Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HELGI Daníelsson hefur gefið út fræðslubæklinginn „Grímsey perla við heimskautsbaug“ og stefnir að enskri útgáfu á næstunni. „Þetta er nú bara vegna Grímseyj- aráhuga míns,“ segir Helgi. Móð- urafi hans og amma, Helgi Ólafs- son og Guðrún Sigfúsdóttir, fluttu frá Hrísey til Grímseyjar 1913 og móðir hans, Guðlaug, fæddist þar og ólst þar upp ásamt 14 systkinum. „Ég drakk Grímseyjarandann, sögur og frá- sagnir, með móðurmjólkinni, var í Grímsey hjá afa og ömmu um sumarið þegar ég var 12 ára, hef ritstýrt bók um Grímsey, gefið út ljósmyndabók um Grímsey og póstkort. Í fyrrahaust stofnaði ég Grímseyjarvinafélag og efndi til hópferðar til Grímseyjar núna um Jónsmessuna með milli 40 og 50 manns. Mér fannst ástæða til að kynna eyj- una betur fyrir almenningi og setti því saman þennan bækl- ing.“ Í bæklingnum er fjallað í stuttu máli um Grímsey, byggð- ina, gróðurfar og dýralíf, menningarlíf, Grímseyjarkirkju, gönguleiðir, handverkshús, gistiheimili, veitingahús, sund- laugina, tjaldstæðið og samgöngur, en ljósmyndir eftir Friðþjóf Helgason, son Helga, prýða bæklinginn. Helgi bendir á að um 8.000 ferðamenn komi til Grímseyjar á ári. „Þetta er afskaplega falleg eyja með ósnortinni náttúru,“ segir hann. „Það er allt til alls í Grímsey.“ Bæklingurinn liggur frammi á upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn. „Allt til alls í Grímsey“ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 NÚ GETUR ÞÚ SKOÐAÐ PUNKTASTÖÐUNA Í NETBANKANUM! G agnrýni erlendra eftirlitsaðila á borð við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn og Efnahags- og fram- farastofnunina (OECD) á skatta- lækkanir sem þegar hafa verið framkvæmdar og framundan eru hér á landi ber ekki að taka al- varlega. Mat þessara stofnana byggist á fræðikenningum sem reynslan hefur sýnt að eiga ekki við rök að styðjast í raunveru- leikanum. Þetta segir bandaríski hagfræðingurinn Edward C. Prescott í samtali við Morgun- blaðið en hann hlaut m.a. Nób- elsverðlaunin í hagfræði árið 2004 fyrir rannsóknir sínar. Bæði Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn og OECD, og fleiri um- sagnaraðilar, hafa oftar en einu sinni varað við skattalækkunar- áformum ríkisstjórnarinnar og segja þær olíu á efnahagsbálið sem brennur svo glatt hér á landi. Þannig hafa þessar stofn- anir sagt skattalækkanir munu virka á móti stýrivöxtum Seðla- banka Íslands og draga þar með tennurnar úr aðgerðum bankans sem ætlað er að slá á þenslu í hagkerfinu. Rými fyrir skattalækkanir Prescott er staddur hér á landi í tilefni af ráðstefnunni Skatta- lækkanir til kjarabóta sem fram fór á fimmtudag. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á föstudag var á ráðstefnunni fjallað um hvernig efla mætti íslenskt hag- kerfi með því að lækka skatta og hefur Prescott látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hann telji vel mögulegt að lækka tekjuskatt bæði einstaklinga og fyrirtækja um allt að 5 prósentustigum. Þrátt fyrir slíka lækkun myndu skatttekjur hins opinbera ekki er því eðlilegt að spyrja Prescott hvort skattalækkun við þær að- stæður sem nú ríkja í hagkerfinu geti orðið til þess draga úr trú- verðugleika Seðlabankans og torvelda bankanum þannig enn frekar að vinna á þenslunni. „Skortur á trúverðugleika seðlabanka getur verið stórt vandamál en ég vil benda á að svipuð umræða gekk í Banda- ríkjunum um miðjan 9. áratuginn þegar Ronald Reagan kom skat- taumbótum sínum á. Þá var verð- bólga í Bandaríkjunum 12% og margir efuðust um getu seðla- bankans til þess að berjast við verðbólguna. Þrátt fyrir skatta- lækkanirnar tókst seðlabankan- um að vinna bug á verðbólgunni og ég tel það sönnun þess að pen- ingamálastjórn og fjármála- stjórn eigi að vera aðskilin fyr- irbæri. Fall verðbólgunnar hafði ekki með skattalækkunina að gera.“ Ísland nálægt tindinum Þegar rætt er um að hægt sé að auka skatttekjur með því að lækka skatta er gjarnan vísað í svokallaða Laffer-kúrfu sem kennd er við bandaríska hag- fræðinginn Arthur Laffer. En það er þó síður en svo þannig að það gangi endalaust að lækka skatta þannig að það skili hinu opinbera hærri – eða óbreyttum – tekjum. Fyrir mismunandi lönd gilda mismunandi Laffer- kúrfur og á hverri þeirra er tind- ur, þ.e. besta mögulega skattstig. Aðspurður segir Prescott Ísland vera nálægt tindinum á sinni Laffer-kúrfu og með skattalækk- un á borð við þá sem nefnd var að framan segir hann hægt að nálg- ast tindinn enn frekar. Til sam- anburðar segir hann Bandaríkin vera aðeins fjær tindinum en stóru evrópsku hagkerfin svo sem Þýskaland, Frakkland og Ítalía séu enn fjær. „Með aukinni samþættingu evrópsku hagkerfanna í gegnum Evrópusambandið hefur fram- leiðni þeirra aukist en þau eiga enn langt í land til þess að ná þeirri afkastagetu sem efni standa til. Ísland hefur náð mjög góðum árangri í efnahagsmálum og er í fremstu röð hagkerfa í heiminum en hægt er að ná enn lengra,“ segir Edward C. Pres- cott. opinbera segir Prescott það ein- mitt hafa verið til umræðu þegar hann heimsótti Ástralíu og Nýja- Sjáland á sínum tíma. Andstæð- ingar skattalækkana hafa impr- að á málinu. „Það virðist vera sem peninga- málastjórnun hafi lítil áhrif á um- svifin í hagkerfinu nema þegar aðgerðir komi markaðnum á óvart eða rugli hann í ríminu. Það getur leitt til flökts í hag- kerfinu. Í tímatengdri jafnvægisgrein- ingu nútíma hagfræði hafa þó ekki verið sett fram nein líkön sem sanna að skattalækkanir trufli virkni stýrivaxta,“ segir Prescott. Seðlabanki Íslands býr við aðrar aðstæður en seðlabankar Ástralíu og Nýja-Sjálands að því leyti að honum hefur ekki tekist að festa trúverðugleika sinn í sessi. Ástæðan er hversu stutt er síðan Ísland tók upp fljótandi gengi og verðbólgumarkmið. Það skerðast nema lítillega en fyrir vikið myndi hagvöxtur eflast. En telur hann – í ljósi hinnar miklu þenslu sem ríkt hefur í íslensku efnahagslífi á undanförnum ár- um – enga hættu fólgna í slíkum skattalækkunum? „Verðbólga er peningalegt fyrirbæri en ekki fjármálalegt og ég tel best að blanda stjórnun peningamála og fjármála ekki saman,“ segir Prescott. „Við vilj- um hafa gott og skilvirkt greiðslu- og lánakerfi og það er hlutverk þeirra sem fara með stjórn peningamála en hlutverk þeirra sem fara með stjórn fjár- mála er að halda jafnvægi í eft- irspurninni eftir almennum gæð- um og finna hentugasta skattkerfið,“ bætir hann við. Með almennum gæðum (e. public goods) er t.d. átt við þjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og menntun. Spurður um hagsmuna- árekstra milli seðlabanka og hins Hægt að ná enn lengra Edward Prescott segir að þrátt fyrir að Ísland hafi náð eftirtektar- verðum árangri í efna- hagsmálum sé hægt að gera enn betur. Guð- mundur Sverrir Þór hitti hann að máli. Morgunblaðið/Sverrir Nóbelsverðlaun Prófessor Edward C. Prescott leggur til að stjórn- völd lækki skatta á tekjur einstaklinga og fyrirtækja enn frekar.  Mat OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggist á kenningum sem ekki standast  Stjórn peningamála og fjármála hins opinbera á að vera aðskilin Útgáfa Helgi Daníelsson með fræðslubæklinginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.