Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 33 edda.is Klukk! Sto! Yfir!Jósep segir … Fundinn! LE IKJADAGUR! Ný bók með hundrað skemmtilegum leikjum fyrir krakka á öllum aldri! Ómissandi í útileguna, afmælið, ættarmótið, vina- hópinn og fjölskyldu- boðin – vetur, sumar, vor og haust! Í tilefni af útkomu bókarinnar verður haldinn leikjadagur á ÍR-svæðinu við Skógarsel sunnudaginn 24. júní kl. 15-17:30. Sóley Elídóttir íþróttafræðingur stýrir skemmtilegum leikjum fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Ókeypis aðgangur – allir velkomnir. 10 heppnir krakkar geta unnið eintak af bókinni! MICHEL Jaques, forstjóri Alcan Prim- ary Metal Group, var á ferð hér í síðustu viku ásamt fríðu föru- neyti og kom víða við, m.a. í Ráðhúsinu í Hafnarfirði, til að fara yfir þá stöðu sem blas- ir við rekstri og framtíð álversins í Straumsvík í kjölfar niðurstöðu íbúakosninganna í lok mars sl. Umræður okkar á fundinum voru hreinskiptar og skýrar. Forstjór- inn lýsti yfir vonbrigðum með nið- urstöðu íbúakosninganna og sagði að fyrirtækið myndi leita allra leiða til að styrkja stöðu sína og allir þættir yrðu skoðaðir. Ég tjáði forstjóranum að í íbúa- kosningum hefði komið fram hver vilji meirihluta íbúa í bænum hefði verið til þeirrar tillögu sem fyr- irtækið hafði unnið að og kynnt varðandi sín stækkunaráform. Það væri öllum ljóst að þeirri tillögu hefði verið hafnað. Ég vissi til þess að ráðamenn fyrirtækisins hér heima hefðu síðustu vikur velt upp ýmsum möguleikum varðandi framtíðarmöguleika álversins og ég þekkti til þeirrar umræðu, enda átt oftar en einu sinni fundi með forstjóra Alcan í Straumsvík þar sem þau mál hefði borið á góma. Með mér á fundinum í Ráðhúsi Hafnarfjaðar var hafnarstjóri Hafnafjarðarbæjar, en ég taldi rétt að kynna fyrir forstjóra Alcan þá vinnu og tillögur sem hafn- arstjórn hefur verið að vinna að á sl. vetri varðandi hugmyndir um nýja framtíðarhöfn vestan við Straumsvík. Jafnframt var skýrt frá því að hafnarstjórn hefði á fundi sínum fyrir nær mánuði sam- þykkt að skoða frekari þróun á hafnarstæði að austanverðu við Straumsvík, þ.e., með landfyll- ingum út frá lóð álversins, eins og kemur fram í skipulagi. Í nýlega samþykktu aðalskipulagi Hafn- arfjarðarbæjar er gert ráð fyrir umtalsverðum landfyllingum á þessu svæði og Hafnarfjarðarhöfn vinnur nú að frekari útfærslu á slíkum fyllingum fyrir mögulegt framtíðarhafnarsvæði, sem yrði þá valkostur á móti þeim tillögum sem kynntar hafa verið um hafn- arstæði út frá landi, Óttarstaði vestan við víkina. Þessar tillögur eru ekki nýjar af nálinni og aðrir uppfinningamenn sem eiga heiðurinn af þeim en sá er þetta ritar. Ráðamönnum Alcan í Straumsvík hefur einnig verið fullkunnugt um þessar hugmyndir og tillögur að stækkun Aust- urbakkans og nýrri Straumsvík- urhöfn. Það liggur jafnframt ljóst fyrir að það er fyrirtækið sem metur möguleika sína að koma hugsanlega fyrir einhverri viðbót- arstarfsemi eða frekari þróun í sinni starfsemi á hugsanlegu land- fyllingarsvæði. Fjölmörg fyrirtæki hafa leitað eftir hafnarlóðum í Hafnarfirði á síðustu árum og bæj- arfélagið engan veginn getað ann- að þeirri eftirspurn, þrátt fyrir ný- lega stækkun innri hafnarinnar við Hval- eyri. Vel má vera að for- stjóri Alcan Metal Group hafi ekki þekkt þessar hugmyndir og heyrt af þessum land- fyllingaráformum við Straumsvík fyrr en hann átti fund með mér í Ráðhúsi Hafn- arfjarðar sl. þriðju- dag, en það er full- djúpt í árinni tekið að þakka mér heiðurinn af því að hafa fundið upp á þessum landfyll- ingum. Ég taldi hins vegar rétt að vekja athygli á þessari vinnu sem er í gangi á vegum Hafnarfjarð- arhafnar og samþykktum hafn- arstjórnar, enda snertir það vissu- lega hagsmuni og mögulega framtíðarstöðu Alcan sem er með sína starfsemi á nærliggjandi lóð. Hvort að þessar hugmyndir eru raunhæfar og hvort Alcan hefur hug á að skoða þær frekar er al- farið ákvörðun fyrirtækisins. Hafnarfjarðarbær mun halda áfram undirbúningsvinnu og skoð- un þessara landfyllingaráforma enda eru þær liður í því að kanna alla möguleika og hentugustu leið til frekari ávinninga og uppbygg- ingar á nýrri framtíðarhöfn fyrir bæjarfélagið. Landfyllingar vegna nýrrar stórhafnar Lúðvík Geirsson skrifar um hugmyndir um stækkun álsversins á landfyllingu » Fjölmörg fyrirtækihafa leitað eftir hafnarlóðum í Hafn- arfirði á síðustu árum og bæjarfélagið engan veginn getað annað þeirri eftirspurn… Lúðvík Geirsson Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.