Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Orðasambandið ekkertbítur á e-n merkir ‘ekk-ert hefur áhrif á e-n’,sbr. enn fremur orða- samböndin láta ekkert á sig bíta og láta e-ð ekki á sig fá. Í svipaðri merkingu er kunnugt orða- sambandið ekkert hrín á e-m, sbr. nafnorðið áhrinsorð. Hér er merk- ing svipuð en fallstýring önnur og það samræmist ekki málvenju að rugla þessu saman eins og gert er í eftirfarandi dæmi: Sannleikurinn bítur ekki á þessum mönnum eins og dæmin sýna (25.4.07). Orðatiltækið drepa e-u á dreif merkir ‘leita undanbragða; eyða e-u, gera sem minnst úr e-u’. Sögn- in drepa merkir hér ‘berja, slá’ og helst sú merking í ýmsum sam- böndum, t.d. drepa á dyr og drepa á e-ð ‘minnast á e-ð’. Orðtiltækið er eldfornt í íslensku og ávallt not- að með stuðlaparinu drepa – dreif. Eftirfarandi dæmi á sér því enga stoð: Nú reynir hinn ‘snjalli’ al- mannatengslamaður … að kasta málinu á dreif (3.4.07). Nýmæli Íslensk málstefna og þó sér- staklega nýyrðasmíð Íslendinga hefur vakið eftirtekt víða um heim og vissulega megum við vera stolt af nýyrðum eins og sími, skeyti, út- varp og tölva. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við fjölmarga sem hafa lagt sig fram að smíða eftir þörfum ný og gagnsæ orð yfir nýja hluti og hugtök eða finna gömul orð sem nota má í nýrri merkingu, t.d. sími. Umsjónarmaður telur að Íslendingar séu býsna samstiga í afstöðu sinni til þessa þáttar ís- lenskrar málræktar enda er ný- yrðasmíðin í fullu samræmi við það sem lesa má af spjöldum málsög- unnar, Íslendingar vilja tala um hlutina á íslensku og með íslensk- um orðum. Hlutur alls almennings í nýyrða- smíð er afar mikilvægur. Menn af öllum stigum þjóðlífsins tefla fram nýyrðum en síðan er það málkennd þjóðarsálarinnar sem ræður hver þeirra eru sett á og hver deyja drottni sínum. Sem dæmi má nefna að Þráinn Bertelsson kallar i-pod hlaðvarp og minnipokamenn kallar Illugi Jökulsson þá sem enskir nefna loser. Umsjón- armanni finnst minnipokamaður mun betra orð en tapari. Nýmælin eru ekki einungis á sviði orða, einnig er algengt að fram komi nýstárleg orða- sambönd. Nýlega las umsjón- armaður skemmtilega og lipurlega grein þar sem fjallað var um myrkviði trygginga. Þar komst greinarhöfundur svo að orði: Mér líður eins og apa í eyðimörk. Það er ekki nokkurt tré til að hanga í (Mbl. 14.5.07) og Mér líður bara svolítið eins og strút í frumskógi, þessar ferðatryggingar eru svo margslungnar (Mbl. 14.5.07). Hér er frumlega að orði komist. Annað dæmi um nýjung af svipuðum toga finnst umsjón- armanni miklu síðra: skæðasti sóknarmaður KR … virtist um tíma ekki getað [svo] skotið bolt- anum í sjóinn þótt hann stæði á bryggjunni (13.4.07). Þetta þykir umsjón- armanni fremur langsótt og ólíklegt til langlífis. Um miðja síðustu öld var sagt um þá sem voru klaufskir með fótbolta að þeir hittu ekki belju þótt héldu í halann á henni og það þykir um- sjónarmanni ólíkt nærtækara og betra. Ekki skal það rökstutt hér með öðru en því að um smekkinn verður ekki deilt. Fallstjórn Fallstjórn með svokölluðum ópersónulegum sögnum hefur ver- ið á reiki síðustu 500 árin að minnsta kosti og er það enn, t.d.: Sjálfstæðisflokknum [þ.e. Sjálf- stæðisflokkinn] munar ekkert um að velta sér á hina hliðina (17.5.07); segir að ríkissjóð muni um hvern þúsundkall en ekki fólkinu [fólkið] í landinu (5.5.07); auðvitað koma alltaf upp atriði sem mönnum [menn] greinir á um (23.10.05); Líklegast er það sú framtíð sem ráðherrunum [þ.e. ráðherrana] hryllir við þegar þeir leggja sig í líma við að tala niðrandi um kosn- ingarnar um deiliskipulagið fyrir Straum (4.4.07) og var ljóst að keppendum [þ.e. keppendur] skorti ekki baráttuandann (15.5.07). Eins og sjá má gætir þeirrar tilhneigingar að nota þágu- fall í stað þolfalls, enda eru þgf.- sagnir miklu fleiri en þf.-sagnir. Þetta fyrirbrigði hefur verið nefnt þágufallssýki eins og kunnugt er. Nokkuð annars eðlis eru dæmi þar sem ópersónulegar sagnir eru notaðar sem persónulegar, t.d.: Reykurinn [þ.e. Reykinn] lagði yf- ir miðborgina (18.4.07); Verkefni af þessari stærðargráðu reka [þ.e. rekur] ekki oft á fjörur fornleifa- fræðinga (19.4.07) og Hæstiréttur kvað upp þann dóm í vikunni, að Haraldur Johannessen, ríkislög- reglustjóri, [þ.e. Haraldi Johann- essen, ríkislögreglustjóra] bæri að víkja sæti við rannsókn málsins (27.1.07). Á liðnum öldum hefur Íslend- ingum gengið bærilega að halda persónulegum og ópersónulegum sögnum aðskildum, án sérstakrar málfræðikennslu. Ætla má að það sé merkingin sem sker úr. Í dæm- inu Maðurinn bar pokann er mað- urinn jafnframt gerandi. Svo er hins vegar ekki í dæmunum Mann- inn bar þar að og Manninum bar að segja satt. Þetta drekka flestir í sig með móðurmjólkinni. Úr handraðanum Nafnorðið blogg (ef.et. bloggs, flt. blogg) er tökuorð úr ensku blog ‘dagbókarfærsla á netinu’. Enska orðið mun tæpast vera eldra en frá því um 1990 og er það stytting úr weblog, þ.e. < web ‘vefur’ og log ‘tæki til að mæla hraða skips; skipsdagbók’. Af bloggi er dregin sögnin blogga (-aði, -að), ýmis af- leidd orð, t.d. bloggari (-a, -ar, kk.), og samsetningar, t.d. Mogga- blogg. Íslenska bloggið mun naumast vera eldra en þriggja eða fjögurra ára. Blogg er svo nýtt af nálinni að ekki er neitt um það að finna í ný- legum þýskum, dönskum og ensk- um orðabókum sem umsjón- armaður hefur kannað en það er býsna fyrirferðarmikið í nútíma þjóðfélagi, snar þáttur í lífi fjöl- margra. Vel má vera að bloggið ógni bókinni. Orð Matthíasar Jo- hannessens þykja umsjónarmanni hvort tveggja í senn spakleg og uggvænleg: En nú eru bókahill- urnar að mestu horfnar í tölvu- hreiðrum bloggaranna (Mbl. 21.4.07). Á liðnum öldum hefur Íslend- ingum gengið bærilega að halda persónu- legum og óper- sónulegum sögnum að- skildum, án sérstakrar mál- fræðikennslu. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 105. þáttur. ÉG tel að Ísland hafi eignast nýj- an undirstöðuatvinnuveg. Hér á ég við fjármálageirann. Hlutdeild fjármála- fyrirtækja til lands- framleiðslu, þ.e. verð- mætasköpunarinnar, árið 2006 nam um 9,3% sem er talsvert meira en hlutdeild sjávarútvegsins sem var um 5,9% sama ár. Þetta er hæsta hlutfall sem þekkist á Norð- urlöndunum og er hlutdeild íslenska fjár- málageirans að nálg- ast sum sterkustu fjár- málaríki heims eins og Bandaríkin og Bret- land. Í fyrsta skipti í Ís- landssögunni vinna líklega fleiri í fjár- málageiranum en í sjávarútvegi. Fjár- málalífið stóð undir einum þriðja hluta þess hagvaxtar sem hefur verið undanfarin ár. Fjölbreytilegra atvinnulíf en áður Umfang bankastarfseminnar hef- ur gjörbreytt starfsmöguleikum Ís- lendinga. Fjármálafyrirtæki hafa fjölgað tækifærum fyrir ungt fólk en tæplega 8.000 manns vinna nú hjá ís- lenskum fjármálafyrirtækjum og sí- fellt bætist við. Sérhvert samfélag er í samkeppni við önnur samfélög um hæfa einstaklinga og því er mik- ilvægt að góðir kostir séu einnig í boði hér heima fyrir menntað fólk. Bankarnir bjóða upp á störf sem fela í sér ótal tækifæri og þessi störf eru ekki lengur einskorðuð við Ís- land heldur er starfvettvangurinn heimurinn allur. Hin öfluga útrás er meira og minna leidd af fólki sem hefur metnað og ber skynbragð á tækifæri. Bankarnir hafa breytt íslensku at- vinnulífi mikið hvað varðar fjöl- breytni starfa, en í þessu sambandi verður einnig að hafa í huga störfin í þekkingariðnaði og hátækni. Á íslenskum vinnumarkaði starfa um 160.000 manns en hjá íslenskum fyrirtækjum erlendis starfa nú um 200.000 manns, langflestir útlend- ingar. Þetta er ótrúleg breyting á til- tölulega fáum árum. Stjórnarskrá at- vinnulífsins Stjórnvöld eiga að hlúa vel að viðskiptalíf- inu þannig að það fái að vaxa og blómstra. Það gerum við með því að búa þeim vinveitt um- hverfi og góð vaxt- arskilyrði. Sömuleiðis er skyn- samlegt að efla eftirlits- stofnanir, s.s. embætti saksóknara efnahags- brota, fjármálaeftirlitið og samkeppniseftirlitið. Öflugt eftirlit með við- skiptum er lykillinn að trausti og trúverð- ugleika. Traust og trú- verðugleiki er þunga- miðja viðskiptalífsins. Ég hef hrifist mjög af afstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna sem hefur kallað samkeppn- islög stjórnarskrá at- vinnulífsins. Það finnst mér rétt nálgun og það er engin ástæða fyrir atvinnulífið að óttast samkeppnisyfirvöld eða öflugt eft- irlit. Hagsmunir neytenda af öflugu eftirliti eru að sama skapi augljósir. Öflug samkeppni er kjarabarátta nútímans. Innrás óskast Staðreyndin er sú að það eru mörg tækifæri og spennandi mögu- leikar í íslensku viðskiptalífi um þessar mundir. Framsókn og útrás íslenskra banka er farin að vekja gríðarlega athygli og umfram það sem við Íslendingar hér heima ger- um okkur oft grein fyrir. En þótt útrásin gangi vel þá lætur innrásin standa á sér. Það er hlut- verk okkar allra að skapa þær að- stæður að erlend fyrirtæki sjái kosti í því að starfa á Íslandi svo að tæki- færunum fjölgi enn frekar og verð- lag lækki. Nýr undirstöðuat- vinnuvegur Íslands Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar um íslenska fjármálageirann Ágúst Ólafur Ágústsson » Í fyrstaskipti í Ís- landssögunni vinna líklega fleiri í fjár- málageiranum en í sjávar- útvegi. Höfundur er varaformaður Samfylk- ingarinnar og formaður viðskipta- nefndar Alþingis. UMFJÖLLUN í fjölmiðlum síðustu daga um ofangreind félög hafa að nokkru byggst á þekking- arskorti á félögunum, og tilurð Ehf. Samvinnutrygginga g.t., upp- runa þess og uppbyggingu, skipu- lagi og rekstri. Þá hefur því ítrek- að verið haldið fram að Samband ísl. samvinnufélaga hafi farið í þrot og að því látið liggja að það sé ekki til í dag. Því vill undirritaður gera nokkr- ar athugasemdir við það sem sagt hefur verið og skrifað og gera til- raun til að koma því rétta á fram- færi. Samvinnutryggingar g.t. voru stofnaðar 1. september 1946 af Sambandi ísl. samvinnufélaga og kaupfélögum til þess að bæta tryggingastöðu almennings og fyr- irtækja. Stofnfé Samvinnutrygg- inga g.t. var 700.000 kr. og var það allt lagt fram af Sam- bandinu. Enginn ann- ar hefur lagt félaginu til fé. Ábyrgð á stjórnun og rekstri Ehf. Sam- vinnutrygginga g.t. var þar til fyrir u.þ.b. þremur árum hjá Sambandinu og kaup- félögunum. Fulltrúar kaupfélaganna á aðal- fundi Sambandsins höfðu það hlutverk að kjósa full- trúaráð Ehf. Samvinnutrygginga g.t. Fyrir u.þ.b. þremur árum varð sú breyting á að fulltrúaráð Ehf. Samvinnutrygginga breytti þessu fyrirkomulagi án samráðs við Sambandið eða aðalfund þess. Síð- an þá hefur fulltrúaráðið verið án félagslegs baklands. Ekki hefur verið sátt meðal samvinnumanna um þessa skipan. Í upphafi voru Samvinnutrygg- ingar g.t. settar upp sem gagn- kvæmt tryggingafélag. Þeir sem höfðu viðskipti við félagið gátu vænst þess að eignast skilyrt eign- arréttindi í félaginu ef til slita þess kæmi. Alveg var það skýrt í samþykktum félagsins að þessi eignarréttindi væru skilyrt við slit félagsins. Ekki er annað vitað en að tryggingatakar hafi greitt svip- að fyrir sínar tryggingar hjá Sam- vinnutryggingum g.t. og hjá öðr- um tryggingafélögum enda lengst af opinber verðlagning á trygg- ingum. Sú eign sem nú er skilað til fyrrum tryggingataka er því „bónus“ sem ekkert annað trygg- ingafélag hefur greitt trygg- ingatökum sínum og á sér í raun enga hliðstæðu í íslensku við- skiptalífi. Margítrekaðar fullyrðingar um gjaldþrot Sambands ísl. samvinnu- félaga eiga sér enga stoð í raun- veruleikanum. Félagið hætti rekstri, seldi allar eignir og samdi um og greiddi allar sínar skuldir. Frá því uppgjöri hefur félagið fyrst og fremst verið félagslegur vettvangur þar sem sam- vinnumenn, fulltrúar kaupfélagana um land allt koma saman og ræða sín sameiginlegu mál. Á aðalfundi Sambandsins í des- ember 2006 var samþykkt að nefnd sem kosin var á aðalfund- inum ræddi við stjórn Ehf. Sam- vinnutrygginga g.t. um framtíð- arskipulag og rekstrarform Ehf. Samvinnutrygginga g.t. Þá lá fyrir að Ehf. Samvinnutryggingar g.t. voru ekki lengur í trygginga- starfsemi og því talið eðlilegt að hin skilyrtu eignarréttindi yrðu gerð virk og þeim skilað til þeirra sem þau áttu, eins og til stóð í upphafi. Niðurstaða þeirra viðræðna sem áttu sér stað milli fulltrúa Sam- bandsins og kaupfélaganna ann- arsvegar og stjórnar Ehf. Sam- vinnutrygginga var síðan sú að Ehf. Samvinnutryggingum skyldi breytt í hlutafélag en af tækni- legum ástæðum þurfti að slíta fé- laginu og stofna nýtt fjárfesting- arfélag, Gift fjárfestingarfélag ehf., til þess að hægt væri að gera hin skilyrtu eignarréttindi virk. Eftir stendur að leiðrétta þann gjörning fulltrúaráðsins, að það skipi sig sjálft. Krafa samvinnu- manna er að kosning í fulltrúaráð Samvinnusjóðsins verði færð aftur til fulltrúa kaupfélaganna á aðal- fundi Sambandsins, enda eru það þeir aðilar sem sköpuðu Sam- vinnutryggingar g.t. og tryggðu núverandi tilvist þeirra, en auk þess að vera stofnendur félagsins þá voru Sambandið og kaupfélögin og fyrirtæki þeirra ætíð meðal stærstu tryggingataka hjá félag- inu. Meginatriðið er þó að þeir sem áttu skilyrt réttindi fá sitt eins og lög og samþykktir segja til um. Þá má ekki gleyma því að með Sam- vinnusjóðnum verður til einn stærsti styrktar- og menning- arsjóður á Íslandi sem vonandi á eftir að styðja við mörg góð og þörf verk er til almannaheila horfa. Þessi pistill skýrir vonandi nokkuð upphaf og tilvist Ehf. Samvinnutrygginga g.t. og Sam- bands ísl. samvinnufélaga svf. og þær ástæður sem lágu að baki breytingum á Ehf. Samvinnu- trygginga g.t. Breytingum sem margir hafa reynt að gera tor- tryggilegar síðustu daga, af van- þekkingu og að ástæðulausu. Ehf. Samvinnutryggingar g.t. Guðsteinn Ein- arsson gerir at- hugsemdir vegna umfjöllunar fjöl- miðla um Samband ísl. samvinnufélaga svf. og Ehf. Sam- vinnutrygginga g.t. » Sú eign sem nú erskilað til fyrrum tryggingataka er því „bónus“ sem ekkert annað tryggingafélag hefur greitt trygg- ingatökum sínum… Guðsteinn Einarsson Höfundur er kaupfélagsstjóri KB og stjórnarformaður Sambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.