Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Bankarnir hafa breyst mikið frá því sem var fyrir nokkr- um árum. Þetta er ekki lengur bara spurning um lán eða bankabók þegar fólk kemur hér inn, heldur er hér almenn fjármálaþjónusta varð- andi verðbréf, lífeyrissparnað, fast- eignakaup og almennan sparnað svo eitthvað sé nefnt,“ segir Guð- mundur Stefánsson, útibússtjóri Kaupþings banka á Selfossi, en ný- lega voru gerðar miklar endurbæt- ur og breytingar á útibúinu og m.a. var skipt um allar innréttingar. Guðmundur hefur sinnt starfi útibússtjóra frá haustinu 2005 en hann starfaði áður meðal annars hjá Lánasjóði landbúnaðarins í sex ár, frá 1999. Lítil alhliða bankastofnun „Hingað kemur fólk og útibúið sinnir erindum þess, en stærri og umfangsmeiri mál eru þó unnin í samráði viðhöfuðstöðvar bankans. Hér er veitt alhliða fjármálaþjón- usta, hvaða nafni sem hún nefnist. Bankastarfsmenn vinna núna á mun breiðara sviði en var áður. Það má í raun segja að útibú eins og okkar sé lítil alhliða bankastofnun sem veitir víðtæka bankaþjónustu jafnt einstaklingum og atvinnulíf- inu. Við erum með aðalbankann að bakhjarli sem gefur okkur mikinn styrk og áherslur okkar eru að sjálfsögðu þær sömu og hans. Við bjóðum hér alla þá bankaþjónustu sem viðskiptavinir okkar þurfa á að halda og hagur viðskiptavina okkar er okkar hagur. Það skýrir m.a. þá áherslu sem við leggjum á að kynna hverjum og einum það framboð bankaþjónustu sem við bjóðum og leggjum áherslu á að viðskiptavinir sem koma í bankann fari út með sem bestar upplýsingar og tilboð um þjónustu sem gæti hentað hverjum og einum. Við viljum að fólk fari frá okkur vitandi meira um það hvernig það gæti hagað hlut- unum og við höfum margt áhuga- vert fram að færa í þeim efnum,“ sagði Guðmundur sem er þeirrar skoðunar að bankastarfsemi á Sel- fossi muni eflast enn frekar með vexti byggðarinnar. „Hér eru miklir vaxtarmöguleik- ar. Ég held að fjarlægð okkar og nálægð við höfuðborgarsvæðið sé okkar styrkur. Við erum eiginlega valkostur bæði fyrir þá sem vilja ekki vera á höfuðborgarsvæðinu og líka fyrir þá sem vilja vera þar. Fjarlægðin í tíma mun styttast með endurbótum á Suðurlandsvegi sem er mjög jákvætt fyrir þetta svæði. Það er mjög gott að starfa hérna í bankanum. Þetta er fjölbreytt og lifandi starf þar sem maður kynnist mörgum og sér í innviði samfélags- ins sem er mjög áhugavert. Svo er ákaflega gaman að taka þátt í erli svæðisins. Það eru miklar vænting- ar hér á svæðinu enda mikil upp- bygging. Svæðið er að vaxa og á eftir að vaxa enn frekar. Það má segja að Selfoss sé að verða „ein með öllu“ eins og sagt er, en þá á ég við að hér er flest það til staðar sem allt venjulegt fólk þarfnast.“ Áhugi á hestum „Áhugamál mín og konunnar minnar eru einkum tengd hesta- mennsku, en við eigum fáein hross. Mér finnst líka gott að vera heima hjá mér og svo eigum við athvarf í húsi í Flatey á Breiðafirði og finnst ákaflega gott og gaman að skreppa þangað, hvort sem er til skemmri eða lengri tíma,“ sagði Guðmundur Stefánsson. Fjarlægðin og nálægðin við höfuðborgina er styrkur Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Útibússtjóri Guðmundur Stefánsson, útibússtjóri Kaupþings banka á Selfossi, á skrifstofu sinni. Eyrarbakki | Boðað er til Jónsmessuhátíð- ar á Eyrarbakka í níunda skipti í dag. „Það er forn og góður siður að koma sam- an á Jónsmessunótt, gera sér glaðan dag og leita töfragrasa og náttúrusteina. Jóns- messunóttin er ein magnaðasta nótt ársins og hver veit nema kýr tali og selir fari úr hömum að þessu sinni,“ segir í frétta- tilkynningu um hátíðina. Farin verður fróðleiksferð um vestasta hluta hinna fornu Eyra undir leiðsögn Ei- ríks Guðmundssonar í Hátúni. Myndlist- arsýningar verða í Óðinshúsi þar sem Reynir Katrínarson, Hvít Víðbláinn galdrameistari og listamaður, sýnir og í Merkigili sýnir Elvar Guðni úrval verka sinna. Kristín Vilhjálmsdóttir í Sigtúni, Eygerður og Erlingur Bjarnason á Tún- götu 28 og Elsa, Pjetur og fjölskyldan í Sólvangi ætla að opna híbýli sín upp á gátt og bjóða upp á spjall og spekúleringar um miðjan daginn. Eyjólfur og Guðmundur í Epal og fjölskyldur þeirra ætla að sýna Nýjabæ (austasta) og segja frá endurbygg- ingu hússins. Söfnin verða opin allan dag- inn. Þar eru sýningar og uppákomur. Sögulegt búðaráp verður um kvöldmat- arleytið en þá rifjar Magnús Karel Hann- esson upp hve margar búðir voru á Bakk- anum á blómaskeiði þorpsins. Dagskránni lýkur svo með miðsumarsbrennu í fjörunni vestan við þorpið þar sem Bjarni Harð- arson ávarpar samkomugesti og Bakka- bandið spilar undir söng og dansi. Leita töfragrasa og náttúrusteina Hvít Víðbláinn Reynir Katrínarson við eina af myndum sem hann sýnir. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson TÖLUVERÐAR verðbreytingar hafa orðið í matvöruverslunum á Norðurlandi eystra síðustu mánuði skv. mælingum Verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu Einingar- Iðju. Verðlagseftirlit ASÍ hefur fylgst náið með verðlagi í matvöruversl- unum um land allt til þess að meta hvernig lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum 1. mars sl. skila sér út í verðlag til neytenda. Fylgst var með verðlagi frá því í desember og fram í febrúar, og síðan breyt- ingum á milli febrúar og mars. Verðbreytingar í matvöruversl- unum á Norðurlandi eystra voru á bilinu 0,2% lækkun til 4,3% hækk- un milli desember og febrúar. Mest verðhækkun, 4,3%, var í 10-11 sem starfrækir verslanir á Akureyri en verð í verslunum Samkaupa-Úrvals á svæðinu lækkaði um 0,2% á sama tíma. Verð lækkaði á bilinu 5,6% til 7,7% milli verðmælinga í febrúar- og marsmánuði. Mesta verðlækkun var í Hagkaupum, 7,7% og Bónus 7,6%, sem starfrækja verslanir á Akureyri, og í Kaskó, 7,4% sem rekur verslun á Húsavík. Minnsta verðlækkun mældist eftir breyting- arnar í verslunum Samkaupa- Strax, 5,6% og Samkaupa-Úrvals, 5,9%. Töluverðar breyting- ar á verði matvöru AKUREYRI HÁSKÓLINN á Akureyri og Reykjalundur, endurhæfing- armiðstöð SÍBS í Mosfellsbæ, hafa gert með sér samkomu- lag sem miðar að því að efla kennslu og rannsóknir í end- urhæfingu. Reykjalundur tekur með samkomulaginu að sér hlut- verk kennslustofnunar í vett- vangsnámi, klínísku námi, fyr- ir nema HA í iðjuþjálfun og hjúkrunarfræði og fer námið fram á Reykjalundi. Samn- ingsaðilar segjast vænta mik- ils af þessu samstarfi. Nemar í HA á Reykjalund Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Úlfljótsvatn – Vatnsbakkalóð Einstaklega falleg lóð við Úlfljótsvatns. Lóðin er 8.234 fm eignarlóð. Gesta- hús í smíðum er á lóðinni. Hitaveita og rafmagn verður á svæðinu. Falleg fjallasýn og veiðiréttur í vatninu. Verð 14,0 millj. ÁRLEG flughelgi Flugsafns Íslands á Akureyri verður um helgina og verður margt áhugavert í boði eins og venjulega, og forvitnileg Jóns- messuhátíð er á dagskrá í Kjarna- skógi í kvöld. Fjöldi flugvéla verður sýndur á Flugsafninu. Meðal þeirra verður gömul Apache-vél, TF-JMH, sem keypt var til landsins af Tryggva Helgasyni með stuðningi kvenna- deildar Slysavarnafélagsins á Akur- eyri árið 1959. Einkennisstafir vél- arinnar eru upphafsstafir í nafni bróður Tryggva, Jóhanns Magnúsar Helgasonar sem hafði farist í flug- slysi nokkru áður. Vélin var sú fyrsta sinnar tegund- ar í sínum stærðarflokki og þjónaði sem sjúkraflugvél norðanlands um langt skeið. Einnig var hún notuð til síldarleitar og farþegaflugs. Nýlega er lokið stórviðgerð á vél- inni þar sem leitast hefur verið við að færa hana til upprunalegs horfs. Eigandi er Magnús Þorsteinsson. Meðal dagskrárliða í dag er Ís- landsmót í listflugi frá klukkan 10 til 12, þá tekur við „montflug meistar- ans“ til kl. 13 og frá kl. 13 til 14 verð- ur athöfn í nýju húsnæði Flugsafns- ins á Akureyrarflugvelli og í framhaldi, allt til kl. 17, verða ýmsar tegundir loftfara á sveimi; vélflugur, svifflug, fis og þyrlur og fallhlífar- stökk verður sýnt. Á sama tíma verð- ur í boði útsýnisflug í flugvél og þyrlu. Á morgun, sunnudag, verður einnig boðið upp á útsýnisflug, á milli kl. 11 og 17, og kl. 13.30 til 17 verður sýnt listflug og svifflug. „Njálsbrenna“ í Kjarnaskógi Jónsmessuhátíð verður í Kjarna- skógi í kvöld frá kl. 19 til 22.30. Boðið verður upp á sýningu á verkum barna úr listasmiðjum og leikskólanum Flúðum, en verkin eru byggð á endursögðum sögum úr Njálu, Eglu og Laxdælu fyrir börn eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Þjóð- hetjur og skörungar setja svip sinn á skóginn og „Njálsbrenna“ er meðal þess sem verður í boði … Fjölbreytt flughelgi og „Njálsbrenna“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glæsileg(ir) Arngrímur Jóhanns- son og Magnús Þorsteinsson um borð í JMT-vél Magnúsar í gær; fyrstu vélinni sem Arngrímur flaug að einhverju ráði. Sýna Apache-vél sem Akureyringar þekktu vel áður 22 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.