Morgunblaðið - 30.06.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 43
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Félag eldri borgara í Kópavogi,
ferðanefnd | 3 daga Vestmanna-
eyjaferð 2.-4. júlí. Skráningarlistar og
nánari ferðalýsing í Gullsmára, s.
564 5260, og Gjábakka, s.
554 3400. Gist á Hótel Þórshamri.
Boðið upp á skoðunarferðir um
Heimaey og á sjó umhverfis Heimaey.
Brottför frá Gullsmára kl. 10 og Gjá-
bakka kl. 10.15.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Vegna
sumarleyfa starfsfólks fellur starf-
semi og þjónusta niður frá mánud. 2.
júní, opnað aftur þriðjud. 14. ágúst. Ef
þjónustu, upplýsingar eða aðstoð
vantar er bent á Þjónustumiðstöð
Breiðholts, opið kl. 8.20-16.15, s.
411 1300, breidholt@reykjavik.is.
Hraunbær 105 | 4. júlí. Ferð að Skóg-
um, Vík í Mýrdal og Kirkjubæj-
arklaustri. Hádegisverður snæddur að
Skógum.Verð 4.800 kr. Skráning á
skrifstofu eða í síma 587 2888.
Hvassaleiti 56-58 | Miðvikudaginn
4. júlí verður farið í Borgarnes. Há-
degisverður snæddur. Landnámssýn-
ing og Egilssýning skoðaðar. Brottför
úr Hvassaleiti kl. 11 og áætluð heim-
koma kl. 16. Allir velkomnir. Skráning í
síma 535 2720.
Hæðargarður 31 | Gönguferðir, heitur
kaffisopi á morgnanna, pútt, fé-
lagsvist. Listasmiðjan opin. Tölvu-
sveitin hittist reglulega, hádeg-
ismatur, síðdegiskaffi, bridshópur,
fótaaðgerðastofa, hárgreiðslustofa.
Uppl. í s. 568 3132, asdis.skuladott-
ir@reykjavik.is.
60ára afmæli. Á morgun,sunnudaginn 1. júlí,
verður Jón Þ. Gíslason sex-
tugur. Á þessum tímamótum
tekur hann á móti ættingjum
og vinum í Rafveituheimilinu í
Elliðaárdal á afmælisdaginn
milli kl. 16 og 18.
60ára afmæli. JúlíanaPálsdóttir (Úlla frá
Ísafirði) verður sextug sunnu-
daginn 1. júlí. Hún og eigin-
maður hennar, Kristján
Finnsson, taka á móti ætt-
ingjum og vinum laugardag-
inn 30. júní milli kl. 17 og 21 á
heimili sínu í Ölfusborgum.
dagbók
Í dag er laugardagur 30. júní, 181. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska. (I. Kor. 4, 16.)
Orkuvíxlverkanir í atómum ogsameindum (e. FundamentalQuantum Processes in Ato-mic and Molecular Systems)
er yfirskrift ráðstefnu NordForsk sem
haldin verður í Nesbúð dagana 30 júní
til 2. júlí, með aðkomu Háskóla Íslands
og Raunvísindastofnunar.
Sameindir á hreyfingu
Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefna-
fræði, er einn af skipuleggjendum ráð-
stefnunnar: „NordForsk er norrænt
samvinnunet vísindamanna á ýmsum
sviðum, en einnig taka þátt í samstarf-
inu aðilar frá Rússlandi, Írlandi og
fleiri löndum,“ segir Ágúst.
Ráðstefnan skoðar meðal annars
leiðir til að fylgjast með ákaflega hröð-
um atburðum á sameindastigi: „Vís-
indin leitast við að skoða hraðari og
hraðari atburði, og stefnt er að því að
geta fylgst með viðburðum sem gerast
á allt að einni attósekúndu, eða einum
milljarðasta-milljarðasta úr sekúndu. Í
dag er unnt að fylgjast með hvernig at-
óm hreyfast innbyrðis í sameindum,
fylgjast með efnahvörfum í smáat-
riðum og jafnvel hvernig atóm færast
milli sameinda. Næsta skref gæti orðið
að geta fylgst með rafeindunum á
sveimi kringum atómkjarnana. Eins og
gefur að skilja mun þessi tækni opna
dyrnar að ótrúlegum möguleikum,“ út-
skýrir Ágúst. „Við slíkar rannsóknir er
einkum notast við sterka ljósgeisla sem
í daglegu tali eru kallaðir leysigeislar.
Þar gildir að framkalla æ styttri og
styttri ljósblossa, eða púlsa.“
Jónir, geislar og víxlverkanir
Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru
þrír: „Andrey Kazansky frá Rússlandi
fjallar um áhrif mjög sterkra röntgen-
geisla og innrauðrar geislunar á efni,
og hvernig þau sundrast í jónir. Dereck
Richards frá Englandi fjallar um víxl-
verkanir í atómum og sameindum og
André Bandrauk frá Kanada flytur
framtíðarspá um þróun rannsókna á
örtíma-viðburðum,“ segir Ágúst.
Finna má nánari upplýsingar um
NordForsk ráðstefnuna á hlekk á
heimasíðu Raunvísindastofnunar Há-
skóla Íslands á slóðinni http://
raunvis.hi.is.
Vísindi | Ráðstefna NordForsk haldin í Nesbúð dagana 30. júní til 2. júlí
Atburðir á attósekúndum
Ágúst Kvaran
fæddist á Húsavík
1952. Hann lauk
stúdentsprófi frá
MA 1972, B.S. í
efnafræði frá Há-
skóla Íslands 1975
og doktorsgráðu í
eðlisefnafræði frá
Edinborgarhá-
skóla 1980. Ágúst starfaði við rann-
sóknir í Bandaríkjunum áður en hann
hóf störf hjá Raunvísindastofnun HÍ.
Hann hefur frá árinu 1991 verið pró-
fessor við Háskóla Íslands. Sambýlis-
kona Ágústs er Ólöf Þorsteinsdóttir
skrifstofustjóri en hann á tvær dætur
og barnabarn af fyrra hjónabandi.
Tónlist
Borgarleikhúsið | Útgáfutónleikar Ljótu hálf-
vitanna verða haldnir í Borgarleikhúsinu kl. 21.
Miðasala á borgarleikhus.is og midi.is.
Gaukur á Stöng | Sniglabandið kl. 22.
Hallgrímskirkja | Harri Viitanen, dómorganisti
Helsinki, leikur á hádegistónleikum kl. 12 tón-
list eftir Johann Sebastian Bach, Pál Ísólfsson,
Théodore Dubois og hann sjálfan.
Myndlist
Deiglan | Opnun málverkasýningar Jóhönnu
Friðfinnsdóttur í Deiglunni kl. 14. Sýningin
stendur til 8. júlí.
Uppákomur
Austurvöllur | Amnesty International efnir til
uppákomu á Austurvelli 30. júní kl. 13 til að
vekja athygli á pyntingum sem hafa verið end-
urskilgreindar sem yfirheyrsluaðferðir og eru
því löglegar í ýmsum löndum. Áhorfendur geta
fylgst með aðförunum, sett sig í spor fórn-
arlambanna og gripið til aðgerða.
SPEGILMYND indversks karlmanns sem bíður eftir rakstri á rakarastofu í Nýju Delí í dag.
Nýja Delí er í norðurhluta Indlands og hefur verið höfuðborg landsins frá því árið 1911 en
áður var Kalkútta höfuðborg landsins. Í Nýju Delí sjálfri búa aðeins um 300 þúsund manns
en hún er hins vegar hluti af borgarflæminu Delí sem telur um 14 milljónir íbúa.
Beðið eftir rakaranum
Reuters
FRÉTTIR
EINAR Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
sótti sumarfund matvælaráðherra Norðurlanda sem haldinn var í
Björneborg (Pori) í Finnlandi.
Á fundinum var m.a. rætt um alvarlegt ástand þorskstofnsins í
Eystrasalti og þá fóru einnig fram almennar umræður um fiskveiði-
stjórnun, kosti hennar og galla. Sérstaklega var rætt um brottkast og
þá ógn sem lífríki Eystrasalts stafar af mengun sjávar, segir í frétt um
fundinn.
Ráðherrarnir urðu sammála um að Norðurlöndin skuli beita sér öt-
ullega í að bæta heilsu og lífsgæði íbúa þeirra með sérstakri áherslu á
betra mataræði barna áður en í verulegt óefni verði komið. Bæði þurfi
að stuðla að heilbrigðara lífernir með hollara mataræði og aukinni
hreyfingu.
Rætt var um þróun byggðar, landbúnaðar og skógræktar. Tals-
verðar umræður urðu um byggðamál og þann vanda sem víða er uppi í
sjávarútvegs- og landbúnaðarbyggðum Norðurlandanna. Hvernig
unnt er að bregðast við t.d. með nýsköpun í atvinnulífi og hvert hlut-
verk stjórnvalda er á því sviði.
Einar Kristinn fagnaði því starfi sem að þessu lýtur og fram hefur
farið frá sumarfundinum á Akureyri 2004, sérstaklega með hliðsjón af
yfirlýsingunni sem þar var samþykkt.
Fjallað var um vel heppnaða samvinnu Norðurlandanna um varð-
veislu erfðaauðlinda og samþykkt ný áætlun um heildarsamstarf á
þessu sviði frá og með næstu áramótum.
Á vef Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar, norden-
.org, má finna samþykktir og ályktanir sem gerðar voru á fundinum í
Björneborg. Næsti sumarfundur matvælaráðherra Norðurlandanna
verður haldinn í Svíþjóð að ári, segir í fréttatilkynningu.
Fundað Einar Kristinn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
með Sirkka-Liisa Anttila landbúnaðarráðherra Finnlands.
Sumarfundur matvæla-
ráðherra Norðurlanda
NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands telja að frummatsskýrsla
Norðuráls um álver í Helguvík standist ekki þær kröfur sem gerðar
eru til framkvæmdaraðila samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrif-
um framkvæmda.
Náttúruverndarsamtök Íslands benda einkum á tvennt:
1) Meta verður tengdar framkvæmdir (orkuver og raflínulagnir)
sameiginlega með álverinu. Að öðrum kosti fæst ekki heildarmynd
af umhverfisáhrifum þess og framkvæmda sem óhjákvæmilega
tengjast. Ekki liggur enn fyrir mat á sumum þeirra framkvæmda.
2) Umfjöllun Norðuráls um útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá ál-
verinu er ófullnægjandi og á köflum villandi. Gera verður kröfu um
betri og nákvæmari upplýsingar um hvort framkvæmdin standist
lagalegar skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni.
Enn fremur verður að vera ljóst að bygging álversins standist þær
pólitísku skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir.
Sjá nánar: www.natturuverndarsamtok.is
Athugasemdir við
frummatsskýrslu
VEITINGASTAÐURINN Bistro Atlantic var opnaður þann 15. júní
á nýjum stað á brottfararsvæði flugstöðvarinnar.
Í fréttatilkynningu segir að fjölbreytt úrval veitinga tryggi að
allir farþegar finni eitthvað við sitt hæfi og að á Bistro Atlantic sé
áhersla lögð á fljóta og góða þjónustu.
Einnig hefur verið opnaður nýr bar í flugstöðinni sem ber heitið
Panorama Bar. Barinn er staðsettur á brottfararsvæði flugstöðv-
arinnar. Gott útsýni er af barnum yfir flugbrautirnar.
Nýr veitingastaður og bar í Leifsstöð
RAFTÆKJAVERSLUNIN Glóey ehf. í Ármúla 19 flutti nýlega í
nýtt pláss í húsinu og hefur verið opnuð aftur formlega eftir að
hafa fengið nýtt útlit.
Í fréttatilkynningu segir að boðið sé upp á sama úrvalið af per-
um, lömpum, raftækjum og rafmagnsvörum.
Verslunin er búin að vera í eigu sömu fjölskyldunnar í 20 ár eða
síðan 1987. Hún var stofnuð árið 1973 og var kominn tími á útlits-
breytingu.
Af þessu tilefni verður 20% afsláttur af öllum lömpum í verslun-
inni allan júlímánuð.
Glóey flyst til og fær nýtt útlit
UMFERÐARSTOFA hefur hrundið af stað nýrri auglýsingaherferð
sem heitir „Hraðinn drepur – í alvörunni“. Sjónvarpsauglýsingin er
að stærstum hluta teiknuð hreyfimynd sem telst nýbreytni við gerð
auglýsingaherferða Umferðarstofu, segir í fréttatilkynningu. Einn-
ig voru gerðar blaða- og útvarpsauglýsingar.
Herferðinni er ætlað að vekja ökumenn til umhugsunar um
ábyrgð sína í umferðinni þannig að þeir geri sér grein fyrir því að í
raunveruleikanum er ekki hægt að hverfa frá misgjörðum sínum
með því að ýta á „enter“ eða velja „ replay“ til að byrja leikinn aftur,
fullfrískur og fjörugur. Í umferðinni deyr fólk og slasast í alvörunni.
Auglýsingin er unnin eftir hugmyndum Hvíta hússins og gerð
teiknimyndarinnar var í höndum „I love Dust“-fyrirtækisins í Bret-
landi.
Teiknuð hreyfimynd í nýrri auglýs-
ingaherferð á vegum Umferðarstofu