Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 23 LANDIÐ Raufarhöfn | Gengið hefur verið frá samningi við Norðurvík á Dal- vík um framkvæmdir við viðbygg- ingu og endurbætur á Heilsugæslu Raufarhafnar. Verkið kostar 52 milljónir kr. Samningurinn var undirritaður við athöfn á Raufarhöfn. Gísli Tryggvason, Framkvæmdasýslu ríkisins, skrifaði undir fyrir hönd heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- isins, Jón Helgi Björnsson fram- kvæmdastjóri fyrir Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga og Þórólfur Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Norðurvíkur. Vinna við verkið hefst á næstu dögum og á að ljúka fyrir lok jan- úar næstkomandi. Að loknum þessum breytingum mun starfaðstaða batna verulega og aðstæður verða eins og best verður á kosið. Aðkoma með sjúk- linga á börum hefur verið erfið, en þeir erfiðleikar verða úr sögunni að breytingunum loknum. Morgunblaðið/Erlingur Thoroddsen Samið Jón Helgi Björnsson, Þórólfur Aðalsteinsson og Gísli Tryggvason gengu frá verksamningi um heilsugæsluna á Raufarhöfn. Byggja við heilsugæsluna Landsveit | Heklusetrið á Leiru- bakka efnir til árlegrar sögu- og menningargöngu á Jónsmessunni, og verður lagt af stað frá Heklu- setrinu kl. 16 á laugardaginn. Að þessu sinni verður gengið að Stórasteini í hlíðum Næfurholts, en þar gerðust undarlegir atburðir á 19. öld. Þaðan verður svo gengið að gamla bæjarstæðinu í Næfur- holti. Söguganga við Heklu Skagafjörður | Kaþólski dagurinn á Hólum verður næstkomandi sunnu- dag. Messað verður í Hóladóm- kirkju kl. 11 þar sem vígslubiskup Hólastiftis, Jón Aðalsteinn Bald- vinsson, þjónar fyrir altari og Gunnar Eyjólfsson leikari prédik- ar. Klukkan 14 sama dag verða tón- leikar Spilmanna Ríkínís í Auð- unarstofu sem kallast Kaþólski arfurinn í „hymnalagi“ á 17. öld. Á efnisskrá Spilmanna er tónlist frá 16. og 17. öld úr handritum og Hólaprenti. Sumarstarfið á Hólum hófst í byrjun júní og er Hóladómkirkja opin alla daga frá 10 til 18 út ágúst og ýmsar sýningar eru á staðnum. Kaþólskur dagur á Hólum Vatnsnes | Sumarhátíðin Bjartar nætur verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi á Jónsmessunni, í dag, og hefst klukkan 19. Þetta er orðinn árviss atburður þar sem Húsfreyjurnar á Vatnsnesi framreiða margskonar sælkera- rétti á fjöruhlaðborði, sumir rétt- irnir eru afar fáséðir á borðum landsmanna. Gönguferðir eru fyrr um daginn. Fáséðir réttir á borðum Fljótsdalshérað | Skógardagurinn mikli verður haldinn í Hallorms- staðarskógi á Jónsmessunni, laug- ardaginn 23. júní. Undanfarin tvö ár hefur Félag skógarbænda á Héraði, Héraðs- skógar og Skógrækt ríkisins staðið fyrir Skógardeginum mikla í Mörk- inni á Jónsmessunni, sem er afmæl- isdagur skógræktar á Héraði. Í ár verður boðið upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Skógarhlaupið er haldið og Íslandsmeistaramótið í skógarhöggi. Nauta- og skógar- bændur heilgrilla naut og bjóða gestum að smakka með viðeigandi meðlæti. Charles Ross og félagar flytja frumsamið tónverk, Tóti tannálfur og Jósafat mannahrellir verða í stuði og trúðarnir Búri og Bína verða á svæðinu. Skógardagur á Jónsmessunni Grindavík | Bláa lónið og Grinda- víkurbær standa í kvöld fyrir ár- legri Jónsmessugöngu á fjallað Þorbjörn. Lagt verður af stað frá sundlaug Grindavíkur kl. 20.30 og er áætlað að gangan taki um þrjár klukkustundir. Þegar á toppinn er komið mun Jónsi og félagar skemmta með söng og spili við varðeld. Göngunni lýkur við Bláa lónið sem verður opið til klukkan eitt eftir miðnætti í tilefni göngunnar. Gengið á Þorbjörn Eftir Helga Bjarnason Hveragerði | Nýtt íbúðahverfi rís á næstu 8 til 10 árum vestan við núver- andi byggð í Hveragerði, og upp að Kömbunum. Þar verða 260 íbúðir í blandaðri byggð. Samningur um uppbygginguna milli landeigandans, Kambalands ehf., og Hveragerðis- bæjar hefur verið samþykktur í bæj- arstjórn Hveragerðisbæjar og er reiknað með að fyrstu lóðirnar verði boðnar með haustinu. Kambaland ehf. hefur keypt upp byggingarlandið, sem meðal annars tilheyrði Öxnalæk, af mörgum eig- endum og óskaði eftir samstarfi við Hveragerðisbæ um skipulag þess og uppbyggingu. Jafnframt gerði fyrir- tækið bænum kauptilboð í 6,5 ha spildu sem er í eigu bæjarins. Sam- þykkt var að selja landið á 55 millj- ónir kr. Samtals er byggingarsvæði Kambalands 30 hektarar. Bæjarfélaginu hagstætt Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri leggur áherslu á að í þessu tilviki hafi landeigandi samband við bæj- aryfirvöld og óskað sé eftir samstarfi sem sé bænum mjög hagstætt. Kambaland mun annast alla gatna- gerð og lagnir í hverfinu. Fyrirtækið mun auk þess greiða Hveragerðisbæ vissa fjárhæð fyrir hverja íbúð sem seld er, til samfélagsuppbyggingar. Mun sú fjárhæð, sem í heildina verð- ur um 110 milljónir kr., ganga til byggingar leikskóla. Fyrirtækið leggur lóðina til endurgjaldslaust og greiðir helming kostnaðar við gerð sparkvallar. Auk þess er í samstarfs- samningnum gert ráð fyrir að lóð- irnar í hverfinu falli til bæjarins við útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir hverjum verkáfanga og í kjölfarið innheimti Hveragerðisbær lóðar- leigu af íbúðareigendum á svæðinu. Á svæðinu er gert ráð fyrir bygg- ingu um 260 íbúða, þar af 220 sérbýla og 40 íbúða í fjölbýlishúsum. Und- anfarið hefur verið unnið að deili- skipulagningu svæðisins og hefur bæjarstjórn þegar samþykkt að aug- lýsa deiliskipulagið. Magnús Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Kambalands, segir að landið undir Kömbunum sé fallegt byggingarland. Það sé vel staðsett, nær sé ekki hægt að komast höfuð- borgarsvæðinu á Suðurlandi. Þá muni tvöföldun Suðurlandsvegar tryggja góðar samgöngur. 260 íbúða hverfi rís undir Kömbunum Eftir Sigurð Sigmundsson Hrunamannahreppur | Jón Óli Einarsson, bóndi í Tungufelli, fann blesóttan tófuyrðling í greni sem hann og frændi hans, Guðni Guðbergsson fiski- fræðingur, unnu í svonefndu Holti rétt innan við afréttargirðingu á Hrunamannaafrétti. Fjórir yrðlingar voru í greninu, hinir voru mórauðir. Yrðlingarnir eru allir lifandi ennþá í búri heima í Tungufelli og eru þeir almórauðu grimm- ari og vilja bíta manninn, en ekki sá blesótti. Hann er greinilega blendingur af Shadow-stofni en refurinn, sem unninn var, var einnig blesóttur. Greinilegt er að refir hafa sloppið úr búrum loð- dýrabúa og segir Ísólfur Gylfi Pálmason það al- varlegt mál. Hins vegar kæmi það sér vel að eiga dugmiklar og færar refaskyttur til að bregðast við. Þeir frændur hafa stundað grenjavinnslu á Hrunamannaafrétti undanfarin vor og fara allt að Kerlingarfjöllum. Mikið er af tófu um alla Ár- nessýslu en nú liggja refaskyttur á grenjum, vítt og breitt, en hegðunarmynstur hennar er breytt. Tófan var nær ekkert í byggð hér á árum áður. Menn telja að verulega sjái á fuglalífinu vegna þessa.Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Blesóttur blend- ingur á greni WWW.EBK.DK Á þessum fundi þar sem hægt er að fá einkaviðtöl getum við skýrt þér frá þeim byggingarmöguleikum sem í boði eru fyrir þig miðað við húsin okkar, byggingaraðferðir og afgreiðsluskilyrði við að reisa hús á Íslandi. Gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum og óskum. Skráning í einkaviðtal á www.ebk.dk eða beint hjá söluráðgjafa: Trine Lundgaard Olsen - farsími nr. +45 61 62 05 25 – netfang: tlo@ebk.dk Anders Ingemann Jensen - farsími nr.+45 40 20 32 38 – netfang: aj@ebk.dk Söluráðgjafar eru dönsku- og enskutalandi. Vinsamlegast virðið tímaskráningu. EBK Huse A/S hefur meira en 30 ára reynslu af því að byggja og reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæðahönnun. EBK Huse er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðinum, með 4 útibú í Danmörku og 4 útibú í Þýskalandi. Höfum einnig margra ára reynslu af sumarhúsbyggingum á Íslandi, Þýskalandi og Færeyjum. EBK Huse A/S býður hér með til byggingarfundar 28. júní og 29. júní 2007 í Reykjavík. BELLA CENTER: +45-32 52 46 54, C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán.- mið. og lau. 13-17, Sun. og helgidaga 11-17 7 2 7 5 Ert þú í byggingarhugleiðingum? DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR) Traustur kaupandi óskar eftir 250-400 fm einbýlishúsi í Þingholtunum. Staðgreiðsla í boði. Rýmingartími samkomulag. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir og Kjartan Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Húseign í Þinholtunum óskast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.