Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 20
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐIN á Siglufirði verður haldin áttunda árið í röð 4.-8. júlí. Kvæðamenn verða í sviðs- ljósinu á hátíðinni sem í þetta sinn kallast Ríma. „Ekki bara á eigin forsendum heldur líka annarra, þeir mæta á tónleika hjá ólíkum tónlist- armönnum og þá þurfa menn að semja sig að tónlist hinna,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Steindór Andersen mun kveðast á við Hanne Juul og félaga, Þórarinn Hjartarson mætir með sveitungum sínum úr Svarfaðardal og Bára Grímsdóttir ætlar að takast á við Andromeda4. Andromeda4 er heimstón- listarband frá Boston sem hefur m.a. spilað með Pavarotti og Björk. Þau eru jafnvíg á ýmsar tónlist- artegundir en á hátíðinni taka þau fyrir klezmertónlist og halda nám- skeið í henni. Gunnsteinn hvetur ís- lenska tónlistarmenn til að mæta. „Þetta er mjög sérstök tónlist og byggist á munnlegri hefð, fólk lærir með því að hlusta á aðra og herma, nótur duga skammt.“ Fyrsta íslenska þjóðlagaakademían Þetta er þó alls ekki eina nám- skeiðið á hátíðinni. „Helsta nýmælið er Þjóðlagaakademían sem við setj- um á fót í samvinnu við KHÍ. Þar er farið yfir alla helstu þætti ís- lenskrar þjóðlagatónlistar og -dansa,“ segir Gunnsteinn. Þetta er fyrsta sjálfstæða háskólanámskeiðið í þjóðlagatónlist á Íslandi. Fyr- irmyndin er fengin frá Voss í Nor- egi þar sem sérstök þjóðlagaaka- demía er starfrækt allt árið en vonir standa til að akademían í sumar verði vísir að slíku námi. Háskólanemar geta fengið nám- skeiðið metið til eininga en það er þó opið öllum almenningi. Eftir námskeiðið vinna nemendur ritgerð og segir Guðsteinn áherslurnar vera mjög opnar. „Þú getur tekið þetta sem tónlistarmaður, kennari, þjóðfræðingur, félagsfræðingur eða hvað sem er og miðað þínar áherslur við það.“ Leikbrúðugerð og langspil Einnig eru mörg styttri nám- skeið. Eitt af því er í brúðugerð, en Bernd Ogrodnik mun stýra því auk þess að setja upp Pétur og úlfinn með leikbrúðum. Þá verður haldið sérstakt lang- spilsþing. Langspil var áður eitt helsta heimilishljóðfæri Íslendinga og var árið 1855 á fjölda heimila á landinu. „Eftir því sem líður á nítjándu öldina víkur það fyrir öðr- um hljóðfærum og um aldamótin 1900 er það komið í útrýming- arhættu og íslenska fiðlan, forveri langspilsins, er alveg horfin. Lang- spilið tórði aðeins fram á 20. öld.“ Á þinginu er fjallað um sögu hljóð- færisins og hvernig leikið er á það undir handleiðslu Arnar Magn- ússonar píanóleikara sem und- anfarið hefur sökkt sér ofan í heim langspilsins. Siglufjörður og þjóðlögin Séra Bjarni Þorsteinsson gaf út bók sína Íslensk þjóðlög árið 1906 en hann bjó á Siglufirði alla sína tíð og safnaði þjóðlögunum. Hann bjó í Maddömuhúsi en í fyrra var haldið upp á hundrað ára afmæli bók- arinnar með því að opna þar Þjóð- lagasetur sr. Bjarna Þorsteins- sonar. Fjölmörg atriði hátíðarinnar eru enn ótalin en nánar má fræðast um dagskrána á heimasíðu hátíð- arinnar. Þjóðlagahátíðin Ríma haldin á Siglufirði áttunda árið í röð Rímar langspilið við nútímann? Í HNOTSKURN »Langspil er borðhljóðfæri,ílangur kassi sem er um hálf- ur metri á lengd og 20 cm á breidd. Yfir kassann eru strengdir strengir, einn strengur sem leikið er á og tveir-þrír strengir sem hljóma lausir með, bordún-strengir. »Langspilið er af ætt sítar-hljóðfæra og tvær frænkur þess koma í heimsókn, hið norska langeleik og hið ameríska Mountain Dulcimer, fjallalang- spil. Með í för eru Jerry Rock- well fjallalangspilsleikari og hin norsku Marit Steinsrud og Stein Villa. www.siglo.is/festival/2007 20 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Minjar og saga minna félagsmenn sína á Kaupmanna- hafnarferðina, 21.-23. september n.k. Ýmsar áhugaverðar byggingar, söfn og staðir verða skoðaðir í leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar, sagnfræð- ings. Guðjón ritar nú sögu Kaupmannahafnar sem höf- uðborgar Íslands. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka gesti með sér. Bókanir þurfa að berast fyrir 1. júlí n.k. til: Úrval Útsýn sími 5854000. Stjórn Minja og sögu KAUPMANNAHAFNARFERÐ MINJA OG SÖGU Á MORGUN munu Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og Berglind Stefánsdóttir flautu- leikari spila úrval úr verkum Bachs á stofutónleikum Gljúfrasteins. Halldór Laxness hafði sérstakt dálæti á tón- smíðum J.S. Bachs og þykir tónleikastaðurinn því vel við hæfi. Sigurgeir hefur leikið með ýmsum kammerhópum, haldið einleikstónleika og kom- ið fram sem einleikari. Berglind hefur starfað sem flautukennari frá árinu 2001 og sótt námskeið og einkatíma erlendis. Að venju hefjast tónleikarnir klukkan 16 og er aðgangseyrir 500 krónur. Tónleikar Bach á stofu- tónleikum Gljúfrasteinn Á MORGUN kl. 15 mun Júl- íana Gottskálksdóttir verða með leiðsögn á sýningunni Að flytja fjöll í Listasafni Árnes- inga í Hveragerði Á sýningunni eru verk eftir Ásgrím Jónsson til sýnis í sam- hengi við verk átta núlifandi myndlistarmanna, þeirra Brynhildar Þorgeirsdóttur, Georgs Guðna, Guðrúnar Kristjánsdóttur, Húberts Nóa, Magnúsar Pálssonar, Magnúsar Tómassonar, Ólafs Elíassonar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur. Listasafn Árnesinga er við Austurmörk í Hveragerði. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Leiðsögn í Lista- safni Árnesinga Georg Guðni Í DAG kl. 15 verður opnuð sýn- ing á ætingum eftir norska listamanninn Martin Due í sal félagsins Íslensk grafík, í Hafnarhúsinu, hafnarmegin. Verk Due eru unnin með sí- gildri aðferð línuætingar, sem hann lærði af föður sínum. Sjálfur kemur Due siglandi til landsins frá Noregi og verður því ekki viðstaddur opnun. Sýninguna kallar Martin „Form – sögur af landslagi“ sem vísar til mynd- efnisins, bergmyndana. Sýningin stendur til 8. júlí og er sýningarsalurinn opinn fimmtudag – sunnu- dags, frá kl. 14 - 17. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Bergmyndanir í línuætingum Verk eftir Martin Due. LANGSPILIÐ er af ætt sítarhljóð- færa og ein frænka þess kemur í heimsókn, hið norska langeleik. Hér sjást hin norsku Marit Steins- rud og Stein Villa leika af fingrum fram. Af fingrum fram RÚSSNESKA ballettstjarnan Mich- ael Baryshnikov kemur fram nú um helgina með dansflokknum Hell’s Kitchen Dance, í verki sem til- einkað er þessu hverfi í New York, sem nú heitir Clinton. Baryshnikov er orðinn 59 ára en greinilega enn fótafimur. Dans- flokkurinn kemur fram í listhúsi dansarans, Baryshnikov Arts Cent- er. Baryshnikov hefur ekki dansað á sviði í New York í sex ár, og því merkisviðburður á ferð fyrir dans- unnendur. Hann hefur undanfarin ár unnið með ýmsum danshöf- undum, auk þess að leika í sjón- varpsþáttunum Beðmál í borginni, Sex in the City. Baryshnikov, jafnan kallaður Misha, vill nú sýna almenningi það fjölbreytta listastarf sem unnið hef- ur verið í Baryshnikov Arts Center, og er danssýningin hluti af því. Hell’s Kitchen-verkið var sýnt í fyrra í Buffalo, Kaliforníu og Evr- ópu en ekki í New York. Baryshnikov er þekktur í dans- heiminum fyrir að veita ungum og óþekktum dönsurum og danshöf- undum stuðning. Listhús hans, sem hefur að geyma fjórar vinnustofur og dansstúdíó, var opnað fyrir tveimur árum. Baryshni- kov á svið Verk tileinkað hverf- inu Hell’s Kitchen Kraftmikill Michael Baryshnikov. BANDARÍSKI auðkýfingurinn Henry Wellcome safnaði um ævina ýmsum gripum til minja um heilsu manna og dýra, með það í huga að gripunum yrði komið fyrir á safni einn daginn. Wellcome lést árið 1936 en það er fyrst nú sem búið er að finna hluta safnsins stað vegna stærðar þess. Wellcome safnaði um milljón gripa um æv- ina. Meðal þeirra eru ýmsir for- vitnilegir, m.a. tannbursti Nap- óleons, fornir gervilimir, gömul áhöld til skurðlækninga, múmíur frá Perú og kínverskir pynt- ingastólar. Þá má þar sjá göngu- staf Charles Darwins, rakhníf Nel- sons flotaforingja, mokkasínur Florence Nightingale og lokka úr hári Georgs 3. konungs. Annar hluti sýningarinnar er helgaður læknavísindum seinustu 80 árin eða svo, með erfðarann- sóknum og tilheyrandi, og þriðji hlutinn mannshjartanu. Tannbursti Napóleons ♦♦♦ DJASSHÁTÍÐ Egilsstaða á Austurlandi fer fram dag- ana 27. júní til 30. júní 2007 á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Neskaupstað. Fjöldi listamanna kemur fram á hátíðinni en að öðrum ólöstuðum eru stærstu nöfnin eflaust James Carter og Deitra Farr. Djasshátíðin verður sett á Hótel Héraði á Egilsstöðum næstkomandi miðvikudag en fram koma listamenn úr Hrafnasparki og Djasssmiðju Austurlands. Á fimmtudag skemmta Djasssmiðja Austurlands, ungir Djassarar af Austurlandi og Tríóið Flís gestum á Hótel Egilsbúð í Neskaupstað. Herðubreið á Seyðisfirði hýsir svo stórtónleika hátíð- arinnar þar sem fram koma þau Carter og Farr auk sveitarinnar The Riot. Á laugardaginn verða svo gospeltónleikar með Deitru Farr og Andreu Gylfadóttur ásamt Riot og Gospelkór Fjarðabyggðar á Eskifirði. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðu hennar. Styttist í djasshátíð Flottur James Carter leikur á djasshátíð. www.jea.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.