Morgunblaðið - 23.06.2007, Side 56
56 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
1 Karlakór St. Basilkirkjunnarí Moskvu verður með tvennatónleika á Reykholtshátíð-
inni, 26. og 27. júlí. Kórinn er frá-
bær og gaman að fá hann aftur.
2 Á Jónsmessunni, sunnudags-kvöldið 24. júní, spilar BjörnSteinar Sólbergsson tónleika
í Hallgrímskirkju. Ótrúlegt að fylgj-
ast með Birni Steinari – hann er í
endalausum vexti sem organisti.
3 Djassundrið James Carterspilar á Djasshátíðinni á Eg-ilsstöðum á Austurlandi.
Þessum tónleikum getur djassfólk
ekki misst af samviskulaust. Í
Herðubreið á Seyðisfirði 29. júní kl.
21.
4 Gott væri að rifja upp kynninaf Hraunfólkinu, bók BjörnsTh. Björnssonar. Bregða sér
svo með nesti og nýja skó í göngutúr
á sögusvið bókarinnar Þingvöllum.
Mögnuð upplifun og fögur fjallasýn.
5 Það væri gaman að gera sérlystireisu nið’rí bæ og skoðaalmennilega nýja ljós-
myndagalleríið Fótógrafíu á Skóla-
vörðustígnum. Kaffi á Mokka á eftir.
6 Ég veðja á að það verði gott íSkálholti 30. júní. Kl. 15verða minningartónleikar
um Manuelu Wiesler, og kl. 17 verð-
ur Skálholtskvartettinn með tón-
leika, nýkominn heim úr Ítalíureisu.
7 Menningarveislan á Sól-heimum í Grímsnesi er sér-deilis áhugaverð, með tón-
leikum á laugardögum kl. 14 með
alls konar tónlist og kaffi á eftir.
8 Og um leið og komið er aust-ur fyrir fjall, er aldeilis rakiðað bregða sér á Kamb í Holt-
um, og skoða galleríið hjá Gunnari
Erni Gunnarssyni málara. Ábú-
endur hafa líka hlotið viðurkenningu
fyrir fallegt umhverfi býlisins.
9 Enn eru eftir tvennir tón-leikar á hátíðinni Við Djúpið áÍsafirði: tónleikar Erlings
Blöndals Bengtssonar á morgun í
Edinborgarhúsinu, og tónleikar Er-
lings, Vovka Ashkenazy og fleiri í
kvöld. Þá má reyndar heyra í beinni
útsendingu á Rás eitt kl. 21.
10 Lengi hefur mig lang-að í miðborgargöngumeð Birnu Þórð-
ardóttur. Menningarfylgd Birnu,
þykir ofboðslega skemmtileg, og ég
veit um fólk sem hefur farið oft.
11 Ég ætla að eigna mérgóða laut í Hvalfirð-inum í sumar; og gera
að minni einka Ljóðalaut. Þegar
veðrið er gott, ætla ég þangað með
teppi og kaffibrúsa og lesa ljóð, –
helst upphátt. Fyrsta verk verður að
lesa bók Þorsteins Þorsteinssonar
um skáldskap Sigfúsar Daðasonar.
12 Sumarsýningin íBogasal Þjóðminja-safnsins er einn af
stærri menningarviðburðum sum-
arsins. Þar sýna Guðrún Kristjáns-
dóttir, Guðbjörg Lind og Kristín
Jónsdóttir frá Munkaþverá. Þetta
er sýning sem enginn ætti að missa
af, og svo á maður eftir að skoða
Þjóðminjasafnið í krók og kring.
13 Óttusöngvar á vori eruað mínu mati eitt mestatónverk okkar – samið
af Jóni Nordal. 14. júlí kl. 17 verður
það flutt í Skálholti af Hljómeyki.
14 Ásgrímur og ungdóm-urinn – nei hún heitirekki það, sýningin í
Listasafni Árnesinga, en hún gæti
heitið það, því þar er teflt saman
landslagsverkum Ásgríms Jóns-
sonar og verkum núlifandi lista-
manna. Það þykir mér forvitnilegt –
ekki síst þar sem þemað er hin ís-
lenska fjallasýn. Stendur út júlí.
15 Það hljómar kannskiekki spennandi aðsegja: miðlunartankur
fyrir fráveitukerfi Hafnarfjarðar.
Engu að síður er mannvirkið flott og
skemmtilegt. Það stendur við suður-
enda Hafnarfjarðarhafnar og var til-
nefnt til Forum AID arkitekt-
úrverðlaunanna í ár. Svo er þetta
einstakur útsýnisstaður og best að
fara með nesti eða bók og sitja smá
stund á bekkjunum uppi við turninn.
16 Mig dreymir um aðkomast í sumar íStrandareisu einhverja
helgina. Ég hef aldrei skoðað
Galdrasafnið, og langar ekki síður
að snæða hjá franska kokkinum á
Laugarhóli í Bjarnarfirði.
17 Sumartónleikar í Sig-urjónssafni hefjast 10.júlí. Eftir sólbakaðan
þriðjudag, mæli ég með ferð í safnið,
á tónleika, og síðast en ekki síst kaffi
í guðdómlegri kaffistofunni – með
einstakt kvöldsólarútsýni.
18 Mér skilst að það séuppselt á einleik Bene-dikts Erlingssonar, Mr.
Skallagrímsson fram í miðjan júlí.
Þannig að sennilega ætti maður að
drífa í því að panta miða í ágúst..
19 Þeir sem ekki eru bún-ir að sjá Cobra sýn-inguna í Listasafni Ís-
lands ættu að drífa sig, henni lýkur
7. júlí. Hægt að miða á sunnudag,
þegar leiðsögn er um sýninguna.
20 Ávísun á unað. Ljóða-tónleikar Hönnu DóruSturludóttur, Lothars
Odinius og Steinunnar Birnu Ragn-
arsdóttur á Reykholtshátíðinni 28.
júlí. Þar verða þeir Schumann,
Schubert, Grieg og Sibelius.
21 Einn sumarfrísdagþarf að taka algjörlegafrá, frá morgunverði til
miðnættis í það verkefni að ganga
niður Laugaveginn. Maður þarf
reyndar að hafa smávegis pening í
vasanum. Því þennan dag á ekki að
gera neitt annað en að frílysta sig.
Það er hægt að ákveða nokkrar
vörður fyrirfram, mínar verða Safn
og Tívolí. Ef maður er heppinn,
koma listaspírur Hins hússins í flas-
ið á manni einhvers staðar á leiðinni.
22 Síldarminjasafnið áSiglufirði er ein-staklega skemmtilegt
og lifandi. Ekki gleyma að skoða
verbúðarloftið í Róaldsbrakka og
rýna í ástarjátningar ristar á koju-
botna, – og þétt handaband við listi-
lega timburmenn Aðalheiðar Ey-
steinsdóttur er ekki ráðlagt.
23 Það verður sérstaktverkefni eftir Siglóst-opp, að fara innst í
Stíflu í Fljótum með myndavél.
Þetta verður vettvangur nátt-
úruljósmyndunar sumarsins, enda
einn fegursti staður landsins. Mynd-
irnar má útbúa sem gjafakort.
24 Kvöldgöngur í Kvos-inni eru fyrirbæri semég þarf að kynna mér.
Þetta eru labbitúrar með leiðsögn
einhverra spekinga, sem fræða fólk
um hitt og þetta tengt menningu og
sögu miðbæjarins. Öll fimmtudags-
kvöld frá Listasafni Reykjavíkur.
25 Það er ekki hægt aðmissa af Safnasafninuá Svalbarðsströnd í
sumar. Nú er búið að stækka það, og
þar verða hvorki meira né minna en
14 sýningar samtímis í allt sumar.
26 Borgarbókasafnið íGrófinni er vettvangurgóðrar menning-
arreisu. Spáðu í það – allt sem þig
langar að lesa, fyrir lágmarksverð.
Artótekið er líka snilld, – myndlist
sem þú færð að láni eins og bók.
27 Göngutúr um gamlabæinn í Hafnarfirði oghverfið kringum Frí-
kirkjuna er upplifun. Gömlu hús-
unum þar er flestum vel vel við hald-
50
leiðir til vellystinga
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
SHREK 3 m/ensku tali kl. 12 - 3 - 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 12 - 2:15 - 4:15 - 6:15 LEYFÐ DIGITAL
CODE NAME: THE CLEANER kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára
OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5 B.i. 10 ára DIGITAL
SHREK 3 m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
SHREK 3 VIP m/ensku tali kl. 8 - 10:10
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
OCEAN'S 13 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára
OCEAN'S 13 VIP kl. 3 - 5:30
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára
ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÝND M
EÐ
ÍSLENS
KU
OG ENS
KU
TALI
WWW.SAMBIO.IS
SHREK, FÍÓNA,ASNINN
OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTI-
LEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
STÆRSTA OPNUN
Á TEIKNIMYND
FYRR OG SÍÐAR.