Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lifun Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is F á eru skipin sem lagst hafa við steinbryggj- una á Seltjarnarnes- inu síðustu áratugi þótt Thor Jensen hafi gert ráð fyrir töluverðum um- svifum þegar hann lét hlaða hana. Aldrei fór það heldur svo að Jó- hannes Kjarval listmálari kæmi þar að landi á Gullmávinum og ekki bjó hann heldur í Kjarvals- húsinu sem reist var honum til heiðurs. Engu að síður hefur sést þarna til bátaferða. „Við höfum lagt upp frá fjörunni í skjóli bryggjunnar á kajökunum okkar,“ segir Ingunn Benedikts- dóttir glerlistakona sem býr í Kjarvalshúsi með eiginmanni sín- um, Högna Óskarssyni. Fjöl- skyldan keypti húsið árið 1991 og kajaka fyrir nokkrum árum og nýtur þess að róa út á Skerja- fjörðinn þegar vel viðrar, en fjörð- urinn, útsýnið og sambýlið við haf- ið er engu líkt að sögn Ingunnar. Stórhugur réði því að ákveðið var að reisa Jóhannesi Kjarval hús á Seltjarnarnesi en því miður var ákvörðunin tekin nokkuð seint, á áttræðisafmæli hans árið 1965. Ís- lenska ríkið byggði húsið en Landsbankinn gaf lóðina þar sem eitt sinn var fiskverkunarstöðin Melshús, en Melshúsaspilduna hafði bankinn eignast þrjátíu ár- um áður við gjaldþrot Kveldúlfs, félags Thors Jensens og sona hans. „Það hafði lengi verið í um- ræðunni að byggja heiðursbústað fyrir Jóhannes Kjarval,“ segir Ingunn. „Þorvaldur S. Þorvalds- son arkitekt teiknaði húsið og mér finnst honum hafa tekist alveg ótrúlega vel upp. Hönnunin er glæsileg.“ Ingunn segir að Kjarval hafi fylgst með byggingu hússins en aldrei flutt inn, en hann lést 1972, skömmu eftir að byggingunni lauk. Um árabil var Greiningar- stöð ríkisins til húsa í Kjarvals- húsi en þar kom að það var aug- lýst til sölu árið 1991. Ætluðu að minnka við sig, en… „Um þetta leyti bjuggum við í Hlíðunum og vorum farin að ráð- gera að minnka við okkur, börnin í þann mund að fara að heiman. Við höfðum fylgst með húsinu allt frá byrjun og meira að segja kíkt á glugga og séð arin í eldhúsinu, sem mér þótti meiri háttar. Þegar svo húsið var auglýst stukkum við á það og keyptum það af Slát- urfélagi Suðurlands sem hafði fengið það í makaskiptum fyrir húsið í Laugarnesinu þar sem Listaháskólinn er nú.“ Þegar hér var komið sögu var Kjarvalshúsið illa farið. Því hafi ekkert verið haldið við að sögn Ingunnar. „Húsið hélt hvorki vatni né vindi svo strax var farið í að skipta um þak og glugga og laga það sem laga þurfti innan dyra. Það hefur frá byrjun hentað okkur mjög vel og ótrúlegur friður og Í Kjarvalshúsi er alltaf fallegt Útsýni Úr stofuglugganum blasir bryggja Thors Jensens við. Listaverkið í glugganum er eftir Ingunni. Stofan Það er hátt til lofts í stofunni og þessi flísalagði bekkur til vinstri var ætlaður penslum og litum listamannsins og á endanum er meira að segja vaskur. Morgunblaðið/ÞÖK Eldhúsið Miðjarðarhafsblámi í eldhúsinu. Eldhúsborðið smíðaði Högni fyrstu búskaparárin þeirra og það hefur fylgt þeim alla tíð. Nöfnur í kross Ingunn Anna og Kristjana Ósk með ömmu sinni Ingunni Ósk á vinnustofu listakonunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.