Morgunblaðið - 29.07.2007, Page 16
16 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Oddnýju Helgadóttur
oddnyh@mbl.is
Gagnrýnt hefur verið að Ís-lendingar taki ekki á mótiflóttamönnum frá þeimsvæðum í Mið-Austur-
löndum þar sem neyðarástand ríkir,
m.a. vegna stríðsreksturs sem Ís-
land studdi.
Eftir ferð Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur utanríkisráðherra um
Mið-Austurlönd virðist hugsanlegt
að þessu verði breytt og farið verði
að taka á móti flóttafólki frá Írak.
Í viðtali við hana í Kastljósinu
kom fram að hún hefur talað við
framkvæmdastjóra Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna og
fulltrúa Flóttamannastofnunar í
Jórdaníu um möguleika þess að Ís-
lendingar taki á móti íröskum flótta-
mönnum frá Jórdaníu eða Sýrlandi.
Hún sagði að Ísland, eins og allt al-
þjóðasamfélagið, bæri ábyrgð gagn-
vart þeim milljónum flóttamanna
sem hafa af ýmsum ástæðum þurft
að yfirgefa heimaland sitt. Að henn-
ar mati bæri Ísland þó sérstaka sið-
ferðilega ábyrgð gagnvart Írökum
vegna stuðnings þjóðarinnar við
stríðið í Írak. Því kæmi vel til greina
að Íslendingar reyndu að leysa mál
einstakra flóttamanna frá Írak, þótt
ómögulegt væri að taka á móti
stórum hópum.
En hver er staða flóttamanna í
heiminum og hvernig hefur verið
tekið á móti flóttafólki á Íslandi
hingað til?
Hvað er flóttamaður?
Sá sem hefur yfirgefið heimaland
sitt og á ekki afturkvæmt af ótta við
ofsóknir vegna kynþáttar, trúar-
bragða, þjóðernis, stjórnmálaskoð-
ana eða annars er, samkvæmt skil-
greiningu Sameinuðu þjóðanna,
flóttamaður.
Fái flóttamaður hæli og viður-
kenningu á stöðu sinni sem flótta-
maður á hann rétt á vissum mót-
tökum í griðlandi sínu. Á Íslandi fá
flóttamenn m.a. dvalarleyfi til
þriggja ára, fjárhagsaðstoð, tungu-
málakennslu og heilsugæslu. Þá ber
að veita þeim aðstoð við að verða sér
úti um húsnæði, vinnu og menntun.
Þegar einstaklingur sækir um
hæli í einhverju landi er hann skil-
greindur sem hælisleitandi á meðan
stjórnvöld athuga hvort hann teljist
flóttamaður. Sé komist að þeirri nið-
urstöðu að hælisleitandi sé ekki
flóttamaður geta yfirvöld annað-
hvort sent hann úr landi eða veitt
honum dvalarleyfi af mannúðar-
ástæðum eða öðrum ástæðum.
Þannig getur fólk fengið dvalarleyfi
án þess að vera viðurkennt flótta-
fólk. Munurinn er fyrst og fremst sá
að flóttafólk hefur ýmis réttindi um-
fram þá sem fá dvalarleyfi af mann-
úðarástæðum.
Flótti vegna Íraksstríðs
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur ekki bara umsjón
með málefnum flóttamanna, heldur
einnig hælisleitenda, fólks sem hef-
ur hrakist á milli svæði í heimalandi
sínu, fólks án ríkisfangs og þeirra
sem hafa snúið aftur til síns heima
eftir að hafa verið á flótta.
Í skýrslu Flóttamannastofnunar-
innar um þróun mála árið 2006 kem-
ur fram að í fyrra fjölgaði þeim sem
þurftu aðstoð stofnunarinnar í
fyrsta sinn í nokkur ár. Aukningin
var talsvert mikil, eða um 56%. Árið
2005 hafði stofnunin umsjón með 21
milljón manna, en árið 2006 með
32,9 milljónum.
Ein meginástæða þessarar aukn-
ingar er Íraksstríðið. Fjöldi íraskra
flóttamanna fimmfaldaðist á árinu.
Um 1,2 milljónir manna flúðu þaðan
til nágrannalandanna og nærri
700.000 manns hröktust á milli
svæða innanlands. Flestir flótta-
menn leituðu sér hælis í Pakistan,
Íran, Bandaríkjunum, Sýrlandi,
Þýskalandi og Jórdaníu á árinu.
Þótt mest aukning hafi orðið á
flóttamönnum frá Írak eru flótta-
menn frá Afganistan á heildina litið
flestir. Við árslok 2006 höfðu 2,1
milljónir manna flúið þaðan og leitað
sér hælis í 71 landi.
Tæplega 200.000 manns voru við-
urkenndir flóttamenn á síðasta ári.
Af þeim fóru 33.200 til Evrópu.
Tæplega 38.000 til viðbótar fengu
dvalarleyfi í Evrópu en voru ekki
viðurkenndir flóttamenn. Um þriðj-
ungi færri voru viðurkenndir flótta-
menn í Evrópu árið 2005 en árið
2006. Flóttamannastofnunin rekur
það helst til hertra reglna um flótta-
fólk.
Flóttafólk á Íslandi
Hópar flóttafólks, svokallaðir
kvótahópar, hafa komið til Íslands
með reglulegu millibili frá árinu
1996, en fram að því höfðu hópar
fólks komið hingað af og til frá árinu
1956. Á milli 1996 og 2000 kom hóp-
ur á hverju ári en annað hvert ár eft-
ir það. Í vor var ákveðið að fara aft-
ur að taka á móti fólki á hverju ári.
Auk kvótahópa geta einstaklingar
leitað sér hælis á Íslandi. Það sem af
er ári hafa 39 einstaklingar leitað
hælis hér.
Á árabilinu 1956 til 2005 fengu 451
hælisleitendur dvalarleyfi á Íslandi
og voru 291 þeirra enn hér á landi
árið 2005. Síðastliðin 15 ár hefur þó
aðeins einn hælisleitandi fengið við-
urkenningu sem flóttamaður, en
aðrir dvalarleyfi af mannúðarástæð-
um. Þetta samsvarar því að minna
en 0,5% hælisleitenda séu viður-
kenndir flóttamenn. Á heimasíðu
Mannréttindaskrifstofu Íslands
kemur fram að þetta hlutfall er
margfalt lægra en í nágrannalönd-
um okkar. Árið 2004 sóttu t.d. tæp-
lega 3.000 manns um hæli í Dan-
mörku, og fengu um 1.100 það.
Flestir sem fengið hafa hæli hér á
landi eru frá Evrópulöndum, enda
flestir kvótahóparnir frá ríkjum sem
áður tilheyrðu Júgóslavíu. Í ár verð-
ur svo tekið á móti 30 manna hópi,
konum og börnum, frá Kólumbíu.
Stofnanir og reglur
Dómsmálaráðuneytið og Útlend-
ingastofnun, sem er undirstofnun
ráðuneytisins, fara yfir umsóknir
hælisleitenda á Íslandi og meta
hvort hælisleitandi teljist flóttamað-
ur eða ekki.
Félagsmálaráðuneytið sinnir
þessum málaflokki þó einnig í
nokkrum mæli. Félagsmálaráðherra
skipar flóttamannanefnd sem er rík-
isstjórninni til ráðgjafar um kvóta-
hópa flóttamanna. Í nefndinni eiga
sæti fulltrúar dómsmálaráðuneytis,
félagsmálaráðuneytis, utanríkis-
ráðuneytis og Rauða krossins.
Undanfarin ár hefur utanríkis-
ráðuneytið í vaxandi mæli látið mál
kvótaflóttamanna til sín taka. Nú
orðið greiðir það kostnað vegna
flóttamannaverkefna.
Nokkrir alþjóðasamningar gilda
um flóttamenn. Þeirra helstir eru
flóttamannasamningur Sameinuðu
þjóðanna frá 1951 og viðauki sem
gerður var við hann 1967. Ísland er
aðili að báðum þessum samningum.
Árið 2003 tók svokölluð Dyflinar-
reglugerð gildi á Íslandi. Reglugerð-
inni er ætlað að koma í veg fyrir að
flóttafólk sæki um hæli í mörgum
löndum. Í henni er kveðið á um að
fyrsta umsókn um hæli gildi. Aðrar
umsóknir, sem síðar eru lagðar
fram, teljast því ógildar.
Atli Viðar Thorstensen, verkefn-
isstjóri í málefnum flóttamann og
hælisleitenda hjá Rauða krossi Ís-
lands, segir Dyflinar-reglugerðina
gefa íslenskum stjórnvöldum kost á
að senda hælisleitendur aftur til
landa þar sem þeir höfðu áður lagt
fram umsókn, án þess að taka hæl-
isumsókn þeirra hér á landi til efnis-
legrar meðferðar. Þetta dregur tals-
vert úr straumi flóttamanna hingað.
Leið flóttamanna liggur sjaldnast
beint til Íslands frá heimalandinu
enda ekki beint flug hingað frá
mörgum hættusvæðum. Um 30-40%
hælisleitenda á Íslandi eru því send-
ir burt á grundvelli reglugerðarinn-
ar.
Hælisleitendur
Hælisumsókn einstaklinga er oft-
ast lögð fram hjá lögregluembætti.
Umsækjandi þarf að gera grein fyr-
ir ferðalagi sínu til landsins og
ástæðu þess að hann leitar hælis.
Hælisleitandi þarf að sanna að hann
sé flóttamaður. Það getur reynst
erfitt því framburður hans er það
eina sem við er að styðjast. Bannað
er að hafa samband við yfirvöld í
heimalandi hælisleitanda til að
ganga úr skugga um að vitnisburður
hans eigi við rök að styðjast því það
getur stefnt fjölskyldu hans og vin-
um í voða.
Ef hælisleitandi hefur ekki sótt
um hæli í öðru aðildarríki Dyflinar-
reglugerðarinnar og Útlendinga-
stofnun telur umsókn hans vel rök-
studda er hún tekin til meðferðar.
Umsækjandi er þá kallaður í við-
tal hjá Útlendingastofnun til að gera
betur grein fyrir því hvers vegna
hann varð landflótta. Á grundvelli
þeirra upplýsinga ákveður Útlend-
ingastofnun næsta skref.
Hópar flóttamanna
Áður en ákveðið er hvaðan kvóta-
hópar koma veitir Flóttamanna-
stofnun Sameinuðu þjóðanna flótta-
mannanefnd upplýsingar um hvar
neyðin sé stærst í heiminum og
hvaðan flóttamannahópar gætu
komið til Íslands. Yfirleitt hefur
flóttamannanefnd úr nokkrum kost-
um að velja í þeim efnum, en helst er
mælt með einum hverju sinni.
Flóttamannanefnd hefur hingað til
alltaf farið að tillögu Flóttamanna-
stofnunarinnar.
Flóttamenn sem koma til Íslands
taka þátt í tólf mánaða aðlögunar-
verkefni. Ríki, sveitarfélag og Rauði
krossinn sjá sameiginlega um verk-
efni til að gera flóttamönnum kleift
að laga sig að íslenskum aðstæðum.
Flóttafólk fær húsnæði sem það
greiðir leigu af og framan af fær það
fjárhagsaðstoð. Rauði krossinn út-
vegar húsgögn og annað nauðsyn-
legt innbú sem sjálfboðaliðar hjálpa
til við að koma fyrir. Sjálfboðaliðar
Rauða krossins aðstoða fólkið svo
við að fóta sig í íslensku samfélagi
og kynnast siðum og hefðum hér.
Þessir sjálfboðaliðar eru kallaðir
stuðningsaðilar og þeir gera samn-
ing við Rauða krossinn um að vera
vissum einstaklingi innan handar í
a.m.k. eitt ár. Stuðningskerfi Rauða
krossins hér á landi hefur vakið at-
hygli Flóttamannastofnunar fyrir
góð störf.
Athyglisvert verður að fylgjast
með þróun þessara mála á næstunni.
Brotabrot hælisleitenda viður-
kenndir flóttamenn á Íslandi
Reuters
Landflótta Írakar bíða skráningar hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Myndin er tekin í Damaskus á
Sýrlandi fyrir nokkrum dögum. Þangað hafa margir Írakar flúið.
Neyð Fleiri en milljón Írakar hafa flúið land frá innrásinni í landið árið
2003. Á síðasta ári fimmfaldaðist fjöldi flóttamanna þaðan.
Í HNOTSKURN
»Ingibjörg Sólrún Gísla-dóttir ræddi möguleika
þess að taka á móti flóttafólki
frá Írak í heimsókn sinni til
Mið-Austurlanda.
»Frá árinu 1991 hefur Ís-land aðeins veitt einum
hælisleitanda stöðu flótta-
manns.
» Íslendingar hafa hingað tilhelst tekið á móti hópum
flóttamanna frá Evrópu, eink-
um frá ríkjum sem tilheyrðu
áður Júgóslavíu.
»Einstein, Chagall, Freud,Marlene Dietrich, Dalai
Lama og Isabella Allende voru
öll flóttamenn.
Utanríkismál | Á árinu hafa 39 einstaklingar leitað hælis á Íslandi. Erlent | Furðufuglinn Boris Johnson ætlar
að fá íbúa London til að brosa á ný ef hann verður borgarstjóri. Föst í fréttaneti | Auði og Þórarin grunar að
Spánverjar séu ekki ánægðir með skopmyndir af krónprinsparinu. Erlent | Eva Perón er ennþá dýrlingur í huga margra í Argentínu.
UTANRÍKISMÁL»
Flóttamönnum fjölgaði mikið á síðasta
ári, einkum vegna Íraksstríðsins
VIKUSPEGILL»