Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DÓMSTÓLAR OG ALMENNINGUR Róbert Spanó, prófessor viðlagadeild Háskóla Íslandsskrifar áhugaverða grein hér í Morgunblaðið í gær um það álitamál, hvort ástæða sé til að vantreysta dóm- urum í störfum þeirra. Tilefni greinar prófessorsins er augljóslega nýlegar kannanir þess efnis, að dómarar njóti ekki hlutfallslega mikils trausts í störfum sínum. Í grein sinni segir prófessorinn m.a.: „Málefnaleg gagnrýni á störf dóm- ara er nauðsynleg í réttarríki og veitir þeim aðhald. Slík gagnrýni krefst hins vegar ígrundaðs mats og lögfræði- legrar rannsóknar á sakarefninu, málsástæðum aðila og rökstuðningi dóms.“ Þetta er rétt. Þeim mun athyglis- verðara er hversu erfitt hefur reynzt að fá lögfróða menn til þess að tjá sig um dóma eða aðrar niðurstöður í við- kvæmum málum, sem réttarkerfið hefur haft til meðferðar á undanförn- um misserum. Þeir sem starfa við fjöl- miðla vita að í sumum tilvikum hefur það verið nánast ómögulegt. Hvað veldur því? Er hugsanlegt að lögvís- indamenn, sem eins og aðrir hafa fylgzt með því skítkasti, sem gengur yfir þá, sem fjalla um þessi málefni, vilji ekki verða fyrir því sjálfir og hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að um sum mál sé einfaldlega ekki hægt að fjalla á málefnalegum forsendum? Róbert Spanó segir: „… dómarar mega ekki láta pólitísk viðhorf eða önnur persónuleg geðþóttasjónarmið hafa áhrif við úrlausn mála. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum …“ Þetta er rétt. En dómarar eru líka menn. Er hugsanlegt að miklar um- ræður í þjóðfélaginu um einstök saka- mál geti haft sálræn og tilfinningaleg áhrif á þá í störfum þeirra? Róbert Spanó segir: „Ekki er þeim sem þetta ritar hins vegar kunnugt um að gögn eða upp- lýsingar hafi verið settar fram, sem geta réttlætt þá afstöðu að ástæða sé til að vantreysta dómurum vegna þessara starfa sinna.“ Við búum í litlu samfélagi. Er hugs- anlegt að óvarleg orð, sem látin eru falla í einkasamtölum geti dregið úr tiltrú á dómara? Róbert Spanó segir: „Líkast til má fullyrða, að tiltölu- lega lítið traust borgaranna á dóm- stólum landsins megi að einhverju leyti rekja til umræðu um að refsi- ákvarðanir séu of vægar í tilteknum brotaflokkum.“ Þessi fullyrðing prófessorsins er ekki fjarri sanni. Hæstiréttur telur að þriggja mánaða fangelsi fyrir að eyði- leggja líf lítillar stúlku að líkindum um aldur og ævi sé réttlátur dómur. Hefur Hæstiréttur rétt fyrir sér? Róbert Spanó hefur vakið máls á mjög verðugu umræðuefni. En það er flóknara en hann vill vera láta og þarfnast dýpri umfjöllunar. „ÁFRAM STELPUR“ Íslenska kvennalandsliðið í fótboltahefur leikið vel undanfarin ár og staðið sig með prýði, en óhætt er að segja að á undanförnum dögum hafi það spilað sig inn í hjörtu þjóðarinnar. Íslenska liðið tók á móti serbneska landsliðinu á fimmtudagskvöld. Þetta var þriðji leikur liðsins í riðlakeppn- inni um sæti á Evrópumeistara- mótinu, sem haldið verður í Finnlandi á næsta ári, og mikilvægt að knýja fram sigur á heimavelli. Ekkert fum var á liðinu og tók það öll völd á vell- inum frá fyrstu mínútu. Boltinn gekk vel á milli leikmanna, sem hvað eftir annað prjónuðu sig í gegnum vörn andstæðinganna. Niðurstaðan var af- gerandi fimm marka sigur. Liðið hef- ur nú unnið alla þrjá leiki sína í riðl- inum, er með níu stig og hefur skorað níu mörk án þess að fá á sig eitt ein- asta mark. Sigurinn var ánægjulegur og ekki skemmdi fyrir að sex þúsund manns fjölmenntu á völlinn til að fylgjast með. Aldrei hafa jafn margir áhorfendur fylgst með leik íslenska kvennalandsliðsins á heimavelli. Leikurinn á fimmtudag bar styrk liðsins vitni, en sigur liðsins á Frökk- um fyrir viku var ekki síður frækinn. Frakkar eru mun ofar íslenska liðinu á styrkleikalista landsliða, en með ög- uðum leik tókst Íslendingunum að knýja fram sigur í Laugardalnum. Gengi kvennalandsliðsins er fyrir margra hluta sakir ánægjulegt. Ljóst er að liðið á nú möguleika á því fyrst A-landsliða að komast í úrslitakeppni í knattspyrnu, nokkuð sem karla- landsliðinu hefur reynst afar torsótt. Í íþróttum hefur athyglin beinst mun meira að körlum en konum, sérstak- lega í boltaíþróttum. Árangri fylgir athygli. Árangri fylgir tilkall til áhrifa í íþróttahreyfingunni. Stutt er síðan Knattspyrnusamband Íslands tók þá ákvörðun að hækka dagpeninga- greiðslur til kvennalandsliðsins til jafns við karlalandsliðið. Ljóst er að sú ákvörðun var löngu tímabær. Íþróttaumfjöllun fjölmiðla hefur að langmestu leyti snúist um karla þótt vissulega séu til heiðarlegar undan- tekningar. Nægir að nefna þrotlausar útsendingar karlaleikja, karlakapp- aksturs og karlagolfs nánast alla daga vikunnar því til stuðnings. Helst er að jafnræði ríki þegar sýnt er frá frjáls- íþróttamótum eða tennis. Árangur landsliðsins er skref í þá átt að vinna gegn þessari slagsíðu. Strákarnir hafa nægar fyrirmyndir. Nú fá stelp- urnar fyrirmyndir í Ásthildi Helga- dóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Þóru B. Helgadóttur og félögum og verður þeim vonandi hvatning til dáða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Morgun- blaðinu í dag að árangur kvennalands- liðsins hafi góð áhrif „þvert í gegnum samfélagið“. Einhvern tímann var sungið „Áfram stelpur“. Það á við nú og þjóðin tekur undir. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is Konur fá að jafnaði um 10-12% lægri laun en karlarfyrir sambærilega vinnusamkvæmt nýrri og ít- arlegri rannsókn um óútskýrðan launamun kynjanna. Föst mán- aðarlaun kvenna mælast að með- altali um 18% lægri en karla árið 2006, en eftir að tekið hefur verið tillit til starfsgreinar, aldurs, menntunar og starfsaldurs í fyr- irtæki standa 10% eftir sem óút- skýrður kynbundinn launamunur. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á launamun kynjanna á und- anförnum árum með mismunandi niðurstöðum, en almennt mælist launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kyni á bilinu 5-20%. Þessi nýjasta rannsókn, sem er samstarfsverkefni Hag- fræðistofnunar, Samtaka atvinnu- lífsins og ParX-viðskiptaráðgjafar IBM, brýtur blað að því leyti að hún er mun umfangsmeiri og ná- kvæmari en þær sem gerðar hafa verið hér á landi hingað til. Ítarleg gagnasöfnun Niðurstöðurnar eru byggðar á launabókhaldi 102 fyrirtækja, sem nær til rúmlega 6.300 starfsmanna, þar af voru 56% karlar og 44% kon- ur. Ólíkt t.d. launakönnun VR frá 2006 var rannsóknin ekki háð þátttökuprósentu starfsmanna, því gagnasafn ParX tekur til allra starfsmanna þeirra fyrirtækja sem taka þátt. Upplýsingarnar eru teknar beint úr launabókhaldi svo ekki er treyst á minni eða viðhorf launþega eins og gert er í spurn- ingakönnunum. Einnig voru störf skilgreind með nákvæmari hætti en í fyrri könnunum, eða alls í flokka, auk þess sem góðar ingar um menntun og starf hjá fyrirtæki fengust í gag inu. Hins vegar fengust ek lýsingar um fjölskylduaðst frammistöðu og ábyrgð sta manna. Fyrirtækin sem rannsók Launamunur kynjanna virðist vera minni en áður var ta Óútskýrður launam 10% samkvæmt ný Kynbundinn launa- munur er enn stað- reynd sem ekki finnst haldbær skýring á. Hann virðist þó vera um 5% minni en hing- að til hefur verið talið. 12 !(   (  34 ((    "#!  ( 5 6 12 !(   (5(# (( 34   "#!  ( 5 6 /0# & # /0##/1  23##20  24##21  03##00  04##01  43 & 7// 8// 9// +// :// / ;-,, < $ 7// 8// 9// +// :// / ;-,, < $ 5##   66 5##4# 7##53# 55##54# 57# 8 Þetta eru að okkar matimun marktækari nið-urstöður en áður hafaverið birtar hér á landi um launamun kynjanna,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Þær kannanir sem hingað til hafi verið vísað í séu flestar byggðar á úrtaki úr sömu átta fyrirtækjunum. Þetta eru könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 1995 og kann- anir Capacent Gallup og VR frá 2006. Kynbundinn launamunur mældist á bilinu 14-16 prósent í þeim tilfellum og bendir þessi nýj- asta rannsókn því til að munurinn sé um 5% minni en áður var talið. Sama aðferð, betri gögn Arndís Ósk Jónsdóttir, fagstjóri mannauðsráðgjafar ParX, bendir á að allar þessar rannsóknir bygg- ist á sömu tölfræðilegu að- ferðafræði, þ.e. reynt er að skýra laun með sem flestum breytum sem skipta máli við launamyndun, þar á meðal kyni. Nú séu hins veg- ar gæði gagnanna meiri. Að sögn Hannesar hefur öll um- ræða um launamun kynjanna hingað til byggst á ófullkomnun gögnum. „Það er búið að end- urtaka svo oft að niðurstöðurnar úr þessum átta fyrirtækjum með 16% mun sé hinn heilagi sann- leikur svo fólk er farið að trúa því og líka því að ekkert hafi breyst á 10 árum,“ segir Hannes. „Það hef- ur bara allt breyst á 10 árum. Við sjáum það á aldurslínunum að þetta er mikil breyting.“ Gróðavon í að ráða konur Sigurður Jóhannesson hjá Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands bendir á að þrátt fyrir gæð gagnanna í þessari rannsó ekki hægt að útiloka að la inn megi að einhverju leyt til mismunandi ábyrgðar o frammistöðu, frekar en ky itt sé að gera könnun sem köstum allra starfsmanna Niðurstöðurnar eru m Niðurstöðurnar Sigurður Jóhannesson, Hannes G. Sigurðsson o mun. Gagnasafnið verði ennþá til staðar og bæta mætti inn í þátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.