Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 37
Fyrstu kynni mín af Hjölla voru þegar ég kom með kærustunni með Herjólfi frá Reykjavík og hann beið á bryggjunni eftir okkur. Ég var kvíð- inn, hvernig skyldi mér verða tekið? En það var óþarfa kvíði, hann tók mér ákaflega vel og ekki síður tengda- mamma og ég er viss um að betri tengdaforeldrar finnast varla. Hjölli var múrari og ég að læra smíði, þannig að hann þurfti oft að benda mér á að múrararnir löguðu það sem smiðirnir höfðu klúðrað, en alltaf allt í góðu. Hann var ákaflega mikill barnakarl og þegar við Gumma fórum að eignast okkar börn þá átti hann þau svo sannarlega líka. Hann elskaði að hafa börnin í kringum sig og þau að vera hjá honum. Fyrstu árin okkar Gummu var oft gott að leita til tengdó. Síðasta vetur- inn minn í Iðnskólanum kláraði ég í Vestmannaeyjum en þá var Hjölli múrarameistari og var að byggja vatnstank þar sem Höllin stendur nú. Ég fékk vinnu með skólanum í járn- bindingum hjá honum, þá var oft gam- an í vinnunni. Hann að kenna mér járnbindingu og ég lærlingurinn hjá honum. Allt gekk þetta mjög vel. Við bjuggum hjá tengdó með elsta barnið, Ingu Björgu, þennan vetur en fluttum í Hafnarfjörðinn að skóla loknum. Hjölli var oft búinn að segja mér sögur af veiði í Elliðaey og bauð mér að koma með í veiði árið 1969. Það var ákaflega gaman. Hann fór með mig á Pálsnef og sýndi mér hvernig ætti að veiða lunda og að snúa hann úr. Mér gekk strax ágætlega að veiða en illa gekk mér að snúa hann úr. Þá sagði hann: „Hvað er þetta, drengur, vertu bara ákveðinn,“ og sýndi mér aftur og þá kom þetta allt saman. Hjölli var góður tengdapabbi og vorum við alla tíð góðir vinir og var hann einnig ákaflega góður afi. Þegar gaus í Eyjum kom öll fjölskyldan til Hafnarfjarðar og bjó þar í gosinu. Hjölli var vanur að keyra í Eyjum en óvanur á höfuðborgarsvæðinu. Mikið var maður oft smeykur í bílnum hjá honum en alltaf slapp þetta fyrir horn. Þau hjónin fluttu aftur til Eyja þegar gosinu lauk og bjuggu þar upp frá því. Síðustu árin voru þér og þínum oft erfið. Þú oft mikið veikur en komst alltaf til baka með brosið þitt og kímn- ina og alltaf að hjálpa öðrum. Inga þín hefur staðið þétt þér við hlið í öllum þínum veikindum og ekki síður börnin þín, tengdabörn og barnabörn. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast þér, Hjölli minn. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur Þórður. Okkur systkinin langar til að minnast okkar ástkæra afa. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að lýsa mannkost- um hans, þá þekkja allir sem þekktu Hjölla múr. Það voru forréttindi að fá að alast upp í nálægð við afa, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa manni og kenna, og taka þátt í hrekkjabrögðum ýmiskonar. Afi var sérlega skemmtilegur kall, það fylgdi því alltaf mikill spenningur að fara í heimsókn á Bröttugötuna þar sem amma og afi bjuggu lengst af, fá köku hjá ömmu og sögu hjá afa, það var toppurinn. Þá eru ofarlega í huga, jólaboðin og áramótin sem alltaf voru glæsileg hjá ömmu og afa, stórfjöl- skyldan kom saman og skemmti sér og allir krakkarnir hittust og þá var gam- an. Svo þegar við bræður urðum eldri þá fékk maður að fara með afa út í Elliða- ey í lundaveiði. Það var mikil upplifun að sitja með afa út á bjargbrún og fá handleiðslu í því að háfa lundann, afi var mjög lunkinn veiðimaður og því lærðum við réttu handtökin mjög fljótt. Hann var hrókur alls fagnaðar í kofanum á kvöldin og þá var nú ósjald- an gripið í spil. Þá var sá gamli í essinu sínu, hann svindlaði alveg hrikalega og skemmtilegast þótti honum þegar meðspilararnir föttuðu það, þá tísti í honum og eftir smá stund þá lágu allir í hláturskasti, það var ekki hægt að vera honum reiður. Afi og amma eru búin að eiga langa og farsæla lífsgöngu saman, á áttræðisaf- mæli afa þá voru þau jafnástfangin og daginn sem þau kynntust, afi söng manna hæst og amma horfði á með glampa í augum. Afi okkar, nú er komið að leiðarlokum hjá þér, eftir lifir minningin um ynd- islegan mann sem alltaf var tilbúinn að rétta fram hjálparhönd, hugga, leiðbeina, nú eða bara hlusta á vanda- mál okkar og koma með ráðleggingar. Það er hægara sagt en gert að feta í þín fótspor, afi, en það eru verðug fót- spor að feta. Elsku afi okkar, við söknum þín svo mikið. Megirðu hvíla í friði. Þín barnabörn Hjörleifur, Benjamín, Guðlaugur Ingi, Guðlaug Birna og Inga Rós. Elsku besti afi minn. Ég elska þig svo mikið og sakna þín svo sárt. Ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Mig langar svo að halda utan um þig og finna góðu afalyktina sem var alltaf af þér. Þú varst mér alltaf svo góður. Fyrstu 8 mánuðina eftir að ég fæddist var bumban þín eini stað- urinn sem ég gat sofið á. Þar leið mér alltaf best. Þegar ég byrjaði í skóla, neitaði ég að fara í skólann nema að þú kæmir með mér, ég vildi hafa þig hjá mér hvert sem ég fór, og á hverj- um einasta degi fylgdir þú mér í skól- ann, elsku afi minn. Þegar krakkarnir í skólanum voru að spyrja mig hvaða strák ég væri skotin í var ég ekki lengi að svara, ég var skotin í þér og þegar þau hlógu og sögðu að það væri ekki hægt, þá sagði ég að það væri sko víst hægt. Ég væri skotin í afa mínum og þegar ég yrði stór að þá ætlaði ég að giftast honum. Eftir skóla fór ég svo alltaf upp í fram- haldsskóla þar sem þú og amma vor- uð bæði að vinna. Þar fékk ég stund- um að hjálpa ömmu að þurrka af töflunum en oftast elti ég þig um allt, enda hefði ég helst viljað vera bundin við þig allan sólarhringinn, ég var svo háð þér. Það voru margir bíltúrarnir sem ég fór með þér í. Þú fórst alltaf með mig að skoða kindurnar og mér þótti það svo gaman og alltaf varstu svo glaður, afi minn. Þú varst alltaf syngjandi eða raulandi eitthvað þegar við vorum úti að keyra og mér fannst svo gaman að hlusta á þig. Ég gat set- ið tímunum saman í fanginu á þér í brúna hægindastólum uppi á Bröttu- götu og þú varst annaðhvort syngj- andi eða að segja mér einhverjar skemmtilegar sögur. Elsku afi minn, ég á alveg heilan helling af góðum minningum um þig. Það var alltaf svo mikið líf og fjör í kringum þig, afi minn og alltaf svo gott að vera hjá þér. Öll skiptin sem ég fór með þér í heimsókn til gamla fólksins á elló, öll ættarmótin, sum- arfríin, svo þegar ég fór með þér út í Elliðaey og svo þegar þú flaugst með mér á Bakka, því að ég vildi ekki fara ein í flugvélina þegar ég var að fara í heimsókn til ömmu og afa í Vík. Þær voru ófáar næturnar sem ég fékk að gista hjá þér og ömmu og alltaf svaf ég í holunni á milli ykkar og hélt í puttann á þér og ef ég rumskaði eitt- hvað á nótunni þá var ég ekki lengi að finna puttann á þér aftur og svaf þá eins og engill því að þú varst hjá mér. Elsku afi, síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir, að horfa á þig svona veik- an, en ég fékk að sitja hjá þér uppi á sjúkrahúsi og halda í höndina á þér og halda í puttann á þér eins og ég gerði alltaf þegar ég var lítil. Núna ertu kominn til foreldra þinna og allra systkina og ég vona að þér líði vel, elsku afi minn. Elsku afi, ég þakka þér fyrir allar þær góðu og yndislegu stundir sem ég átti með þér. Ég mun geyma allar þær góðu og dýrmætu minningar sem ég á um þig í hjarta mínu. Þú varst og ert án efa allra besti afi sem hægt er að hugsa sér og ég hlakka til að fá að hitta þig aftur, þeg- ar minn tími kemur. Elsku afi minn, ég elska þig óend- anlega mikið, sofðu rótt, hvíl þú í friði. Guð geymi þig. Þín afastelpa Hjördís Inga. Elsku afi. Það er mér þungbært að setjast niður og skrifa mína hinstu kveðju til þín. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig og ömmu. Áramótin á Bröttu- götunni, þar sem öll börnin ykkar og fjölskyldur komu saman til að fagna. Þá var fjölmennt og alltaf mikið fjör. Heimsóknir okkar systkinanna til ykkar eftir leikfimi. Það var sjaldnast labbað lengra en upp á Bröttugötu frá Íþróttahúsinu, þar sem oftar en ekki var boðið upp á eitthvert góðgæti og svo keyrðir þú okkur síðasta spölinn heim. Eins eru kvöldvökurnar út í El- liðaey ógleymanlegar í minningunni. Það var farið út snemma morguns og verið við veiðar allan daginn. Síðan var spilað og sungið um kvöldið og oft fram á nótt en alltaf varst þú fyrstur á fætur, tókst veðrið og spáðir í veiði næsta dags. Maður dáðist oft að kraft- inum í ykkur körlunum. Spilamennsk- an á kvöldin var óborganleg skemmt- un. Hvað þú gast nú spilað á spilafélaganna og hafðir alltaf jafn gaman af. Eins gafstu þér alltaf tíma til að spila við okkur peyjana. Þetta var frábær tími. Elsku afi. Síðustu ár voru þér og ömmu erfið. Veikindi þín sóttu hart að en oft þegar útlitið var dökkt reist þú upp aftur, brosandi og stutt í húm- orinn góða. Eitt breyttist þó aldrei og það var hversu barngóður þú varst. Því fékk ég að kynnast og síðar börnin mín og sú yngsta, Selma Björt, var einstaklega hænd að langafa sínum. Eins var aðdáunarvert að fylgjast með ykkur ömmu. Það var sama hvað bjátaði á, alltaf voruð þið stoð og stytta hvort annars. Amma mín, við vottum þér og ykk- ar börnum okkar dýpstu samúð. Elsku afi, við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera farþegar í lífs- hlaupi þínu. Takk afi, takk fyrir allt. Sigursveinn, Eydís og börn.  Fleiri minningargreinar um Hjör- leif Guðnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 37 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 18. júní. Guðrún K. Sigurðardóttir, Kjartan Stefánsson, Klara Sigurðardóttir, Þröstur Lýðsson, Árni Geir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, sonar, föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR HELGA ÓLAFSSONAR rafvirkja, Stífluseli 1, Reykjavík. Guðbjörg Rósants Stefánsdóttir, Aðalheiður Dóra Magnúsdóttir, Hanna Dóra Magnúsdóttir, Trausti Sigurðsson, Ólafur Stefán Magnússon, Anna Rúnarsdóttir, Helgi Magnússon, Geirlaug D. Oddsdóttir, Skúli Magnússon og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐLAUG ÁGÚSTA VALDIMARSDÓTTIR, Sóltúni 2, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 20. júní. Útförin verður auglýst síðar. Valdimar Einarsson, Þórdís Richter, Hildur Einarsdóttir, Örn Kjærnested, Einar Páll Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR THEODÓRSDÓTTIR jarðfræðingur, Sjafnargötu 11, Reykjavík, andaðist 13. júní. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju, mánudaginn 25. júní kl. 15.00. Edda Þórarinsdóttir, Gísli Gestsson, Freyr Þórarinsson, Kristín Geirsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Bjarki Þórarinsson, Helga Þórarinsdóttir, Nanna Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JÓNSDÓTTIR frá Hofsósi, síðast hjúkrunarheimilinu Ás, Hveragerði, lést fimmtudaginn 20. júní. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju, mánudaginn 25. júní kl. 14.00. Stefán Friðriksson, Ágústa Högnadóttir, Elísabet Friðriksdóttir, Björn Friðriksson, Lilja Ólafsdóttir, Sveinn Friðriksson, Friðrik Friðriksson, Þórey Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, langalangafi og bróðir, BENÓNÝ ARNÓRSSON, Hömrum, verður jarðsunginn frá Einarsstaðakirkju, mánudaginn 25. júní kl. 14.00. Valgerður Jónsdóttir, Jón Friðrik Benónýsson, Bryndís Pétursdóttir, Guðrún A. Benónýsdóttir, Jakob Kristjánsson, Arnór Benónýsson, Ragnheiður Þórhallsdóttir, Friðrika Benónýsdóttir, Bergþóra Benónýsdóttir, Istvan Kekesy, Hörður Þór Benónýsson, Freydís Anna Arngrímsdóttir, barnabörn og þeirra fjölskyldur og systkini hins látna. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir og amma, ÁSDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Lerkihlíð 11, Reykjavík, lést á Kvennadeild Landspítalans, þriðjudaginn 19. júní. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gísli Geir Jónsson, Sigurður Hrafn Gíslason, Kristinn Björn Marinósson, Agnes Marinósdóttir, Hjördís Marinósdóttir, Marinó Breki Benjamínsson, Ólafur Árni Arnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.