Morgunblaðið - 30.06.2007, Side 46
Við vorum báðir
búnir undir heims-
endi en þegar hann lét
ekki á sér kræla hertum
við á drykkjunni … 49
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
TÍMARITIÐ Sagan, sögurit um helstu atburði
veraldarsögunnar, kom út í fyrsta sinn í vik-
unni. Tímaritið er, eins og nafnið gefur til
kynna, helgað alþýðlegri sagnfræði, en útgef-
endur þess eru sömu aðilar og standa að Lifandi
vísindum.
Heldur meira er lagt í þetta fyrsta hefti af
Sögunni en gengur og gerist með tímarit, í það
minnsta hér á landi, og aðstandendur útgáf-
unnar, Hilmar Sigurðsson ritstjóri og Axel Jón
Birgisson framkvæmdastjóri, segja að eins
verði með önnur hefti ritsins, það sé þeirra
metnaður að það verði veglegra en tímarit, enda
kalla þeir það sögurit og benda á að ekki sé
bara að meira sé lagt í frágang heldur sé það
líka efnismeira, „tvö og hálft tímarit“ segja þeir.
Ritið er gefið út í samvinnu við sænska fyr-
irtækið Bonnier, sem þeir félagar segja gera
kleift að hafa það svo efnismikið sem raun beri
vitni. „Bonnier er með á sínum snærum fjölda
af færum sagn- og fornleifafræðingum og við
höfum því aðgang að meira og betra efni en
hægt væri ef við ætluðum að safna öllu efni
sjálfir,“ segja þeir, en þeir velja efnið í hvert
blað.
Í þessu fyrsta hefti af Sögunni er efni úr ýms-
um áttum, sagt frá Júlíusi Sesar, heimsins
stærstu stíflu, musterisriddurunum, valdabrölti
ráðgjafa faraós í Egyptalandi, sjóræningjum og
svo má telja. Þeir félagar segja að reynt verði
að fara sem víðast í sögunni til að tryggja að
blaðið verði sem fjölbreyttast og til standi að
hafa íslenskt efni í því eftir því sem verkast vill.
„Við ræddum það sérstaklega við Bonnier að
taka fyrir íslenska sögu og því var vel tekið.
Þannig verður grein um víkingana í ritinu fyrir
jól og svo er í bígerð grein um vesturfarana.“
Ekki er bara að mikið er lagt í útlit og frá-
gang á Sögunni en gengur og gerist, heldur er
verð tímaritsins heldur hærra; 2.990 kr. kostar
þetta fyrsta eintak. Hilmar segir það verð þó
ekki vera hátt miðað við gæði ritsins. „Það er
svo mál sem brydda má upp á að tímarit á Ís-
landi eru almennt of ódýr og það kemur niður á
gæðunum eins og sjá má á þeim mörgum. Ég
spái því að tímarit eigi eftir að hækka almennt
fljótlega, enda er markaðurinn lítill og menn
geta ekki gefið út almennilegt tímarit nema
kosta einhverju til,“ segir hann, en bendir svo á
að áskrifendur muni fá blaðið mun lægra verði.
Sagan kemur næst út í ágúst næstkomandi,
en að sögn þeirra Hilmars og Axels verður ritið
gefið út tíu sinnum á ári. Þeir óttast ekki við-
tökurnar, áhugi almennings á sagnfræði hafi
aukist gríðarlega undanfarin ár, meðal annars í
kjölfar Da Vinci lykils Dans Browns, og þeir
séu bara að svara eftispurn.
Alþýðlegt sögurit
Morgunblaðið/Ásdís
Sögurit Axel Jón Birgisson framkvæmdastjóri og Hilmar Sigurðsson, ritstjóri Sögunnar.
Svar við auknum áhuga almennings á sagnfræði að sögn útgefanda
sem þeir voru að losa. Nöfn mann-
anna hafa enn ekki verið gefin
upp en vitað er að rúmlega helm-
ingur starfsmannanna sem unnu
við sviðsmyndina var enskumæl-
andi og í fastri vinnu hjá Rolling
Stones.
Tónleikarnir í Madríd eru hluti
af tónleikaferðalagi sveitarinnar
sem hófst árið 2005 þegar Stones
gáfu út plötuna A Bigger Bang.
Síðan hefur sveitin leikið á rúm-
lega 50 tónleikum víðsvegar um
heiminn og er sem komið er tekju-
hæsta tónleikaferð hljómsveitar. Í
nóvember 2006 hafði túrinn skilað
um 437 milljónum dala í kassann.
TVEIR starfsmenn sem unnu að
því að taka sundur sviðsmynd
hljómsveitarinnar Rolling Stones í
Madríd létust er stór hluti úr
sviðsmyndinni féll og dró þá með
sér. Fallið var 10 metra hátt. Dag-
blaðið El Pais skýrði frá því í gær
að tveir aðrir starfsmenn hefðu
einnig slasast alvarlega.
Tónleikar Rolling Stones voru
haldnir á Vincente Calderon-
fótboltaleikvanginum í Madríd í
fyrrakvöld.
Að sögn El Pais voru mennirnir
tveir sem létust og einn hinna slös-
uðu í sigbeltum og öryggislínum
er þeir fóru niður með stálbita
Tveir starfsmenn
Stones láta lífið
Reuters
Stones Jagger og Richards á tón-
leikunum í Madríd á fimmtudag.
Reuters
Stórvirki Sviðsmynd tónleikaferðar Rolling Stones er engin smásmíði eins
og sést af þessari mynd frá því á fimmtudag.
Bjarkartúrinn er nú kominn á
fulla ferð um Evrópu en hann hófst
með Glastonbury-hátíðinni um síð-
ustu helgi. Á Bjarkarblogginu má
lesa um það að hópurinn hafi komið
við í hljóðveri í London og tekið
upp tvö lög. Um var að ræða tón-
leikaútgáfur af lögunum „Juvenile“
og „Vertebrae By Vertebrae“ sem
ætluð eru til útvarpsspilunar.
Björk tekur upp tvö lög
í hljóðveri í London
Töluverða umræðu má nú finna í
netheimum um framtíð fréttastofu
Stöðvar 2. Pétur Gunnarsson á Eyj-
unni veltir því fyrir sér hvort lítil
viðskipti með hlutabréf 365 að und-
anförnu og lækkun á þeim um
nokkur prósent gefi vísbendingar
um að fyrir liggi ákvörðun um að
leggja fréttastofuna niður, eða
draga enn úr útgjöldum við rekstur
hennar. Öllu langsóttari röksemda-
færslu má hins vegar finna á vef
Mannlífs en þar segir að frétta-
menn séu svo hugsi yfir framtíð
stofunnar að Sölvi Tryggvason,
einn fréttamanna Stöðvar 2, hafi í
þungum þönkum keyrt aftan á bíl í
Borgartúni. Það var og!
Langsóttar mannlífs-
kenningar í netheimum
Ný plata er væntanleg frá indí-
rokksveitinni Lödu Sport um næstu
helgi. Time and Time Again nefnist
sú plata og er fyrsta breiðskífa
sveitarinnar. Önnur smáskífa plöt-
unnar, „The World is a Place For
Kids“, situr nú í 3. sæti Coke Zero-
lista útvarpsstöðvarinnar Reykja-
vík FM og ef fer sem horfir liggur
leiðin inn á íslenska lagalistann.
Ný plata væntanleg
frá Lödu Sport