Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 18
18 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
Getur annálaður og orðhepp-inn sérvitringur bundiðenda á valdaskeið þekkt-asta „rauðliðans“ í bresk-
um stjórnmálum? Víst er að baráttan
verður í senn hörð og áhugaverð, fari
svo að Boris Johnson verði útnefnd-
ur frambjóðandi breska Íhalds-
flokksins í borgarstjórakosningun-
um í London í maí á næsta ári.
Johnson er í hópi þekktustu stjórn-
málamanna Bretlands; hann er um
flest réttnefndur „furðufugl“ en nýt-
ur vinsælda og virðingar fyrir óhefð-
bundna framkomu og skoðanir, sem
hann hikar ekki við að opinbera. Ken
Livingstone, „Rauði Ken“, núver-
andi borgarstjóri London, mun þurfa
á öllu sínu að halda fari Johnson fram
gegn honum, sem telja verður næsta
víst.
Johnson skýrði á dögunum frá því
að hann hefði ákveðið að gefa kost á
sér og batt þar með enda á fyrirferð-
armiklar vangaveltur í fjölmiðlum
um að ráðamenn innan Íhaldsflokks-
ins hefðu komist að þeirri niðurstöðu
að hann væri líklegastur til að ná að
velta Livingstone úr sessi. Enn ligg-
ur útnefningin þó formlega ekki fyr-
ir. Um 40 aðrir íhaldsmenn hafa lýst
yfir áhuga á að takast á við „Rauða
Ken“. Sérstök nefnd mun nú fara yfir
umsóknirnar og skila áliti sínu á
þingi Íhaldsflokksins í september-
mánuði. Í Bretlandi ganga menn að
því sem gefnu að Boris Johnson verði
fyrir valinu.
Johnson hefur nú þegar sagt af sér
embætti talsmanns Íhaldsflokksins á
sviði æðri menntunar en hyggst
áfram sitja sem þingmaður fyrir
Henley-on-Thames, nærri Oxford í
Suður-Englandi.
Johnson, sem er 43 ára, er iðulega
borinn saman við Bertie Wooster,
sögupersónu P.G Wodehouse og einn
litríkasta fulltrúa forréttindastéttar-
innar í enskum bókmenntum. John-
son telst að sönnu til yfirstéttarinnar
líkt og Bertie Wooster og sennilega
má finna viss líkindi með þeim í tali
og framgöngu. Boris Johnson er á
hinn bóginn ekki bjálfi og þarf ekki á
aðstoð sér hæfari manna að halda til
að bjarga sér úr vandræðum.
„Rangeygur og málhaltur
stríðsæsingamaður frá Texas“
Pólitísk rétthugsun hefur löngum
verið honum framandi og af þeim
sökum er hann í miklu uppáhaldi hjá
ýmsum hópum, sem teljast til hægri
á vettvangi stjórnmálanna. Sérvisku-
leg framganga hefur og orðið til að
stækka aðdáendahópinn; Johnson
fer yfirleitt ferða sinna á reiðhjóli og
hárgreiðslan minnir óneitanlega á
fuglahræðu. Hann virðist oftlega ut-
an við sig, þykir prýðilega óskipu-
lagður en sérviska hans sýnist laus
við tilgerð. Maðurinn er með afbrigð-
um orðheppinn og hvatvís í tali og
framgöngu. Um margt minnir hann á
andstæðing sinn, „Rauða Ken“, sem
eitt sinn lýsti George W. Bush
Bandaríkjaforseta á þann veg að þar
færi „mesta ógnunin við lífið á þess-
ari plánetu“. Raunar hefur Johnson
farið þeim orðum um forseta Banda-
ríkjanna að hann sé „rangeygur, um-
boðslaus, og málhaltur stríðsæsinga-
maður frá Texas og holdtekja
hrokans í bandarískum utanríkis-
málum“.
Johnson er án vafa í hópi þekkt-
ustu stjórnmálamanna Bretlands og
á þá stöðu m.a. því að þakka að hann
hefur verið fastur gestur í vinsælum
sjónvarpsþáttum breskum á borð við
„Have I Got News For You“. John-
son hefur komið víða við á ferli sínum
og m.a. gert sjónvarpsþætti um
sagnfræðileg efni. Þáttaröð, sem
hann vann í fyrra fyrir breska rík-
isútvarpið BBC, þar sem hann bar
Rómarveldi saman við Evrópusam-
band nútímans þótti sérlega vel
heppnuð.
Blaðamaður og latínuhestur
Boris Johnson var kjörinn til setu
á þingi árið 2001. Hann er þó einkum
þekktur fyrir störf sín sem blaða-
maður og hefur hann ritað nokkrar
bækur er tengjast þeim vettvangi.
Hann nam við Oxford-háskóla þar
sem hann las einkum fagurfræði og
fornaldarspeki. Johnson er annálað-
ur fyrir tök sín á latínu; talar vísast
það undursamlega mál „eins og inn-
fæddur“ líkt og ágætur frönsku-
kennari við MR sagði eitt sinn um
Charles de Gaulle.
Að námi loknu gerðist Johnson
blaðamaður við The Times. Hann var
rekinn úr starfi ári síðar. Þaðan lá
leiðin til The Daily Telegraph og var
hann m.a. Evrópu-fréttaritari blaðs-
ins. Þar á bæ kunnu menn vel að
meta stíl hans og óhefðbundnar
skoðanir og var hann um skeið að-
stoðarritstjóri blaðsins.
Árið 1999 var hann ráðinn ritstjóri
vikuritsins Spectator, sem telja má
eitt helsta málgagn breskra íhalds-
manna. Sérviska og óheft skoðana-
gleði hefur löngum einkennt tímarit
þetta og reyndist Johnson verðugur
þeirrar upphafningar, sem hann
hafði hlotið.
„Ógeðfellt sálarupplag“
íbúa Liverpool
Johnson hefur iðulega þótt ganga
of langt í ummælum sínum um menn
og málefni og komist í hann krapp-
ann af þeim sökum. Í októbermánuði
árið 2004 birti Spectator ómerktan
leiðara þar sem veist var harkalega
að íbúum Liverpool-borgar. Var sér-
staklega nefnt að íbúarnir „veltu sér
upp úr“ sorg sinni í kjölfar þess að
Ken nokkur Bigley frá Liverpool
hafði verið tekinn af lífi í Írak. Sagt
var að margir íbúa Liverpool hefðu
„sérlega ógeðfellt sálarupplag“ og
þannig mætti áfram telja. Skrifin
vöktu að vonum gríðarlega hörð við-
brögð í borginni. Raunar kom síðar í
ljós, að Johnson hafði ekki skrifað
leiðarann en hann hafði „komið
nærri verkinu“. Hann tók hins vegar
á sig ábyrgð sem ritstjóri og bað íbúa
Liverpool opinberlega afsökunar
Í annarri grein vakti Johnson at-
hygli á því ófremdarástandi sem
hann kvað ríkja í Portsmouth. Þar
væri of mikið um eiturlyf, feitt fólk
og þingmenn Verkamannaflokksins.
Smáborgaraleg viðmið í
heiðri höfð á Papúa Nýju-Gíneu
Í grein um leiðtogakreppu innan
Verkamannaflokksins afrekaði
Johnson að móðga íbúa Papúa Nýju-
Gíneu: „Síðustu tíu árin höfum við í
Íhaldsflokknum vanist mannætu-
veislum og höfðingjadrápi að hætti
íbúa Papúa Nýju-Gíneu og þess
vegna fylgjumst við undrandi og glöð
með því er þessi brjálsemi steypist
yfir Verkamannaflokkinn.“ Stjórn-
völd þar mótmæltu ummælum John-
sons harðlega og baðst hann afsök-
unar með þeim orðum að vísast væri
framganga íbúa Papúa Nýju-Gíneu
líkt og annarra mótuð af „óflekkuð-
um, smáborgaralegum viðmiðum
viðtekins fjölskyldulífs“. Upplýsing-
ar sínar kvaðst Johnson hafa úr stór-
merkri bók sem Time Life hefði gefið
út um Papúa Nýju-Gíneu og geymdi
myndir frá sjötta eða sjöunda ára-
tugnum af frumbyggjum, sem upp-
teknir væru við „frumstæðan hernað
og manndráp“. Kvaðst hann ekki fá
betur séð en þessi líking ætti fylli-
lega við um leiðtogavanda Verka-
mannaflokksins.
Tölvuleikir og „heilarotnun“
Johnson hefur þungar áhyggjur af
minnkandi lestri ungs fólks. Í magn-
aðri grein, sem hann reit í The Daily
Telegraph í desember í fyrra, tengir
hann þá þróun tölvuleikjum. Segir
hann foreldra bera ábyrgð á þeirri
„heilarotnun“, sem börn þeirra sæti
af völdum slíkra tóla. Foreldrar geri
sífellt auknar kröfur til menntakerfs-
Sérviskan gegn sósíalismanum
Boris Johnson, annálaður og skemmtilegur furðufugl, hyggst leggja til atlögu við „Rauða Ken“, einn
öflugasta fulltrúa breska sósíalismans, í því skyni að steypa af honum af stóli borgarstjóra í London
ASSOCIATED PRESS
Fjölmiðlafár Sú ákvörðun Boris Johnsons að gefa kost á sér sem borgarstjóraefni Íhaldsflokksins vakti mikla at-
hygli. Fölmiðlafólk tók tíðindunum fagnandi enda er frambjóðandinn maður vinsæll og sérkennilegur.
ERLENT»
Svalur „Rauði Ken“ borgarstjóri
London þykir herkill hinn mesti.
Í HNOTSKURN
»Alexander Boris de PfeffelJohnson fæddist 19. júní
1964 í New York í Bandaríkj-
unum.
»Faðir hans, Stanley John-son, var um skeið þing-
maður breska Íhaldsflokksins
á Evrópuþinginu og er af-
kastamikill rithöfundur. Móðir
hans er listmálarinn Charlotte
Wahl. Langafi Johnsons var
Ali Kemal, síðasti innanrík-
isráðherra Ottomanaríkisins.
»Boris Johnson nam viðEton og Oxford og sér-
hæfði sig í klassískum fræð-
um. Hann gerðist blaðamaður
árið 1987.
»Árið 2001 var hann kjörinntil setu á þingi fyrir Hen-
ley-on-Thames þar sem hann
leysti Michael Heseltine, einn
öflugasta forustumann Íhalds-
flokksins, af hólmi.
»Johnson hefur tvívegisgengið í hjónaband. Eig-
inkona hans er Marina Whee-
ler lögmaður. Þau eiga fjögur
börn.
» Þetta er orðið meira en ofsa-akstur.
Ellisif Tinna Víðisdóttir , aðstoðarlög-
reglustjóri á Suðurnesjum, um brjál-
æðislegan akstur tveggja ökumanna sem
teknir voru um liðna helgi á 182 og 192 km
hraða á Reykjanesbraut.
» Þessi þróun er mikiðáhyggjuefni.
Bragi Guðbrandsson , forstjóri Barna-
verndarstofu, um mikla fjölgun tilkynn-
inga til barnaverndarnefnda frá því í
fyrra.
» Íslenzkir auðmenn gætu lagtsitt af mörkum. Ég held, að
hljómsveitin sé ekki dýrari en
ein poppstjarna í afmælisveizlu.
Atli Heimir Sveinsson tónskáld í bréfi til
Staksteina Morgunblaðsins þar sem hann
tekur undir þá hugmynd að sinfón-
íuhljómsveit æskufólks frá Ísrael, Palest-
ínu og fleiri löndum verði boðið til Íslands.
Atli Heimir leggur til, að ekki verði beðið
eftir vígslu tónlistarhússins nýja heldur
verði hljómsveitinni og helsta frumkvöðli
þessa sáttastarfs, stjórnandanum Daniel
Barenboim, boðið að leika á næstu listahá-
tíð hér á landi.
»Við erum því tölulega séð aðtapa þessum slag.
Anthony Fauci , helsti ráðgjafi George W.
Bush Bandaríkjaforseta um baráttuna
gegn alnæmi.
»Vonandi verð ég bara dæmdaf verkum mínum fyrir
hreyfinguna þegar að því kemur
fremur en af þeirri staððreynd
að vera kona.
Líney Rut Halldórsdóttir , sem ráðin hefur
verið framkvæmdastjóri Íþrótta- og ól-
ympíusambands Íslands, fyrst kvenna.
» Þetta kemur mér gífurlega áóvart. Ég hélt að slagurinn
væri það harður að menn horfðu
ekki á þetta með þessu hætti í
flutningum.
Ummæli vikunnar
Morgunblaðið/Júlíus
Mótmæli Nokkuð bar á mótmælum félaga í samtökunum Saving Iceland í
liðinni viku. Mótmælendur voru þrívegis handteknir án mótspyrnu.