Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eyjamenn bíða nú spenntir eftir að Elliði bæjarstjóri og Arnar æðstiprestur tilkynni um
stórkostlega kertafleytingu í tilefni af langþráðum endalokum á Johnsens-endaleysunni.
VEÐUR
Össur Skarphéðinsson iðnaðar-ráðherra talar skýrt í sambandi
við Múlavirkjun. Hann segir í sam-
tali við Morgunblaðið í gær:
Eftir að hafaskoðað þessi
mál, sem varða
Múlavirkjun og
Fjarðarárvirkj-
un, er ég þeirrar
skoðunar að
stjórnsýslan í
kringum þessar
litlu virkjanir sé
of veik. Ég tel að
það eigi að vera
regla að setja rennslisvirkjanir, þó
að þær séu undir 10 megavöttum,
sem minnsti grunur leikur á að geti
orðið umdeildar, í umhverfismat.
Með því fá borgararnir tækifæri til
þess að gera sínar sterkustu at-
hugasemdir.“
Þetta er skýrt og skorinort.
Hins vegar er Þórunn Sveinbjarn-ardóttir umhverfisráðherra
ekki jafn skýr og skorinorð í samtali
við Morgunblaðið í gær. Hún segir:
Það er ljóst að í tilviki Múlavirkj-unar hefði það engu breytt um
framkvæmdina hvort fram hefði
farið umhverfismat eða ekki vegna
þess að framkvæmdaaðilar stóðu
ekki við fyrirætlanir sínar og fram-
kvæmdin var með öðrum hætti en
það sem var lagt fyrir Skipulags-
stofnun.“
Síðan segir ráðherrann: „Það erskoðunar virði hvort í ljósi
reynslunnar litlar virkjanir svokall-
aðar þurfi að fara í mat undantekn-
ingarlaust. Ég held að það þurfi
hins vegar að skoða það mjög vel
um hvað sé verið að ræða og hvort
alltaf sé þörf á því.“
Vonandi „skoðar“ umhverfisráð-herrann þetta vel.
STAKSTEINAR
Össur
Skarphéðinsson
Skeleggur iðnaðarráðherra
SIGMUND
!
"#
$%&
'
(
)
'
* +,
-
%
.
/
*,
!
"#
#"$$%$
%
01
0
2
31,
1 ),
40
$
5 '67
8 3#'
&
"#
#"
9
)#:;< $$$
!"
!
) ##: )
'()$
$(
$ *
=1 = =1 = =1
' )
#"$+#!,$- " #.
<>1?
/ #$$ "$
"#
#"$# #0
"$ $
#
$ ##!$ #$
$ ####!%$1
$$
$$
"2
$ ( #$
%
5 1
3 )"$ $. 4
"$$ "
() $ $$#!2$$
# ##!%$1 ! $
##!
%
:
' ###2$0$ ,$ "$
"#
#"
###0$ "$( ##!2$ #$)"
"$ $/30$ "$30
$ $
$
(*!%
1
$$
$$
"2$$/30
%
54""$$ 66
#" $$7 $+#!
2&34@3
@)=4ABC
)D-.C=4ABC
+4E/D(-C
2
2
2
% %
% &% % %
%%
2
2&
2
2
2
2
2
2
2&
2
2
2 2
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Gisli Freyr Valdórsson | 27. júlí 2007
Ríkisrekin jarðgöng?
Það er auðvitað hið
besta mál að hið opin-
bera skuli ekki ætla að
leggja í að gera þessi
göng – enda á hið opin-
bera að draga sig sem
mest út úr samgöngu-
málum. Það sem hefur vantað alveg í
þessa umræðu er að tala um einka-
framtakið. Ef sósíalistinn Árni John-
sen telur að þessi göng séu arðbær
hlýtur að vera auðvelt fyrir hann að
fá einkaaðila til að bora göngin og
reka þau.
Meira: gislifreyr.blog.is
Marta B. Helgadóttir | 27. júlí 2007
Hraðlest
Hraðlest til borgar-
innar myndi henta vel í
Keflavík. Það er stað-
reynd að í einhverjum
tilvikum er tekjulágt
fólk að flýja höfuð-
borgarsvæðið vegna
þess háa húsnæðiskostnaðar sem
hér er.
Hraðlest kæmi sömuleiðis flug-
farþegum að góðum notum og myndi
gera það að raunhæfum möguleika
að flytja innanlandsflugið til Kefla-
víkur.
Meira: martasmarta.blog.is
Jakob Á. Hjálmarsson | 27. júlí 2007
Yfirbótar þörf
Ef sagan á ekki eftir að
sýna ákvörðun forystu-
manna ríksstjórnar á
sínum tíma sem það
glapræði sem það var þá
mun fleiru verða á haus
snúið í þessu landi. Ég
man ekki efti ógæfulegri gjörð í sam-
kiptum Íslands við umheiminn en [að]
leyfa nafn Íslands á lista hinna stað-
föstu þjóða. Það verður ekki leiðrétt
með neinu öðru móti en því að reynast
bágstöddu fólki í Írak vel, svo vel að
við finnum fyrir því sjálf að það taki í.
Meira: jagust.blog.is
Ragnhildur Sverrisdóttir | 27. júlí
2007
Vesturfararnir
Svo var komið að
gönguferðinni upp í
Naustahvilft. Þetta
hlupum við Magga
systir auðvitað oft á
sumri hérna í den, en
núna kalla ég mig
góða að fara einu sinni á nokkurra
ára fresti. Og í gamla daga var eng-
in sérstök umbun. Núna er hins
vegar hægt að fá fjallapassa og
þegar komið er upp í hvilft er
stimplað í passann. Fjölskyldur
geta safnað stimplum og sent svo
inn passann í von um vinning. Frá-
bær hugmynd hjá Ísfirðingum.
Gangan upp? Jú, takk, hún gekk
sosum bærilega. Systur hlupu á
undan, sneru við, hlupu upp aftur,
sneru við, könnuðu hvort enn
leyndist lífsmark með mér og
Möggu og hlupu svo upp aftur.
Rétt eins og tíkin Blanda og hund-
urinn Tumi. Kata hélt jöfnum
hraða upp í hvilft, en við Magga
systir þurftum að stoppa ansi oft.
Ekki af því að við kæmumst ekki í
einni atrennu, onei, heldur bara af
því að við þurftum að rifja upp
bernskustundir. Í hljóði, af því að
við vorum svo móðar.
Systur voru sérstaklega spennt-
ar að komast upp, enda sannfærðar
um að Naustahvilftin sé rassafar
eftir afar myndarlegan risa, sem
heimsótti Ísafjörð reglulega í
gamla, gamla daga. Þegar ég var
ung. Þær kunna auðvitað sögurnar
af því hvernig hann hjálpaði krökk-
unum að draga sleðana upp í hlíð
að vetrarlagi, hvernig hann skvetti
á þau vatni að gamni að sumarlagi
og hversu vel hann nýttist heima-
mönnum þegar skip áttu erfitt með
að komast í var í vondum veðrum.
Núna er hann löngu orðinn leiður á
öllum skarkalanum og búinn að
flytja sig inn á hálendið, systrum til
sárra vonbrigða.
Upp í Naustahvilft komst allur
skarinn og þar fengum við okkur
súkkulaðikex og gos. Systur voru
sérstaklega nestaðar frá afa sínum,
sem hafði að sjálfsögðu krafist þess
að þær hefðu með sér tvöfaldan
suðusúkkulaðipakka, enda enginn
orkugjafi betri á fjöllum. Hann gef-
ur þeim reyndar suðusúkkulaði við
öll tækifæri, enda vantar nú ekkert
í þær orkuna.
Meira: ragnhildur.blog.is
BLOG.IS
„HUGMYNDIN á bak við þetta er sú
að það geti allir tekið þátt í hjálp-
arstarfi þótt þeir hafi kannski ekki
færi á að fara til þróunarlanda eða
gefa háar fjárhæðir,“ segir Margrét
Þóra Einarsdóttir sem stendur nú
annað árið í röð að söfnuninni Gerum
eitthvað gott, gerum það saman, fyrir
fátæk börn í Mósambík, ásamt
frænku sinni og systur, Guðrúnu
Blöndal og Mörtu Einarsdóttur.
Í fyrra tókst þeim að safna tölu-
verðu fé með því að halda flóamarkað
á Akureyri og var afraksturinn not-
aður til að styrkja heimili fyrir mun-
aðarlaus börn. Nú stefna þær að því
að byggja við grunnskóla í Mósambík
þar sem 1.800 börn stunda nám í 6
kennslustofum. „Okkur langaði að
fara í enn stærra verkefni núna fyrst
þetta gekk svona vel. Skólinn er
löngu orðinn allt of lítill og þar er t.d.
yngstu börnunum kennt úti undir
tré.“ Undirbúningur er þegar hafinn
að því að byggja fjórar kennslustofur
til viðbótar, auk salerna og kenn-
arahúss. „Ætlunin er að þetta sé allt
unnið á staðnum, við viljum fá verk-
taka sem búa í þessu þorpi til að
smíða múrsteinana og reisa skólann.
Þannig skapar þetta atvinnu í þorp-
inu og áhrifin verða meiri,“ segir
Margrét. Söfnunin fer fram með
þeim hætti að húsgögnum og öðrum
munum er safnað meðal íbúa Ak-
ureyrar og með aðstoð bæjarfélags-
ins og skátafélagsins Klakks verða
þeir svo seldir á götumarkaði í
tengslum við Akureyrarvöku í lok
ágúst, en einnig er tekið á móti frjáls-
um framlögum og segir Margrét að
þegar hafi fjórir aðilar beðið gesti í
afmælis- og útskriftarveislum um að
styrkja málefnið í stað þess að gefa
gjafir. Upplýsingar um söfnunina má
finna á www.123.is/gott
Hjálparstarf er
öllum mögulegt
Safna fé fyrir barnaskóla í Mósambík
Námsfús Yngstu börnin í þorpinu
sækja námið úti undir tré án skjóls.