Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 21 MENNING Breyting á yfirtökutilboði í Actavis Group hf. Þann 1. júní síðastliðinn lagði Novator eignarhaldsfélags ehf. („tilboðsgjafi”) fram yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki sem ekki var þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa eða í eigu Actavis Group hf. Tilboðsgjafi tilkynnir hér með að hann hefur ákveðið að gera breytingar á yfirtökutilboði sínu sem hafa í för með sér hagstæðari skilmála fyrir hluthafa. Breytingarnar eru háðar einróma meðmælum allra óháðra stjórnarmanna Actavis Group hf. til hluthafa um að samþykkja hið breytta yfirtökutilboð og óafturkallanlegri skuldbindingu frá hinum óháðu stjórnarmönnum um að samþykkja hið breytta yfirtökutilboð. Tilboðsverðið hefur verið hækkað og er nú EUR 1,075 (Evrur ein 075/1000) í reiðufé fyrir hvern hlut í A-flokki sem ekki er þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa eða í eigu Actavis Group hf., kvaða- og veðbandalausan („tilboðsverð“). Um er að ræða u.þ.b. 10% hækkun frá upphaflegu tilboðsverði. Komi til þess á næstu 12 mánuðum eftir að yfirtökutilboð tilboðsgjafa verður óskilyrt, að tilboðsgjafi selji eða framselji með öðrum hætti, beint eða óbeint, í einum eða fleiri viðskiptum (þ.m.t. með veitingu áskriftarréttinda eða valrétta, samruna, sölu verulegra eigna, skráningu hlutafjár á skipulagðan verðbréfamarkað eða með öðrum hætti), 10% eða meira af hlutafjáreign sinni (eða beinum eða óbeinum réttindum henni tengd), til ótengds þriðja aðila, að undanskildum starfsmönnum Actavis Group hf. og jafnframt að undanskilinni endurskipulagningu innan samstæðu tilboðsgjafa og öllum kvöðum sem kunna að vera lagðar á hlutabréfin, þ.m.t. veðsetningu, (á þeim tíma er yfirtökutilboðið verður óskilyrt) í Actavis Group hf. (eða aðila sem tekið hefur við réttindum og skyldum Actavis Group hf.) („síðari sala“), á hærra verði en sem nemur tilboðsverði tilboðsgjafa („hið hærra söluverð“), þá skuldbindur tilboðsgjafi sig til að tilkynna öllum þeim er samþykkja yfirtökutilboðið um að síðari sala hafi átt sér stað, innan 5 viðskiptadaga eftir að samningar um síðari sölu hafa náðst. Eftir því sem við á mun tilboðsgjafi deila hlutfallslega með hluthöfum sem samþykktu yfirtökutilboðið mismun á hinu hærra söluverði og tilboðsverði (að teknu tilliti til sanngjarns kostnaðar af viðskiptunum). Greiðsla á grundvelli þessa yrði innt af hendi til viðkomandi hluthafa í reiðufé í Evrum innan 10 viðskiptadaga frá lokum síðari sölu. Nánari upplýsingar um hugsanlega viðbótargreiðslu og breytingar á yfirtökutilboðinu er að finna í viðauka við hið opinbera tilboðsyfirlit sem sent verður hluthöfum og sem einnig má nálgast hjá Landsbanka Íslands hf. eða á vefsíðu Landsbankans, www.landsbanki.is. Hluthafar sem skráðir voru í hlutaskrá Actavis Group hf. við lokun viðskipta þann 30. maí 2007 munu fá sendan viðauka við opinbera tilboðsyfirlitið, endurnýjað samþykkiseyðublað, afrit greiðsluábyrgðar og áletrað svarsendingarumslag. Til þess að samþykkja hið breytta yfirtökutilboð skulu hluthafar skila rétt útfylltu samþykkiseyðublaði til Landsbanka Íslands hf., Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík, merkt „Actavis Yfirtökutilboð”, í svarsendingarumslaginu. Einnig geta hluthafar samþykkt yfirtökutilboðið með því að senda samþykkiseyðublaðið á faxnúmerið 410 3002 eða fara inn á vefsíðu Landsbankans, www.landsbanki.is, og nota aðgangsupplýsingar sem fram koma í bréfi til hluthafa Actavis.. Í samræmi við ákvæði laga hefur gildistími yfirtökutilboðsins verið framlengdur og gildir tilboðið nú til kl. 16:00 þann 9. júlí 2007. Samþykki yfirtökutilboðsins verður að hafa borist Landsbanka Íslands hf. áður en gildistíminn rennur út. Tilboðið er háð þeim skilyrðum sem fram koma í hinu opinbera tilboðsyfirliti og í viðauka við tilboðsyfirlitið. Hluthafar eru hvattir til að skila samþykkiseyðublaðinu rétt útfylltu hið fyrsta. Landsbanki Íslands hf. - Fyrirtækjaráðgjöf er ráðgjafi tilboðsgjafa og umsjónaraðili yfirtökutilboðs þessa. Öll skjöl tengd yfirtökutilboðinu má nálgast hjá Landsbanka Íslands hf. að Hafnarstræti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík, og á vefsíðu bankans, www.landsbanki.is. Hluthöfum er bent á að hafa samband við Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans í síma 410 4040 ef óskað er frekari upplýsinga, auk þess sem hægt er að senda fyrirspurnir á tölvupóstfangið Actavis-tilbod@landsbanki.is. Hækkað tilboðsverð Viðbótargreiðsla Samþykki Gildistími Umsjón ÍS LE N SK A S IA .IS /L B I 3 81 75 0 6/ 07 Í GALLERÍI Auga fyrir auga heldur Bjarki Bragason sína fyrstu einkasýningu í Reykja- vík, en Bjarki lauk námi frá Listaháskóla Ís- lands í fyrravor. Sýning Bjarka nefnist „Fjöll í kassa“ og samanstendur af ljós- myndum og fundnum hlutum sem tengjast saman í hlutverkaleik. Lykillinn að þessum hlutverkaleik var snævi þakinn haugur af notuðu mótatimbri sem stóð við verksmiðju sem selur slíkt timbur fyrir Kárahnjúka- virkjun. Ljósmyndaði listamaðurinn hauginn frá sömu átt og hann horfði yfir til Herðu- breiðar, enda formlögunin furðulík, og má túlka sem svo að þetta mótatimbur hafi brugðið sér í dulargervi þjóðarfjalls íslend- inga. Á annarri ljósmynd stendur listamaðurinn sjálfur í dulargervi einhvers virkjunarverk- taka, íklæddur vinnuvesti og skíðahúfu sem hylur andlit hans líkt og Hamas-skæruliða, sem aftur á í samtali við ljósmynd af leik- föngum í kössum sem á stendur „Pretend professionals“ (þykjustufagfólk) og tekin var í leikfangaverslun í Ísrael. Fyrirmyndirnar eru í líki einhvers annars en þær í raun eru og þannig er líka gólf- innsetning Bjarka. Þar hefur listamaðurinn raðað saman kassabrotum og dóti sem hann hirti úr haugnum og saman mynda þau rofið landslag sem vissulega má líkja við gljúfur, máski Hafrahvammagljúfur og/eða Dimmu- gljúfur? Þar hjá er teygður svartur plast- poki sem inniheldur rusl úr haugnum sem í þessu samhengi fær á sig mynd stíflugarðs. Byggist þetta þó á vísbendingum sem hver og einn hefur fullt frelsi til að túlka og setja síðan í samhengi þannig að ferlið verður skapandi fyrir alla. Sjónrænt er sýningin ekkert sérlega slá- andi og skynrænt áreitið í hóflegri kant- inum. En á móti má segja að listamaðurinn setji verkin fram umbúðarlaust og að lít- illætið sé í ágætu mótvægi við æpandi um- búðarmenningu samtímans. Allt í plati Hlutverkaleikur Haugur af mótatimbri fyrir Kárahnjúkavirkjun bregður sér í dulargervi þjóðarfjalls Íslendinga. MYNDLIST Auga fyrir auga Opið fim. og fös. kl.15-19, lau. og sun kl. 14-19. Sýningu lýkur 2. júlí. Aðgangur ókeypis. Bjarki Bragason Jón B. K. Ransu NÝJASTI geisladiskur kvennakórs- ins Vox feminae, sem leit dagsins ljós fyrir síðustu jól, er tileinkaður Maríu Guðsmóður og ber hið einfalda og fal- lega nafn Ave Maria. Flutningur kórsins og hljóðfæraleikaranna er all- ur hinn vandaðasti og efnisvalið gott, bæði með tilliti til fjölbreytileika og þægilegrar áheyrnar. Hanna Björk Guðjónsdóttir sópransöngkona syng- ur einsöng í fjórum verkum af fimm- tán og gerir það vel. Hún hefur mjög fallega rödd og beitir henni oftast af miklu listfengi, þó hættir tóninum einstaka sinnum til að verða full þungur, þ.e. vibratóið stórt og í hæg- ari kantinum, sem gefur laglínunum dramatískari blæ en trúarlegri tónlist hæfir, að mínu mati. Vox feminae er frábær kór. Samhljómurinn er góður og tónninn tær og hrífandi og gleður eyrað. Geisladiskurinn rennur í heild sinni ljúflega í gegn og kallar á aðra umferð þegar síðasta lagið er á enda. Hann hefur mild sefandi áhrif og fyll- ir andrúmsloftið hátíðlegri ró. Við Ís- lendingar eigum láni að fagna að hér skuli vera starfræktir svo öflugir kór- ar eins og Vox feminae og er það ósk mín að þessar ágætu konur haldi áfram að gefa út afraksturinn af sínu vel heppnaða samstarfi. Ljúfir tónar og vandaðir TÓNLIST Geisladiskur Kvennakórinn Vox feminae syngur lög og ljóð tileinkuð Maríu Guðsmóður auk ann- arra trúarlegra verka. Höfundar: Bach, Gluck, Mozart, Schubert, Mendelsson- Bartholdy, Franck, Rheinberger, Sigvaldi Kaldalóns, Deutchmann, Þorkell Sig- urbjörnsson og Lightfoot. Stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir. Einsöngur: Hanna Björk Guðjónsdóttir. Orgel: Ant- onía Hevesi. Óbó: Eydís Franzdóttir. Hljóðupptaka og hljóðblöndun: Ólafur Elíasson. Domus vox gefur út 2006. Vox feminae – Ave Maria  Ólöf Helga Einarsdóttir Þórir Guðmundsson ritstjóri visir.is skrifar: INGVARI Hjálmarssyni netstjóra mbl.is er af einhverjum ástæðum um- hugað um að „leiðrétta“ upplýsingar um að Morgunblaðið greiði blogg- urum fyrir að blogga. Undir fyr- irsögninni „Ekki borgað fyrir blogg- færslur“ segir hann að það sé ekki Morgunblaðið heldur auglýsingabirt- ingafyrirtækið Mediacom sem inni af hendi greiðslur til valinna bloggara. „Þær greiðslur voru á engan hátt tengdar Morgunblaðinu,“ segir Ingv- ar. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 23. maí er Mediacom hér að starfa í umboði fyrir fjármálafyrirtækið Byr. Fjórir valdir bloggarar fengu þessar greiðslur. Ég geri enga athugasemd við það að Morgunblaðið greiði mönnum fyr- ir að skrifa á vefinn. Hingað til hefur það samt ekki þótt til fyrirmyndar, af augljósum ástæðum, að dálkahöf- undar og aðrir sem lýsa skoðunum sínum í fjölmiðlum fái greitt fyrir skrif sín beint frá auglýsendum. Hér fetar Morgunblaðið því nýja og at- hyglisverða slóð. Byr borgar fyrir skoðanir á mbl.is ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.