í ÁTAKI, félagi fólks með þroska-
hömlun. Það er svo margt sem við
þurfum að berjast fyrir og breyta.
Við viljum t.d. að fólk noti frekar
orðin „þroskahömlun“ og „þroska-
hamlaður“ yfir fötlunina frekar en
„þroskaheftur“ því þau er ekki eins
takmarkandi,“ segir Magnús sem er
í stjórn Listar án landamæra. „Við
erum að brjóta niður múra.“
– Nú hefurðu bloggað reglulega í
nokkur ár, hvað gefur bloggið þér?
„Bloggið, eins og Moggabloggið er
góður vettvangur til þess að tjá sig.
Ég hef sterkar skoðanir og segi þær
umbúðlaust en reyni samt að vera
málefnalegur í gagnrýninni, gæta
orðavals og hlusta líka á aðra.“
– Finnst þér rödd fólks með
þroskahömlun ekki fá að heyrast
nægilega mikið í fjölmiðlum?
„Nei, mér finnst það ekki. Það
hefur t.d. verið erfitt að komast í
sjónvarpið, eins og t.d. Ísland í dag
og Kastljós. Kastljós er í sjónvarpi
allra landsmanna og þar finnst mér
að aðgengið eigi a.m.k. að vera
betra. Það eru margir listamenn í
röðum fatlaðra.“
Magnús er sjálfur ekki óvanur
sviðsljósinu því hann hefur um ára-
bil sungið með hljómsveitinni Hrað-
akstur bannaður en írsk kráar- og
þjóðalagatónlist er í miklu uppá-
haldi. „Ég hef fjórum sinnum farið
til Írlands. Það er frábært land. Ís-
landssagan er sko bara eins og
skemmtisaga miðað við sögu írsku
þjóðarinnar. Ég hef nokkrum sinn-
um fengið að syngja með The Merry
Plough Boys en toppurinn á ferl-
inum var tvímælalaust þegar ég
fékk að stíga á svið og syngja og lag
með Stuðmönnum. Það fær ekki
hver sem er að syngja með þeim,“
segir söngvarinn Magnús.
Bandarískur pabbi hafði samband
Foreldrar Magnúsar skildu þegar
hann var barn að aldri en faðir hans
var bandarískur hermaður hér á
landi og var ekkert samband á milli
feðganna í áratugi. „Pabbi hringdi
svo nokkuð óvænt í mig árið 2003.
Ég var þá nýbúinn að vera á tölvu-
námskeiði og hafði búið til heima-
síðu með helstu upplýsingum um
mig. Konan hans pabba var að leita
símanúmeri og sló inn nafnið Korn-
top í tölvu og þá kom m.a. upp nafn-
ið mitt og þegar hún smellti á nafnið
kom síðan mín upp. Hana grunaði
strax að þar væri týndi sonurinn
fundinn. Í kjölfarið hitti ég pabba og
hef nokkrum sinnum farið til Banda-
ríkjanna til hans. Það var svolítið
skrítið og þarf tíma til þess að slípa
samskiptin því væntingarnar voru
miklar. En þetta kemur allt,“ segir
Magnús sem hefur tileinkað sér já-
kvætt lífsviðhorf. „Ég tek nú bara
einn dag í einu og reyni að lifa lífinu
lifandi. Það er ekkert flóknara en
það.“
Morgunblaðið/Sverrir
Kappsamur Magnús er kappsamur og hefur áhuga á fjölmörgum íþróttagreinum og skrifar um margar þeirra á blogginu sínu.
Marg-
slunginn
Magnús
Magnús Paul Korntop er ÍR-ingur, söngvari hljóm-
sveitarinnar Hraðakstur bannaður og starfar með
Félags fólks með þroskahömlun. Hann sagði Unni H.
Jóhannsdóttur líka frá bandarískum föður sínum.
daglegtlíf
Sandalar, hattar, blússur, kjól-
ar... allt á rómantísku nótunum
úti í sumarbjartri íslenskri
náttúru. »26
tíska
Ingunn Benediktsdóttir og
Högni Óskarsson búa alveg við
sjóinn í Kjarvalshúsi á Seltjarn-
arnesinu. »28
lifun
Ljósmyndasamkeppni
Á ferdalag.is finnurðu ýmiss konar upplýsingar sem tengjast
ferðalögum um Ísland. Kynntu þér fáséðar perlur utan alfaraleiðar
og sjáðu með eigin augum. Safnaðu ljósmyndum og sendu inn í
ljósmyndasamkeppnina okkar. Sú stendur í allt sumar og vegleg
verðlaun eru í boði.
www.ferdalag.is
Förum varlega í akstri um Ísland og höfum hugfast að ferðalagið
er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Landið hefur upp á
ótalmargt að bjóða og aldrei að vita hverju þú missir af þegar
farið er um í óðagoti. Stillum hraðanum í hóf, göngum vel um
landið okkar og komum heil heim.
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
S
ÍA