Morgunblaðið - 30.06.2007, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
HRÖÐ atburðarás fór af stað eftir að
fréttir bárust af áhuga Orkuveitu
Reykjavíkur á að kaupa hluti af sveit-
arfélögum í Hitaveitu Suðurnesja.
Stjórnendur Geysir Green Energy
gengu snarlega til verks og undirrit-
uðu samninga með sjö sveitarfélögum
um kaup á hlutum þeirra í HS. Heild-
arkaupverðið í viðskiptunum í gær er
15 milljarðar kr. og eignaðist Geysir
Green Energy þar með 28,4% hlut í
HS, til viðbótar þeim hlut sem félagið
kaupir af ríkinu í HS. Gengið í við-
skiptunum í gær var 7,1 króna á hlut
eða lítið eitt hærra en OR bauð sveit-
arfélögunum, sem var á genginu 7 kr.
Einu sveitarfélögin sem ekki selja
Geysi eru Reykjanesbær sem á tæp
40% í HS og Hafnarfjarðarbær sem á
15,4%. Forkaupsréttur er á hlutum í
félaginu og hafa aðrir eigendur því
tvo mánuði til að nýta forkaupsréttinn
vegna þessara viðskipta.
Geysir átti hæsta boð í 15,2% eign-
arhlut ríkisins í útboðinu sl. vor á
genginu 6,72 kr. á hlut eða á 7.617
milljónir kr. og ákvað ríkið að ganga
að því. Forkaupsréttarhafar hafa
frest til næstkomandi þriðjudags til
að nýta rétt sinn vegna sölunnar á
hlut ríkisins en með viðskiptunum í
gær falla sveitarfélögin sem seldu
Geysi frá forkaupsrétti sínum.
Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa
hins vegar forkaupsrétt. Reykjanes-
bær er meðal eigenda Geysis og segir
Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis,
að sveitarfélögunum hafi boðist að
verða aðilar að Geysi. Þau hafi íhugað
það en kosið að fá söluverðið greitt út.
Fá þrefalt hærri fjárhæð en sem
nemur öllum skuldum bæjarins
„Stjórnendur félagsins hafa gert
forsvarsmönnum Hitaveitunnar og
bæjarins góða grein fyrir áformum
sínum um framtíðaruppbyggingu fé-
lagsins og þau áform fara mjög vel
saman við okkar áætlanir um upp-
byggingu þess,“ er haft eftir Árna
Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanes-
bæjar, í fréttatilkynningu í gær.
Geysir kaupir af eftirtöldum sveit-
arfélögum (eignarhlutur fyrir söluna
er innan sviga); Vestmannaeyjabæ
(6,9%), Árborg (1,4%), Kópavogi
(0,18%), Vogum (2,7%), Sandgerði
(5,3%), Grindavík (8,2%) og Garði
(4,6%). Um er að ræða allan hlut þess-
ara sveitarfélaga í HS nema hvað
sveitarfélögin á Suðurnesjum halda
eftir um 1,25% hlut.
Með sölunni losa sveitarfélögin
mikið fé. „Það er hlutverk okkar að
haga fjárfestingum svo að þær nýtist
sem best fyrir bæjarbúa. Í kjölfarið á
þessari sölu munum við leggja
áherslu á að greiða niður skuldir bæj-
arsjóðs og ráðast í tímabærar fram-
kvæmdir,“ sagði Elliði Vignisson,
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Var
hann ánægður með söluna þegar
blaðið ræddi við hann en Hannes
Smárason, stjórnarformaður Geysis,
var þá nýgenginn út af skrifstofu bæj-
arstjóra eftir undirritun samninga
sem færir Vestmannaeyjarbæ 3.640
milljónir fyrir hlutinn í HS. Grindavík
losar um 4,4 milljarða með sölunni í
gær og bæjarráð Sandgerðis gekk í
gærmorgun frá sölu á hlut sínum í HS
þar sem söluverðið nemur 2.646 millj-
ónum kr. Er sú fjárhæð þrefalt hærri
en samanlagðar skuldir bæjarins.
„Menn mátu það svo að tímapunkt-
urinn [til að selja] væri núna,“ segir
Óskar Gunnarsson, forseti bæjar-
stjórnar. „Það voru allir möguleikar
skoðaðir en þetta var niðurstaðan,“
segir Óskar spurður hvort komið hafi
til álita að selja OR.
Sjö sveitarfélög seldu hluti
fyrir 15 milljarða í HS í gær
Morgunblaðið/G.Rúnar
Sjá tækifæri Stjórnendur Geysis segja Hitaveitu Suðurnesja eiga mikla framtíðarmöguleika. FL Group, Glitnir,
VGK Hönnun og Reykjanesbær eiga Geysi. Reykjanesbær og Hafnarfjörður eiga einnig beinan hlut í Hitaveitunni.
Geysir Green Energy hefur nú keypt 43,6% eignarhluta í Hitaveitu Suðurnesja
Fjárfestingar-
bankinn Askar
Capital leggur nú
grunn að því að
opna skrifstofu í
Indlandi í haust ef
leyfi fæst hjá
Fjármálaeftirlit-
inu. Skrifstofunni
er ætlað það hlut-
verk að finna fjár-
festingaverkefni
inn í sjóð sem bankinn er að stofna
um þessar mundir, að sögn Tryggva
Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska.
Mun skrifstofunni vera ætlað að veita
bæði íslenskum og erlendum fjárfest-
um tækifæri til að fjárfesta í Indlandi
í þeim efnahagsuppgangi sem þar er.
Askar Capital var stofnaður í des-
ember 2006 og sérhæfir sig í þróun
og sölu fjármálaafurða. Kostnaður
við Indlandsútrásina mun hlaupa á
milljörðum króna, að sögn Tryggva
Þórs, en ávinningurinn er talinn tölu-
verður. „Við vonumst til þess að
hagnast verulega á þessu. Indlands-
markaður er á mjög mikilli ferð núna
og því er vonast til þess að ávöxtunin
muni hlaupa á tveggja stafa pró-
sentutölum,“ segir hann.
„Þessi markaður er í gríðarlega
mikilli framrás og við sjáum að það
muni halda áfram um mjög mörg
ókomin ár og að hér sé ekki um neina
bólu að ræða.“
Skrifstofan á að vera í Mumbai og
Pav Bakshi mun stjórna henni.
Eigið fé Aska var við stofnun um
11 milljarðar króna og fjöldi starfs-
manna um 40. Við stofnun var gert
ráð fyrir því að við árslok 2007 myndu
Askar hafa í umsýslu sinni eignir að
verðmæti um 200 milljarðar króna.
Höfuðstöðvar Aska eru í Reykja-
vík og eru skrifstofur bankans nú
starfandi í Lúxemborg, Rúmeníu og
Hong Kong.
Askar sjá hagnaðarvon á
vaxandi Indlandsmarkaði
Stefna að opnun skrifstofu bankans í Mumbai nú í haust
Í HNOTSKURN
»Fjárfestingabankinn Ask-ar Capital var stofnaður í
árslok 2006 og var kjölfestu-
fjárfestir Milestone. Aðrir
stofnendur og hluthafar voru
fjárfestingarfélagið Aquila
Venture Partners og Ráðgjöf
og efnahagsspár.
»Síðastliðið vor var stofnaðráðgjafaráð bankans með
þátttöku Nóbelsverðlaunahaf-
ans Edmund S. Phelps, pró-
fessors í hagfræði við Col-
umbia-háskóla.
Tryggvi Þór
Herbertsson
GREINT var frá því í janúar á þessu ári að 15,2% hlutur ríkisins í
Hitaveitu Suðurnesja yrði seldur. Þá sagði Baldur Guðlaugsson, for-
maður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, að óljóst væri hvert
verðmæti hlutarins væri, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var
það talið nema 2,5-3 milljörðum króna.
Eignarhluturinn var auglýstur til sölu í mars og þeim sem hefðu
hug á að bjóða gefinn frestur til að gefa sig fram til 2. apríl. Tíu félög
lýstu áhuga á að bjóða í eignarhlutinn fyrir tilgreindan tíma. Frestur
til að skila inn bindandi verðtilboði rann út 30. apríl og bárust fjögur
tilboð. Þau voru frá Eignarhaldsfélaginu HS ehf., sem Landsbankinn
og fleiri stóðu að, Geysi Green Energy ehf., Saxbygg ehf. og Suð-
urnesjamönnum ehf., nýstofnuðu félagi heimamanna. Tilboð Geysis var
langhæst, eða 7.617 milljónir. Suðurnesjamenn buðu 4.705 milljónir,
Eignarhaldsfélagið HS bauð 4.655 milljónir og Saxbygg 2.760 millj-
ónir. Þá kom fram að miðað við það verð sem sett yrði í kaupsamningi
ríkisins við Geysi Green Energy væri heildarverðmæti HS um 49 millj-
arðar króna. Ekki væri líklegt að fyrirtækið sjálft eða aðrir hluthafar
gengju inn í kaupin.
Í fréttatilkynningu vegna tilhögunar sölunnar frá framkvæmdanefnd
um einkavæðingu, sem og í auglýsingu vegna sölunnar, kom fram að
íslensk orkufyrirtæki í opinberri eigu mættu ekki bjóða í hlut ríkisins.
Orðrétt sagði: „Loks mega íslensk orkufyrirtæki í opinberri eigu, þ.e.
þau félög sem stunda starfsemi sem fellur undir raforkulög nr. 65/
2003, ekki bjóða í eignarhlut íslenska ríkisins. Sama gildir um dótt-
urfélög framangreindra fyrirtækja og önnur félög þar sem þau fara
með yfirráð í skilningi samkeppnislaga.“
Opinber orkufyrirtæki
máttu ekki bjóða í hlut ríkisins
VINSTRI grænir krefjast þess að
ríkið falli frá sölu á hlut sínum í Hita-
veitu Suðurnesja, að því er segir í
fréttatilkynningu frá þingflokknum.
Ríkisvaldið hafi með aðgerðum sín-
um valdið óvissu í rekstri Hitaveit-
unnar og komið samstarfi sveitarfé-
laga í uppnám, enda hafi nú komið í
ljós að sala á hlut ríkisins til einka-
aðila sé þvert á vilja margra sveita-
félaga, sem eru helstu hluthafar í
fyrirtækinu.
Í fréttatilkynningunni segir að
það, að fjárfestar hafi metið fyrir-
tækið á margfalt hærra verði en op-
inberir aðilar, bendi til að fjárfestar
vonist til að hafa arð út úr markaðs-
væddum orkugeira. Það muni bitna á
neytendum með hækkuðu raforku-
verði og því beri ríkisstjórninni að
tryggja að Hitaveita Suðurnesja
verði áfram í samfélagslegri eigu.
Innrás fjár-
festa verði
stöðvuð
Einkavæðing leiði til
hærra raforkuverðs
BILUN kom fram í „Jöklastúlk-
unni“ í fyrradag en næsti viðkomu-
staður hennar á eftir Grænlandi
var Ísland. Vélinni var snúið aftur
til Goose Bay á Labrador og för
hennar frestað en flugvélarnar sem
voru í fylgd með henni héldu för-
inni áfram með viðkomu hér á
landi. Í hópnum var þessi flugvél af
Mustang gerð.
„Jöklastúlkan“ er gömul her-
flugvél af gerðinni Lockheed P-38F
„Lightning.“ Hún hélt af stað á ný
sl. föstudag í leiðangur, sem hófst
árið 1942. Vélin var þá í hópi átta
flugvéla, sem allar nauðlentu á
Grænlandsjökli, en hún náðist úr
ísnum árið 1992 og hefur nú verið
gerð upp.
Morgunblaðið/Eyþór
„Jöklastúlk-
an“ biluð
Flug Þessi Mustang-flugvél lenti
á Reykjavíkurflugvelli í gær.