Morgunblaðið - 29.07.2007, Page 4

Morgunblaðið - 29.07.2007, Page 4
4 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hringdu í 530 2400 og kynntu þér málið! www.oryggi.is Prófaðu Heimaöryggi í tvo mánuði í sumar – ókeypis! H im in n o g h a f / S ÍA Engin krafa er gerð um framhaldsviðskipti, engin skuldbinding! Tilboðið er í boði á þeim þéttbýlisstöðum þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu. Vegna fráb ærra undir tekta framlengju m við tilbo ðið til 15. ágúst Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is STARFSEMI templarahreyfingar- innar I.O.G.T. í Galtalækjarskógi á sér 40 ára langa sögu sem nú er að ljúka, en samtökin seldu skóginn á dögunum. Kaupendur voru systkinin Karl og Ingunn Wernersbörn, en þau hafa ekki gefið upp hverjar fyr- irætlanir þeirra eru á svæðinu, fyrir utan það að þau hyggist halda skóg- ræktinni áfram. Einar Hannesson, formaður Reykjavíkurdeildar I.O.G.T., segir að templarar hafi staðið fyrir bind- indismótum frá því um 1960. Fyrstu mótin voru haldin í Húsafelli, en svo kom að því að templarar misstu þá aðstöðu. „Þá var farið að leita að heppilegum stað fyrir þessa starf- semi og niðurstaðan var sú að Galta- lækur varð fyrir valinu,“ segir Einar. Fyrsta Galtalækjarhátíðin var haldin strax árið eftir og síðan á hverju ári þangað til í fyrra. „Þarna var gerður leigusamningur, annars- vegar við bændurna í Galtalæk og hinsvegar við hreppsfélagið að við yrðum þarna til 50 ára.“ Templara- hreyfingin í Reykjavík keypti svo landið í nokkrum áföngum fyrir nokkrum árum. Einar segir að skógurinn hafi ver- ið á undanhaldi þegar þeir tóku við landinu og fyrirsjáanlegt að hann hyrfi alveg ef ekki yrði gripið í taum- ana. „Við girtum landið og hlúðum að því og gróðursettum tré, og síðan sáði skógurinn sér sjálfur þegar hann fékk að blómstra.“ I.O.G.T. byggði einnig upp þjón- ustumiðstöð og gistiaðstöðu, auk minni húsa, og snyrtingar og vatns- veitu á svæðinu. „Á þessum 40 árum hafa sjálf- boðaliðar unnið gríðarlega mikið starf, bæði í sambandi við uppbygg- inguna og mótin,“ segir Einar. Hann telur að starf templara í Galtalæk hafi skilið fleira eftir sig en ræktarlegan skóg og reisuleg hús. „Bindindismótin hafa líka vakið at- hygli á nauðsyn þess að fjölskyldan gæti komið saman án þess að áfengi væri haft um hönd. Þó að það hafi því miður viljað brenna við að fullorðna fólkið hafi ekki verið til fyrirmynd- ar.“ Tjaldstæðið verður opið um versl- unarmannahelgina og geta fjölskyld- ur skemmt sér þar saman í vímu- lausu umhverfi, en lítil skipulögð dagskrá verður á svæðinu. Fjörutíu ára starfi bindind- ismanna lokið í Galtalæk Fullorðna fólkið var ekki alltaf til fyrirmyndar Morgunblaðið/Kristinn Fjölskylduhátíð Oft var glatt á hjalla í Galtalækjarskógi en nú er sögu bindindismótsins þar lokið. Tjaldstæði verður þó opið um næstu helgi. HÁSKERPU sjónvarpsútsend- ingar (High Def- inition – HD) hefjast hjá Digi- tal Ísland í haust og verður Digital Ísland fyrst til að bjóða slíka þjón- ustu hér á landi, samkvæmt upp- lýsingum Voda- fone. Þegar eru hafnar tilraunir með háskerpusendingarnar. Vodafone, sem á og rekur dreifi- kerfi Digital Ísland, hefur samið við Sýn 2 um að enski boltinn verði sendur út í háskerpu. Að sögn Gests G. Gestssonar, framkvæmdastjóra tæknisviðs Vodafone, er að auki stefnt að því að bjóða upp á sérstaka háskerpusjónvarpsrás með t.d. nátt- úrulífsefni og öðru fræðsluefni. Að- spurður hvort boðið verði upp á ís- lenskar útsendingar í háskerpu sagði Gestur það ráðast af efnis- framleiðendum hér á landi. Fram- leiðsla háskerpuefnis væri töluvert dýrari en framleiðsla hefðbundins sjónvarpsefnis. Gestur kvaðst eiga von á að 365 verði með umfjöllun á milli leikja í háskerpu. Þá verður hljóð háskerpurása sent út í auknum hljómgæðum (Dolby Stereo). Háskerpuútsendingarnar verða til að byrja með í boði á stór-höfuðborg- arsvæðinu og á Akureyri. Viðskipta- vinir Digital Íslands sem vilja sjá há- skerpusjónvarpssendingar þurfa því að leigja háskerpumyndlykil. Hann nemur einnig hefðbundnar sjón- varpssendingar og því nægir einn myndlykill til að hafa aðgang að öll- um útsendingum Digital Íslands. Að sögn Gests liggur ekki fyrir hvaða gjalds verður krafist sérstaklega fyrir háskerpusjónvarpssendingarn- ar. Hann sagði myndlyklana fyrir háskerpusendingar vera dýrari en fyrir hefðbundnar sjónvarpssend- ingarnar. Flestar háskerpusjón- varpsrásir verða sendar út með breiðtjaldssniði (16:9). Enski boltinn í háskerpu- sjónvarpi Digital Íslands Gestur G. Gestsson framkvæmdastjóri Í HNOTSKURN »Í háskerpusjónvarpi (HighDefinition) eru tvöfalt fleiri deplar í sjónvarpsmynd- inni en áður. »Myndin er mun skarpariog hljóðið einnig sent í meiri gæðum (Dolby Stereo). »Til að njóta háskerpu-útsendinga til fulls þarf sérstök háskerpusjón- varpstæki (HD Ready). „VIÐ höfnum því að víkja sæti í málinu, það eru engar forsendur til þess,“ segir Páll Gunnar Páls- son, forstjóri Samkeppniseftir- litsins, um yfir- lýsingu Mjólkur- samsölunnar ehf., Auðhumlu svf. og Osta- og smjörsölunnar frá því á föstudag en þar kom fram að fyr- irtækin hefðu ákveðið að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Samkeppniseftirlitinu. Fara fyrirtækin fram á að fulltrúar Sam- keppniseftirlitsins víki sæti í með- ferð yfirstandandi stjórnsýslumáls er varðar fyrirtækin, vegna opin- berra ummæla þeirra um fyrirtækin. „Öll okkar umfjöllun um þau fyr- irtæki sem þarna eiga í hlut hefur verið í tengslum við álit sem við gáf- um út í haust. Í því áliti var vakin at- hygli á því að mjólkurafurðastöðvar væru ekki að öllu leyti settar undir ákvæði samkeppnislaga, þ.e. ákvæði um samrunaeftirlit og bann við sam- ráði. Sú umfjöllun er ótengd því máli sem nú er til rannsóknar,“ sagði Páll Gunnar Pálsson. Hyggst ekki víkja sæti Páll Gunnar Pálsson Hafnar gagnrýni mjólkurfyrirtækja TVEIR meðlimir samtakanna Sa- ving Iceland hafa verið dæmdir til fangelsisvistar, að því er segir í til- kynningu frá samtökunum, vegna þátttöku í mótmælaaðgerðum gegn ALCOA sumarið 2006. Annar mótmælandinn er 23 ára Breti, sem handtekinn var fyrir helgi. Samkvæmt Saving Iceland var henni tjáð að hún yrði að greiða 100.000 kr. sekt fyrir hlutdeild sína í aðgerðunum í fyrra, ella sitja í fang- elsi í 8 daga, og kaus hún hið síðara. Hinn mótmælandinn er 21 árs Ís- lendingur og mun hann sæta 18 daga fangelsisvist í ágúst. Samtals hafa því 3 mótmælendur verið dæmdir frá 2005. Í yfirlýsingunni segir einnig að vegabréfum nokkurra mótmælenda sé haldið eftir af lögreglu sem trygg- ingu fyrir innheimtu sektargreiðslna og staðfestir lögreglan það. Vilja frekar fangelsisvist ♦♦♦ HINN þriðja júlí fjölgaði í Akureyrarbæ um einn, og með því urðu Akureyringar 17.000. Þá fæddist hjón- unum Krzysztof Dziubinski og Beatu Mieczyslawa Dziubinska sonur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, en hann er fjórða barn þeirra. Drengurinn nýfæddi hef- ur fengið nafnið Gabríel Óskar Dziubinski. Á heimili Dziubinski-fjölskyldunnar er mikill gesta- gangur um þessar mundir. Ættingjar, frændfólk, ömm- ur og afar eru þar í heimsókn frá Póllandi til að hitta nýjasta fjölskyldumeðliminn. Gabríel kemur þó ekki til með að eignast nein yngri systkini, allavega ekki ef elsta systir hans, Iwona Paul- ina Dziubinska, fær einhverju ráðið: „Nei, nei, nei, nei. Það er komið alveg nóg,“ segir hún og brosir aðspurð hvort fleiri systkini séu í vændum. Iwona talar reiprennandi íslensku þrátt fyrir að fjöl- skyldan hafi einungis búið hér frá því í febrúar 2004. Hún stundar nú nám við Verkmenntaskólann á Ak- ureyri. Krzysztof og Beatu vinna bæði á Norðlenska. Sem stendur er Beatu í fæðingarorlofi en hann vinnur við úrbeiningar og segist kunna vel við að vinna hjá fyr- irtækinu. Frá því fjölskyldan fluttist til Íslands hefur hún ein- göngu dvalið á Akureyri. Fjölskyldan bjó áður í Ljublin í Póllandi. „Okkur líkar mjög vel hérna,“ segir Iwona. „Hér viljum við vera áfram. Þetta er góður bær.“ Gabríel Óskar Dziubinski er sautján þúsundasti Akureyringurinn Mikill gestagangur á heimilinu Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Fjölskyldan Aleksander Dziubinski, Krzysztof Dziubinski, Gabríel Óskar Dziubinski, Beatu Mieczyslawa Dziubinska, Iwona Paulina Dziubinska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.