Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástríður Guð-mundsdóttir fæddist á Minna Mosfelli í Mosfells- sveit 25. ágúst 1930. Hún lést á líkn- ardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss á Landakoti 10. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Þor- láksson, bóndi á Seljabrekku í Mos- fellssveit, f. 29.11. 1894, d. 30.11. 1985, og Bjarnveig Guðjónsdóttir, hús- freyja á Seljabrekku, f. 5.11. 1896, d. 14.6. 1979. Systkini Ástríðar eru Þorbjörg, f. 16.1. 1920, Þorlákur, f. 9.12. 1921, Málfríður, f. 21.3. 1923, d. 28.2. 1986, Valgerður, f. 24.8. 1924, d. 23.11. 2005, og Guð- rún, f. 18.11 1925, d. 3.12. 2000. Ástríður giftist 7.1. 1956 Stefáni Eiríkssyni, fyrrverandi aðstoð- arslökkviliðsstjóra á Keflavík- urflugvelli, f. 3.10. 1934. For- eldrar hans voru Eiríkur Ástrós Eva, f. 28.9. 1991. 4) Stefán Hrafn lögfræðingur, f. 15.2. 1963, kvæntur Ásu Hrönn Kolbeins- dóttur flugfreyju, f. 28.2. 1964. Börn þeirra eru Jóhanna Dröfn, f. 29.11. 1992, og Einar Örn, f. 11.7. 2000. 5) Ásta Hrönn fram- kvæmdastjóri, f. 16.10. 1967. Dótt- ir hennar og Bjarna Felix Bjarna- sonar, f. 3.2. 1968, er Álfheiður, f. 11.9. 1991. Ástríður og Stefán bjuggu öll sín hjúskaparár í Reykjavík. Ástríður stundaði nám í Héraðs- skólanum að Varmahlíð í Skaga- firði og síðar í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hún lauk gagn- fræðaprófi. Hún hóf störf sem lyfjatæknir hjá Reykjavík- urapóteki árið 1948 og starfaði í þeirri atvinnugrein um nokkurra ára skeið. Lengst af starfaði Ást- ríður sem ferðamálafræðingur í fjarsölu Flugleiða, nú Icelandair, þar til hún lét af störfum fyrir ald- urs sakir árið 2000. Ástríður verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Eiríksson, húsa- smíðameistari frá Djúpadal í Skaga- firði, f. 20.6. 1905, d. 27.5. 1994, og Helga Jónsdóttir, húsfreyja frá Hrauni í Sléttu- hlíð í Skagafirði, f. 21.4. 1903, d. 20.5. 1999. Börn Ástríðar og Stefáns eru: 1) Ei- ríkur Örn mat- reiðslumaður, f. 24.3. 1956, d. 23.7. 2004. Börn hans og Hrefnu Stefánsdóttur, f. 16.2. 1961, eru Stefán, f. 20.7. 1990, Brynja, f. 2.6. 1992, og Eirík- ur, f. 9.10. 1996. 2) Guðmundur Már lýtalæknir, f. 2.7. 1959, kvæntur Auði Margréti Möller, f. 11.11. 1959, dætur þeirra eru Signý Ásta, f. 24.6. 1985, Ásdís Björk, f. 2.3. 1988, og Edda Rún, f. 4.4. 1992. 3) Helga Björk flug- freyja, f. 29.7. 1961. Börn hennar og Einars Vilbergs Hjartarsonar, f. 26.4. 1950, eru Stefán Vilberg og Einar Vilberg, f. 13.8. 1984, og Manni finnst einhvern veginn að mamma manns eigi að lifa að eilífu. En auðvitað veit maður að svo er ekki þrátt fyrir að það geti verið erfitt að sætta sig við það. Þá sérstaklega þeg- ar maður sér á eftir eins lífsglöðum einstaklingi og hún mamma mín var. Mamma greindist fyrst með krabba- mein fyrir u.þ.b. 2 áratugum síðan. Hún var einstaklega lagin við það að láta lítið bera á veikindum sínum. Hún aftók það með öllu að hún væri eitthvað veik. Hún tók bara á vand- anum þegar hann kom upp, hafði bet- ur og hélt áfram. Fyrir um það bil 10 árum síðan varð fjölskyldan fyrir miklu áfalli þeg- ar faðir okkar fékk heilabilun og flutti í framhaldi þess á hjúkrunarheimili þar sem hann dvelst í dag. Álagið á mömmu jókst til muna en að játa sig einhvern tíma veika, það var af og frá. Það var ekki fyrr en elsti bróðir okkar, Eiríkur Örn, lést fyrir um 3 ár- um síðan að maður skynjaði það að mamma væri ekki alveg eins heilsu- hraust og hún vildi vera láta. Andlát hans gekk henni mjög nærri og þarna sá maður svart á hvítu hve móðurást- in ristir djúpt. En áfram lék hún leikritið af mikl- um sóma þangað til líkaminn hennar gat ekki meir. Við systur fylgdum henni á sjúkra- húsið fyrir 3 mánuðum síðan, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Það er margs að minnast. Mamma og pabbi voru mér stoð og stytta við uppeldi dóttur minnar Álf- heiðar, þar sem ég sökum vinnu minnar var mikið fjarverandi. Fyrir það vil ég sérstaklega þakka. Hún fylgdist vel með okkur mæðg- um og hringdi oft á dag til að athuga hvernig við hefðum það og hvað við værum að gera. Oft og tíðum fannst okkur nú nóg um en í dag söknum við þessa gífurlega. Við söknum afskipt- anna, heilræðanna, umhyggjunnar, húmorsins og hlátursins. Mamma var ákveðin og fylgin sér. Hún fylgdist vel með sínu fólki og vildi öllum vel. Hún var mikil amma og sinnti ömmubörnunum sínum vel og mikið. Hún var vinsæl til vinnu og vinamörg. Hvort heldur var um ræða stelpurnar úr Reykjavíkurapóteki frá 1948, vina- hópinn úr Slökkviliðinu á Keflavíkur- flugvelli eða Farskrá Flugleiða eign- aðist mamma ávallt góða og trausta vini sem henni fylgdu alla tíð. Mamma var einkar glæsileg kona. Hún var ávallt vel til höfð og brýndi það mikið fyrir okkur systrum að gera slíkt hið sama. Jafnvel á sjúkra- beði sínu sá hún til þess að varalit- urinn væri á sínum stað. Það allra besta veganesti sem ég fékk frá mömmu var að lifa lífinu lif- andi. Ég held ekki, ég veit að ef mað- ur tileinkar sér þannig lífsmáta þá kemst maður í gegnum eld og brenni- stein ef því er að skipta. Ég þakka þér mamma mín fyrir allt og allt. Þú kvaddir í svefni, falleg sem endranær, og yfir þér var friður og ró. Þannig minnist ég þín elsku mamma mín og kveð þig með loka- orðum ljóðsins „Smávinir fagrir“: Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Þín dóttir og nafna, Ásta Hrönn. Í dag kveð ég hinstu kveðju tengdamóður mína, Ástríði Guð- mundsdóttur. Ég var stödd á Mal- lorca ásamt börnum mínum og nokkr- um úr minni nánustu fjölskyldu þegar mér bárust tíðindin um andlát Ástu. Auðvitað vissi ég hvert stefndi og undirbjó börnin mín undir það þegar við kvöddum hana 7. júní sl. Mér fannst að ég þyrfti að fara strax heim en eins og Auður systir sagði; hún Ásta hefði viljað að við héldum okkar striki, barnanna vegna. Já, barna- börnin voru henni og Stefáni, tengda- föður mínum, allt. Alltaf boðin og búin að gæta þeirra hvernig sem stóð á. Fyrir um það bil 21 ári kom ég inn í þessa fjölskyldu og var mér tekið með kostum og kynjum, eins og þeim hjón- um var einum lagið. Ég var þá sjálf nýbúin að missa móður mína. Vin- kona Ástu, Guðlaug, sagði við mig: Mikið ertu heppin Ása mín að hafa fengið hana Ástu fyrir tengdó – þar fékkstu svo sannarlega góða konu í móðurstað. Og það átti eftir að reyn- ast hverju orði sannara. Við Ásta áttum strax skap saman. Við áttum þess kost að ferðast tals- vert, þar sem við störfuðum báðar hjá sama fyrirtæki. Við Stefán Hrafn, og svo Jóhanna og Einar Örn seinna, fór- um oftar en einu sinni til Flórída sam- an og þar var Ásta á heimavelli, leið hvergi betur en í sólinni þar. Við tvær fórum í ófá skipti til Bandaríkjanna í styttri ferðir og náð- um við að spjalla saman um alla heima og geima. Margir höfðu orð á því hve dugleg Ásta var að fara í þess- ar stuttu ferðir með mér yfir hafið og ekki síst ég. En hún var ein af þeim sem njóta sín í faraskjótum há- loftanna, enda sagði hún iðulega við mig að hún hefði verið flugfreyja í fyrra lífi. Margir kollegar mínir höfðu oft orð á því hve ég væri heppin að eiga svona skemmtilega tengdamóð- ur. Já, ég man hversu spennt hún var þegar ég komst að sem flugfreyja hjá Flugleiðum, alveg eins og hún hefði gengið í gegnum það ferli sjálf. Það var Ásta sem sagði mér hver væri munurinn á molli og department store, hvaða búðir ég ætti að fara í og öll helstu tískumerkin þekkti hún, hún var á heimavelli í borgum Banda- ríkjanna. Síðustu ár gekk Ásta ekki heil til skógar, en leiddist meira en allt að tala um veikindi, og í raun og veru gerði enginn sér grein fyrir hversu veik hún var orðin, þar sem hún bar sig ætíð svo vel. Og alltaf var stutt í húmorinn og svaraði hún aðspurð um sín veikindi: Það er ekkert að mér! Og tölum um eitthvað annað. En þegar frumburður hennar, Eiríkur Örn, lést fyrir þremur árum, þá fyrst fannst mér henni fara hrakandi. Hún náði ekki að kveðja hann eins og hún hefði viljað og ég veit að hún sætti sig aldrei við það. Ég reyni að fella ekki tár þegar ég set þessar línur á blað, en ég hef misst eina af mínum bestu vinkonum, trún- aðarvinkonu, yndislega tengdamóður og ömmu barnanna minna. Það verð- ur skrýtið í afmæli Einars míns, hinn 11. júlí nk., að hafa ekki ömmu með pönnukökur og kleinur sem allir bíða eftir, samkvæmisljónið ömmu sem átti svo auðvelt með að ná öllum í kjaftastuð. Ég veit að systkini mín og vinkonur mínar sakna hennar. Hvíl í friði mín elskulega tengdó. Ása Hrönn Kolbeinsdóttir. Nú ertu farin, elsku besta amma, en það er eins og í gær að þú stóðst inni í eldhúsinu í Strandarhöfði og bakaðir fyrir okkur pönnukökur... heimsins bestu pönnukökur. Þegar við hugsum um þig sjáum við fallega og prúða konu með nýjasta varalitinn frá París. Þegar við vorum litlar og þú og afi bjugguð á Barðaströndinni þá var það hið mesta sport að kafa djúpt inn í kompu og fara í fjarsjóðsleit og við komum reglulega til baka hlaðnar snyrtivörum og skarti og þóttumst ákaflega fínar frúr, rétt eins og amma sem við litum svo mikið upp til. Með trega í hjarta skrifum við þessa minningagrein en við getum ekki annað en brosað þegar gamlir tímar eru rifjaðir upp, minningar, pönnukökulyktin og allar þær ódauð- legar stundir þar sem þú fórst á kost- um. Í gegnum öll veikindin þín varstu alltaf svo sterk og leyfðir okkur barnabörnunum aldrei að finna fyrir því að þú værir á einhvern hátt lasin eða ættir erfitt, slíkur baráttuvilji og bjartsýni er vandfundinn og ættu allir að taka þig sér til fyrirmyndar. Við þökkum guði fyrir að hafa gefið okkur svona góða ömmu og þú munt lifa áfram í hjörtum okkar að eilífu. Guð blessi þig elsku amma. Þínar trillur, Signý Ásta, Ásdís Björk og Edda Rún. Elsku amma mín. Þegar ég frétti af því að þú værir farin áttaði ég mig ekki strax á hversu mikið ég missti. En núna eru það þessir litlu hlutir eins og að þú hringir ekki mörgum sinnum á dag bara til að athuga hvernig ég hafi það, að þú komir ekki heim til mín að baka pönnukökur, engin sem jagast í mér eða segir mér að nú verði ég að taka til í herberginu mínu. Ég tel mig vera heppna að vera ein af þeim sem hitti þig oftast. Þú varst oft að passa mig sem barn og heim- sóttir mig oft þegar þú bjóst í vest- urbænum þín síðustu ár. Þú varst allt- af tilbúin að gera allt fyrir alla og minnist ég þess þá þegar við keyrðum með kleinur og pönnukökur út um all- an bæ. Þú varst alltaf að passa okkur barnabörnin eða gera okkur greiða. Þó ég vildi eflaust ekki viðurkenna það áður, þá mun ég taka allt það sem þú sagðir mér og kenndir mér með mér út í lífið og læra af því. Þú varst frábær amma og það skemmtilegasta var hvað við fundum öll fyrir því hvað ástin þín til okkar var mikil og hvað við öll fengum jafnt af henni. Dúskur og Dúlla eru voða hress en sakna ömmu sinnar voðalega mikið. Ég man þegar ég, mamma, Helga og Ástrós heimsóttum þig á Landakot og þær löbbuðu inn og þú sagðir ekki neitt. En þegar ég kom inn fórstu í svona rosalegt hláturskast og muldraðir eitthvað út úr þér með svona tón sem þú varst vön að tala við kisurnar. Þarna vissi ég að þú elsku amma mín værir þarna innst inni ennþá. Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki komið oftar í fiskibollur og spjall, að við steingleymdum að láta þig kenna mér að baka bestu pönnukökur í heimi, að geta ekki sagt þér að ég sé komin í menntaskóla og síðast en ekki síst eiga ekki fleiri samverustundir með þér. Ég vil bara þakka þér elsku amma mín allt sem þú hefur gefið mér og gert fyrir mig. Ég er án efa mun betri manneskja út af þér. Þú kvaddir okkur falleg og í frið og ró. Betra gæti ég ekki óskað mér. Þín ömmustelpa, Álfheiður. Ein besta kona sem ég hef hitt er horfin áður en ég náði að kynnast henni nógu vel. Ég átti margt ósagt við hana og ógert með henni. Ástríður Guðmundsdóttir, amma mín, er nú horfin til ókannaðra slóða og það eina sem ég get gert er að minnast hennar sem góðrar manneskju. Aldrei á ævi minni heyrði ég hana kvarta. Þrátt fyrir veikindin sem höfðu hrjáð hana í langan tíma kvartaði hún aldrei nema kannski þegar maður gleymdi að greiða á sér hárið. Ég mun ekki vera leið yfir dauða hennar, einungis létt fyrir hennar hönd. Ég mun sakna hennar, auðvitað, en ég vil frekar minnast hennar og allra góðu hlut- anna sem hún gaf frá sér. Gott dæmi um þessa hluti voru pönnukökurnar og kleinurnar víðþekktu. Í hverri ein- ustu fjölskylduveislu eða afmæli sem maður kom í þá voru alltaf nýbakaðar og ilmandi pönnukökur á borðinu. Og ekki var verra að koma í heimsókn um helgar þar sem kræsingar biðu á borðum eftir manni. Amma lét sig varða um hlutina og henni var ekki sama hvað varð um mann. Sama hversu þreyttur maður varð á þessari miklu væntumþykju þá skipti það hana engu máli. Hún gaf sig ekki fyrr en maður var kominn á rétta braut á ný. Þetta kallar maður nú almenni- lega manneskju og það með réttu. Ég elska þessa konu og mun sakna henn- ar ósegjanlega mikið. En hennar tími var kominn og hún svífur nú upp þar sem hennar verður beðið og móttökur þar verða vonandi jafn góðar og þær voru þegar við heimsóttum hana. Það besta sem ég veit við fráfall hennar er að nú hittir hún son sinn, pabba minn, aftur og ég vona að hún beri honum bestu kveðjur frá öllum hérna niðri sem sakna hans og elska. Nú eru þau sameinuð aftur og við sem eftir lifum munum finna fyrir tvöfaldri ást og vernd frá himnum. Nú er hún komin á miklu betri stað og þrátt fyrir það að hún sé ekki hér á meðal vor er hún alltaf hjá okkur og gætir okkar sem best hún getur. Brynja Eiríksdóttir. Elsku amma! Við kveðjum þig með söknuði því þú varst besta amma í heiminum! Þú gerðir allt fyrir okkur og varst alltaf svo glöð og bakaðir líka bestu pönnu- kökur í heimi! Það var alltaf gott að koma til þín. Við hefðum viljað hafa þig með okkur hér á Mallorca því það er svo gaman að hafa þig með og þér leið svo vel í sólinni. Við munum sakna þín! Þín barnabörn, Jóhanna Dröfn og Einar Örn. Var fólk öðruvísi fyrir rúmum 50 árum síðan? Þegar kærir vinir eru kvaddir kemur margt fram í hugann sem erfitt er að festa á blað í stuttri kveðju.. Ásta kemur þar mikið við sögu svo og Stebbi sem var sem upp- eldisbróðir minn öll mín uppvaxtarár. Við Stebbi vorum óaðskiljanlegir, löngum kallaðir tvíburar þegar við vorum að stunda lífið eins og það var þá kallað á okkar máli í Vetrar- garðinum og víðar. Hvað vorum við að þvælast á skemmtistöðunum annað en að leita að stelpum sem við urðum ástfangnir af og síðan giftumst. Þegar ég tala um Ástu og Stebba á ég að sjálfsögðu við Ástríði Guð- mundsdóttir og Stefán Eiríksson frænda minn. Við vorum svo heppnir að kynnast um svipað leyti þeim sem síðar urðu eiginkonur okkar og ennþá heppnari að þær smellpössuðu saman og það samband stóð meðan þær lifðu. Á ekki alltaf að skrifa kveðju með trega? En ég geri það eins og þær hefðu viljað. Lífsglaðari manneskjur en þær Ásta og Sigga Gyða voru ekki til og sem betur fer skilja þær eftir sig stór- an hóp sem hefur sömu lífsgildi. Á langri ævi taka örlögin stundum í taumana og að ráða lífi okkar öðruvísi en við hefðum kosið. Ásta og Stebbi urðu fyrir áföllum á lífsleiðinni. Stebbi fékk tvívegis áfall sem hefur gert það að verkum að hann hefur þurft að dvelja á hjúkrunarheimili og elsti sonur þeirra Eiríkur Örn lést sviplega fyrir nokkrum árum síðan. Ef ég hefði átt að skrifa minning- argrein um hana Ástu hefði plássið í Mogganum ekki dugað. Ég þakka fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Kynnin við Ástu og hennar fólk hafa gert lífið betra fyrir mig og mína. Enn og aftur: þetta getur ekki ver- ið minningargrein heldur kveðja þar til við sjáumst öll aftur. Stebbi og fjölskylda, innilegar sam- úðarkveðjur frá okkur öllum. Sigurgeir Sigurðsson, Seltjarnarnesi. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elskuleg móðursystir mín, „Ásta systir“ eins og mamma kallaði hana ávallt, hefur kvatt þetta líf, aðeins fyrr en hún og aðrir höfðu ráðgert. Þrátt fyrir heilsuvandamál síðustu árin gerði hún alltaf lítið úr því öllu, en hrósaði þeim læknum sem hjálp- uðu henni í hástert: „Þetta eru ynd- islegir menn og þeir allra bestu“, sagði hún þegar það bar á góma. Ásta og Stebbi eiginmaður hennar í meira en hálfa öld voru einstaklega glæsileg hjón, bæði dökk yfirlitum, en ávallt bjart þar sem þau voru og mikill hressileiki. Ríkidæmi þeirra var og eru börnin og fjölskyldur þeirra, stór- fjölskyldan á báðar hendur og vina- hópurinn er stór. Þegar til stóð að skíra fyrsta barna- barnið okkar fyrir einu og hálfu ári síðan, spurði Eva: Mamma hvað finnst þér um nafnið Ásta? Þú hefur alltaf talað svo hlýlega um hana Ástu frænku þína, þannig að mér finnst nafnið fallegt. Jú, stúlkan heitir Ásta Rós og ber það mjög fallega. Elsku Ásta, þín er sárt saknað, en ég veit að þér hefur verið tekið fagn- andi við Gullna hliðið. Hafðu þökk fyr- ir allt sem þú hefur gefið mér, beint og óbeint í gegnum tíðina. Hvíl í friði, þín frænka Guðbjörg. Komið er að leiðarlokum. Lífið er allt of stutt, rennur frá manni eins og örskot. Ásta frænka hefur kvatt þennan heim. Hún var mér (Krist- björgu) meira en frænka, nánast eins og systir. Góð vinkona. Fyrstu minn- ingabrotin eru þau þegar ég er 8 ára og hún passaði mig á meðan mamma mín fæddi Veigu systur og gaf mér dúkku sem ég skírði í höfuðið á Ástu. Hún er varðveitt. Seinna sagði hún mér sögur af því þegar ég var fengin að láni sem lítið barn en þá var hún ung og ógift. Sög- urnar verða ekki sagðar hér en lifa Ástríður Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.