Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 57
ið, og tilvalið að gleðja augað með
því að skoða þjóðlegan arkitektúr.
Kaffi á Súfistanum á eftir.
28 Verðugt verkefni fyriráhugasama um tónlist-arættfræði gefst í Skál-
holti 28. júlí, þegar Bachsveitin í
Skálholti leikur verk eftir þrjár kyn-
slóðir tónskálda úr Bach-fjölskyld-
unni – líka Jóhann Sebastían.
29 Vitaskoðun erskemmtileg á sumrin.Vitar eru út um allt
land, en kannski fer þeim fækkandi,
vegna byltingar í samskiptatækni.
Gaman að fara með teikniblokk og
liti; teikna næsta vita; eða bara taka
ljósmyndir, nú eða spinna um þá
sögur eða ljóð – gera eitthvað skap-
andi. Vitar eru ævintýraminni og
uppspretta alls konar skáldskapar.
30 Vinkona mín, blús-drottningin DeitraFarr frá Chicago, syng-
ur með hljómsveitinni Riot á Blúshá-
tíðinni á Ólafsfirði laugardags-
kvöldið 30. júní. Ég spái því að
tónleikar hennar verði hápunktur
Blúshátíðarinnar.
31 Á rigningardegi ætlaég að skoða glænýjauppskriftabók Skjald-
borgar með kjúklingaréttum.
Svakalega flott bók og aðgengileg.
32 Ég held það hljóti aðverða gaman að vara áGásum í Eyjafirði á
Miðaldadögum 21. júlí og dagana
þar á eftir. Þar verður miðalda-
dagskrá, og spurning hvort maður
mætir ekki bara í miðaldaklæðnaði.
33 Það verður sum-arverkefni að fá sérmunnhörpu, fara með
hana í Hvalfjörðinn – í munn-
hörpubollann – sem er við hliðina á
ljóðalautinni, og kanna hvort ég
geti ekki pikkað upp nokkur góð
lög.
34 Víðimýrarkirkja íSkagafirði er ein ör-fárra torfkirkna sem
varðveist hafa á landinu og er al-
gjör gersemi. Það er langt síðan ég
hef skoðað hana og ætla gera það í
sumar. Þá er ekki úr vegi í leiðinni
að skoða líka litlu sætu áttstrendu
kirkjuna á Silfrastöðum.
35 Bláa kirkjan á Seyð-isfirði verður drauma-staður í júlíbyrjun.
Hinn fjórða leika Bryndís Halla
Gylfadóttir og Steinunn Birna
Ragnarsdóttir. Þær eru í gríð-
arlegu uppáhaldi enda miklir lista-
menn.
36 Og úr því maður erkominn austur á Seyð-isfjörð, þá er ekki úr
vegi að doka við á staðnum í þrjá
daga, til að missa ekki af sýningu
Tuma Magnússonar í Skaftfelli.
Þetta gæti orðið góð menningarreisa
en sýning Tuma verður opnuð 7. júlí.
37 Þessa þrjá daga millitónleika og sýningar áSeyðisfirði, væri kjörið
að skreppa á Borgarfjörð eystri og
skoða Kjarvalsstofu, en á þeim slóð-
um hét Kjarval Jói í Geitavík. Ekki
gleyma að koma við í kaffi í Sæ-
nautaseli og skoða heiðarbæinn.
38 Ekki örvænta þótt þiðkomist ekki austur fyrren í ágúst, því þá verð-
ur stórsýning í Skaftfelli. Þá sýna
Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon,
Jón Óskar og Steingrímur Eyfjörð,
fulltrúi okkar í Feneyjum.
39 Lystigarðurinn á Ak-ureyri verður örugg-lega viðkomustaður í
sumar, og þar ætla ég að heilsa upp
á Jónas Hallgrímsson. Þar stendur
yfir sýning á ljóðum hans.
40 Eitt skemmtilegastakaffihús landsins er íÁshúsinu við Glaumbæ
í Skagafirði. Þar upplifir maður sér-
staka stemningu fyrri tíma og mjög
svo þjóðlegan mat. Maður gengur
inn í liðna tíð, og verður eins og
tímavilltur safngripur.
41 Nýtt tónverk, Da pa-cem domine eftir stað-artónskáld Skálholts í
sumar, Daníel Bjarnason verður
frumflutt þar laugardaginn 4. ágúst.
Það er spennandi að fylgjast með
vexti og viðgangi Daníels í tónlist-
inni. Ekki gleyma að ganga bæj-
argöngin út á hlað og heilsa upp á
biskupsdraugana í kjallaranum.
42 Stokkseyri og Eyr-arbakki eru yndislegiráfangastaðir og margt
þar að sjá. Þuríðarbúð, Húsið og
Draugasetrið eru góðir viðkomu-
staðir, og svo er hægt að dást að
gömlu húsunum, næra sig á fínum
veitingastöðum og tylla sér við hafið.
43 Kórarnir í Hallgríms-kirkju og Alþjóðlegakammersveitin í Haag í
Hollandi flytja H-moll messu Bachs
við upphaf Kirkjulistahátíðar 11.
ágúst, og frumflytja einnig á Íslandi
óratoríu Händels, Ísrael í Egypta-
landi. Þetta verður stórviðburður.
44 Mig langar að skoðaSvartárkot innst íBárðardal, sem verður
menningar-, náttúru- og mennta-
setur. Reykjavíkurakademían kallar
þetta akademíska ferðaþjónustu.
45 Það skapast alltaf góðstemmning kringumSumartónleikana á
Kirkjubæjarklaustri. Þeir verða
helgina 10.-12. ágúst, og þar verða
Víkingur Heiðar, Guðrún Jóhanna
og fleiri flinkir listamenn. Gítarinn
verður í öndvegi í ár.
46 Guð býr í kvikmynd-unum, amma. Deus excinema hópurinn verð-
ur með flotta dagskrá á Kirkju-
listahátíð um miðjan ágúst, þar sem
danski kvikmyndagerðarmaðurinn
Carl Theodor Dreyer verður kynnt-
ur. Það má ekki missa af þöglu
myndinni Jóhönnu af Örk við spuna
þýska organistans Wilfried Kaets.
47 Það væri frábært aðkomast í djass á Seyð-isfirði 11. júlí, og hlusta
á Jón Pál Bjarnason, Reyni Sigurðs-
son og Gunnar Hrafnsson spila
Fúsalög – í Bláu kirkjunni.
48 Á Menningarnótt ætlaég ekki að missa afstemningunni í því að
heyra sálmasöng í Hallgrímskirkju.
49 Það yrði auðvitað æðiað komast á tónleikaNoruh Jones í Höllinni
2. september. Hver veit?
50 Ég ætla að ljúka sum-arlystisemdunum íseptemberbyrjun með
því að fara loks að sjá Belgíska
Kongó í Borgarleikhúsinu.
begga@mbl.is
Víðimýrarkirkja Þessi kirkja er algjör gersemi.
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK SPARBÍÓ 450kr
á allar sýningar merktar með appelsínugulu
Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
eee
H.J. - MBL
eeee
KVIKMYNDIR.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
WWW.SAMBIO.IS
AÐÞRENGDA EIGINKONAN
NICOLLETTE SHERIDAN OG LUCY
LIU ÁSAMT CEDRIC THE
ENTERTAINER LEIKA Í
GAMANMYND SEM KEMUR
SKEMMTILEGA Á ÓVART
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
H.J. MBL.
eeee
F.G.G. FBL.
ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFNDIN
FRÁ ÞEIM ÖLLUM
ERTU KLÁR FYRIR EINA SKEMMTILEGUSTU MYND SUMARSINS?
Mesta ævintýri
fyrr og síðar...
„SANNUR SUMAR-
SMELLUR... FINASTA
AFÞREYINGARMYND“
Trausti S. - BLAÐIÐ
tv - kvikmyndir.is
eee
LIB, Topp5.is
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
...byrjar við
hjara veraldar
SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 LEYFÐ
OCEAN'S 13 kl. 10:10 B.i. 7 ára
PIRATES OF THE CARIBBEAN 3 kl. 2 B.i. 10 ára
SHREK 3 m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 LEYFÐ
FANTASTIC FOUR 2 kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
CODE NAME: THE CLEANER kl. 8 - 10 B.i. 10 ára
HOSTEL 2 kl. 10 B.i. 7 ára
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
Á EFTIRTALDAR SÝNINGAR
laugardag og sunnudag SparBíó* 450kr
PIRATES 3 KL. 2 Í ÁLFABAKKA
SHREK 3 KL. 2 Í ÁLFABAKKA KL. 12 Í
KRINGLUNNI (ÍSL. OG ENSKT TAL)
www.SAMbio.is
CODE CLEANER KL. 12 Í KRINGLUNNI MEET ROBINS. KL. 2 Í ÁLFABAKKA
Nicollette Sheridan Cedric the Entertainer Lucy Liu