Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 18
FORELDRAR bresku stúlkunnar Madeleine McCann slepptu í gær fimmtíu gulum og grænum blöðr- um upp í heiðbláan himininn á strönd í Algarve í Portúgal til að minnast þess að fimmtíu dagar voru liðnir frá því að hún hvarf af hóteli sínu í Praia da Luz. Madeleine, sem var fjögurra ára, var sofandi á hótelherbergi sínu ásamt tveggja ára systrum sínum tveimur þegar spurðist til hennar síðast. Óttast er að einhver hafi numið hana á brott. Foreldr- arnir, Gerry og Kate McCann, hafa neitað að gefast upp í leitinni að Madeleine og hafa ferðast vítt og breitt um Evrópu til að vekja athygli á málinu, í þeirri von að vísbendingar bærust um afdrif Madeleine. Þau hafa einnig átt fund með Benedikt XVI. páfa vegna málsins. AP 50 dagar frá hvarfi Madeleine 18 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Brussel. AP, AFP. | Kanslari Þýska- lands, Angela Merkel, reyndi enn í gær ákaft að finna málamiðlun um drög að breytingum á reglum um ákvarðanatöku í Evrópusambandinu en leiðtogafundur ESB stendur nú yf- ir í Brussel. Pólverjar hafa barist hart gegn tillögum um breytt atkvæða- vægi sem þeir telja valda því að áhrif þeirra dvíni. Merkel lagði í gærkvöldi til að samningar hæfust án aðildar Pól- verja. Skömmu eftir þetta óvænta út- spil Merkel sagði fulltrúa Litháa að samningar væru að takast við leið- toga Pólverja um málamiðlun, hið sama sagði Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands. Hann sagði rétt fyr- ir miðnætti að staðartíma að líklega þyrftu menn eina eða tvær stundir í viðbót til að ljúka samningunum en að sjálfsögðu myndu Pólverjar ákveða sjálfir hvað þeir vildu gera. Blair var mjög sáttur við þær breytingar sem gerðar höfðu verið á samningsdrög- um Þjóðverja til að koma á móts við óskir Breta er vilja m.a. hafa rétt til að segja sig frá sameiginlegum reglum á sviði löggæslu- og félags- mála. Þjóðverjar eru í forsæti ESB þetta misserið fram til loka mánaðarins. Í sjálfu sér gæti sambandið hafið samn- ingaviðræður um breytingatillögurn- ar þótt Pólland neitaði þátttöku, nóg er að einfaldur meirihluti taki slíka ákvörðun. En Merkel vildi reyna að ná fram fullri einingu á fundinum um framhaldið. Jaroslaw Kaczynski, forsætisráð- herra Póllands, olli miklu úlfaþyt er hann sagði í sjónvarpsviðtali fyrr um kvöldið að hann væri ekki ánægður með þann árangur, sem náðst hefði. „Ef þið spyrjið mig hvernig viðræð- unum muni ljúka þá tel ég að þær endi með því að við beitum neitunar- valdi vegna þess að þvergirðingshátt- ur viðmælenda okkar á sér engin tak- mörk,“ sagði Kaczynski. Leiðtogar Frakka og Breta, Nicholas Sarkozy forseti og Tony Blair áttu báðir fundi með Lech Kaczynski, forseta Pól- lands sem er tvíburabróðir Jaroslaws og situr fundinn í Brussel. Pólverjar eru mjög andvígir nýjum tillögum um atkvæðavægi ríkja innan ESB sem m.a. gera ráð fyrir því að 15 af aðildarríkjunum 27 geti komið fram málum ef íbúar í þessum 15 ríkj- um eru að minnsta kosti 65% af öllum íbúum í ESB en þeir eru nú um 490 milljónir. Vongóðir um að Pólverjar fallist á málamiðlun Í HNOTSKURN »Markmið fundarins var aðundirbúa samning er kæmi í stað stjórnarskrárdraganna sem felld voru í þjóðaratkvæði í Frakklandi og Hollandi. »Deilt hefur verið um margtá fundinum, m.a. hlutverk ESB-fánans, sem er blár með 12 gullnum stjörnum og Óðinn til gleðinnar, lag Beethovens, oft nefnt þjóðsöngur ESB. Angela Merkel Genf. AFP. | Talsmenn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fordæmdu í gær vonda meðferð á börnum sem uppvíst hefur orðið um á munaðarleysingjahæli í Bagdad í Írak og hvöttu þeir írösk stjórnvöld til að gera þegar í stað úttekt á að- stæðum allra barna sem búa á rík- isreknum munaðarleysingjahælum. Bandarískir hermenn fundu fyrir nokkrum dögum 24 drengi á aldr- inum þriggja til fimmtán ára sem sættu hroðalegri meðferð á Al- Hanan-munaðarleysingjahælinu í Bagdad. Sumir voru bundnir fastir við rúm sín og máttu liggja í saur sín- um, en aðrir voru of veikburða til að geta staðið upp. Myndir af aðstæð- um voru sýndar hjá bandarísku sjón- varpsstöðinni, CBS, og vöktu tölu- vert umtal. „Jafnvel í landi þar sem ofbeldi er framið daglega þá voru þessar myndir sannarlega hroðalegar á að líta. Það er fullkomlega óviðunandi að láta börn þjást með þessum hætti,“ sagði Roger Wright, tals- maður UNICEF í málefnum Íraks. Fagnaði hann þeirri yfirlýsingu Nuris al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, að aðstæður á munaðarleys- ingjahælum í Írak yrðu kannaðar. Harma slæma með- ferð barna AP Óviðunandi Írösku drengirnir búa nú við betri aðstæður en áður. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BRÁÐNANDI ísjakar á reki við Suðurskautslandið eru eins konar umhverfisorkustöðvar sem efla líf- ríkið í sjónum í kringum sig og eiga sennilega þátt í að draga úr hættunni á því að hlutfall koldíoxíðs verði of hátt í andrúmsloftinu. Jakarnir gefa frá sér steinefni sem þeir hafa skrap- að upp af klöppum Suðurskauts- landsins, efnin fara í gegnum fæðu- keðjuna og valda því að úrgangur með koldíoxíði sekkur niður á sjáv- arbotn, segja bandarískir vísinda- menn sem rannsakað hafa lífríkið á þessum slóðum, að sögn vefsíðu breska útvarpsins, BBC. „Á sama hátt og vatnslindir eru „heitir reitir“ í eyðimörkum eru ís- jakar á reki eins og vinjar í hafinu við Suðurskautslandið, þeir ýta undir framleiðslu á lífrænu efni,“ sagði Russell R. Hopcroft sem starfar við haffræðistofnun Alaska-háskóla í Fairbanks. Svif étur steinefnin, kríll svifið Hann segir menn hafa vitað að svipað ferli ætti sér stað við jaðarinn á ísrönd á hafinu en nýtt sé að það gerist einnig við staka jaka. Örsmátt plöntusvif lifir á steinefnunum og kom í ljós að það þrífst afar vel í grennd við jakana en dvergrækja er nefnist kríll ét- ur síðan plöntusvifið. Geysimikið er af kríl við Suðurskautslandið, úrgangurinn frá honum inniheldur meðal annars kol- díoxíð sem sekkur til botns. Kríll er ein helsta fæða sumra hvala, þ.á m. steypireyðar, stærstu skepnu heims. Fjöldi ísjaka á þessum slóðum hef- ur aukist síðustu áratugi vegna hlýn- unar andrúmsloftsins, segir í grein vísindamannanna sem birtist í vefrit- inu Science Express. Rannsóknirnar fóru fram í Weddell-hafi í árslok 2005 og var athyglinni beint að tveim jökum, annar var um einn ferkíló- metri að flatarmáli, hinn mun stærri eða um 100 ferkílómetrar. Safnað var sýnum með neti og fjarstýrðu vélmenni. Í ljós kom að mun meira var af steinefnum, plöntusvifi, kríl og sjófuglum á svæðinu umhverfis jak- ana en annars staðar á auðum sjó. Áhrifin mældust í allt að 3,7 kíló- metra fjarlægð frá jökunum. Bráðnandi ísjak- ar efla lífríki Bæta mikilvægum steinefnum í sjóinn MotorMax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 MotorMax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 - MotorMax Akureyri - Sími 460-4350 www.motormax.is Við hjá MotorMax erum nú að afgreiða nýja Camp-let tjaldvagna og Starcraft fellihýsi. Líttu við og skoðaðu þessa sannkölluðu draumavagna. „Draumavagninn þinn er tilbúinn hjá okkur”        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.