Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ 1 Karlakór St. Basilkirkjunnarí Moskvu verður með tvennatónleika á Reykholtshátíð- inni, 26. og 27. júlí. Kórinn er frá- bær og gaman að fá hann aftur. 2 Á Jónsmessunni, sunnudags-kvöldið 24. júní, spilar BjörnSteinar Sólbergsson tónleika í Hallgrímskirkju. Ótrúlegt að fylgj- ast með Birni Steinari – hann er í endalausum vexti sem organisti. 3 Djassundrið James Carterspilar á Djasshátíðinni á Eg-ilsstöðum á Austurlandi. Þessum tónleikum getur djassfólk ekki misst af samviskulaust. Í Herðubreið á Seyðisfirði 29. júní kl. 21. 4 Gott væri að rifja upp kynninaf Hraunfólkinu, bók BjörnsTh. Björnssonar. Bregða sér svo með nesti og nýja skó í göngutúr á sögusvið bókarinnar Þingvöllum. Mögnuð upplifun og fögur fjallasýn. 5 Það væri gaman að gera sérlystireisu nið’rí bæ og skoðaalmennilega nýja ljós- myndagalleríið Fótógrafíu á Skóla- vörðustígnum. Kaffi á Mokka á eftir. 6 Ég veðja á að það verði gott íSkálholti 30. júní. Kl. 15verða minningartónleikar um Manuelu Wiesler, og kl. 17 verð- ur Skálholtskvartettinn með tón- leika, nýkominn heim úr Ítalíureisu. 7 Menningarveislan á Sól-heimum í Grímsnesi er sér-deilis áhugaverð, með tón- leikum á laugardögum kl. 14 með alls konar tónlist og kaffi á eftir. 8 Og um leið og komið er aust-ur fyrir fjall, er aldeilis rakiðað bregða sér á Kamb í Holt- um, og skoða galleríið hjá Gunnari Erni Gunnarssyni málara. Ábú- endur hafa líka hlotið viðurkenningu fyrir fallegt umhverfi býlisins. 9 Enn eru eftir tvennir tón-leikar á hátíðinni Við Djúpið áÍsafirði: tónleikar Erlings Blöndals Bengtssonar á morgun í Edinborgarhúsinu, og tónleikar Er- lings, Vovka Ashkenazy og fleiri í kvöld. Þá má reyndar heyra í beinni útsendingu á Rás eitt kl. 21. 10 Lengi hefur mig lang-að í miðborgargöngumeð Birnu Þórð- ardóttur. Menningarfylgd Birnu, þykir ofboðslega skemmtileg, og ég veit um fólk sem hefur farið oft. 11 Ég ætla að eigna mérgóða laut í Hvalfirð-inum í sumar; og gera að minni einka Ljóðalaut. Þegar veðrið er gott, ætla ég þangað með teppi og kaffibrúsa og lesa ljóð, – helst upphátt. Fyrsta verk verður að lesa bók Þorsteins Þorsteinssonar um skáldskap Sigfúsar Daðasonar. 12 Sumarsýningin íBogasal Þjóðminja-safnsins er einn af stærri menningarviðburðum sum- arsins. Þar sýna Guðrún Kristjáns- dóttir, Guðbjörg Lind og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Þetta er sýning sem enginn ætti að missa af, og svo á maður eftir að skoða Þjóðminjasafnið í krók og kring. 13 Óttusöngvar á vori eruað mínu mati eitt mestatónverk okkar – samið af Jóni Nordal. 14. júlí kl. 17 verður það flutt í Skálholti af Hljómeyki. 14 Ásgrímur og ungdóm-urinn – nei hún heitirekki það, sýningin í Listasafni Árnesinga, en hún gæti heitið það, því þar er teflt saman landslagsverkum Ásgríms Jóns- sonar og verkum núlifandi lista- manna. Það þykir mér forvitnilegt – ekki síst þar sem þemað er hin ís- lenska fjallasýn. Stendur út júlí. 15 Það hljómar kannskiekki spennandi aðsegja: miðlunartankur fyrir fráveitukerfi Hafnarfjarðar. Engu að síður er mannvirkið flott og skemmtilegt. Það stendur við suður- enda Hafnarfjarðarhafnar og var til- nefnt til Forum AID arkitekt- úrverðlaunanna í ár. Svo er þetta einstakur útsýnisstaður og best að fara með nesti eða bók og sitja smá stund á bekkjunum uppi við turninn. 16 Mig dreymir um aðkomast í sumar íStrandareisu einhverja helgina. Ég hef aldrei skoðað Galdrasafnið, og langar ekki síður að snæða hjá franska kokkinum á Laugarhóli í Bjarnarfirði. 17 Sumartónleikar í Sig-urjónssafni hefjast 10.júlí. Eftir sólbakaðan þriðjudag, mæli ég með ferð í safnið, á tónleika, og síðast en ekki síst kaffi í guðdómlegri kaffistofunni – með einstakt kvöldsólarútsýni. 18 Mér skilst að það séuppselt á einleik Bene-dikts Erlingssonar, Mr. Skallagrímsson fram í miðjan júlí. Þannig að sennilega ætti maður að drífa í því að panta miða í ágúst.. 19 Þeir sem ekki eru bún-ir að sjá Cobra sýn-inguna í Listasafni Ís- lands ættu að drífa sig, henni lýkur 7. júlí. Hægt að miða á sunnudag, þegar leiðsögn er um sýninguna. 20 Ávísun á unað. Ljóða-tónleikar Hönnu DóruSturludóttur, Lothars Odinius og Steinunnar Birnu Ragn- arsdóttur á Reykholtshátíðinni 28. júlí. Þar verða þeir Schumann, Schubert, Grieg og Sibelius. 21 Einn sumarfrísdagþarf að taka algjörlegafrá, frá morgunverði til miðnættis í það verkefni að ganga niður Laugaveginn. Maður þarf reyndar að hafa smávegis pening í vasanum. Því þennan dag á ekki að gera neitt annað en að frílysta sig. Það er hægt að ákveða nokkrar vörður fyrirfram, mínar verða Safn og Tívolí. Ef maður er heppinn, koma listaspírur Hins hússins í flas- ið á manni einhvers staðar á leiðinni. 22 Síldarminjasafnið áSiglufirði er ein-staklega skemmtilegt og lifandi. Ekki gleyma að skoða verbúðarloftið í Róaldsbrakka og rýna í ástarjátningar ristar á koju- botna, – og þétt handaband við listi- lega timburmenn Aðalheiðar Ey- steinsdóttur er ekki ráðlagt. 23 Það verður sérstaktverkefni eftir Siglóst-opp, að fara innst í Stíflu í Fljótum með myndavél. Þetta verður vettvangur nátt- úruljósmyndunar sumarsins, enda einn fegursti staður landsins. Mynd- irnar má útbúa sem gjafakort. 24 Kvöldgöngur í Kvos-inni eru fyrirbæri semég þarf að kynna mér. Þetta eru labbitúrar með leiðsögn einhverra spekinga, sem fræða fólk um hitt og þetta tengt menningu og sögu miðbæjarins. Öll fimmtudags- kvöld frá Listasafni Reykjavíkur. 25 Það er ekki hægt aðmissa af Safnasafninuá Svalbarðsströnd í sumar. Nú er búið að stækka það, og þar verða hvorki meira né minna en 14 sýningar samtímis í allt sumar. 26 Borgarbókasafnið íGrófinni er vettvangurgóðrar menning- arreisu. Spáðu í það – allt sem þig langar að lesa, fyrir lágmarksverð. Artótekið er líka snilld, – myndlist sem þú færð að láni eins og bók. 27 Göngutúr um gamlabæinn í Hafnarfirði oghverfið kringum Frí- kirkjuna er upplifun. Gömlu hús- unum þar er flestum vel vel við hald- 50 leiðir til vellystinga AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SHREK 3 m/ensku tali kl. 12 - 3 - 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 12 - 2:15 - 4:15 - 6:15 LEYFÐ DIGITAL CODE NAME: THE CLEANER kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5 B.i. 10 ára DIGITAL SHREK 3 m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 VIP m/ensku tali kl. 8 - 10:10 SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 3 - 5:30 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI SÝND M EÐ ÍSLENS KU OG ENS KU TALI WWW.SAMBIO.IS SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTI- LEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.