Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is AUGLÝSINGASTOFAN Ennemm hefur verið tilnefnd til verðlauna á hinni virtu aug- lýsingahátíð Cannes Lions sem haldin er ár- lega í Frakklandi. Stofan var tilnefnd fyrir auglýs- ingu sem gerð var fyrir Kaupþing og skartaði breska leikaranum John Cleese í aðalhlutverki. Að sögn Halls A. Bald- urssonar, fram- kvæmdastjóra Ennemm, er auglýsingin tilnefnd í flokki sem nefnist „ímynd fyrirtækja“. „Alls voru sendar inn tæplega 5.000 auglýs- ingar, en í þessum flokki voru þær 270. Þrjá- tíu af þeim voru svo tilnefndar,“ segir Hall- ur, en alls eru tólf flokkar fyrir sjónvarpsauglýsingar. Þrjár mismunandi auglýsingar voru gerð- ar með Cleese, en ein þeirra var tilnefnd. „Við kölluðum hana „Stærsta fyrirtækið“ og þar er Cleese að tala um að Kaupþing sé stærsta fyrirtæki á Íslandi, og svo spyr hann hvað margir búi á Íslandi. Þá svarar rödd 300.000 og Cleese spyr hvort verið sé að meina 300.000 milljónir. Í lokin spyr hann af hverju sé verið að gera þessa auglýsingu og bendir á að það sé miklu betra að hringja bara í alla,“ segir Hallur og hlær. Aðspurður segir hann tilnefninguna mik- inn heiður og viðurkenningu á góðu starfi stofunnar. „Þetta segir okkur að við erum ekkert síðri í hugmyndavinnu en aðrir, þann- ig að þetta er mikill hvatning fyrir okkur og okkar starfsfólk að gera vel,“ segir Hallur. Úrslit í keppninni verða kunngjörð í kvöld og er verðlaunað fyrir þrjú efstu sætin. Hall- ur segir erfitt að segja til um möguleika En- nemm, enda sé keppt við auglýsingar frá stórfyrirtækjum á borð við Adidas, Reebok og FedEx. „Það eru margar mjög flottar og stórar auglýsingar þarna þannig að við höfum ekki hugmynd um hvort við eigum möguleika á verðlaunasæti,“ segir hann. Þess má loks geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslensk auglýsingastofa er tilnefnd til verðlauna á hátíðinni því Hvíta húsið fékk tilnefningu árið 2005 fyrir auglýsinguna „Hægðu á þér“ sem gerð var fyrir Umferð- arstofu og sýndi afleiðingar hraðaksturs. 300.000 milljónir? Fyndinn John Cleese í auglýsingunni. Auglýsingastofan Ennemm tilnefnd til verðlauna á stærstu auglýsingahátíð heims www.canneslions.com Hallur A. Baldursson eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Premonition kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Fantastic Four 2 kl. 4 (450kr.) - 6 - 8 - 10 The Last Mimzy kl. 4 (450kr.) - 6 Premonition kl. 3 - 5.45 - 8 - 10.15 B.i. 12 ára Fantastic Four 2 kl. 3 - 6 - 8.20 - 10.30 The Hoax kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 12 ára 28 Weeks Later kl. 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára Spider-Man 3 kl. 3 B.i. 10 ára Shrek 3 m. ensku tali kl. 1 - 3 - 5 - 7 - 9.10 - 11.10 Shrek 3 m. ensku tali kl. 1 - 3 - 5 - 7 - 9.10 - 11.10 LÚXUS Shrek 3 m. ísl. tali kl. 1 - 3 - 5 - 7 - 9.10 - 11.10 Fantastic Four 2 kl. 1:30 - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 Hostel 2 kl. 8 - 10:10 B.i. 18 ára The Last Mimzy kl. 1 - 3 Spider-Man 3 kl. 3 B.i. 10 ára - Kauptu bíómiðann á netinu Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * eeee L.I.B. - Topp5.is eeee H.J. - MBL QUENTIN TARANTINO KYNNIR GABBIÐ eee Ó.H.T - Rás 2“...besta sumar- afþreyingin til þessa.” eee MBL - SV SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. STÆRSTA OPNUN Á TEIKNI- MYND FYRR OG SÍÐAR. ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST eee D.V. SANDRA BULLOCK SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI MARTRÖÐ EÐA RAUNVERULEIKI? eeee - H.J., Mbl eeee - Blaðið eeee - L.I.B., Topp5.is eeee - K.H.H., FBL MÖGNUÐ SPENNUMYND UM KONU SEM MISSIR EIGINMANN SINN Í BÍLSLYSI... EÐA EKKI? “Grípandi atburðarás og vönduð umgjörð, hentar öllum” eee Ó.H.T. - Rás 2 ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN Morgan Freeman mun leika Nelson Mandela, fyrrum forseta Suður-Afríku, í myndinni The Human Factor sem byggð er á bók John Carlin sem er enn óútkomin. Myndin gerist árið 1995 þegar aðskilnaðarstefnunni er lokið og Man- dela er orðinn forseti. Heimsmeistaramótið í ruðningi var haldið í Suður-Ameríku og Man- dela tókst að nýta mótið til þess að þjappa sundraðri þjóð sinni saman. Freeman þekkir Mandela persónulega og segir mikinn heiður að leika hlutverkið. Fyrst fáum við þó að sjá hann sem Guð al- máttugan öðru sinni í Evan Almighty sem sýnd verður seinna í sumar. Reuters Mandela? Eða Morgan Freeman? Fyrst Guð, svo Nelson Mandela
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.