Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 23. júní kl. 12.00 Björn Steinar Sólbergsson, orgel 24. júní kl. 20.00 Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur verk eftir Buxtehude, Langlais og Guilmant. www.listvinafelag.is SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 29/6 kl 20 uppselt, 1/7 kl 15, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15, 14/7 kl. 20, 11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 25/8 kl. 20, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR Á Byggðasafninu eru sex sýningar opnar í sumar: Saga Egyptalands, Þannig var... Saga Hafnarfjarðar, Leikfangasýning, Sívertsens-húsið, Siggubær og Álfasýning. Opið alla daga kl. 11:00—17:00 og til 21:00 á fimmtudögum. HAFNARBORG, MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR Til 24. júní 2007 Salur I, Temma Bell “Ný málverk” Salir II og III, Louisa Matthíasdóttir og Leland Bell, “Sameiginlegt líf, uppstillingar” Bogaskáli, Ruth Boerefijn, “Innra landslag” Innsetning Opið: kl. 11:00—17:00 alla daga nema þriðjudaga, á fimmtu- dögum er opið til kl. 21:00. „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Í kvöld kl. 20 UPPS. Sun 24/6 kl. 20 UPPS. Fim 28/6 kl. 20 UPPS. Síðustu sýningar LJÓTU HÁLFVITARNIR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR LAU 30/6 KL. 21 MIÐAVERÐ KR. 1.800 Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Í Breiðavík við Látrabjarg var á ár- unum 1952-1972 rekið vistheimili fyrir drengi, sem lent höfðu í vand- ræðum. Árið 1972 var rekstri heim- ilisins breytt í skólaheimili fyrir bæði drengi og stúlkur og þannig var það rekið fram undir lok 8. áratugar lið- innar aldar, er starfsemi þess lagðist af. Starfsemi þessa heimilis var oft umdeild, margir töldu hana byggjast á röngum forsendum, heimilið væri illa staðsett og í raun unglinga- eða barnafangelsi fremur en uppeld- isstofnun. Langt er síðan rannsóknir sýndu að margir þeirra sem dvalist höfðu í Breiðavík um lengri eða skemmri tíma lentu í ýmiss konar af- brotum og erfiðleikum eftir að þeir sneru aftur og var það stundum haft til marks um að starfsemin skilaði litlum sem engum árangri. Þá tóku og að berast af því fregnir, óljósar að vísu í fyrstu, að drengir í Breiðavík ættu þar illa vist og sættu harðræði af hendi forstöðumanns. Lengi vel létu flestir þetta sem vind um eyru þjóta. Annaðhvort vildi þjóðin ekki af þessu vita eða hún taldi heimild- armenn kannski ekki nógu trúverð- uga. Á næstliðnum þorra upphófust skyndilega í fjölmiðlum miklar og til- finningaþrungnar umræður um Breiðavíkurheimilið. Fyrrverandi vistmenn komu hver á fætur öðrum fram í sjónvarpi og fleiri fjölmiðlum og lýstu skelfilegri meðferð, sem þeir höfðu orðið fyrir og sumir brustu í grát. Allt í einu var þjóðin tilbúin að heyra af þessu máli, flest- um brá illa, forsætisráðherra skipaði nefnd til að kanna málefni vistheim- ila, rætt var um að fyrrverandi vist- menn í Breiðavík ættu að fá bætur. Svo var eins og fjölmiðlar misstu áhuga á málinu og umræðunni lauk jafn óvænt og skyndilega og hún hófst. Umfjöllunin var með þeim hætti að allir, sem störfuðu í Breiðavík og réðu þar húsum á árunum frá 1952 og fram yfir 1970 voru hafðir fyrir sök. Við nánari athugun kom þó í ljós að forstöðumaður heimilisins á ár- unum 1964-1972 var hinn eiginlegi sökudólgur, fyrri forstöðumenn virt- ust hafa staðið sig vel, annast dreng- ina af þeirri kostgæfni sem þeir gátu og rekið heimilið af góðri forsjá. Einn þessara manna var Hallgrímur Sveinsson, síðar kennari og bókaút- gefandi í Dýrafirði. Hann var for- stöðumaður í Breiðavík á árunum 1962-1964. Í þessari bók birtir hann ýmsar heimildir og frásagnir af lífi og starfi í Breiðavík frá 1952 og þar til hann lét sjálfur af störfum. Eng- um getur dulist að tilgangurinn með útgáfunni er að sýna fram á að fyrir haustið 1964 hafi hlutirnir gengið bærilega fyrir sig í Breiðavík. Það má kallast eðlilegt og ýmsar heim- ildir sem hér eru birtar eru fróðlegar og sýna, að á þessum árum var vistin í Breiðavík á allan hátt betri og bæri- legri en síðar varð. Hversu mikið gagn heimilið gerði er hins vegar önnur saga. Varnarrit Breiðvíkings BÆKUR Þjóðfræði Sérefni: Breiðavíkurheimilið 1952-1964. Útgefandi Vestfirska forlagið, Brekku í Dýrafirði 2007. 90 bls., myndir. Mannlíf og saga fyrir vestan Jón Þ. Þór HUGMYNDIN að [box] var sú að leiða saman framsækna tónlist- armenn í fremstu röð, sem þekkj- ast ekki fyrir, í þeim tilgangi að spila sig saman á stuttum tíma og fremja tónlist fyrir áhorfendur og í hljóðveri. Fjórmenningarnir sem völdust til verkefnisins eru af fer- ilskránum að dæma allt miklir þungavigtarmenn á sínu sviði og máttu áhorfendur því búast við miklu af hinu nýstofnaða bandi. Fyrri hlutinn einkenndist af nokkuð samfelldri keyrslu hjá öll- um spilurum. Frasarnir voru hrað- ir, atónal og var sjaldan staldrað við nokkurt stef svo allt rann sam- an í eina brjálaða belg og biðu sem endaði jafn snögglega og hún upp- hófst. Samspilið og hlustunin var engu að síður góð og í raun var mjög áhugavert að heyra svo þétt band í spuna, þótt hluttekning í tónlistinni hefði verið illmöguleg vegna þess hve algjör síbreytileiki hennar var. Eftir hlé varð breyting á þessu. Hljóðfærasamsetningin varð breytilegri, lagræna og end- urtekningar urðu meira áberandi og gullfallegir hljóðlátir bútar fóru að skjóta upp kollinum. Lokasyrp- an var löng og sívaxandi keyrsla og virtist úthald trommuleikarans Morgan Agren vera ótæmandi, en margslunginn leikur hans og óvenjulegt taktskyn var á margan hátt þungamiðja tónleikanna. Frá- bært samspil hans og bassaleik- arans Raoul Björkenheim var líka eftirtektarvert. Gítarleikarinn Tre- vor Dunn átti skemmtilega spretti, sérstaklega í seinni hlutanum þar sem einfaldleikinn varð fim- leikastrófunum yfirsterkari og spennandi grúv fóru að fæðast hjá honum, sem breiddust yfir restina af bandinu. Framlag hljómborðs- leikarinn Ståle Storløkken var hóg- vært og lúmskt og hafði mikið að segja um fjölbreytileika hljóð- heimsins sem borinn var á borð þetta kvöld. Af tónleikunum að dæma hefur [box] hugmyndin heppnast vel. Tónlistin fær einfaldlega að vera eins og hún er, hvernig sem hún er í hvert sinn og má með sanni segja að hér heima á Gauknum hafi hún verið bara góð. Kraftur og úthald TÓNLIST Gaukur á Stöng Samsteypusveitina [box] skipa Trevor Dunn á gítar, Morgan Agren á trommur, Raoul Björkenheim á bassa og Ståle Storløkken á hljómborð.Mánudag- inn 18. júní. [box]  Ólöf Helga Einarsdóttir Morgunblaðið/Sverrir [box] „Tónlistin fær einfaldlega að vera eins og hún er...“ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is LÍTIÐ hefur heyrst frá Ný danskri, einni ástsælustu hljómsveit landsins að undanförnu. Trúlega er það þó að- eins lognið á undan storminum því margt er á döfinni hjá þeim félögum á þessu ári. „Sveitin er tuttugu ára á árinu og í tilefni af því verða allar plötur hennar endurútgefnar í einum kassa,“ segir Björn Jörundur Frið- björnsson, forsprakki sveitarinnar, en líklega verður um átta plötu safn að ræða sem kemur út með haustinu. „Svo er í farvatninu að gefa út eitt- hvað smáræði af nýju efni líka,“ seg- ir Björn sem telur þó ólíklegt að um heila plötu verði að ræða þótt þeir fé- lagar hafi verið duglegir við að semja nýtt efni. „Það er alltaf eitthvað verið að garfa,“ segir Björn. Furðuleg tilhugsun Þegar Ný dönsk fagnaði tíu ára af- mæli sínu árið 1997 sendu þeir fé- lagar frá sér veglega tvöfalda safn- plötu og héldu eftirminnilega tónleika í Háskólabíói. Aðspurður segir Björn undarlegt að hugsa til þess að tíu ár séu liðin frá því, og að Ný dönsk sé orðin 20 ára gömul hljómsveit. „Mér finnst það mjög furðulegt, að maður sé búinn að vera svona lengi í sveitinni. Við vorum 16 til 17 ára gamlir þegar við stofnuðum hana, þannig að maður er búinn að vera 16 ár ævinnar ekki í bandinu,“ segir Björn og hlær. Þeir félagar munu taka forskot á sæluna með tónleikum á Gauknum í kvöld, og að sögn Björns mætti segja að þeir séu að marka upphafið á af- mælisári sveitarinnar. „Við ætlum að spila okkar tónlist fyrir þá sem vilja á hlýða,“ segir hann, og bætir við að sveitin hafi ekki spilað á tónleikum í þrjá til fjóra mánuði. „Við komum til með að spila eitthvað í sumar, en ekki mikið þannig að þetta er gott tækifæri fyrir þá sem vilja koma og berja hljómsveitina augum.“ Leiklistin á hakanum Líkt og áður er Ný dönsk skipuð þeim Jóni Ólafssyni, Stefáni Hjör- leifssyni, Ólafi Hólm og Birni Jör- undi, en þeim til halds og trausts á tónleikunum í kvöld verður Ingi Snær Skúlason, bassaleikari úr Jagúar. „Eftir að ég þurfti að taka við því að syngja fyrir hljómsveitina fengum við Inga til að spila á bass- ann þegar við komum fram,“ segir Björn sem sjálfur er bassaleikari, en hefur verið aðalsöngvari sveit- arinnar frá því Daníel Ágúst Har- aldsson sagði skilið við hana árið 1997. Auk þess að fást við tónlist vinnur Björn um þessar mundir sem hug- mynda- og textasmiður á auglýs- ingastofunni Pipar. Eins og margir eflaust muna lærði hann leiklist í Liverpool og hefur farið með eft- irminnileg hlutverk í kvikmyndum á borð við Sódómu Reykjavík og Engla alheimsins. Lítið hefur þó far- ið fyrir leiklistinni hjá Birni að und- anförnu. „Hún hefur nú bara setið á hakanum. En ég er alltaf til ef ein- hver vill nota mig.“ Djammað fram á nótt Ný dönsk markar upphaf afmælisárs með tónleikum í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Ný dönsk Sveitin fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu ári. Ný dönsk spilar á Gauknum í kvöld og stígur á svið um kl. 1 eftir mið- nætti. Aðgangur er ókeypis til miðnættis en miðaverð er 1.500 kr eftir það. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.