Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 31 í 44 r upplýs- fsaldur gnasafn- kki upp- tæður, arfs- knin byggist á starfa í ýmsum atvinnu- greinum en eru þó fyrst og fremst í einkageiranum. Rúmur fimmt- ungur þeirra starfaði við fram- leiðslu og iðnað, tæpur þriðjungur við verslun og þjónustu, rúmur fimmtungur við fjármál og trygg- ingar og rúmur fjórðungur í há- tækni eða upplýsingatækni. Mennt- unarskipting starfsmannanna í gagnasafni var nokkuð almenn, en þó höfðu hlutfallslega nokkuð fleiri lokið háskólaprófi heldur en meðal landsmanna í heild og hlutfall þeirra sem eingöngu höfðu lokið grunnskólaprófi var lægra. Munurinn eykst með aldrinum Samkvæmt þversniði af launa- mun kynja miðað við aldur og starfsaldur 2006 er vinnumark- aðurinn afar ólíkur að þessu leyti, sem virðist benda til jákvæðrar kynslóðabreytingar. Niðurstöð- urnar sýna að launamunurinn er af- ar lítill við 24 ára aldurinn og eykst nokkuð samstíga fram á miðjan fer- tugsaldurinn. Um og eftir fertugt skilur síðan á milli og er munurinn mestur hjá elsta fólkinu og þeim sem hafa lengstan starfsaldur. Mætti túlka þessar tölur þannig að karlar og konur innan við 35-40 ára aldur deili ábyrgð á rekstri heim- ilisins, en meðal þeirra eldri sé al- gengara að konur hafi tekið sér hlé frá vinnu vegna barnauppeldis. Þær hafi því færri starfsár og minni frama í vinnu en karlkyns jafn- aldrar þeirra Eldri rannsóknir hafa sýnt að sambúð, hjónaband og barneignir hafa haft allt önnur áhrif á laun kvenna en karla. Könnun sem Jafn- réttisráð og Samtök um efnahags- leg völd kvenna gerðu árið 2002 sýndi að laun karla hækka við að stofna fjölskyldu en kvenna ekki. Þegar kemur að starfsaldri sýnir þverskurður að laun beggja kynja hækka nokkuð jafnt og þétt innan fyrirtækis þar til 11-15 ára starfs- aldri er náð. Eftir það halda laun karla áfram að hækka en laun kvenna lækka hins vegar. Þetta má að einhverju leyti skýra með því hve menntunarstig kvenna hefur breyst, þannig að konur með hæst- an starfsaldur séu með minni menntun en þær sem hafa starfað skemur hjá sama fyrirtæki. Meiri munur innan fyrirtækja Í 14. gr. jafnréttislaga segir að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skuli greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Rannsakendum fannst því forvitnilegt að skoða sérstaklega launamun innan fyrirtækjanna sjálfra. Í því skyni var gerð sérstök aðfallsgreining með gervibreytum fyrir hvert fyr- irtæki. Niðurstöðurnar lýsa þá ein- göngu launamun innan fyrirtækja, en ekki þeim mun sem mögulega felst í því að þau fyrirtæki sem hafa flestar konur í vinnu borgi betur eða verr en þau sem hafa hlutfalls- lega fleiri karla í starfsmannahópi sínum. Við þetta jókst launamun- urinn í 12% sem kom nokkuð á óvart. Þó kemur fram að skráning fyr- irtækja í gagnasafninu sé að ein- hverju leyti ófullkomin, þar sem fyrir komi að mörg fyrirtæki séu skráð undir merkjum eins. Þessi hækkun á prósentutölunni, úr 10% almennum mun upp í 12% mun inn- an fyrirtækja, bendi þó til að konur í gagnasafninu starfi að jafnaði hjá fyrirtækjum sem greiði laun yfir meðallagi. Rannsakendur leggja áherslu á að óútskýrði þátturinn í launamun- inum sé í raun ekki kynið sjálft heldur uppsöfnun á ýmsum órann- sökuðum þáttum sem skipta máli varðandi launaákvarðanir og samn- inga. Það geti verið þættir eins og viðhorf, persónulegir eiginleikar, fjölskylduaðstæður, frammistaða og ábyrgð. alið munur er um ýrri rannsókn ) )  3# # #  8 ði ókn sé aunamun- ti rekja og yns. Erf- lýsi af- a full- komlega. „Hins vegar ef þennan 10-12% launamun, sem við mælum, má eingöngu rekja til kyns þá er ljóst að það er mikið gróðafæri fyrir fyrirtæki í því að ráða konur til vinnu ef þær þiggja lægri laun fyrir sömu afköst.“ Með þetta í huga segir Sigurður að áhugavert væri að kanna t.d. afkomu fyrirtækja eftir kynja- hlutföllum starfsfólksins. Eins mætti þá meta framleiðni kynjanna og bera hana saman við þann mun sem er á launum karla og kvenna. Þannig mætti skoða launamuninn frá nýju sjónarhorni. marktækari en áður Morgunblaðið/Kristinn og Arndís Ósk Jónsdóttir segjast vilja halda áfram rannsóknum á kynbundnum launa- tum eins og fjárhagslegri ábyrgð og fjölda starfsmanna á ábyrgð yfirmanns. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Páll Matthíasson geðlæknirvarði á síðasta ári dokt-orsritgerð sína við Geð-fræðastofnun Lund- únaháskóla, en kemur til starfa á geðsviði Landspítala – háskóla- sjúkrahúss þegar haustar. Hann hefur sótt um samfélagsgeðlækn- ingar sem undirsérgrein. Páll hefur starfað við geðlækningar í Lundún- um um 10 ára skeið, mikið af þeim tíma í samfélagsgeðteymi. Áður en hann sneri heim til Íslands gegndi hann stöðu yfirlæknis bæði yfir þverfaglegu teymi sem sinnti sam- félagsþjónustu og tók síðar þátt í uppbyggingu spítala (Huntercombe Hospital-Roehampton) í Lundún- um sem sérhæfir sig í geðgjörgæslu og meðferðarþráum geðsjúkdóm- um. Páll hefur nýlega vakið máls á þörf fyrir breytt fyrirkomulag geð- lækninga hér á landi og leggur áherslu á samfélagsgeðlækningar sem aðkallandi og mikilvægt skref. Þjónusta utan stofnana En hvað eru samfélagsgeðlækn- ingar? „Þær ganga í mjög einföld- uðu máli út á að þekkingin og þjón- ustan sitji ekki inni á heil- brigðisstofnunum, heldur fari sérfræðingar í meira mæli út til fólksins og hitti það. Það getur gerst heima hjá notendum þjónust- unnar, eða í hverfamiðstöðvum,“ segir Páll og bætir við að í London starfaði hann meðal annars í þver- faglegu teymi sem hafði aðsetur í blokk í miðju íbúðahverfi. Þar voru margar félagslegar íbúðir, en teym- ið starfaði í því sem leit út eins og venjuleg íbúð og tók á móti notend- um geðþjónustunnar þar. „Annað fólk tók ekki eftir því ef einhver var að koma til okkar að leita sér að- stoðar, enda var viðkomandi ekki að ganga inn á neitt geðsjúkrahús,“ segir Páll. „Hins vegar var stutt yf- ir á innlagnardeildina ef þörf var á.“ Stefnan liggur fyrir Í ársbyrjun 2005 rituðu fulltrúar 52 ríkja, þar á meðal Íslands, undir Helsinki-yfirlýsingu Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar um geðheil- brigði í Evrópu. Í yfirlýsingunni segir: „Geðþjónusta er veitt við margvíslegar aðstæður úti í sam- félaginu [víða um Evrópu], en ekki einungis á einöngruðum og stórum stofnunum. Við teljum að þetta sé bæði rétt og nauðsynleg stefna.“ Páll segir þetta skuldbindingu í rétta átt, en fleira þurfi til. „Það þarf að skilgreina grundvallar- markmiðin strax í byrjun. Sum þeirra eru nokkuð sjálfgefin, eins og það að sjúklingurinn gangi alltaf fyrir, en það er samt gott að þau séu skýr svo hægt sé að vísa í þau þegar komið er út í nákvæmari útfærslu- atriði. Þá sýnist nefnilega sitt hverjum. Til er löng reynsla í Bret- landi af því hvernig best er að haga skipulagsbreytingum af þessu tagi og sjálfsagt að líta til hennar svo ekki þurfi að finna upp hjólið aftur.“ Þverfagleg teymi Páll segir mikilvægt að notendur þjónustu og aðstandendur komi sem mest að því að skilgreina sín veikindi og ákveða hvernig þau skuli meðhöndluð. Við Hunter- combe-sjúkrahúsið var hann í for- svari fyrir hópi sem reyndi með markvissum hætti að auka áhrif bráðveikra sjúklinga á meðferð sína. Það var gert með bættu upp- lýsingaflæði og aðkomu sjúklinga að áhættumati, skilgreiningu mark- miða, meðferð og jafnvel skipulagn- ingu deilda. Hópurinn fékk verð- laun frá Geðheilbrigðisstofnun Englands (National Institute of Mental Health) árið 2005 fyrir verkefnið og hefur það verið notað sem fyrirmynd hjá öðrum sjúkra- húsum þar í landi. En hverjir skipa þverfagleg teymi og hversu umfangsmikil veik- indi getur það meðhöndlað utan stofnana? „Það er yfirleitt bara einn læknir, einn iðjuþjálfi og aðstoðar- maður hans, tveir til þrír hjúkrun- arfræðingar, félagsráðgjafi og svo jafnvel sálfræðingur ef völ er á,“ segir Páll, sem telur slíkt teymi vel geta meðhöndlað fremur alvarleg veikindi fólks, þar sem þörf er á þverfaglegri nálgun, jafnvel að öllu leyti utan stofnana árum saman ef því er að skipta, en að því séu þó viss mörk sett. Stundum verði ein- faldlega að leggja fólk inn. Minna um innlagnir Óhjákvæmilega berst talið að kostnaði þegar heilbrigðismál eru annars vegar. Aðspurður um kostn- aðinn við teymi sem þessi segir Páll: „Reynslan sýnir að þegar farið er í svona verkefni með það að leið- arljósi að spara peninga, þá verður það í skötulíki. Þetta er jafndýrt en greiðslubyrðin getur dreifst öðru- vísi. Samfélagsnálgunin skilar held- ur ekki endilega meiri mælanlegum árangri, þ.e. færra fólki sem sýnir einkenni geðsjúkdóma. En þetta skilar sér hins vegar í mun meiri ánægju sjúklinga, notenda þjónust- unnar og aðstandenda þeirra.“ Í Englandi hafa verið sett saman heimameðferðarteymi sem geta að sögn Páls minnkað innlagnir um allt að 25%. Þegar upp kemst að sjúk- lingur er illa haldinn og ákvörðun hefur verið tekin um að hann þurfi innlögn metur heimameðferðar- teymið ástand hans og ákvarðar í mörgum tilfellum að meðhöndlun með reglulegum heimsóknum sé betri en innlögn. Páll segir þetta vera frá einni upp í fjórar heim- sóknir á dag til skamms tíma, það fari eftir aðstæðum. „Í mörgum til- fellum er það engu að síður ódýrari lausn en innlögnin, en gott áhættu- mat þarf þó alltaf að liggja fyrir.“ Nálægðin skilar miklu Þverfagleg samfélagsteymi mynda tengsl og traust við sjúk- linginn og fjölskyldu hans, á vett- vangi sem hugnast þeim betur. „Þetta er mannúðleg og öflug leið til þess að ná til fólks,“ segir Páll og nefnir sjúkdóminn geðklofa sem dæmi. „Ef fólk tekur lyf við geð- klofa er hægt að halda mörgum ein- kennum niðri, en það eru um 80% líkur á því að fólk veikist aftur inn- an fimm ára ef það hættir á lyfj- unum,“ segir hann, og heldur áfram: „Þegar nálægðin við með- ferðaraðila er mikil og fólki er fylgt eftir, jafnvel þótt það mæti ekki í viðtöl, þá snarminnka líkurnar á því að það gerist.“ Landspítalinn hefur getuna Páll segir lækningar af þessu tagi þegar komnar af stað hér enda mik- ill þrýstingur frá samtökum not- enda og aðstandenda. Á Kleppi sé komið vettvangsteymi sem styður langveikt fólk við að búa utan stofn- ana. Annað dæmi sé teymi heima- hjúkrunar heilsugæslunnar. Samt má að hans mati gera betur hvað þverfaglegu hliðina snertir, enda sé markmiðið að meðhöndla fólk með margvísleg flókin vandamál utan spítala. „Hér er mjög öflugt stof- unet sérfræðigeðlækna, sálfræð- inga og iðjuþjálfa en þeir sinna frekar þeim sem hafa vægari ein- kenni. Það er erfiðara að búa til svona þverfagleg teymi út frá sjálf- stæðum stofum. Spurningar vakna um hver eigi að standa straum af kostnaðinum og svo framvegis. Frumkvæðið og útfærslan á þessu verður að verulegu leyti að koma frá Landspítalanum. Þar býr mikið af þeirri faglegu þekkingu og mannafla sem til þarf,“ segir Páll að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Breytingar Geðlæknirinn Páll Matthíasson segir mikilvægt að þeir sem þjást af geðsjúkdómum hafi eitthvað um sína eigin meðferð að segja. Þverfagleg teymi sérfræðinga geta gert meira fyrir geðsjúka en nú er gert. Nálægð við sjúklinga breytir svo mörgu Í HNOTSKURN »Samfélagsgeðlækningareru eins konar samruni félagsþjónustu og heilbrigð- isþjónustu. »Páll telur að koma megikerfi af þessu tagi í gagn- ið hérlendis á 2-3 árum ef spýtt verður í lófana. »Reynt starfsfólk er nauð-synlegt í þverfagleg teymi sem sinna geðþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.